Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Brugðið á leik Veggnrinn var ætlaður til að hindra ágang, en fyrir unga stráka er hann upplagður til að ganga á og skríða. Hlutafélagið At- höfn hf. stofnað; Stofnfé- lagar orðn- ir 74 Grindavík. Á FÖSTUDAG var haldinn stofnfundur fjárfestingafé- lagsins Athöfn hf. í félags- heimilinu Festi í Grindavík. Einar S. Guðjónsson, formaður undirbúningsnefndar setti fundinn og lýsti aðdraganda undirbúnings, og tilgangs með stofnun félagsins, sem er með- al annars að ráðast í orkuþurf- andi verkefni hér á Suðurnesj- um i tengslum við háhita á svæðinu, en forgangsverkefni er að reisa heilsustöð við Svartsengi í Grindavik. Sagði Einar frá góðum undirtektum manna gagnvart stofnun fé- lagsins og að vel gengi að safna hlutafé en það er sam- tals orðið 4 milljónir króna. Isbor með sína fyrstu borholu austanfjalls Selfossi. ÍSBOR HF, nýtt fyrirtæki sem skrásett er á Selfossi, lióf fyrir nokkrum dögum að bora fyrstu holuna hér austanfjalls. Borað var fyrir Sigurð Karlsson verk- taka ofan við bæinn vestan Hrísmýrarkletts. Fyrirtækið not- ar nýjan, öflugan bor og fljót- virkan sem gerir því kleift að bjóða lægra verð fyrir þessa þjónustu. Nýi borinn er af Ingersoll Rand gerð og er mjög auðveldur í með- förum. Hann er búinn bor sem bæði notar högg og snúning og er óbundinn af stærð, getur borað upp í 24 tommu holur. Bomum fylgir loftmagnari sem gerir það kleift að bora mjög djúpar holur upp í 12 - 1500 metra. Að sögn eigenda bors- ins getur hann sinnt vel flestum borverkefnum í landinu. Eigendur ísbors hf eru Olafur Snorrason og Þórhallur Olafsson Selfossi, Vélar og Þjonusta í Reykjavík, Gunnar og Guðmundur sf í Reykjavík og Friðfinnur K. Daníelsson sem er framkvæmda- stjóri. „Verkefnaleysi er það sem við óttumst minnst," sagði Friðfinnur og bætti því við að borinn hefði föst verkefni fram á vorið og að mikið væri um fyrirspumir. Hann sagði að þeir gætu boðið hagstætt verð þar sem borinn væri fljótvirkur og öflugur. Við boranir hjá Isbor hf munu vinna 5 menn og borstjóri er Magn- ús Bárðarson. Sig Jóns Blaðaprent og Persía skipta BLAÐAPRENT hf og Persía hf hafa undirritað samning um skipti á húseignum fyrirtækj- anna í Síðumúla annars vegar og að Lynghálsi 9 hins vegar. Reiknað er með að skiptin eigi sér stað á miðju næsta ári. Nú hefur aðeins verið byggður grunnur að húsi Persíu að Lyng- hálsi, en fáist breytingar á áður samþykktum teikningum, mun Persía halda byggingu þess áfram með því sniði, sem Blaðaprent æskir. Blaðaprent mun svo samn- ingnum samkvæmt flytja í áföngum að Lynghálsi, prentsmiðjan fyrst um mitt næsta ár og síðan blöðin þijú, sem að því standa, Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið. Persía mun byggja húsið upp, skila því fokheldu og frágengnu að utan. Neðsta hæð hússins er 1.000 fer- metrar og þar mun prentsmiðjan verða, en næstu þijár hæðir verða 700 fermetrar hver og þar munu blöðin fá aðsetur. Eftir að farið hafði fram kynning á samþykktum fyrir félagið tók Ingvar Níelsson, verkfræðingur, til máls, en hann hefur starfað lengi hjá Orkustofnun erlendis hf. Velti Ingvar upp spumingunni: „Erum við orkurík“. Taldi Ingvar svo vera og setti fram ýmis dæmi því til sönnunar, til dæmis að við hefðum ónýtta orku fyrir 500 þúsund íbúa til viðbótar. Þá sneri Ingvar máli sínu að Reykjaanesi og taldi um- framorku í jarðhita hér vera um 1200. gíkawattstundir, sem meðal annars hefði notagildi við fiski- mjölsframleiðslu, gasframleiðslu, gróðurhúsarækt og síðast en ekki síst til ferðaiðnaðar. Á eftir fór fram kosning stjómar og varastjómar. í aðalstjóm vom kosnir Einar S. Guðjónsson, Sigur- björn Bjamason, Magni Sigurhans- son, Jón Gunnar Stefánsson og Ingvar Níelsson. í varastjóm Arn- bjöm Ólafsson, Eðvarð Júlíusson, Jóhann Einvarðsson, Þorvaldur Ól- afsson og Eiríkur Tómasson. Að lokum fór fram undirritun stofn- samnings samþykkta og áskrift hlutafjár. Stofnfélagar em orðnir 74, en kostur gefst á að undirrita stofnsamningin til 31. desember. Auk þess sem hlutafjárlisti liggur frammi hjá stjórnarmönnum. Kr. Ben. Fréttir RÚV eru vinsælli en hjá Stöð tvö: Lang mest er fylgst með innlendu efni Útvarpshlustun hefur minnkað frá síðustu könnun Sjónvarpsnotkun föstudag 7. nóvcmbcr Aðeins þcir sem ná Stöð 2 Á ÞVÍ svæði þar sem sjónvarps- áhorfendur geta valið á milli tveggja sjónvarpstöðva, hefur Ríkissjónvarpið vinninginn yfir Stöð tvö. I könnun á notkun út- varps og sjónvarps sem Félags- vísindastofnun Háskólans gerði í fyrstu viku nóvember kom í ljós að föstudaginn 7. nóvember horfðu rúmlega 50% íbúa á þessu svæði á fréttir Ríkissjónvarpsins, en tæplega 20% á fréttir Stöðvar tvö. íslenskt efni Rfkissjónvarps- ins virðist njóta mikilia vinsælda, miðvikudaginn 5. nóvember horfðu fimmfalt fleiri á „í takt við tímann“, en „Dallas“ sem var á dagskrá Stöðvar tvö á sama tíma. Könnunin tók einnig til útvarps- hlustunar fimmtudaginn 6. nóv- ember og föstudaginn 7. nóvember. í ljós kom að Bylgjan nær að jafn- aði til flestra hlustenda á því svæði þar sem hún sendir út í samkeppni við báðar rásir Ríkisútvarpsins. Frá síðustu hlustendakönnun, í september, hefur sú breyting orðið að heildarútvarpshlustun hefur minnkað. Þetta bitnar mest á Bylgj- unni, en rás tvö hefur nokkuð aukið vinsældir sínar frá síðustu könnun. Vinsældalistinn á fímmtudags- kvöldum, „Gestagangur" og morgunþátturinn eru vinsælustu þættir rásar tvö og þeir einu sem ná meiri hlustun en þættir Bylgj- unnar á sama tíma. Áthygli vekur að fáir hlusta á næturvakt rásar tvö, þar sem þijár stöðvar senda út, eða 1%. Á sama tíma eru 5%-7% að hlusta á samskonar þátt Bylgj- unnar, og á tímabilinu 04.00-08.00 sitja 2% enn við tækin. Vinsælustu þættir Bylgjunnar eru morgunþátt- 17.3 18 18.3 19 19.3 20 20.3 21.1 21.4 21.55 22.25 22.35 22.4 Tímidags Línuritið sýnir áhorfendafjölda sjónvarpstöðvanna tveggja föstudag' inn 7. nóvember, á útsendingarsvæði Stöðvar tvö. Eftir kl. 20.30 sendi Stöð tvö út „truflað“, en eins og sjá má eykst eykst áhorfenda- fjöldi hjá Ríkissjónvarpinu þá mikið og þegar Kastljós er sent út fylgjast 49% íbúa með þættinum. ur, hádegisfréttir og „Á hádegis- markaði“. Vinsælustu útvarpsþættimir á öllum rásum eru fréttatímar rásar eitt, í hádegi og að kvöldi en á þá hlusta um 50% landsmanna. Næst á eftir fréttunum kemur morgun- vakt rásar eitt, á hana hlusta 20% landsmanna. Að frátöldum þessum þáttum nýtur Bylgjan mestrar hlustunar, hún nær að jafnaði eyr- um 10%-20% íbúa á suð-vestur- hominu. Könnun á því hvað sjónvar horfendur kjósa helst er fullkomin þar sem hluti af dagí Stöðvar tvö eru send út „trufl Gögnum um það hversu mörg hi ili hafí fengið myndlykla og j tekið á móti „tmflaðri" dagskrá safnað, en að sögn Stefáns Ó1 sonar hjá Félagsvísindastol hefur Stöð tvö ekki enn hein að þau gögn séu birt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.