Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 64
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 VERÐ f LAUSASÖLU 50 KR.
Samningaviðræð-
ur að fara í gang:
Fyrsti fundur
Landsambands
iðnverkafólks
og VSI í dag
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands gerir sér vonir um að
samningaviðræður sambandsins
við viðsemjendur þess fari fyrir
alvöru í gang nú á næstunni.
Fyrsti eiginlegi samningafund-
urinn verður i dag og þá munu
fulltrúar VSÍ og fulltrúar Land-
sambands iðnverkafólks hittast
siðdegis í húsakynnum VSÍ við
Garðastræti.
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að VSÍ
vonaðist til þess að samningavið-
ræður færu nú í gang af alvöru.
„Við ætlum að eiga viðræður við
öll landsamböndin á næstunni, og
meta stöðuna eftir það,“ sagði Þór-
arinn, „hins vegar er það ljóst að
mörg af þessum samböndum ætla
að vera með stefnumótandi fundi
hjá sér síðari hluta nóvembermán-
aðar, þannig að það verður liklega
ekki fyrr en eftir þá fundi, sem eig-
inlegar samningaviðræður geta
hafíst."
Þórarinn sagði að VSÍ myndi
funda á morgun með Sambandi
byggingamanna.
400 tonn af dilka-
kjöti til Japans
ÚTLIT er fyrir að á næstu dögtun
verði gengið frá samningi um
sölu á 400 tonnum af kindakjöti
tíl Japans. Jóhann Steinsson
deildarstjóri í búvörudeild SÍS,
Vatnaleikfimi í Laugardalslaug
KYNNING á vatnaleikfimi var haldin i Laugardalslaug síðastlið- I
inn sunnudag og tók Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgun- I
blaðsins, þessa mynd við það tækifæri. Vatnaleikfimin var þáttur I
í ráðstefnu, sem fræðslunefndir fimleikasambanda á öllum |
Norðurlöndum héldu hér á landi dagana 31. október til 3. nóv-
ember og haldin var i húsakynnum ÍSÍ i Laugardal.
Þátttakendur á ráðstefnunni auk íslands, voru frá Svfþjóð,
Noregi og Danmörku, alls 25 manns.
sem nú er staddur í Japan, segir
í skeyti til búvörudeildarinnar að
kominn sé grundvöllur fyrir þess-
ari sölu, en hún samsvarar kjöti
af um 24 þúsund dilkum.
Að sögn Magnúsar Friðgeirssonar
framkvæmdastjóra búvörudeildarinn-
ar fara 300 tonn af úrbeinuðum
frampörtum og 100 tonn af þungum
dilkaskrokkum í heilu lagi til Japans.
Tíu manna hópar á 4—6 stöðum vinna
við úrbeiningu kjötsins næstu mánuði
og skapast við það veruleg vinna á
ýmsum stöðum úti á landi. Kjötið fer
til Japans mánaðarlega frá nóvember
til apríl.
Búvorudeildin fær um 25% af ónið-
urgreiddu heildsöluverði diikakjöts
hér innanlands fyrir kjötið. Sagði
Magnús að útflutningsverðið væri
viðunandi þegar litið væri á útflutn-
inginn á öllum skrokknum, það er
frampörtunum til Japans og hryggj-
um og lærum sem flutt hafa verið
fyrir gott verð til Svíþjóðar, en fram-
partamir hafa verið að hlaðast upp.
Skýrsla um starfsemi Hjálparstofmmar kirkjunnar:
„Færum til betri vegar það
er aflaga kann að hafa farið“
- segir Erling Aspelund stjórnarformaður
NEFND sem kirkjumálaráð-
herra skipaði samkvæmt ósk
Hjálparstofnunar kirkjunnar til
að rannsaka starfsemi stofnun-
arinnar skilaði skýrslu fyrir
helgina. Það er niðurstaða
nefndarinnar að sljórnendur og
starfsmenn Hjálparstofnunar-
innar hafi einlægan vilja til þess
að sinna vel verkum sínum, og
Gagnfræðaskólinn á Akureyri:
6 af 479 reykja
ATHYGLISVERÐ niðurstaða fékkst í könnun sem gerð var í
unglingadeildum Gagnfræðaskólans á Akureyri fyrir helgina.
Kannað var hve margir nemenda reyktu - og kom í ljós að af
479 unglingum reykja 6. Það þýðir að 1,25% þeirra reykja.
í 7. bekk skólans reykir enginn skólastjóri, í samtali við Morgun-
nemandi, en 146 unglingar eru
nú í þeim bekk. Af 195 nemendum
í 8. bekk reykir aðeins 1 en 5
nemendur af 138 reykja í 9. bekk
skólans.
„Af þeim sem reykja gerir eng-
inn unglinganna það á skólatíma
- það fínnast aldrei sígarettu-
stubbar við skólann eða lykt í
honum," sagði Sverrir Pálsson,
blaðið. Hann sagðist hafa kallað
nemendur á sal og þakkað þeim
fyrir þessar niðurstöður. „Ég
hvatti þau til að halda svona
áfram og til að hjálpa þeim sem
reykja til að hætta.“ Sverrir sagði
að í fyrra hefði orðið mikil breyt-
ing á hvað reykingar unglinga
varðaði - þá hefði verið áberandi
hve mun færri reyktu en árið áður.
stofnunín hafi unnið mjög gott
starf, en hún hafi lent á nokkrum
villigötum við framkvæmdina.
Eru ýmis atriði rakin þessu til
rökstuðnings, meðal annars sagt
að tæplega sé hægt að halda því
fram að ýtrustu ráðdeildar og
hagsýni sé gætt í rekstri stofnun-
arinnar.
Stjórn Hjálparstofnunar kirkj-
unnar íjallaði um skýrsluna á fundi
sínum í gærmorgun og ákvað þar
að birta hana. Erling Aspelund
formaður stjómarinnar sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að
stjómin myndi nú fara í gegn um
skýrsluna, ræða þau gagnrýnisat-
riði sem þar koma fram og færa
til betri vegar það sem aflaga kynni
að hafa farið. Framvegis yrði að
standa nákvæmar að framkvæmd
og uppgjöri ýmissa mála sem stjóm-
in hefði haldið að væri í nógu góðu
lagi.
í lokaorðum skýrslunnar segir
meðal annars: „Hvað sem líður
launakjörum starfsmanna, sem eru
umdeilanleg, þá eru húsakaup,
ferðalög til Vesturlanda, fjármála-
viðskipti við Stokkfísk hf., Skál-
holtsútgáfuna og fleiri aðila, svo
og ósamræmi í bókfærslu varðandi
mat á gjöfum, ófullkomið bókhald
verslunarviðskipta ..., merki þess
annars vegar að ytri umgjörð sé
farin að hafa of miicil áhrif á stjóm-
endur og starfsmenn og hinsvegar
gæti ístöðuleysis gagnvart sumum
viðsemjendum og aðhaldsleysis
stjómenda, bæði inn á við og út á
við.“ Einnig er talað um að fordild
og ferðagleði megi ekki komast á
hjá mannúðarstofnunum. Stjóm-
endur Hjálparstofnunarinnar eru
ekki sammála öllum þessum gagn-
rýnisatriðum, til dæmis segist
Erling Aspelund vera ósammála
gagnrýni á húsakaup og ferðalög
til Vesturlanda.
Stjóm Hjálparstofnunarinnar
gerði ályktun á fundi sínum í gær.
Þar kemur fram að stjómin fagnar
framkomnu áliti nefndarinnar og
„vonar af einlægni, að jafn opinská
umræða um hjálparstarf kirkjunnar
og nefndin hefur komið fram með,
megi efla traust almennings á hjálp-
arstarfínu". Stjómin lýsir yfír fullu
trausti á starfsfólk stofnunarinnar.
„Stjómin skorar á íslenska þjóð að
taka höndum saman um að efla
hjálparstarf kirkjunnar. Hungur og
fátækt er óþolandi ástand. Því verð-
ur að efla hjálparstarfið. Stjómin
vonar að öll umræða megi þjóna
Morgunblaðið/RAX
Gudmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
kirkjunnar sýnir blaðamönnum
yfirlit um ráðstöfun söfnunarfj-
ár ársins 1985 þar sem fram
kemur að 88% peninganna fóru
til hjáiparstarfs en 12% til rekstr-
ar.
þeim málstað einum," segir að lok-
um í samþykkt stjómarinnar.
Sjá einnig skýrslu nefndarinn-
ar í heild á miðopnu blaðsins.