Morgunblaðið - 13.11.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986
5
'f ■£í*>
• - ^ Vso- • '.-v''
sT 'W - V>
Sérhannaður botn með ótrú-
iega fjaðureiginleika —
tryggir lúxustilfinningu þegar
gengið er á teppinu.
Alþýðuflokkurinn á
Norðurlandi vestra:
Jón Sæmund-
ur Sigurjóns-
son í efsta sæti
JÓN Sæmundur Siguijónsson
hlaut efsta sætið í prófkjöri Al-
þýðuflokksins í Norðurlandi
vestra en aðeins var kosið um
það sæti í prófkjörinu. Jón fékk
340 atkvæði en Birgir Dýrfjörð,
sem einnig var í kjöri, hlaut 244
atkvæði.
Alls kusu 586 í prófkjörinu, en
við síðustu alþingiskosningar fékk
Alþýðuflokkurinn 411 atkvæði í
kjördæminu. Þá skipaði Jón Sæ-
mundur einnig efsta sæti listans.
Kosið var utan kjörstaða í prófkjör-
inu frá 20. október til 7. nóvember,
og prófkjörið sjálft fór fram dagana
8.-10. nóvember.
Kjördæmisráð flokksins í Norð-
urlandi vestra sér um að ganga
endanlega frá listanum í kjördæm-
inu.
Pólverjar
ræða salt-
síldarkaup
og skipasölu
SENDINEFND frá Póllandi kom
hingað til lands i gær til við-
ræðna um viðskipti á saltsild og
fiskiskipum. Pólveijamir munu
ræða við fulltrúa Síldarútvegs-
nefndar í dag, en ekki er búizt
við niðurstöðum eftir þann fund.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hefur verið rætt við Pólveija
um að þeir byggi 6 fiskiskip fyrir
íslendinga og að helmingur verðs
fyrir skipin verði greiddur með
saitsfld. Sambærilegur samningur
hefur áður verið gerður við Pól-
veija, er þeim voru seldar 40.000
tunnur, sem saltað var í á síðustu
vertíð umfram sölusamninga. Þessi
sfld kom að hluta til sem greiðsla
fyrir loðnuskip, sem þar er í smíðum
fyrir Gísla Jóhannesson.
Uppstillinganefnd flokksins mun
leita til 6 efstu manna til að gefa
kost á sér í seinni umferð skoðana-
könnunarinnar 23. nóvember, og
hefur rétt til að bæta þrem mönnum
við. í seinni umferðinni setja þátt-
takendur númer við þijú nöfn.
Teppaland Dúkaland
Grensásvegi 13, 108 R. Símar: 83577 og 83430
OPIÐTILKL. 16:00
ÁLAUGARDÖGUM
„Mjög ítalskur konsert
- taktfastur og hlýr“
Rætt við Rut Ingólfsdóttur sem leikur einleik á
fiðlu með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld
Rut Ingólfsdóttir
á land og haldið þar tónleika með
„alvöru" efniskrá í stað þess að
bjóða upp á þessa svokölluðu „léttu
klassík" sem venjan er. Fólk utan
Reykjavíkur vill örugglega fá að
heyra hljómsveitina flytja
metnaðarfulla efniskrá."
Skoðanakönnun Al-
þýðubandalagsins á
Vestfjörðum:
RUT Ingólfsdóttir leikur einleik
á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit
íslands í konsert eftir Alfredo
Casella á tónleikum í Háskólabíói
í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem
verkið er flutt hér á landi.
„Það var kennari minn í Briiss-
el, André Gertler sem vakti fyrst
áhuga minn á þessum konseri; Cas-
ella, en hann lék þennan konsert
mikið opinberlega, hljóðritaði hann
á plötu og sá um útgáfu á nótum
að honum," sagði Rut í samtali við
blaðamann. „Tónlist Casella hefur
verið flokkuð undir ný-klassík.
Konsertinn er ákaflega skemmti-
legur. Mér finnst hann mjög ítalsk-
ur, taktfastur og hlýr. Jafnframt
gerir hann miklar tæknilegar kröfur
til flytjandans." Fiðlukonsertinn,
opus 46 í a-moll, tileinkaði Casella
vini sínum Joseph Szigeti og frum-
flutti hann verkið í Moskvu árið
1928.
Caselia var í fremstu röð ítalskra
tónskálda í upphafi þessarar aldar.
Hann var mikill baráttumaður fyrir
því að auka veg þeirra og virðingu.
Eftir Casella liggja hljómsveitar-
verk, óperur, ballettar, og einleiks-
verk.
„Mér finnst alltaf skemmtilegast
að leika tónlist eftir lítið kynnta
höfunda. Ég hef umsjón með efnis-
vali Kammersveitar Reykavíkur, og
set mér það markmið að auka
breiddina í efniskránni þegar því
verður við komið. Tónlistarlífíð hef-
ur breyst mikið á undanfömum
árum. Ég held að tónleikagestum
bjóðist nú meiri fjölbreytni en áð-
ur,“ sagði Rut. Hún bætti við að
það væri kærkomið tækifæri, en
því miður ákaflega sjaldgæft, að fá
að leika einleik með stórri hljóm-
sveit. „Sú reynsla jafnast ekki á
við neitt annað. Maður er þakklát
fyrir hvert tækifæri sem gefst.
Undirbúningurinn að svona tónleik-
um getur tekið mörg ár, en því
miður er verkið aðeins flutt einu
sinni. Mér hefur dottið í hug hvort
að hljómsveitin gæti farið meira út
Kristinn var
atkvæðahæstur
Svefnherbergi
Dagstofur,
hótelherbergi.
Ganga, stiga,
skrifstofur, (ekki
undir skrifstofu-
stóla).
Verslunarmarkaöi,
skóla.
Sé myndin yfirstrikuð hentar
teppið ekki til þeirrar notkunar.
KRISTINN H. Gunnarsson fékk
flest atkvæði í fyrri umferð skoð-
anakönnunar Alþýðubandaiags-
ins á Vestfjörðum sem fram fór
fyrir skömmu en atkvæði voru
talin í fyrrinótt.
Alls tóku 290 þátt í fyrri um-
ferðinni og skrifuðu þeir sex nöfn
á kjörseðilinn. Kristinn H. Gunnars-
son, Bolungarvík, fékk 217 at-
kvæði, Sveinbjörn Jónsson,
Súgandafírði, fékk 129 atkvæði,
Magnús Ingólfsson, Önundarfírði,
fékk 124 atkvæði, Þóra Þórðardótt-
ir, Súgandafirði fékk 124 atkvæði,
Torfi Steinsson, Barðaströnd, fékk
123 atkvæði, Svavar Gestsson,
Reykjavík, fékk 111 atkvæði, Þór
Pétursson, ísafirði, fékk 110 at-
kvæði, Pétur Pétursson, Bolung-
arvík, fékk 66 akvæði, Finnbogi
Hermannsson, ísafirði, fékk 64 at-
kvæði, og Pálmi Sigurðsson, Klúku,
fékk 40 atkvæði.
HJÁ OKKUR NÁ GÆÐIN í GEGN!
Hentar á:
Langar þig íullarteppi?
Þá sérðu hér og hjá okkur eitt albesta berber-
teppi á markaðnum úrgæðaull.
Þetta teppi er í gæðaflokki, sem stendur langtum
framarflestum þeim teppum á íslenskum mark-
aði, sem venjulega kallast berber-teppi.
ege quadro
Ullarmerkið
á botninum
tryggir þér
hreinaull
áyfirborðinu.
Ný þróun í vefnaðaraðferðum
hefur gert kleift að framleiða
þetta einstaklega fallega og virki-
lega frumlega berber-teppi.
ege quadro er framleitt úr hreinni
nýrri ull í hæsta gæðaflokki, sem ásamt sérstakri
eftirmeðferð garnsins, tryggir að lómyndun er hverf
andi. Hægt er að velja á milli 7 fallegra, mildra lita
í þessu þrautprófaða teppi.
Verð pr. m kf ■ 2i205i~
HREIN
NY ULL