Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 13 Nemendafélag ÍKÍ mótmæl- ir f lutningi hótelskólans á Laugarvatn Menntamálaráðherra, Sverri Hermannssyni, hefur verið af- hent eftirfarandi: ^Almennur nemendafélagsfundur Iþróttakennaraskóla íslands (ÍKÍ), haldinn að Laugarvatni þ. 11.12 1986, mótmælir harðlega þeirri aðstöðu sem nemendum skólans er ætluð ef Hótel- og veitingaskóli íslands verður fluttur að Laugar- vatni. Eins og ráðherra er eflaust kunn- ugt býr nú helmingur nemenda ÍKÍ í því húsnæði sem Hótel- og veit- ingaskólanum er ætlað. Okkur er þvi spum: Hvað verður um þessa nemendur IKÍ ef Hótel- og veitinga- skólinn kemur til Laugarvatns? Ekki er rými fyrir þá á heimavist ÍKÍ en heyrst hefur að ÍKÍ sé ætlað heimavistarhúsnæði Héraðsskólans því hann eigi að leggja niður. Við teljum málið ekki svo einfalt og skal það aðeins skýrt nánar. 1. Það húsnæði sem Hótel- og veit- ingaskólanum er ætlað rúmar um 60 manns, en nú eru nemendur skólans liðlega 100. Af þessu sést að ekki komast allir nemendur skól- ans fyrir í húsnæði Húsmæðraskól- ans, en uppi eru hugmyndir um að skólinn fái einnig afnot af heima- vistarhúsnæði Héraðsskólans. 2. í dag fullnýtur Héraðsskólinn ekki allt sitt húsnæði og hefur Menntaskólinn fengið afnot af því. 3. Heimavistarhúsnæði Héraðs- skólans teljum við nemendur ÍKÍ algjörlega óviðunandi. Gagngerar endurbætur þyrfti að gera á því. T.d. vantar í dag viðunandi setu- stofu, böð, þvottaaðstöðu, svo og húsbúnað og innréttingar. Okkur nemendum við ÍKÍ er ekki ljóst hvemig menntamálaráðherra hyggst koma öllum þessum nem- endum fyrir hér á Laugarvatni svo viðunandi sé. Það er ekki bara heimavistar- húsnæði sem við missum. Kennslu- stofur við ÍKÍ em tvær og ef af flutningi verður missum við einnig aðra kennslustofuna okkar, þá stofu sem rúmar alla nemendur IKÍ. Telj- um við þá mjög þröngt búið að nemendum og kennumm ÍKÍ. í dag er starfandi nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins er vinnur að því að gera tillögur um gagnger- ar breytingar á lögum um IKÍ. Komið hafa upp hugmyndur um að skólinn verði lengdur um eitt ár og teknir inn nemendur á hverju ári, en ekki annað hvert ár eins og nú er. Með því að flytja Hótel- og veit- ingaskólann hingað að Laugarvatni teljum við að menntamálaráðherra vinni gegn hugmyndum þessarar nefndar og geri þær með öllu óframkvæmanlegar. Aðstaða til uppbyggingar skólans yrði ekki fyr- ir hendi. Flutningur Hótel- og veitinga- skólans að Laugarvatni mundi koma í veg fyrir eðlilega uppbygg- ingu ÍKÍ að sinni og aðstaða okkar, nemenda, versna til muna. Við nemendur ÍKÍ viljum ein- dregið hvetja þig, hæstvirti mennta- málaráðherra, til að endurskoða hugmynd þína um flutning Hótel- og veitingaskólans að Laugar- vatni." HRINGDU og fáðu áakriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta th Tíifín !TfiTíi7iTTm<rn ittm SÍMINN ER 691140 691141 Helgi Magnússon gjornmgar Hafskip Gjörningar og gæsluvarðhald eftir Helga Magnússon • Bók um eitt umtalaðasta mál seinni tíma á íslandi. • Hvernig leið bókarhöfundi í gæsluvarðhald- inu? • Af hverju lentu menn í gæsluvarðhaldi? • Hverjir voru „gulldrengirnir"? • Af hverju varð Hafskip gjaldþrota? • Hvað gerðist raunverulega? Einstæð bók sem fjallar um stormasama sögu Hafskips, orsakir gjaldþrots félagsins, tilraunir til að bjarga því og ekki síst um söguleg eftirmál gjald- þrotsins. Frjálst framtakf Ármúla 18, sími 82300. ARÐBÆR OG ÖRUGG VERÐBRÉFAKAUP: Bankabnéf Iðnaðaibankans Bankabréf Iðnaðarbankans eru ætluð bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja ávaxta fé sitt á verðbréfamarkaði en geta aðeins bundið það í skamman tíma í senn. Nafnverð hvers bréfs er kr. 50.000 en söluverðið frá kr. 47.435 til kr. 49.463 eftir lánstíma. Höfuðstóll- inn ásamt vöxtum greiðist i einu lagi í lok lánstímans. Bankabréfin er hægt að selja hvenær sem er ef losa þarf fé fyrir gjalddaga. Kr. 50,000,- ~ Kr. 5Q.O<k?.- 1 K*&**\M -t mjög góð ávöxtun, jafngildir 22.3% til 22,8% ársvöxtum * örugg skuldabréf, veðdeild Iðnaðarbankans er skuldari * stuttur binditími, frá 3 mánuðum * eins einfalt að kaupa bréfin og að leggja fé á bók * Iðnaðarbankinn leggur féð inn á banka- reikning á gjalddaga sé þess óskað Ðankabréfin eru til sölu í öllum útibúum Iðnaðarbankans og í Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. iðnaðarbankinn -mtim Iwnki Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. ARMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SlMI - 681040 ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.