Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
Konur og komandi
alþingiskosningar
eftir Kristínu Einars-
dóttur
Nú er lokið að mestu að ákveða
hvemig listar flokkanna verða við
næstu alþingiskosningar og því ekki
úr vegi að velta fyrir sér hvort
lfklegt sé að fleiri konur muni sitja
á næsta þingi en nú er. Það sem
vekur athygli er að fleiri konur ení
ofarlega á listunum en áður var,
en einnig er eftirtektarvert að þær
eru oft í svokölluðum baráttusætum
eða neðar en það. Hvemig skyldi
standa á því?
Prófkjörsslagur
Það sem mér finnst á vissan
hátt aðdáunarvert í þeim prófkjörs-
slag sem átt hefur sér stað undan-
farið er hve margar konur gáfu
kost á sér í þennan líka fáránlega
slag þar sem sk. samheijar berast
nánast á banaspjót og talað er um
aftökur eins og sjálfsagðan hlut.
Konur eiga miklu erfiðara upp-
dráttar í kerfi eins og því sem
prófkjörin em með þeim auglýsing-
um og peningaflóði sem því fylgir,
þó að nógu erfitt hafl það nú verið
fyrir.
Kona gegn konu?
Ef kona býður sig fram heyrist
allt of oft að hún sé að bjóða sig
fram gegn einhverri annarri konu.
Hún er ekki að bjóða sig fram sem
sjálfstæður einstaklingur. Þannig
er reynt að etja konum saman,
kona gegn konu en ekki að konur
vinni saman.
Við Kvennalistakonur emm van-
ar að heyra slíkan áróður og látum
hann ekki tmfla okkur þó að við
hlustum og undmmst að karlamir
skuli ekki láta sér detta neitt frum-
legra í hug til að reyna að koma í
veg fyrir framboð kvenna.
Hver í fyrsta sæti?
Að sjálfsögðu telja karlamir sig
oftast sjálfskipaða í hin sk. ömggu
sæti listanna. Sjálfur forsætisráð-
herrann telur konur í hans flokki
mega vel við una að eiga jafnvel
von á því að verða varaþingmenn,
í besta falli, eftir næstu kosningar.
Konur verði að átta sig á því að
erfítt er að komast í sæti sem setið
er fyrir. Einstaka kona getur þó
átt von á því að starfa á alþingi
næsta kjörtímabil ef fylgi þeirra
flokka, sem þær bjóða sig fram
fyrir, eykst í næstu kosningum.
Ekki stendur á
áróðrinum
Ef Kvennalistinn býður fram t.d.
á Austurlandi eða á Norðurlandi
eystra er það ekki til að auka þátt
kvenna í pólitíkinni — nei nú ætla
þær víst að bjóða fram gegn konu
enn einu sinni. Engar raddir heyr-
ast um það að sérframboð karla á
Norðurlandi eystra sé gegn konum
né að Alþýðuflokks BJ-karlinn á
Austurlandi sé að reyna að vinna
gegn konum með framboði þar. i
þessu sameinast allir gegn Kvenna-
listanum, ekki gegn þeirri pólitík
sem við rekum, heldur gegn okkur
af því við emm konur. Miðað við
þau framboð sem nú þegar er búið
að ákveða er ekki líklegt að konum
§ölgi neitt vemlega á alþingi á
næsta kjörtímabili. Það er alveg
ótrúlegt hvað karlamir em hræddir
við að konum fjölgi á hinu háa al-
þingi-
Sérframboð kvenna
Konur hafa löngum verið
óánægðar með sinn hlut innan
valdastofliana þjóðfélagsins. Karlar
hafa þar verið allsráðandi. Ekki
hefur verið tekið tillit til sjónarmiða
kvenna jafnt og karla og er því
aðallega um að kenna að konur
hafa ekki komið þar nærri nema
að mjög takmörkuðu leyti. Þessu
vildu konur reyna að breyta með
sérframboði þar sem lagðar em til
hliðar hugmyndir um jafnrétti sem
fela í sér rétt kvenna til að vera
eins og karlar. Lagt er til gmndvall-
ar að reynsluheimur kvenna og
karla er ekki sá sami og þess vegna
hafa konur aðra sýn til mála en
karlar.
Oll mál eru kvennamál
Öll mál þurfa að skoðast út frá
sjónarhóli kvenna ekki síður en
Kristín Einarsdóttir
„Miðað við þau framboð
sem nú þegar er búið
að ákveða er ekki
líklegt að konum fjölgi
neitt verulega á alþingi
á næsta kjörtímabili.
Það er alveg ótrúlegt
hvað karlarnir eru
hræddir við að konum
fjölgi á hinu háa al-
þingi.“
karla. Þar er ekkert undanskilið,
efnahagsmál, landbúnaðarmál,
sjávarútvegsmál, heilbrigðismál,
svo eitthvað sé nefnt en sum mál
brenna þó heitar á konum en önn-
ur. Það em mál sem oft hafa verið
nefnd kvennamál þó þar sé um að
ræða mál sem svo sannarlega varða
okkur öll bæði í nútíð og ekki síður
í framtíð. Það em mál sem varða
ekki síst þá sem minna mega sín í
þjóðfélaginu. Auðvitað hafa margar
konur viljað hafna því að nokkur
munur sé á konum og körlum og
telja jafnvel að ekkert sé til sem
heitir kvennapólitík. Ég hef t.d.
lúmskan gmn um að breski forsæt-
isráðherrann átti sig ekki á hvað
kvennapólitík er.
Konur í íslenskri pólitík
Spumingin er um konur í
íslenskri pólitík. Á hvaða forsendum
taka þær sæti á listum flokkanna.
Vonandi á sínum eigin forsendum,
forsendum kvenna en ekki karla.
Við Kvennalistakonur töldum og
teljum enn að til þess að koma
kvennamenningunni inn í umræð-
una á þeim stöðum þar sem ráðum
er ráðið þurfl konur enn að bjóða
fram sérlista kvenna til alþingis og
sveitarstjóma. Við viljum skoða og
skilgreina heiminn út frá okkar eig-
in forsendum. Gömlu karlaflokk-
amir em allt of staðnaðir til að
kvennasjónarmið hafí þar einhvem
hljómgmnn.
Tökum höndum saman
Ég skora á allar konur að hlusta
ekki á þá firru að ef kona býður
sig fram þá sé hún að bjóða sig
fram gegn annarri konu. Tökum
höndum saman um að byggja upp
samfélag þar sem allir, konur, karl-
ar og böm era jafnvirtir og jafnrétt-
háir.
Höfundur er lífeðlisfrœðingur og
lektor við Háskóia íslands.
Opið bréf til með-
lima fulltrúaráðsins
eftirAuðun Svavar
Sigurðsson
Kæri fulltrúaráðsmeðlimur!
Stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík og aðalfund-
ur Fulltrúaráðsins hafa að
undanfömu með óvenjulegum hætti
tengst nokkuð hávæm deilumáli um
framtíðar eignarhald og stjómun
Borgarspítalans. Þetta deilumál er
sérstætt að mörgu leti en þó einkum
að því er varðar hinn almenna sjálf-
stæðismann sem ekki hefur haft
tækifæri innanflokks til að tjá hug
sinn um málið á öðmm vettvangi
en á aðalfundi Fulltrúaráðsins 10.
des. sl. Þar náðu sjálfstæðismenn
saman um ákveðið gmndvallarat-
riði: að tryggja sjálfstæði Borg-
arspítalans.
Á fundinum var víðtæk samstaða
um málið; flutningsmenn komu úr
ólíkum áttum, fáir andæfðu neðan-
greindri tillögu og hún samþykkt
nær mótatkvæðalaust.
Tillagan var svohljóðandi:
Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík hald-
inn 10. desember 1986 á Hótel
Sögu skorar á borgarstjóra, heil-
brigðisráðherra og fjármálaráð-
herra að tryggja með ömggum
hætti að Borgarspítalinn verði ekki
undir nokkmm kringumstæðum
settur undir stjóm Ríkisspítalanna
heldur tryggð sjálfstjóm hver sem
eignaraðildin er.
Auðun Svavar Sigurðsaon læknir,
Vilhjálmur Egilggon form. SUS.
Sigurbjðrn Magnússon,
1. varaform. SUS
Árdfg Þórðardóttir framkv.gtj.
Anna K. Jónsdóttir varab.fulltr.
Ingólfur S. Sveinsson varab.fulitr.
Hannes H. Gissurarson lektor,
Páll Gislason borgarfulltr.,
Guðrún Zoega varaborg.fuUtr.,
Vilhjáimur Þ. Vilhjálmsson
borgarfuUtr.,
Helga Jóhannsdóttir varab.fuUtr.,
Magnús L. Sveinsson forseti
borgarstjórnar,
Steingrimur Sigurgeirsson
framkv.stj. SUS,
Sveinn Andri Sveinsson HeimdalU,
Ólafur Þ. Stephensen varaform.
Heimdallar,
Árni Sigurðsson nemandi,
Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur,
Júlfus Hafstein varaborg.fulltr.,
Hannes Pétursson yfirlæknir.
Áskomnin er fyrst og fremst um
það að Borgarspítalinn verði áfram
sér stjómunar- og rekstrarleg ein-
ing en ekki undir nokkmm kring-
umstæðum steypt saman við
Ríkisspítalana. Rök okkar gegn
þeim hugmyndum má draga saman
í eftirfarandi:
1. Það er óráð að auka frekar á
þá miðstýringu sem fyrir er í
heilbrigðisþjónustunni með því
að steypa saman tveimur
stærstu sjúkrahúsum landsins.
2. Það em engin rekstrarleg rök
fyrir því að stækka Ríkisspítal-
ana umfram þá stærð sem þeir
hafa nú þegar náð. Þvert á
móti er það mat sérfræðinga í
sjúkrahúsrekstri að sjúkrahús
allt að 1100 rúma á sömu lóð
séu rekstrarlega hagkvæm, en
stækkun umfram það sé ekki
hægt að rökstyðja með rekstrar-
legum sjónarmiðum. Ríkisspítal-
amir em þegar með um 1200
rúm sem dreift er um 3 kjör-
dæmi og því engin ástæða til
að bæta 500 rúmum Borgarspít-
alans við það bákn sem fyrir er.
3. Það er skoðun okkar að smærri
rekstrareiningar í heilbrigðri
faglegri samkeppni sem em í
sífelldri tilraunastarfsemi muni
skila betur því verkefni að veita
sjúklingum ömgga og góða
sjúkrahúslæknisþjónustu en eitt
miðstýrt ríkisrekið bákn.
4. Vamarorð tæplega hundrað
lækna á Reykjavíkursvæðinu og
áskomn til formanns flokksins
er byggt á reynslu annarra þjóða
sem nú em í óða önn að draga
úr miðstýringu og færa verkeftii
í heilbrigðismálum til sveitarfé-
laganna. Áskomnin var svo-
hljóðandi: i
Við undirritaðir læknar á
Reykjavíkursvæðinu, sem höfum
verið stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins, skoram á formann
flokksins, Þorstein Pálsson, að beita
sér fyrir lausn á deilu um framtíð-
areignarhald og rekstrarform
Borgarspítalans, í anda sjálfstæðis-
stefnunnar.
Við vömm alvarlega við þeirri
hugmynd að steypa saman tveimur
stærstu sjúkrahúsum heilbrigðis-
þjónustunnar og mynda úr henni
eina stóra ríkisstofnun. Þetta mun
þýða í raun að ríkinu sé færð einok-
unaraðstaða á sjúkrahúsrekstri í
landinu.
Meginrök okkar em þau að með
ríkisrekstri sjúkrahúsþjónustunnar
náist ekki sú rekstrarlega hagræð-
ing sem til stendur og þegar til
lengri tíma er litið muni þetta koma
niður á þjónustunni við sjúklingana.
Við vísum í þessu sambandi til
reynslu annarra þjóða sem við höf-
um kynnst af eigin raun með
störfum okkar erlendis.
5. Stefna Sjálfstæðisflokksins hef-
ur verið sú hingað til að draga
úr miðstýringu, færa verkefni
til sveitarfélaga ásamt tekju-
stofnum og færa sjálfseignar-
stofnunum og einkaaðilum
meira hlutverk í heilbrigðisþjón-
ustunni. Sú stefna að selja
spítalann ríkinu og koma þannig
á ríkiseinokun í raun á allri
sjúkrahúslæknisþjónustu er í
hróplegu ósamræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Ágæti meðlimur í Fulltrúaráðinu.
Því er ég að senda þér þetta bréf
að ég tel afar biýnt að deilan um
Borgarspítalann fái farsælan endi.
Það mun hún ekki fá nema forystu-
menn okkar í heilbrigðismálum
gangi ekki gegn þeirri sáttargjörð
Auðun Svavar Sigurðsson.
sem felst í áskomn okkar á aðal-
fundi Fulltrúaráðsins. Því skora ég
á þig að fylgjast vel með niðurstöðu
þessa máls og fylgja vel eftir áskor-
un okkar. Engum stjómmálaflokki
er gerður greiði með því að lýðræð-
islegum hefðum sé vikið til hliðar
þegar forystumönnum hentar!
Höfundur er læknir.
Kór Lang-
holtskirkju
í náttsöng
KÓR Langholtskirkju syngur í
Hallgrímskirkju í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 21.00. Stjórn-
andi er Jón Stefánsson organisti.
Kórinn flytur m.a. jólalög í út-
setningu Ánders Örwalls með
undirleik nokkurra hljóðfæraleik-
ara. Einnig verður að vanda flutt
tíðagjörð.
Náttsöngur hefur unnið sér hefð
í Hallgrímskirkju og nú á aðvent-
unni er hann fluttur í hinum
tignarlega helgidómi þar sem tón-
list hljómar svo vel. Hingað til hefur
verið fjölsótt enda veitist mönnum
í náttsöng kærkomið tækifæri til
að búa sig undir jólahátíðina.
(Fréttatilkynning)