Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 56
SEGÐU RNARHÓLL 'ÞEGAR ^ÚEERÐ ÚTAÐ BORÐA Sm 18833---------- STERKTB3RT FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Útvegsbankinn: Tapið nam tæpum 100 milljónum fyrstu 8 mánuðina TÆPLEGA 100 milljón króna tap varð á rekstri Útvegsbank- ans fyrstu átta mánuði þessa árs. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er eigið fé bankans nánast ekkert. Seðlabankinn hefur lagt til að Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn og Verzlunarbankinn verði sameinaðir í einn hlutafélagsbanka, eins og komið hefur fram hér í Morgun- blaðinu. Gert er ráð fyrir að hlutafé þessa banka verði 1700 milljónir króna, þar af 850 milljónir eigin fjárframlag frá einkabönkunum "'JlíVeimur. Ef hins vegar væru farnar aðrar leiðir, s.s. sameining Búnað- arbanka og Útvegsbanka er gert ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja fram a.m.k. 1000 milljónir króna í eigið fé. Ef hugmyndin um stofnun hluta- félagsbanka verður farin yrði sá banki annar stærsti bankinn hér á landi, á eftir Landsbankanum. Heildarinnlán í bönkunum þremur, Útvegsbanka, Iðnaðarbanka, og Verzlunarbanka, í lok síðasta árs nam rúmum 8300 milljónum króna. Sjá einnig Viðskiptablað, B—1. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Fær 14 milljónir "kr. í skaðabætur NORSKA fyrirtækið Elkem, sem framleiddi ofna í Steinullarverk- smiðjuna á Suðárkróki, hefur fallist á að greiða um 14 milljón- ir króna ísl. í skaðabætur vegna galla sem fram hafa komið. Ofninn eyddi 25% meiri orku miðað við útboðsgögn og hefur Jítið verið hægt að draga úr því. Ámi Guðmundsson stjómarformaður sagði að í útboðsgögnunum væri gert ráð fyrir að skaðabætur vegna galla af þessu tagi næmu 25% af kaupverði ofnsins auk kostnaðar sem verksmiðjan hefði vegna gall- ans. „Okkur finnst jjetta vera mjög viðunandi," sagði Ámi. Morgunblaðið/Júlíus „Algjör vitleysa að reykja “ 52 nemendur Fjölbrautaskóla Garðabæjar drápu í síðustu sígarettunum á hádegi í gær og stefnt er að því að skólaloftið verði fram- vegis hreint og tært þótt enn eigi eftir að fá nokkra nemendur og kennara skólans til að hætta reykingum. í skólanum eru 370 nemend- ur og munu um 95% þeirra sem reyktu í skólanum, hafa drepið í siðustu vindlingunum í gær. „Þeir sem byrja aftur á þessum ósóma, munu þurfa að gefa skýringar á gjörðum sínum héðan úr ræðupúlti skólans,“ sagði formaður nemendafélagsins við skólasystkini sín í gær. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Fylgi Alþýðuflokks 24,1% - Sjálfstæðisflokks 33,6% Sjörgnn hval- bátanna kostar rúma milljón Köfunarstöðin h.f. annast verkið GENGIÐ hefur verið að tilboði Köfunarstöðvarinnar h.f. um björgun hvalbátanna tveggja í Reykjavíkurhöfn. Tilboðið hljóð- jgr upp á rúmar 1.1 milljón króna. ' Að sögn Kristbjöms Þórarinsson- ar, kafara, er áætlað að hefja björgunaraðgerðir í dag og gert ráð fyrir að þeim verði lokið eftir helgi. Hann sagði að aðstæður væru góð- ar til ná skipunum upp. Fyrst verður botnlokum komið fyrir á sínum stað og skipin þétt. Síðan verður sjónum 'tóelt úr þeim. SAMKVÆMT skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskól- ans hefur Alþýðuflokkurinn aukið fylgi sitt verulega frá því siðasta könnun stofnunarinnar var gerð í vor og er nú næst stærsti flokkur landsins. Sjálf- stæðislokkurinn hefur hins vegar tapað nokkru fylgi. Fram- sóknarflokkurinn hefur bætt stöðu sína, en stuðningur við Alþýðubandalag og Kvennalista minnkað lítillega. Fylgi Banda- lags jafnaðarmanna heldur áfram að hrapa. Könnunin var gerð dagana 31. október til 7. nóvember og var úr- takið 1.500 manns á aldrinum 18-75 ára um land allt. Svör feng- ust frá 1.130 manns eða 75,3% þátttakenda. Spurt var, hvaða stjómmála- flokki eða lista þátttakendur myndu greiða atkvæði ef alþingiskosningar yrðu haldnar á morgun. Niðurstöð- ur voru þær, að 24,1% af þeim sem afstöðu tóku nefndu Alþýðuflokk- inn; 17,3% Framsóknarflokkinn; 33,6% Sjálfstæðisflokkinn; 15,4% Alþýðubandalagið; 0,5% Bandalag jafnaðarmanna; 8,7% Kvennalist- ann og 0,3% Flokk mannsins.' í könnun sem Félagsvísinda- stofnun framkvæmdi í maí s.l. var fylgi flokkanna sem hér segir: Al- þýðuflokkur 15,5%; Framsóknar- flokkur 15,4%; Sjálfstæðisflokkur 39,8%; Alþýðubandalag 15,9%; Bandatag jafnaðarmanna 3,7%; Kvennalistinn 9,0% og Flokkur mannsins 0,7%. Sjá nánar á bls. 30 Bíiar skemmdust við Holtagarða TALSVERÐUR fjöldi bíla skemmdist við Miklagarð um miðjan dag í gær vegna gijót- flugs. Unnið var við að sprengja fyrir neðan verslunina og tókst ekki betur til en þetta. Málið er í rannsókn hjá RLR. Kínveijar hafa misst áhuga á álsamstarfi Segja gjaldeyrisskort vera ástæður þess KÍNVERJAR hafa lýst því yfir að þeir hyggi ekki á samstarf við íslendinga í bráð hvað varðar rekstur eða byggingu álverksmiðju hér á landi. Eins og kunnugt er höfðu Kínveijar lýst áhuga sínum á því að verða þátttakendur í álverksmiðju- rekstri hér á landi og var þá einkum rætt um þátttöku þeirra í stækkun álversins í Straumsvík. Steingrímur Her- mannsscn forsætisráðherra sagði í samtaii við Morgun- blaðið i gær, að þessi afstaða Kínverja hefði komið fram í viðræðum hans við forsætisráð- herra Kína, Zhau, þegar hann var í opinberri heimsókn í Kína. „Eg ræddi þetta mál við forsæt- isráðherra Kína, Zhau,“ sagði Steingrímur, „en hann sagði að þeir hefðu yfirleitt dregið til baka hugmyndir sínar um fjárfestingu erlendis, á þessu stigi, þar sem þá skorti erlent Qármagn. Þeir hefðu því ákveðið að Ieggja meiri áherslu á það á næstunni, að fá erlenda aðila til þess að flárfesta innan Kína.“ Forsætisráðherra sagði að jafn- framt hefði komið fram, að þetta gæti einhvem tíma breyst, þar sem Kínveija vantaði ál, en það yrði alla vega ekki á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.