Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 31

Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 31 Valur Arnþórsson um umsögn Bankaeftirlitsins: Til greina kem- ur að efla Trygg- ingarsjóðinn Svona umsagnir geta grafið undan trausti „Það vill svo til að í næstu viku verður aðalfundur Trygginga- sjóðs innlánsdeilda kaupfélagana, þar sem staða mála verður könn- uð og rætt hvort efla beri sjóðinn frá því sem nú er. Það kemur vel til greina að mínu mati. Auðvitað er okkur umhugað um að fé það sem lagt er inn hjá innlánsdeild- unum sé tryggt á viðunandi hátt,“ sagði Valur Amþórsson, stjórnar- formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, er hann var innt- ur álits á þeirri niðurstöðu bankaeftirlits Seðlabanka Islands að nauðsynlegt væri að tryggja betur innistæður í innlánsdeildum samvinnufélagana. Þetta kom fram í svari Matthíasar Bjamasonar, viðskiptaráðherra, við fyrirspum Halldórs Blöndal, alþing- ismanns um innlánsdeildir sam- vinnufélagana. Valur sagði að til viðbótar Tryggingasjóðnum væm innlánsdeildimar með sama bindifé í Seðlabankanum og aðrar innláns- stofnanir. Þá sagðist hann vilja taka það fram að þó staða kaupfélagana væri misjöfn fjárhagslega, þá væm sum þeirra svo sterk að þau ættu meira eigið fé heldur en margar starfandi innlánsstofnanir. „Ég vil reyndar segja það að umsögn bankaeftirlits Seðlabankans kemur mér á óvart, því bankaeftirlit- ið hefur ekki gert okkur viðvart um að ástæða væri til að leita leiða til þess að tryggja betur féð í innláns- deildunum. Mér hefði fundist eðlileg- ast að bankaeftirlitið hefði gert okkur viðvart fremur en að gefa út opinbera umsögn, sem augljóslega getur grafið undan trausti á þessari tilteknu tegund innlánsstofnana. Ég hef ekki áður orðið var við að banka- erftirlitið gæfi út umsagnir sem augljóslega gætu rýrt traust spari- fjáreigenda á innlánsstofnunum," sagði Valur Amþórsson að lokum. Jazzvakning með hljómleika að Hótel Borg JAZZVAKNING efnir til hljóm- leika að Hótel Borg í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar koma fram þeir Bubbi Morthens, Hauk- ur Morthens og Megas. Þeir munu syngja við undirleik hljóm- sveitar Guðmundar Ingólfssonar. Auk þeirra koma fram ýmsar sveitir djassmanna, tríó_ Egils B. Hreinssonar, hljómsveit Árna Sche- ving, tríó Guðmundar Ingólfssonar, hljómsveitin Súld og fleiri. Hljóm- leikarnir hefjast kl. 21.30. Meirihluti áhorfenda vill fréttir kl. átta NIÐURSTAÐA skoðanakönnunar, sem Félagsvísindadeild Há- skólans gerði fyrir útvarpsráð, er sú samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að meirihluti áhorfenda rikissjónvarpsins, eða um 60%, vill hafa fréttir klukkan 20.00 en minnihlutinn, eða rúmlega 20%, vill hafa fréttatímann klukkan 19.30, eins og nú er. Niðurstöður skoðanakönnunar- innar verða væntanlega lagðar fyrir fund útvarpsráðs n.k. föstu- dag, en á fundi sínum 25. október s.l. voru útvarpsráðsfulltrúar nær einhuga um að flytja fréttatíma sjónvarps til klukkan 20.00, en láta samt fara fram könnun um vilja sjónvarpsáhorfenda áður. Haft var eftir Helga H. Jóns- syni, varafréttastjóra sjónvarpsins í Morgunblaðinu 24. október, að þar rigndi inn óánægjubréfum, kvörtunum og símtölum um að færa fréttatímann frá klukkan 19.30 til 20.00, og það yrði aðeins tímaspursmál hvenær fréttatím- anum verði breytt. Morgunblaðið spurði Helga í gær hvort skoðan- ir fréttastofunnar hefðu eitthvað breyst, nú þegar meiri reynsla væri komin á núverandi frétta- tíma: „Það er spuming hvort þessi reynslutími er nógu langur," sagði Helgi, „Það var að vísu mikið kvartað í upphafi en það heyrist alltaf hæst í þeim óánægðu. Og það hlýtur að spila mikið inn í að Stöð 2 færði sínar fréttir á okkar gamla tíma. Er þá ekki ágætt að fá fréttir þessara tveggja sjón- varpsstöðva á sitt hvorum tíman- um?“ Fjölbrautarskólinn á Selfossi: Fjórum föngum gert að hætta námi? Selfossi. FJÓRUM föngum af vinnuhælinu á Litla Hrauni sem stundað hafa framhaldsnám við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi, verður að öllum líkindum gert að hætta því í kjölfar agabrots á samkomu á vegum skólans. Föngunum hefur í vetur verið ekið frá vinnuhælinu til skólans þar sem þeir hafa stundað nám og verið ekið til baka eftir skólalok. Síðastlið- inn föstudag tóku nemendur Fjöl- brautaskóians á móti fyölbrautanem- endum úr Garðabæ. Á samkomu í íþróttahúsinu þurfti að hafa afskipti af föngunum og fleirum vegna áfengisnotkunar. Þegar meina átti þeim aðgang að húsinu hafði einn þeirraí hótunum við umsjónarmann íþróttahússins. Ekki kom til neinna átaka og var mönnunum hleypt inn en þeir síðan leiddir á brott af skóla- yfirvöldum. Líklegt er að þessi atburður stöðvi skólagöngu mannanna a.m.k. í bili en þeir hafa ekki áður verið svo margir í námi við skólann í einu. Þeir hófu skólagöngu á vinnuhælinu en fengu síðar leyfi til framhalds- náms við Fjölbrautaskólann og hefur gengið það þokkalega og hnökra- laust. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öilum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. LAUGARDAGINN 15. NÓVEMBER VERÐA TIL VIÐTALS Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs og ferðamála- nefndar, Helga Jóhannsdóttir í stjórn umferðarnefndar og SVR og Sigurjón Fjeldsted formaður stjórnar straetisvagna Reykjavíkur og í stjórn skólanefndar og fræðsluráðs. < CO ■2 I ímiÉmiim- laiis útflutningur a eici:a feknskuni jélttm 0 Hvar sem Islendingar eru niðurkomnir á jarðkringlunni gera þeir ætíð sitt besta til að skapa þjóðlega stemningu á jólunum. Ekkert er jafn nauðsynlegt við myndun þeirrar stemningar eins og ekta íslenskur jólamatur. Við hjá SS bjóðum þér að annast umstangið og senda jólamatinn til vina og venslamanna erlendis. Þú kemur bara til okkar í SS-búðirnar tínir kræsingarnar I körfuna og smegir jólakortinu með - við sjáum svo um afganginn. Og nú er eins gott að taka fljótt við sér ef enginn á að fara í jólaköttinn, allt sem á að fara með flugi eða skipi til Evrópu þarfað vera klárt í síðasta lagi 6. desember - einnig flugpóstur til N-Ameríku, en síðasta jólaskipið vestur um haf fer 22. nóvember. Gleymum ekki þeim sem þurfa að dvelja fjarri heimaslóðum um hátíðirnar - sendum þeim hagikjöt í pottinn! AUSTURVERI — GLÆSIBÆ — HAFNARSTRÆTI — VIÐ HLEMM HRINGDU greiðslukortareikning þinn mánaðarlega. SIMINN ER 691140 691141 Sig Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.