Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986
GAGNRÝNIÁ ALÞINGI í HAFSKIPSSKÝRSLUNNI
Steingrímur Hermannsson:
Mikiðtilí
gagnrýninni
i
f S5
Steingrímur
Hermannsson
Jón Baldvin
Hermannsson
Jón Baldvin Hanniblasson:
Gagnrýnin kemur
mér ekki á óvart
„ÉG held að það sé mikið til i
þeirri gagnrýni sem kemur fram
í skýrslunni. Vitanlega á Alþingi
ekki að kjósa menn í bankaráð,
ef um getur orðið að ræða alvar-
lega hagsmunaárekstra," sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, aðspurður
um álit á gagnrýni á Alþingi, sem
kemur fram í skýrslunni um við-
skipti Útvegsbanka og Hafskips.
Steingrímur sagði að almenna-
reglan ætti að vera sú, að banka-
ráðsmenn væru ekki í viðskiptum.
Hann kvaðst hins vegar ekki sam-
mála þeirri niðurstöðu nefndarinn-
ar, að bankastjórar væru fyrst og
fremst fulltrúar þeirra pólitísku
flokka, sem stuðlað hefðu að ráðn-
ingu þeirra. Kvaðst hann hins vegar
VEÐUR
ekki sjá neitt rangt við það að hið
pólitíska vald veldi bankaráðsmenn
í ríkisbankana.
„Ég hef alls ekki kynnst því að
bankastjórar ríkisbankanna, væru
pólitískir hagsmunagæslumenn
sinna flokka," sagði Steingrímur,
„ég hef ekki kynnst öðru en banka-
stjóramir væru samviskusamir í
sínum störfum."
Svavar Gestsson:
Svavar
Gestsson
Krístín
Halldórsdóttir
„GAGNRÝNI sú sem fram kemur
í þessarí skýrslu á störf Alþingis
og ábyrgð, kemur mér ekki á
óvart,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson formaður Alþýðu-
flokksins, um gangrýnina á
Alþingi í skýrslunni um viðskipti
Útvegsbankans og Hafskips.
Vísaði Jón Baldvin til upphafs
umræðunnar um Hafskipsmálið
á Alþingi, þar sem fyrstu spurn-
ingar hefðu beinst að þessum
Málið ekki rétt sett upp
„AUÐVITAÐ ber Alþingi ábyrgð
á Útvegsbankanum, á sama hátt
og öðrum ríkisstofnunum, eins og
t.d. Landsbankanum og Búnaðar-
bankanum. Við höfum hér þing-
ræðisstjórn, sem hefur
framkvæmdavaldið af hálfu Al-
þingis og ber þar af Ieiðandi fyrír
/ DAG kl. 12.00:
Heimitd: Veðurstofa (slands
(Byggt á veðurspá kt 16.15 í gaer)
I/EÐURHORFUR I DAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Um 500 km suðvestur af Vestmannaeyjum
er 975 millibara lægð á hreyfingu vestur, og önnur lægð, 982 milli-
bara djúp, skammt vestur af írlandi hreyfist noröur og síðan
norðvestur.
SPÁ: Austan- og norðaustanátt ríkjandi á landinu, víðast stinnings-
kaldi eða allhvasst (6-7 vindstig). Rigning eða slydda við austur-
og suðausturströndina, en él á annesjum fyrir norðan. Annars stað-
ar skýjað en úrkomulaust að mestu. Hiti um eða rótt yfir frostmarki
sunnanlands en vægt frost fyrir norðan.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Austan- og suðaustanátt ríkjandi á landinu, með
skúrum um austanvert landið og á annesjum norðanlands. Þurrt á
suður- og vesturlandi.
LAUGARDAGUR: Suðaustanátt ríkjandi og rigning eða slydda um
mest allt land. Hiti verður um og yfir frostmarki báða dagana.
TAKN:
Heiðskírt
a Léttskýjað
A
Hálfskýjað
A
Sk^3ð
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ r r
r r r r Rigning
r r r
* / *
r * r * Slydda
r * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 H'itastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
(X) Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
"\i P r
7 -V
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri -S léttskýjað
Reykjavík 3 skýjað
Bergen 4 skýjað
Helsinki 8 rigning
Jan Mayen -7 léttskýjað
Kaupmannah. 9 léttskýjað
Narssarssuaq 3 skýjað
Nuuk -4 alskýjað
Osló 7 lóttSkýjdð
Stokkhólmur 6 rigning
Þórshöfn 4 alskýjað
Algarve 18 léttskýjað
Amsterdam 11 léttskýjað
Aþena vantar
Barcelona 19 skýjað
Berlín 13 léttskýjað
Glasgow 11 skýjað
Feneyjar 7 þoka
Frankfurt 12 skýjað
Hamborg 10 léttslcýjaó
Las Palmas 21 skýjað
London 12 skýjað
Lúxemborg 11 léttskýjað
Madríd 16 skýjað
Malaga 16 súld
Mallorca 21 skýjað
Miami vantar
Montreal -1 alskýjað
Nlce 19 hélfskýjað
NewYork 4 skýjað
París 12 skýjað
Róm 18 þokumóða
Vín a 9 þokumóða
Washington vantar
Winnipeg -22 snjókoma
hönd Alþingis ábyrgð á þessari
ríkisstofnun eins og öðrum ríkis-
stofnunum. Þess vegna er í raun
og veru ekki hægt að setja málið
upp, eins og þarna er gert, gagn-
vart Alþingi," sagði Svavar
Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins, er blaðamaður Morgun-
blaðsins spurði hann hvað hann
vildi segja um þann áfellisdóm á
Alþingi og störf þess, sem kemur
fram í nefndarskýrslunni um við-
skipti Útvegsbankans og Haf-
skips.
Svavar var spurður hvað hann
vildi segja um þá gagnrýni á banka-
ráð Útvegsbankans, sem kemur
fram í skýrslunni: „Spumingin er
hér um hvaða bankastjóra er hér
að ræða. Það var skipt um banka-
stjóra að verulegu leyti í millitíðinni
og spumingin er bara sú, hvort það
hafí átt að þengja nýráðna banka-
stjóra í Útvegsbankanum fyrir
mistök sem fyrri bankastjórar báru
ábyrgð á. Þetta var auðvitað matsat-
riði, sem bankaráðið hlýtur að hafa
staðið frammi fyrir.“
Svavar sagðist telja að einn aðili,
umfram alla aðra hefði haft mögu-
leika á að grípa inn í, en það væri
Seðlabankinn, sem hefði fylgst með
rekstrinum frá degi til dags og vitað
hvað var að gerast.
Svavar var spurður hvort hann
með þessu svari sínu væri að fírra
Alþingi ábyrgð með öllu í þessu
máli: „Alþingi ber ábyrgð á löggjöf-
inni, fjárveitingum og rekstri ríkis-
stofnana, vegna þess að það ber
ábyrgð á ráðherrunum. Mér dettur
ekki í hug að sýkna Alþingi af þessu
máli, en menn verða að gá að því
að Alþingi hefur ákveðið að fela til-
tekinni stofnun í þjóðfélaginu eftirlit
með málum af þessu tagi, sem er
bankaeftirlit Seðlabankans og það
gat hvenær sem er komið til þings-
ins eða komið til ríkisstjómarinnar
og sagt að þetta gengi ekki lengur,"
sagði Svavar.
þáttum: Ábyrgð bankaráðs,
bankastjórnar, bankaeftirlits,
Seðlabanka og ráðherra.
„Að sjálfsögðu höfum við gert
okkur ljósa hættuna á margvísleg-
um hagsmunaárekstrum í þessum
efnum, og við höfum fyrir okkar
leyti, einir þingflokka, reynt að
bregðast við því eftir föngum, þótt
í óbreyttu kerfí sé,“ sagði Jón Bald-
vin, „með því að hafa ekki, í á annan
áratug, kosið þingmenn í bankaráð.
Við höfum leitast við að velja menn
þar á faglegum grundvelli. Ég við-
urkenni hins vegar fúslega að því
fer fjarri því að þar sé nóg að gert.“
Jón Baldvin vísaði til skýrslunnar
og sagði að þar kæmi fram að þing-
flokkur Alþýðuflokksins hefði verið
eini flokkurinn, sem á fulltrúa á
annað borð í bankaráðum, sem
brugðist hefði við á þann veg, að
endurkjósa ekki þann fulltrúa sem
setið hafði í bankaráði Útvegs-
bankans, fyrir hönd flokksins. „Við
kusum annan og þá reyndan banka-
mann, í stað þess sem setið hafði
í ráðinu," sagði Jón Baldvin.
„Það er bent á það í þessari
skýrslu að tengsl bankaráða og
Alþingis eru hæpin," sagði Jón
Baldvin, „því lög kveða á um banka-
leynd, þannig að þingflokkar geta
þar af leiðandi ekki nýtt sér aðild
fulltrúa sinna til upplýsingagjafar.
Ef svipta á bankaráð umboði, kost-
ar þar sérstaka löggjöf. Við höfum
flutt slíka tillögu, en hún hlaut eng-
an stuðning hjá öðrum flokkum.
Menn tala um gagnrýni á ábyrgð
Alþingis. Gagnrýnin hlýtur hverju
sinni að beinast að þeim sem fara
með meirihlutavald á Alþingi."
Jón Baldvin sagði að nú þyrfti
að endurskoða ríkjandi ríkisbanka-
kerfi, með það í huga að gera það
fjárhagslega ábyrgt. Hann sagði
að ríkið ætti ekki að reka viðskipta-
starfsemi eins og banka. Hans
niðurstöður væru því þær, að það
kerfí, þar sem bankaráð og pólitískt
skipaðir bankastjórar bæru að lok-
um enga ábyrgð gerða sinna væri
kolvitlaust og ónothæft stjómkerfi
í íjármálaumsýslu. „Þessu ber að
breyta," sagði Jón Baldvin, „trúlega
er ekki hægt að gera það nema í
áföngum og mín niðurstaða er sú
að ríkið eigi að hafa einn öflugan
ríkisbanka, en að öðru leyti að losa
sig út úr bankarekstri."
'O
INNLENT
Kristín Halldórsdóttir:
Ekkert gagnrýnisatriði
kemur mér á óvart
KRISTÍN Halldórsdóttir þing-
maður Kvennalista segir að
skýrslan um viðskipti Utvegs-
banka og Hafskips sé ekki skrifuð
á neinni tæpitungu, og það líki
sér vel. „Ég get ekki sagt, að
neitt gagnrýnisatríð komi mér á
óvart,“ sagði Krístín í samtali við
Morgunblaðið.
Kristín tók fram að hún hefði
ekki haft tóm til þess að kynna sér
nákvæmtega skýrsluna, „en mér
sýnist sem hún sé aðeins staðfesting
á því, sem haldið var fram í umræð-
um um þetta mál,“ sagði Kristín,
„og ég er mjög sammála helstu
gagnrýnisatriðum skýrslunnar um
vanrækslu bankastjóra, hirðuleysi
bankaráðsmanna og ósamkvæmi
Alþingis, sem gagnrýndi af hörku,
og heimtaði rannsókn málsins ofan
í kjölinn, en endurkaus svo fjóra af
fímm bankaráðsmönnum Útvegs-
bankans, svo að segja í sömu andrá.“
Kristín sagðist taka undir það sem
segði í skýrslunni, að almennt ættu
ráðamenn að forðast að komast í
þá aðstöðu að vera á sama tíma í
fyrirsvari fyrir tvo aðila, sem lent
gætu í hagsmunaárekstri. Hér var
Kristín að vísa til kaflans í skýrsl-
unni sem fjallar um þátt Alberts
Guðmundssonar. „Hins vegar er það
einnig rétt, sem kemur fram í skýrsl-
unni,“ sagði Kristín, „að Alþingi sem
þá sat, á að hafa vitað um stöðu
Alberts hjá Hafskip, og þá ekki síst
viðskiptaráðherra, sem skipaði hann
formann bankaráðs Útvegsbank-