Morgunblaðið - 13.11.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 13.11.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Salmanía Jóhanna Jóhannesdóttir — Minningarorð Fædd 9. mars 1917 Dáin 4. nóvember 1986 Salmanía Jóhanna Jóhannesdótt- ir, sem lést þ. 4. nóv., verður jarðsett í dag. Sulla, eins og hún var alltaf köll- uð, fæddist í Bolungarvík 9. mars 1917. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Auðunsdóttir og Jóhannes Jónsson, bæði ættuð úr byggðunum við Djúp. Ung fluttist Sulla með foreldnim sínum og eldri systkinum til ísa- fjarðar, þar sem hún ólst upp til fermingaraldurs. Bemsku sinnar þar minntist hún alltaf með gleði. Suður var flutt í leit að betri kjör- um, en sú von brást og fljótlega varð Sulla að hætta í skóla og fara að vinna og leggja þannig foreldrum sínum lið. Hún harmaði alltaf að hafa farið á mis við langskólanám, enda mun hún hafa haft sérstaka námshæfileika. Síðar á ævinni fékk hún þó tækifæri til menntunar er hún settist á skólabekk í öldunga- deild, og þótt hún lyki ekki námi þar er víst að hún hefur þá fengið , að nokkru fullnægt menntunarþrá sinni. Þetta gerði hún eftir að hafa komið upp 5 bömum. Eins og áður sagði fór Sulla að vinna fyrir sér komung; hún vann á saumastofu í bænum og þótti frá- bær saumakona, sérstakiega var hún lagin við kjólasaum. Það var á þessum árum sem hún kynntist þeim manni er hún síðar giftist, Gunnari Ámasyni, sem nú er látinn fyrir tæpum þremur árum. Hann var Reykvíkingur, sonur Vil- borgar Runólfsdóttur, _ ættaðri úr Skaftafellssýslum og Áma Eiríks- sonar, kaupmanns og leikara hér í bæ. Gunnar og Suila áttu síðast heimili að Vesturbrún 16. Þangað kom undirrituð í fyrsta sinn fyrir 22 ámm, nýtrúlofuð elsta syni þeirra. Þar var tekið á móti mér af slfkri hlýju að aldrei gleymist. Þau vom alltaf alúðleg og rausnar- leg, ekki bara heim að sækja, heldur í öllu sem þau gerðu, m.a. í gjöfum sínum. Á heimili mínu hef ég í kringum mig margt sem vitnar um smekkvísi þeirra; gjafir þeirra við ýmis tækifæri á löngum tíma. Gunnar var einstaklega hlýr og skemmtilegur maður, hún notaleg og raungóð. Mig studdi hún til þess að ég mætti vinna utan heimilis með því að taka að sér tvær dætur mínar, oft um lengri eða skemmri tíma — og alltaf er á þurfti að halda. Og öll hin bamabömin áttu hjá ömmu Sullu öruggt skjól. Hún talaði oft um „bamahandlegginn" — sem hún hafði borið á jafnt bamabömin sem sín eigin böm. Sulla var skapheit kona, tilfinn- ingarík en dul og hafði rólegt yfírbragð. Ung þótti hún mjög fal- leg og þegar aldurinn færðist yfír var hún það ekki síður. Hún var líka stolt kona og það var reisn yfír henni. Böm Gunnars og Sullu eru: Styrmir, Hjördís, Gunnar, Vilborg og yngst er Margrét. Einnig lifír Sullu hið eina af eftirlifandi systkin- um, Guðbjörg Rannveig. Með þeim systrum var mjög kært. Sulla verður lögð til hinstu hvíldar við hlið Gunnari. Þeirra verður alltaf minnst með virðingu og gleði. Megi þau hvíla í friði. Sigrún Finnbogadóttir Salmanía Jóhannesdóttir verður borin til moldar í dag. Hún lauk stríði sínu þ. 4. þ.m. Það var ekki langt, en því strangara; hún hefur fengið þá hvíld, sem henni var orð- in þörf á. Dauðinn er stundum grimmur, þegar hann tekur böm og fólk í broddi lífsins, en hér var hann líknsamur. Hún var vestfírsk að ætt, en flutti á unglingsárum til Reykjavík- ur með foreldmm sínum, Jóhannesi Jónssyni og Sigríði Auðunsdóttur. Þar kynntist hún Gunnari Áma- syni, síðar framkvæmdastjóra hjá Kassagerð Reykjavíkur, og giftust þau ung. Gunnar var óvenjulegur maður sakir mannkosta og góðra gáfna og gleymist ekki þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast hon- um. Hann féll frá 26. desember 1983. Heilsa hans hafði þá veríð bág um alllangt skeið, þó fáir vissu hve tæpt hún stóð, því hann var ekki kvartsár. Á þeim erfíðleikatím- um naut hann umhyggju konu sinnar og bama. Þau hjón létu sér annt um upp- eldi bama sinna, hvöttu þau til náms og studdu þau þar til þau höfðu lokið því námi, sem þau höfðu kosið sér, og eins þó annað yrði að víkja svo það mætti lánast. Og alla tíð voru náin tengsl fjölskyldunnar, enda áttu bömin skammt að sækja góða kosti. Salmanía hafði góðar gáfur og myndi hafa lokið hvaða langskóla- t Hjartkær elginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG Ó. JÓHANNESDÓTTIR, Vesturbergi 12, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum þann 10. nóvember. Finnur Hermannsson, Ágúst Fjnnsson, Svandís Eyjólfsdóttir, Einar Finnsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Ásdfs Finnsdóttir, Kjartan Hjartarson, Gunnar Finnsson, Borghildur Finnsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, JÓN GUÐMANNSSON fyrrverandi yfirkennari, Skaftahlíð 10, lést á heimili okkar þriðjudaginn 11. nóvember. Snjólaug Lúðvíksdóttir. t Bróðir okkar, ÖLVER KRISTJÁNSSON, lést á heimili sínu, Heimahvammi Blesugróf, aðfaranótt sunnu- dags. Systkini hins látna. t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐFINNUR ÁRNI KJÆRNESTED, fyrrverandi skipstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeðin. Þeimsem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu í Reykjavík. Svavar Kjærnested, Harrý Kjærnested, Kristín Kjærnested, S. Ada Kjærnested, Elisa Kjærnested, barnabörn Svanlaug Kjærnested, Dagga Lis Kjærnested, Steingrimur Nikulásson, Friörik Gislason, Charles McCormick, barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, INDRIÐA SIGURÐSSONAR, Melabraut 16, Seltjarnarnesi, fer fram föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Erla Árnadóttir. t Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁRNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR, frá Skuld, Vestmannaeyjum, til heimilis í Grundargerði 35, fer fram frá Bústaðakirkju föstudag- inn 14. nóvember kl. 13.30. Jón Sigurðsson, Guðrún Ó. Jónsdóttir, Gunnar Tómasson, Sigrún I. Jónsdóttir, Þrándur Thoroddsen og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma.EP FREYJA JÓNSDÓTTIR Skúlaskeiði 14, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 13. nóvember kl. 15.00. Sigurður Magnússon, Hjördís Hentze, Sigfús Þór Magnússon, Elfsabet Valgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, SIGURÐAR SIGURGEIRSSONAR, deildarstjóra í Útvegsbanka íslands, Skeiðarvogi 111, sem lést af slysförum 8. nóvember, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Pálfna Guðmundsdóttir. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MATTHILDAR MATTHÍASDÓTTUR, Kirkjuvegi 66, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 15. nóv- ember kl. 14.00. Sveinbjörn Snæbjörnsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför föður míns, BJARNA JÓHANNESSONAR, Strandgötu 23, Akureyri. Jóhannes Viðar Bjarnason. námi sem var með glæsibrag, en til þess voru engin efni. Systkinin voru flögur og er nú ein systir á lífí, Guðbjörg, gift Guð- mundi Jónssyni, stýrimanni, sem nú er þingvörður, en tveir bræður dánir, Kristján og Auðunn. Þær systur voru á líkum aldri og samrýndar. Guðmundur og Gunnar voru æskuvinir. Þegar leið- ir þessa æskufólks mættust hneigðu þau hugi saman og vinimir kvænt- ust systmnum. Gunnar og Sulla — en svo var hún kölluð í sínum hópi — gengu í hjónaband árið 1937 og höfðu verið gift í 46 ár þegar Gunnar féll frá. fiöm þeirra em fímm: Styrmir, kvæntur Sigrúnu Finnbogadóttur, Hjördís. Gunnar, kvæntur Unni Úlfarsdóttur, Vilborg Sigríður, gift Haraldi Friðrikssyni og Margrét. Heimilið var alla tíð starfsvett- vangur Salmaníu. Hún var hlédræg og hafði sig lítt í frammi. Henni vom léðar þær dyggðir, sem löngum hafa þótt prýða konu. Saumaskapur hverskonar lék henni í höndum, hún var snillingur í matreiðslu, mikil húsmóðir og góð móðir bömum sínum. Þau nutu þess að vita ætíð hvar hana var að fínna, hvort held-' ur til að þerra tár eða taka þátt í gleði þeirra. Hún gaf þeim það, sem best verður gefíð bami, öryggi í hretviðmm lífsins meðan þau em enn á viðkvæmum aldri og var þeim bakhjarl, sem aldrei brást. Og bamabömin muna ömmu sína, sem ætíð var þeim hlý og góð og þá mest þegar helst þurfti. Salmanía var ekki kvellisjúk, en eftir að hún missti mann sinn fór heilsu hennar að hraka. Ekki hélt hún því á loft frekar en maður henn- ar hafði gert fyrr. Síðustu mánuðina var sýnt að hverju fór. Og nú er hún komin í höfn. Bjami Jónsson í dag kveðjum við ömmu Sullu í síðasta skipti. Hún hefur fengið hvíld eftir erfíða sjúkdómslegu, en söknuðurinn er sár. Sumar mínar fyrstu minningar eru frá Vesturbrún. Viðkvæðið heima var oft: „Við viljum fara upp á Vesturbrún." Og ósjaldan enduðu þessar heimsóknir með því að við vildum fá að gista. Það var alltaf sjálfsagt mál, jafnvel þótt afi yrði að láta okkur eftir rúmið sitt fyrir vikið. Aldrei var neitt sagt þótt dótið okkar lægi út um öll gólf og lætin yrðu ansi mikil. Eftir því sem árin liðu urðu heim- sóknimar kannski heldur færri, en alltaf var jafngott að koma til ömmu. Ef eitthvað var að fór ég oftast beint upp á Vesturbrún. Bara við að koma þangað inn leið mér betur — amma mín hafði stórt hjarta og það var eins og sál henn- ar væri sálin á Vesturbrún — róleg og góð. Þau skipti sem ég kom þangað og amma var ekki heima var eins og eitthvað vantaði. Vil- mundur landlæknir, sem þá var læknir á ísafírði, sagði um ömmu Sullu: „Svona böm eiga að fá að læra,“ því hún var miklum og góð- um gáfum gædd. En á þeim tíma sem amma ólst upp var það alls ekki sjálfsagt mál að allir fengju að læra sem það vildu — sérstak- lega ekki stúlkur. Aðstæður höguðu því þannig að amma varð snemma að fara að vinna fyrir sér. Hún sagði mér að þá hefði hún heitið því að hennar böm skyldu fá að læra ef þau vildu. Og hún hvatti okkur sonardætur sínar alltaf til að mennta okkur sem allra mest og best. Hún vildi reyndar líka sjá okkur hamingjusamlega giftar og varð mjög ánægð þegar ég trúlof- aði mig í sumar. Hún amma mín var falleg kona. Og eins og er um þá sem ekki eru bara fallegir á yfírborðinu, fannst mér hún verða fallegri og fallegri með aldrinum. Mér þóttj alveg óskaplega vænt um ömmu Sullu og þeir sem fá að njóta jafnmikillar ástar og umhyggju og við bama- bömin nutum hjá henni em heppnari en orð fá lýst. Amma mín er farin en minning- una um hana munum við ávallt geyma. Hulda D. Styrmisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.