Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 22

Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Áttræður: Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra Ljósm.: Pótur Sig. í dag á áttræðisafmæli sá mað- ur, sem hefur haft meiri áhrif á störf og stefnu Framsóknarflokks- ins en nokkur maður annar, Eysteinn Jónsson. Jónas Jónsson á að því leyti mikil- vægasta þáttinn í sögu flokksins, að hann var aðalstofnandi hans og helsti leiðtogi, ásamt Tryggva Þór- hallssyni, fyrstu áratugina, en Eysteinn Jónsson kemur þó snemma til sögu eða upp úr 1930 og vérður eftir það eljusamasti for- ingi hans. Það er réttilega sagt, að það sé oft meiri vandi að gæta fjár en að afla þess. Sé stuðst við þessa líkingu hafa Jónas og Tryggvi aflað ijárins, en það varð hlutverk þeirra Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar að gæta þess. Það gerðu þeir með slíkum árangri að enginn flokkur, sem teljast má hliðstæður Framsóknarflokknum á Norður- löndum og fleiri vestrænum Evrópulöndum, hefur haldið hlut sínum betur en Framsóknarflokkur- inn í tímans rás. Og enginn maður á meiri þátt í því en Eysteinn Jónsson sakir vilja- festu og viljaþreks, ósérplægni, skarpskyggni og umgengnishæfi- leika. Einhver kann að segja, að með þessu sé verið að gera lítið úr hlut Hermanns Jónassonar og Ólafs Jó- hannessonar. Því fer þó fjarri. Hermann Jónasson var ómetanleg- ur foringi á örlagastundum, en hann átti það til inn á milli að slá nokkuð slöku við, því að hann átti fleiri hugðarefni en stjómmálin, eins og skógrækt og fagrar bókmenntir. Hann gat það líka með góðri sam- visku, því að nánasti samstarfsmað- ur hans stóð alltaf jafn örugglega á verðinum, Eysteinn Jónsson. Á Ólafi Jóhannessyni hvíldi svo það að taka eiginlega við hlutverki beggja og sýndi þá bæði mikla mannkosti og forustuhæfíleika. Það er um og upp úr 1930 sem þeir Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson koma til sögu og ■ með þeim hefst félagsskapur og vinátta, sem hélst síðan óslitið. Hún byijaði með því að þeir gerast fomstumenn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Undir leiðsögn þeirra á það sína mestu blómatíð. Svo áberandi og þýðingarmikið var þetta starf þeirra, að andstæðingamir gáfu þeim sérstakt nafn og kölluðu þá hina bæjarradikölu. Þeir létu heldur ekki lenda við orðin ein. Þannig gerðist Eysteinn Jónsson fomstu- maður að stofnun Kaupfélags Reykjavíkur og fyrsta byggingar- samvinnufélags á landinu. Þeir uxu svo fljótt af þessum og öðmm verk- um sínum, að 1934 var þeim falið það mikla verkefni að stjóma landinu á erflðustu fjárhagstímum, sem hér hafa verið á þessari öld. Margir óttuðust þá, að það myndi ríða hinu unga sjálfstæði íslands að fullu. Sú varð þó ekki raunin, heldur komst ísland nokkum veg- inn klakklaust yfir þessa erfiðleika, sem virtust óviðráðanlegir um skeið. Enginn maður átti meiri þátt í því en Eysteinn Jónsson, sem var bæði fjármálaráðherra og við- skiptamálaráðherra á þessum ámm og tók fjármálastjómina svo föstum tökum, að sigur vannst á erfiðleik- unum. Síðar var Eysteinn oft fjármálaráðherra og hefur gegnt því starfí lengur en nokkur annar og betur en nokkur annar. Þar naut viljafesta og ábyrgðartilflnning hans sín til fulls. Eg hygg, að nú orðið sé þetta ekki lengur aðeins álit samheija hans, heldur einnig sanngjarnra andstæðinga, sem horfa ekki lengur yfir söguna með flokksgleraugum. Ég ætla mér ekki að gera tilraun til þess að rekja hér allan stjóm- málaferil Eysteins Jónssonar og þau fomstuhlutverk, sem hann hefur gegnt á fjölmörgum sviðum. Eitt get ég þó ekki látið ónefnt. Hann hóf fyrstur íslenskra stjómmála- manna baráttu fyrir umhverfís- vemd og hefur á undanförnum ámm verið sívakandi talsmaður hennar, bæði innan flokks og utan. Síðasta verk hans í þeim efnum var á nýloknu flokksþingi framsóknar- manna, þegar hann flutti tillögu um, að inn í utanríkismálakaflann í sérstakri stefnuskrá, sem er í smíðum, kæmi setning um að Is- lendingar leggðu sinn fyllsta skerf til umhverfisvemdarbaráttunnar í samstarfí þjóðanna. Á þessum tímamótum í lífi Ey- steins Jónssonar er mér ekki aðeins minnisstæð hin glæsilega stjóm- málasaga hans, heldur maðurinn sjálfur og persóna hans. Ég hefí átt því láni að fagna að vinna náið með honum í marga áratugi eða nær óslitið síðan ég kom sem 17 ára unglingur til Reykjavíkur. Ég átti einnig því láni að fagna að vinna alllengi með þeim Jónasi Jónssyni og Hermanni Jónassyni. Fyrir mig var einu sinni lögð sú erfíða spum- ing hvem þeirra ég mæti mest, án þess að vera þó að leggja dóm á þátt þeirra í þjóðarsögunni. Ég svaraði eftir nokkuð langa og erfíða umhugsun: Eystein Jónsson. Það hefur verið réttilega sagt um Eystein Jónsson, að hann væri mik- ill flokksmaður. En þó hefur hann ekki verið flokksmaður fyrst og fremst. Á öllum fundum, sem ég hefí setið með honum þar sem rætt hefur verið um afstöðu flokksins til þýðingarmikilla mála hefur það ver- ið fyrsta boðorð Eysteins: Hvað er best fyrir þjóðina og hvemig getur flokkurinn túlkað þá afstöðu best. Ákvarðanir um slíkt hafa oft verið erfíðar og komið flokknum mis- jafnlega vel. En þetta sjónarmið hefur jafnan ráðið afstöðu Eysteins Jónssonar. Það mun ekki í upphafí hafa verið ætlun Eysteins Jónssonar að gera stjómmálin að ævistarfi. Eftir að hafa lokið námi úr Samvinnu- skólanum hélt hann aftur austur á Djúpavog og stundaði þar sjó- mennsku og fleiri störf, en sjó- mennskan mun hafa fallið honum allvel. Hún átti ekki fyrir honum að liggja. Árið 1927 gerðist sá sögulegi stjómmálaatburður, að íhaldsmenn töpuðu kosningunum og Framsókn- arflokkurinn myndaði stjóm með stuðningi Alþýðuflokksins. Skömmu síðar hringdi Jónas Jóns- son, sem orðinn var ráðherra, í Eystein Jónsson og bað hann að koma til starfa í stjómarráðinu. Eysteinn varð við þeirri beiðni og fékk það hlutverk að endurbæta og skipuleggja ýmis vinnubrögð í stjómarráðinu og fór m.a. vegna þessa starfs til náms í Bretlandi. Eftir heimkomuna vann hann að því að breyta í nútímahorf öllu bók- haldi ijármálaráðuneytisins og sýslumanna landsins. Ándstæðing- amir gerðu lítið úr þessu til að byija með en breyttu síðar bókhaldi Reykjavíkurbæjar í sama horf. Þetta starf lagði að vissu leyti grundvöllinn að stjómmálaferli Ey- steins. Fyrir þingkosningamar vorið 1931 fóm fram fyrstu út- varpsumræðumar um stjómmál. Það var yfírleitt dómur manna, að þar hefðu ræðumenn Framsóknar- flokksins farið með sigur af hólmi. Hin mikla og snjalla mælska Tryggva Þórhallssonar naut sín þar vel, en Eysteinn Jónsson vakti þó öllu meiri athygli, þvi að þjóðin þekkti orðið hina áhrifamiklu mælsku Tryggva Þórhallssonar. Hinn ungi ræðumaður Framsóknar- flokksins skýrði hins vegar flóknar tölur fjármálanna svo glögglega og skiljanlega og hélt svo vel á málum, að íhaldsmenn urðu að viðurkenna að hann hefði borið af Jóni Þorláks- syni í þessum umræðum. Nafn Eysteins Jónssonar var líka á vömm flestra Framsóknarmanna eftir þessar umræður og hann átti auð- velt með að hljóta þingsæti Sveins í Firði, sem lét af þingmennsku 1933. Eysteinn Jónsson tók þá sæti á þingi, 26 ára gamall, og skömmu síðar, þegar hann varð 27 ára, varð hann fjármálaráðherra og hefur áður verið lýst hvemig hann leysti það starf af hendi. Eysteinn Jónsson hlaut strax erf- itt verkefni á Alþingi, þegar hann tók sæti þar. Miklar deilur stóðu þá yfír í Framsóknarflokknum og var tvísýnt hvernig þeim myndi lykta í þingflokki Framsóknar- flokksins. Jónas Jónsson var for- ustumaður í annarri fylkingunni og var hart sótt að honum. Jónas var sterkur, þegar hann gat beitt penn- anum og talað á fjölmennum fundum. Honum lét miður að standa í þjarki á þröngum fundum. Jónas Jónsson hefur lýst hinum hörðu umræðum sem þá fóru fram í þing- flokki Framsóknarflokksins á þessa leið: „Á þessum löngu og miður skemmtilegu fundum féllu stundum heit og hörð orð milli þeirra, sem lengi höfðu starfað saman í flokkn- um, en voru nú að skilja. En þær tilfínningar náðu ekki til yngsta þingmannsins. Hann gekk að starf- inu með kaldri ró, eins og skurð- læknir, sem starfar að hættulegum holskurði. Eysteinn Jónsson hélt alltaf fram rökum og engu nema rökum. Þegar andstæðingamir ætl- uðu að sleppa úr hættulegri aðstöðu með útúrdúrum og vífílengjum lagði hann aftur og aftur á borðið hin þungu rök, sem ekki varð flúið frá. Þessi forstaða Eysteins Jónssonar átti höfuðþátt í að flokkurinn missti ekki meira en varð þá á þinginu." Jónas Jónsson sagði mér síðar að þessi málflutningur Eysteins Jónssonar hafí ráðið mestu um, að meirihluti þingmannanna snerist til liðs við hann, en sumir þeirra voru lengi í vafa um hvort þeir ættu heldur að snúast til liðs við Bænda- flokkinn eða að fylgja Framsóknar- flokknum áfram. Þegar Jónas var farinn af fundinum hélt Eysteinn umræðum áfram með þeim árangri sem lýst er í ummælum Jónasar. Til er lýsing á Eysteini Jónssyni á fyrstu árum hans í Reykjavík eða um það leyti sem hann var að hefja þátttöku í stjómmálum. Höfundur er Gísli Guðmundsson en þeir Ey- steinn voru þá og síðar nánir félagar: „Við kunningjar Eysteins Jóns- sonar og félagar meðal yngri manna á þessum árum munum hann vel frá þeim tíma og fögnum því, að hann hefír ekki brugðist þeim von- um sem við hann voru bundnar. Hann var í okkar hópi manna vin- sælastur; hafði sig ekki mjög í frammi til forustu að fyrra bragði, skapgerðin föst og róleg, en hæfi- leikinn óvenjulegur til að gera grein fyrir máli án þess að mikið þyrfti fyrir að hafa, drengur góður og liðs- maður er á reyndi. Stjómmálaáhug- inn var snemma vakandi en þó í hófí haldið. í þann tíð voru sem oftar mikil átök í landsmálabarátt- unni og mörgum heitt í hamsi. Og Eysteinn Jónsson varð með skjótum hætti, ungur að árum, þátttakandi í þeirri baráttu. Hæfíleikar hans til leiðsagnar og sú mælska á mann- fundum, sem hann reyndist búa yfír, gerðu hann á örskömmum tíma ekki aðeins vaskan liðsmann heldur einnig jafnframt einn af forustu- mönnum Framsóknarflokksins við hlið miklu eldri manna." Ég get ekki látið hjá líða að birta hér kafla úr grein, sem Hermann Jónasson skrifaði um Eystein Jóns- son sextugan, því að enginn þekkti Eystein betur en Hermann: „Við Eysteinn Jónsson höfum unnið saman um það bil þriðjung aldar, og ætti ég því að þekkja hann nokkuð. Eysteinn Jónsson er drengskaparmaður, hygginn, hóf- samur og umfram allt hefur hann ósigrandi viljaþrek. Þetta er sú skapgerð, þetta er sú hönd, sem stýrt hefur glæsileg- um vopnum Eysteins Jónssonar til sóknar og varnar í fjölmörgum stór- málum og umbótamálum. Það er þessi skapgerð, sem skipað hefur honum fastan sess meðal fremstu manna þjóðarinnar. Þá áratugi, sem við Eysteinn Jónsson höfum unnið saman, hefur okkur sjaldan greint á en þegar það hefur komið fyrir, hefur sá ágreiningur ætíð verið útkljáður með drengilegum hætti af hálfu Eysteins Jónssonar. Það munu og vandfundin dæmi þess, að Eysteinn Jónsson hafi beitt and- stæðing sinn ódrengilegum bar- dagaaðferðum. Hitt mun frekar koma til álita, hvort hann hefur ekki stundum treyst orðum og eið- um andstæðinganna of vel. En slfld hendir gjaman drengskaparmenn. Hófstillingu Eysteins Jónssonar og hyggindi hefí ég þrásinnis reynt í margháttuðum, erfíðum vanda- málum og úrlausnarefnum. Eins og flestum er kunnugt átti Eysteinn Jónsson við langvarandi heilsuleysi að stríða og varð í ofaná- lag fyrir mjög alvarlegum áföllum er hann slasaðist á skíðum. Með óbilandi viljaþreki hefur Eysteinn Jónsson sigrast á öllu þessu og hefí ég það fyrir satt, að hann hafi aldrei verið við betri heilsu en nú. En oft hefi ég séð Eystein Jónsson illa haldinn er hann sárlasinn átti í hörðum deilum eða sat langtímum saman við samn- ingaborð í erfíðum samningum — án þess hann nokkurn tíma kvart- aði eða kvikaði. Þann tíma sem Eysteinn Jónsson var rúmfastur vegna veikinda fylgdist hann með í hveiju máli. Það var ekki fyrr búið að ljúka uppskurðinum oggera við beinbrotið en Eysteinn Jónsson heimtaði daglega skýrslu um gang mála og stjómaði frá sjúkrabeði sínum. Því fjölyrði ég um þennan hátt í lífí Eysteins Jónssonar, að ég tel fátt hafa sýnt mér betur á lífsleiðinni hveiju eldlegur áhugi getur áorkað, ef hann er samfara sterkum vilja.“ Að lokum skal svo vitnað í grein, sem Jónas Jónsson skrifaði um Eystein Jónsson þrítugan: „Það hefír stundum orðið ungum mönnum að gæfutjóni er þeir hafa komist skjótlega til mikilla manna- forráða, að þeir hafa ofmetnast og misst heilsusamlegt jafnvægi. Sú hætta vofír ekki yfír hinum unga fjármálaráðhera. Hann er gæddur mörgum góðum gáfum. Hann hefír mikla athyglis- og yfirlitsgáfu. Honum er létt um að vinna og unun að vinna. Hann er áhrifamikill, en yfírlætislaus ræðumaður, bæði á mannfundum og í útvarpi. Honum er létt um að skrifa þróttmikinn stfl. í meðferð mála leitar hann að kjarnanum, en hirðir ekki um hism- ið eða umbúðimar. í deilum er hann rökfímur og markviss en mildur í annarri umgengui. Hann á marga andstæðinga, en fáa óvini. En í ofanálag hinna mörgu fremur sjald- gæfu eiginleika hafa vöggudísir hans gefíð honum alveg óvenjulega mikið af rólegri skapfestu og yfir- lætisleysi, sem allir fínna að er honum meðfætt, en ekki ávanið. Margir, sem kynnast honum vita ekki glögg skil á hinum fágætu starfshæfileikum, en laðast að manninum sjálfum sökum fram- komu hans og kynningargáfu." Við þessi ummæli Jónasar Jóns- sonar er því að bæta, að þótt hálf öld sé liðin síðan þau voru skrifuð, stendur það enn óhaggað, að Ey- steinn Jónsson hefur ekki ofmetnast af frama sínum og afrekum. Hann er ekki heldur kominn á þann aldur að vera með karlagrobb. Honum er ekkert gefíð um mikið hól og því hefí ég reynt að halda þessari grein minni innan þeirrar hófstill- ingar, sem einkennir Eystein Jónsson. En þrátt fyrir alla hæfíleika Ey- steins leyfi ég mér að lokum að fullyrða, að hann hefði ekki náð eins langt og afrekað eins miklu og raun ber vitni, ef hann hefði ekki notið eins góðrar eiginkonu og Sólveig Eyjólfsdóttir hefur reynst honum. Hún hefur orðið að sætta sig við miklar fjarverur bónda síns vegna fundahalda stærri og smærri og ferðalaga víðsvegar um landið. Mikill gestagangur hefur jafnan verið á heimili þeirra, þótt oftast væru efnin af skomum skammti. í dag munu þau hjón vera að heiman og dvelja í hópi bama og bamabama sem er fjölmennur. Þangað flyt ég honum og Sólveigu bestu þakkir mínar og Ragnheiðar fyrir löng og ánægjuleg kynni, og ég veit að það get ég einnig mælt fyrir hönd flokkssystkina hans um allt land, sem óska honum allra heilla á þessum merka afmælisdegi hans. Þórarínn Þórarinsson Trúlega verður það dómur sög- unnar, að á fyrri helmingi 20. aldar hafi tvinnast saraan einhvetjir þýð- ingarmestu örlagaþræðir í sögu íslensku þjóðarinnar. Á þessum tíma verður Island sjálfstætt ríki undir Danakóngi (1918) og síðan fullvalda lýðveldi (1944), — eftir að hafa lotið erlendum yfirráðum í margar aldir. Tuttugasta öldin hef- ur líka gefið íslensku þjóðinni slíka velmegun, að hún er nú í hópi þeirra þjóða þar sem lífskjör em hvað best. Ekki er ofsagt að algjör bylt- ing hafí orðið í lifnaðarháttum íslendinga á þessari öld. Ekki komu þessar miklu breyt- ingar af sjálfu sér. Frelsið kostaði mikla baráttu, þótt ekki væri hún

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.