Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
Jón Baldvin
villfá
f orsætis-
ráðuneytið
„EF ALÞÝÐUFLOKKURINN
fær fjóra ráðherra í ríkissfjórn
að loknum næstu kosningum
myndi ég vilja fá forsætisráðu-
neytið, fjármálaráðuneytið,
félagsmálaráðuneytið, landbún-
aðarráðuneytið og sjávarútvegs-
ráðuneytið“, sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins, á fundi hjá Heimdalli,
félagi ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavik, sl. fimmtudag.
Jón Baldvin sagðist sjálfur sækj-
ast eftir forsætisráðherrastólnum
ef Alþýðuflokkurinn ynni sigur í
næstu Alþingiskosningum. Hann
taldi einnig æskilegt að Jón Sig-
urðsson, forstjóri Þjóðahagsstofn-
unar, tæki að sér bæði sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðuneytið en
um önnur ráðherraefni Alþýðu-
flokksins vildi hann ekki tjá sig
fyrr en ljóst væri hvemig þinglið
flokksins yrði skipað að loknum
kosningum.
Baðhús í
smíðum
við
Bláa lónið
Byrjað að dæla úr hvalbátunum
Morgunblaðið/ÓI. K. M.
BYRJAÐ var að dæla sjó úr hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Á stærri myndinni sést dælan komin í gang og sjórinn
flæðir upp úr Hval 7, sem marar enn í hálfu kafi. Á innfelldu myndinni sjást starfsmenn Köfunarstöðvarinnar hf. tengja dælurnar
á þilfari Hvals 7, fyrir það sem þeir kölluðu „generalprufuna“ á þessu óvenjulega björgunarstarfi. Að undanfömu hefur verið unnið
við að þétta bátana, og vonast er til þess að þeir lyfti sér hægt og sígandi úr sjó þegar vatnið flæðir út.
Sjálfstæðisflokkur í Reykjanesi og Reykjavík:
Ottast ekki niður-
stöður kosninganna
„Skoðanakönnunin tímabær viðvörun,“ segir Friðrik Sophusson
ÞEIR Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra og Friðrik Sophus-
son, varaformaður Sjálfstæðisflokksins telja ekki að niðurstöður
skoðanakönnunar um fylgi flokkanna, sem sýna verulegt fylgistap
flokksins í Reykjaneskjördæmi og Reykjavík, ógni fylgi flokksins í
kjördæmunum. Morgunblaðið snéri sér til þessara manna í gær og
leitaði þeirra skýringa á því hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn tap-
ar svo miklu fylgi í þessum kjördæmum, sem þessi skoðanakönnun
sýnir. Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, sem varð í fyrsta sæti
í prófkjöri flokksins í Reykjavík, neitaði að ræða þetta mál við
Morgunblaðið.
Gríndavík.
VIÐ Bláa lónið í Svartsengi við
Grindavík er að rísa baðhús, sem
gerbreyta mun allri aðstöðu til
böðunar í lóninu. Það er Hita-
veita Suðuraesja sem á heiðurinn
af þessu framtaki, en þegar hús-
ið er risið verður reksturinn í
höndum einkaaðila.
Rekstur hússins verður leigður
út og rennur tilboðsfresturinn út
um næstum mánaðamót. Mikil
ásókn er í lónið til böðunar einkum
á sumrin en engin aðstaða er fyrir
fólk til fataskipta eða þvotta eftir
böðun í lóninu.
SPÓEX samtökin hafa verið með
húsnæði fyrir sína félagsmenn við
lónið, en það hefur oft orðið fyrir
barðinu á skemmdarvörgum. Með
tilkomu baðhússins, sem verður 130
fermetrar á stærð, rætist úr þessu
vandamáli. Auk þess eru hafnar
framkvæmdir við að girða svæðið
af með mannheldri girðingu og mun
leigutakinn væntanlega annast
vörslu á svæðinu. Lokið er við að
leggja veg niður að bggingunni og
útbúa bflastæði svo öll aðstaða mun
verða til fyrirmyndar fyrir þá sem
stunda Bláa lónið.
Það er Ásverk í Sandgerði sem
annast bygginguna en kostnaðar-
áætlun er upp á þrjár milljónir
króna og er þá girðing og vegagerð
meðtalin. Áætlað er að taka húsið
í notkun í byrjun næsta mánaðar.
Kr. Ben.
Matthías Á. Mathiesen, utanrík-
isráðherra sem hlaut efsta sætið í
skoðanakönnun forystu- og trúnað-
armanna Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi sagði að þegar
skoðanakönnunin á fylgi flokkanna
hefði farið fram, hefðu framboðs-
mál Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
neskjördæmi verið ofarlega á baugi.
„Eins og ævinlega, sýnist sitt hvetj-
um í þeim efnum og menn ekki
alltaf sammála. Það hefur sjálfsagt
verið meira afgerandi varðandi nið-
urstöður þessarar skoðanakönnun-
ar,“ sagði Matthías, „heldur en sú
sterka málefnalega staða sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur."
Matthías sagði að í kosningunum
yrði kosið um áframhaldandi for-
ystu Sjálfstæðisflokksins, eða nýja
vinstri stjórn.
Matthías var spurður hvort
vísbendingin um talsvert fylgistap
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi gæfi að hans mati tilefni
til þess að lista flokksins í kjördæm-
inu, yrði breytt, en hann er enn
ekki frágenginn: „Kjördæmisráðið
er sá aðili sem endanlega tekur
ákvörðun um listann," sagði Matt-
hías, „og á meðan sá fundur hefur
ekki verið haldinn, er ekki rétt að
dæma um frambjóðendur." Sagðist
hann vilja nota tækifærið og þakka
það mikla traust sem sjálfstæðis-
menn í Reykjaneskjördæmi hefðu
sýnt honum í skoðanakönnun
flokksins.
Matthías var spurður hvort hann
teldi að klúður kjömefndar í
Reykjanesi, eftir skoðanakönnunina
í kjördæminu, hefði haft áhrif í þá
veru að fylgi flokksins minnkaði:
„Ég tel ekki rétt að saka kjömefnd-
ina um klúður," sagði Matthías,
„hún framkvæmdi það sem fyrir
hana var lagt. Annað mál er svo
hvort það var nægjanlega vel
grundað. Endanlegur listi verður
svo ákveðinn af kjördæmisráðinu
og ég á ekki von á neinu öðm en
fullri einingu um listann, eins og
kjördæmisráðið ákveður hann og
að hann muni verða mjög sigur-
stranglegur."
Morgunblaðið snéri sér til Frið-
riks Sophussonar varaformanns
Sjálfstæðisflokksins, sem varð í
öðm sæti í prófkjöri flokksins í
Reykjavík, eftir að Albert Guð-
mundsson neitaði að ræða niður-
stöðumar við Morgunblaðið og
spurði hann hveijar hann teldi skýr-
ingamar á fylgistapi flokksins í
Reykjavík: „Ætli skýringin sé ekki
sú að kjósendur á Reykjavíkur- og
Reykjanessvæðinu em hreyfanlegri
á milli flokka. Alþýðuflokkurinn
hefur í orði kveðnu lýst mikilli and-
stöðu við Framsóknarflokk og
Alþýðubandalag og þannig geflð til
kynna að þeir vilji nýja viðreisn.
Fólk verður hins vegar að átta sig
á því að Alþýðuflokkurinn er vinstra
megin við miðju og þannig em opn-
aðar dyr fyrir nýja vinstri stjóm,
sem er ávísun á nýja verðbólguhöl-
skeflu, verði niðurstöður kosning-
anna í samræmi við þessa
skoðanakönnun," sagði Friðrik.
Friðrik sagði að kosningabarátt-
an væri vart hafin, en Sjálfstæðis-
flokkurinn myndi starfa vel í vetur.
Það þyrfti að skerpa flokksstefnuna
og skýra út að sterkur Sjálfstæðis-
flokkur væri forsenda áframhald-
andi framfara án verðbólgu. „Við
lítum á þessa skoðanakönnun sem
tímabæra aðvöran," sagði Friðrik,
„og munum herða baráttuna í vet-
ur, en kvíðum ekki úrslitum kosn-
inganna."
Friðrik var spurður hvort þessi
niðurstaða gæfl tilefni til þess að
breyta framboðslistanum í
Reykjavík, sem ekki er frágenginn
af kjördæmisráði: „Ég get ekki les-
ið það út úr þessari skoðanakönnun.
Listinn var valinn í prófkjöri, sam-
kvæmt reglum sem flokkurinn setti
sér, og þar kom vilji flokksmanna
í ljós.“
Helgi leikur í
norskri kvikmynd
HELGI Skúlason, leikari, mun leika eitt aðalhlutverkið í norskri
kvikmynd, sem sækir efni sitt til gamallar samískrar sagnar um
strandhögg í friðsælli samabyggð á 12. öld. Tökur hefjast í febrú-
ar næstkomandi.
Myndin hefur hlotið heitið Vej-
viseren eða Leiðsögumaðurinn á
íslensku. Efnisþráðurinn er á þá
leið að barbarar taka ungan sama-
pilt fanginn og neyða hann til
þess að vísa sér veginn til byggða.
Segir myndin frá viðskiptum pilts-
ins og yfírstjómar innrásarhers-
ins. Honum er stjómað af þremur
mönnum og leikur Helgi einn
þeirra.
„Mér líkar það ágætlega,"
sagði Helgi er hann var spurður
um það hvemig honum líkaði að
leika barbara, en hann lék
víkingaforingja í mynd Hrafns
Gunnlaugssonar Hrafninn flýgur,
sem kunnugt er. „Það er eiginlega
miklu betra heldur en önnur hlut-
verk og maður kallar ekki allt
ömmu sína eftir að hafa leikið
Ríkharð III , því eftir það em
önnur varmenni meiri og minni
gæðablóð," sagði Helgi Skúlason
ennfremur.
Helgi Skúlason í hlutverki sinu
í Hrafninn flýgur.