Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
43
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
markmiðum á að ná með því að
Bandaríkin og ísland komi sér sam-
an um hlutfallsskiptingu farms sem
flytja á sjóleiðis vegna varnarsamn-
ingsins".
Hjörleifur hélt því fram að með
samkomulagi þessu væri verið að
tengja herinn og dvöl hans hér, í
krafti auðhyggju, „fastar en orðið
er við efnahagslega hagsmuni á
Islandi...“.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
(Kvl.-Rvk.) sagði Kvennalistann
ekki hrifínn af því „að tengja af-
komu og hagsmuni íslenzkra
skipafélaga við veru hersins hér á
landi...“. Hún sagði að „hemaðar-
hagsmunir Bandaríkjanna eigi hér
óumdeilanlega hlut að máli. Slíkum
viðskiptasamningum kunnum við
Kvennalistakonur illa...“.
Umræður á Alþingi
Umræður um samninginn fóru
fram í Sameinuðu þingi 14. og 28.
október sl. Eyjólfur Konráð Jóns-
son, formaður utanríkismálanefnd-
ar, mælti fyrir meirihlutaáliti
nefndarinnar (sex nefndarmanna
af sjö), sem komst að þeirri niður-
stöðu, að hér værí um hagstæða
lausn á erfiðu máli að ræða.
Hjörleifur Guttomrsson (Abl.-
Al.) skipaði einn minnihluta nefnd-
arinnar. Hann sagði m.a. í
þingræðu um samninginn:
„Efst á bls. 3 þar sem segir í
einum af upptalningarliðunum um
þennan samning að „aðilar hans
viðurkenni að sanngjörn þátttaka
skipa beggja landanna í vöruflutn-
ingum vegna vamarsamningsins
muni treysta samskipti aðilanna og
bæta samvinnu á nauðsynlegum
sviðum vamarmála". Takið eftir
orðalaginu. Það er verið að hnýta
þennan samning við afstöðuna til
þess, hvort hér skuli vera her og
gefa í skyn að samingurinn treysti
samskipti aðilanna á nauðsynlegum
sviðum vamarmála...".
Gagmýni þingmanna Alþýðu-
bandalags og Kvennalista á
málsmeðferð og efnisatriði samn-
ingsins er sjónarmið út af fyrir sig.
Hitt er lakara að þessir talsmenn
gerðu mjög takmarkaða grein fyrir
því, hvem veg gæta ætti íslenzkra
hagsmuna, að þeirra dómi, varðandi
siglingar íslenzkra skipafélaga til
og frá Vesturheimi, að því er þetta
mál varðar. Þeir tíunduðu ekki ann-
ann valkost íslenzkrar hagsmuna-
gæzlu. Vildu þeir í raun óbreytt
ástand, sérréttindi bandarískra
skipafélaga umfram íslenzk til
farmflutninga á sjó til vamarliðs,
sem hér dvelst samkvæmt sérstöku
samkomulagi íslands og Banda-
ríkjanna, og tengist vamarstefnu
íslenzka ríkisins og aðild þess að
Atlantshafsbandalaginu, vamar-
bandalagi vestrænna ríkja?
Giæsilegar finnskar og þýskar
terelyne-kápur með loðfóðri
TILBOÐ ÓSKAST
í CHEVROLET BLAZER S-10 TAHOE árgerð 1983, ásamt bifreið-
um, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 18. nóvember
kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í CATERPILLAR jarðýtu D-6 m/ripper
árgerð 1968.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIOSEIGNA
—... Æ
TISKUBLAÐ I PRJONI
er komið út
" Áskriftarsími 29393
Glæsileg hönnun. Uppskriftir, sem allir geta farið eftir
f ísv,ysb
sss»H