Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Haraldur Böðvarsson & Co. 80 ára Eitt elsta starfandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins Eitt elsta starfandi útgerð- arfyrirtæki landsins, HB & Co. hf. á Akranesi, verður áttatíu ára gamalt á morg- un, 17. nóvember. Fyrirtæk- ið hefur verið helsti burðarásinn í atvinnulífi Akranesbæjar og jafnan verið í fararbroddi með margvíslegar nýjungar í at- vinnurekstri. Hiklaust má segja að fyrirtækið hafi átt meiri þátt í uppbyggingu og vexti Akraness en nokkurt annað. Upphaf HB & Co. var þegar Harald- ur Böðvarsson, þá sautján ára gamall, keypti sexæringinn Helgu Maríu. Kaupverðið var tvö hundruð krónur en það var sú upphæð sem Haraldur fékk fyrir hesta sína, eina meri og þrjá fola sem hann seldi á sama tíma. Tveim árum síðar eign- aðist Haraldur vélbátinn Höfrung sem var átta lestir. Höfrungurinn hefur verið frá þeim tíma merki fyrirtækisins, og nokkur af helstu aflaskipum þess hafa heitið þessu nafni. Fyrst um sinn gerðu Akumesing- ar báta sína út frá Suðumesjum, fyrst í Vogum en síðar í Sand- gerði. Eftir að gjöful fiskimið fundust í nágrenni Akraness 1926 var alfarið farið að gera út þaðan, enda olli það byltingu í atvinnuhátt- um Akumesinga og markaði tímamót í sögu staðarins. Haraldur hélt þó áfram útgerð frá Sandgerði allt til ársins 1941, reyndar í félagi við aðra síðustu árin og það fyrir- tæki, Miðnes hf., starfar enn. Haraldur hóf byggingu vélfiysti- húss 1929 og síðan má segja að stöðug þróun hafí átt sér stað í fyrirtækinu. Bátum fjölgaði og fjöl- breytni varð meiri í rekstrinum. Fyrirtækið hóf mikla verslun og flutti inn vömr beint erlendis frá. Niðursuðuverksmiðja var sett á fót og framleiddi hún Qölbreytt mat- væli undir merkinu Hekla. Áður en lengra er haldið er vert að minnast eiginkonu Haralds, frú Ingunnar Sveinsdóttur sem reyndist honum góður lífsfömnautur. Þau eignuðust tvö böm, Helgu og Stur- laug. Sturlaugur gengur til liðs við föður sinn við stjómun fyrirtækisins 1938. Eitt af einkennum þeirra Aðalstöðvar HB & Co. Húsið hefur nú verið stækkað tðluvert. Efsta hæðin er að hluta til ný og þar er hin nýja starfsmannaaðstaða fyrirtækisins. kom þriðji ættliðurinn til starfa við stjóm fyrirtækisins, Haraldur, son- ur Sturlaugs, og byijaði hann að stýra fyrirtækinu með föður sínum, þá aðeins 21 árs gamall. Sturlaugur lést árið 1976 og þá tók Haraldur alfarið við stjóminni. Tveir yngri bræður Haralds reka með honum fyrirtækið, Sveinn, sem haft hefur umsjón með útgerðinni frá 1975 og Sturlaugur, sem verið hefur framleiðslustjóri frá 1984. Frá upphafí hefur fyrirtækið átt 36 skip. Samanstendur skipastóll þess af fímm skipum en það era togaramir Haraldur Böðvarsson og Sturlaugur H. Böðvarsson, loðnu- skipin Rauðsey og Höfmngur en í þeim er einnig útbúnaður til rækju- veiða. Fimmta skipið er Skímir sem gerður er út á línu og netaveiðar fyrri part árs og síldveiðar á seinni hluta þess. Þá á fyrirtækið hlut í Krossvík hf. sem gerir út togarana Krossvík og Höfðavík og verkar hluta af afla þeirra. Á undanfömum átta ámm hefur átt sér stað algjör endurskipulagn- Snæbjörn Gíslason hefur hand- leikið margar síldartunnur á löngum starfsferli hjá HB & Co. Þótt vinnubrögð og vélvæðing hafi breytt miklu við sildarsöltun breytist vinnan ekkert við síldar- tunnumar sjálfar. Úr vinnslusal frystihússins. Þar hafa verið gerðar miklar endurbætur og er það í dag eins og frysti- hús geta verið best. feðga alla tíð var hversu óragir þeir vom að tileinka sér nýjungar, bæði við veiðar og vinnslu afla en framkvæmdu þó aldrei neitt að óat- huguðu máli. Margt mætti nefna. Þeir hófu t.d. fyrstir allra að frysta karfa sem áður hafði eingöngu ver- ið veiddur í bræðslu og í nær tvö ár var fyrirtækið eitt um þessa framleiðslu. Frystur karfí hefur síðan verið ein ömggasta útflutn- ingsvara íslendinga. Þeir fylgdust einnig mjög vel með þróun tækni- búnaðar til fískveiða og gerðu oft tilraunir með það sem þeim þótti athyglisverðast. Þannig var afla- skipið Höfrungur III, sem byggður var 1964, fyrsta fiskiskip í heimi með hliðarskrúfur, sem olli byltingu fyrir öll nótaskip. Þá má nefna að árið 1956 var skip þeirra Böðvar fyrst íslenskra skipa sem reyndi kraftblokk til sfldveiða og Kyrra- hafsnótin og sfldar- og loðnudælan vom sömuleiðis fyrst teknar í notk- un í bátum fyrirtækisins. Haraldur Böðvarsson lést árið 1968, 77 ára gamall, og árið 1970 ing á starfsemi HB & Co. Mestur hluti húsnæðis fyrirtækisins hefur verið endurbyggður og stækkaður um helming. Að miklu leyti hefur það verið unnið af starfsmönnum fyrirtækisins enda hefur það yfír að ráða iðnaðarmönnum í nær öllum aðal starfsgreinum. Allur tækja- búnaður í frystihúsi hefur verið endumýjaður og það tölvuvætt. Það er eins fullkomið og þekkist best í frystiðnaðinum hér. Það sama er hægt að segja um skrifstofu fyrir- tækisins en hún hefur einnig fylgt þróun tækjabúnaðar á undanföm- um ámm. Hér að framan hefur verið stiklað á stóm um starfsemi fyrirtækisins í 80 ár. Starfsmenn fyrirtækisins em rétt rúmlega 300, þar af 80 sjómenn. Fyrirtækið er stærsti vinnuveitand- inn og launagreiðandinn á Akra- nesi. Velta þess á þessu ári er 650 millj. króna. Stjómarformaður HB & Co. er frú Rannveig Böðvarsson, ekkja Sturlaugs heitins Böðvars- sonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.