Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 42

Morgunblaðið - 13.11.1986, Síða 42
42 MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Minning: EngilbertD. Guðmunds- son tannlæknir Fæddur 9. ágiist 1909 Dáinn 8. nóvember 1986 Hvfldin er hinum ferðlúna kær- komin og hann tengdafaðir minn var orðinn vegmóður er hann lést í Landspítalanum 8. nóvember sl. Engilbert Dagbjartur Guðmunds- son fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1909, sonur hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Þuríðar Egils- dóttur. Þuríður lést er hann var á áttunda ári og hafði fráfall hennar djúp áhrif á hann, en einstaklega hlýtt samband hans við stjúpuna, Dagbjörtu Jónsdóttur, síðari konu Guðmundar, græddi dýpstu sárin. Að loknu stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1928 hélt hann til Þýskalands og hóf nám í tannlækningum. Námsár- anna þar minntist hann ætíð með ánægju, enda þótt oft muni skotsilf- ur hafa verið af skomum skammti eins og algengt var hjá námsmönn- um erlendis á þeim tíma. Að loknu námi, árið 1932, kom hann heim og starfaði fyrstu árin sem tannlæknir á Akureyri en árið 1938 hóf hann störf hjá Reykjavík- urbæ sem skólatannlæknir og opnaði jafnframt eigin tannlækna- stofu, sem hann síðan rak til ársins 1974 er heilsu hans fór að hraka. Hann var kjörinn heiðursfélagi Tannlæknafélags íslands árið 1975. 22. júní 1932 kvæntist Engilbert Ebbu Jónsdóttur, ættaðri frá Bfldudal, og eignuðust þau sjö böm. Af þeim komust fímm til fullorðins- ára. Elstur var Gunnar Jón, rafvirki, kvæntur Dóm Maríu Aradóttur. Hann lést árið 1976. Síðan komu Öm, flugstjóri, kvæntur Sigríði Brynjólfsdóttur, Ebba Þuríður, sem dvelur á Sólheimum í Grímsnesi, Dagbjört Svana, lærð smurbrauðs- ’ dama, gift Thorvald Imsland, kjötiðnaðarmanni, og yngst er Guð- rún Erla, sjúkraliði, gift Erling Kirkeby, prentara. Þau em búsett í Kaupmannahöfn. Bamabömin em 14 og bamabamabömin em orðin sjö. Ebba og Dægi bjuggu lengst af á Háteigsvegi 16. Þar áttu þau fal- legt og notalegt heimili enda höfðu þau bæði ánægju af að hafa fallega hluti í kringum sig. Þau vom höfð- ingjar heim að sækja og veittist auðvelt að skapa hátíðarblæ, sama hvert tilefni gestakomunnar var. Hann Dægi gat verið snöggur upp á lagið og skapríkur var hann en undir hijúfu yfírborði var lundin viðkvæm. En hann gat líka verið hrókur alls fagnaðar á góðri stundu og hann hafði gaman af að gleðjast í góðra vina hópi. Engilbert var með tannlækna- stofu sína á bemskuslóðunum á Njálsgötu 16. Þar í kjallaranum hófum við Öm okkar búskap og bjuggum þar í fímm ár. Vegna at- vinnu sinnar þurfti Öm oft að vera ijarverandi svo dögum skipti. Þá leið tæpast svo dagur að Dægi kæmi ekki við hjá mér, fengi sér kaffísopa og athugaði hvort allt væri í góðu lagi hjá okkur. Þetta var mér bamungri afar mikils virði, ekki síst vegna þess að fjölskylda mín var þá búsett úti á landi. Síðustu árin hafa Ebba og Dægi dvalið í hjúkmnardeild Hrafnistu í Hafnarfírði og undu sér þar vel enda vel um þau hugsað. Hafi hjúkmnarfólk þar þakkir fyrir um- hyggju sína. Eg bið nú að góður guð gefí Ebbu styrk til að standa af sér þetta áfall eins og hún hefur staðið af sér önnur sem á henni hafa dunið i gegnum árin, en hún er eins og eikin sem bognar í storm- inum en réttir sig ætíð á ný. Að leiðarlokum þakka ég tengda- föður mínum samfylgdina og óska honum góðrar heimkomu. Guð blessi minningu hans. Sigríður Brynjólfsdóttir Kveðja frá Tannlæknafélagi íslands. í dag er til moldar borinn Engil- bert Dagbjartur Guðmundsson, heiðursfélagi Tannlæknafélags ís- lands. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- fírði 8. nóvember sl. farinn að heilsu. Engilbert var fæddur 9. ágúst 1909 í Reykjavík og var því rúm- lega 77 ára er hann andaðist. Foreldrar hans vom Guðmundur MAZDA 323 sigraði í samkeppni um „Gullna stýrið“ sem veitt er árlega af þýska blaðinu „Bild am Sontag“, stærsta og virtasta dagblaði sinnar tegundar í Evrópu. Þessi eftirsótta viðurkenning er veitt þeim bílum, sem taldir eru hafa skarað fram úr og sigraði MAZDA 323 með miklum yfirburðum í sínum flokki. Þjóðverjar eru afar kröfuharðir bílakaupendur. Það er því engin furða að MAZDA nýtur geysi- legra vinsælda í Vestur Þýskalandi. Gerir þú ekki líka kröfur? Komdu þá og skoðaðu MAZDA 323, þú verður ekki fyrir von- brigðum! MAZDA 323 1.3 Sedan, sem sést hér að ofan, kostar nú aðeins 369 þúsund krónur og aðrar gerðir kosta frá 338 þúsund krónum. BILABORG HF. SMIÐSHÖFDA 23. SlMI 6&12-99 gengisskr. 10.11.86 Guðmundsson verkamaður og kona hans Þuríður Eiríksdóttir húsmóðir. Engilbert var stúdent frá MR 1928. Þar sem hugur hans stefndi til frekari mennta, sigldi hann til Þýskalands og hóf nám í tannlækn- ingum við Háskólann í Kiel. Lauk hann kandidatsprófí þann 1. nóv- ember 1932. Að námi loknu starfaði hann sem tannlæknir á Akureyri. Til Reykjavíkur flutti hann árið 1937 og hóf störf á eigin stofu, jafnframt því sem hann varð fyrsti skólatann- læknir Austurbæjarskólans. Engil- bert var vel látinn af sjúklingum sínum. Hann gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir Tannlæknafélag Islands og hafði einlægan áhuga á velferð og framgangi þess. Heiðurs- félagi var hann kjörinn 1975. Engilbert kvæntist eftirlifandi konu sinni Ester Ebbu Bertelskjöld Jónsdóttur 1933 og eignuðust þau 7 böm. Tannlæknafélag íslands vottar Ebbu, bömum, bamabömum og öðmm ástvinum samúð sína. Blessuð sé minning Engilberts D. Guðmundssonar. Sigurgeir Steingrimsson formaður Tannlæknafélags íslands. SIEMENS Siemens VS 52 Létt og lipur ryksuga! • Meö hleösiuskynjara og sjálfinndreginni snúru. • Kraftmikil en spameytin. • Stór rykpoki. • 9,5 m vinnuradíus. | Smith og Norland I Nóatúni 4, s. 28300 MUPRO Allar stœrðir af röraklemmum. Auðveldar í notkun. Hagstœtt verð. HEILDSALA — ^ SMÁSALA VATNSVIRKINN/ f m ARMÚll 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SlMAR: VERSIUN 686455. SKRlFSTOfA 685966 Auglýsingar22480 Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.