Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 24
u MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBBR 1986 British Airways loks- ins orðið söluhæft Flug Gunnar Þorsteinsson Stærsta alþjóðaflugfélag í heimi, British Airways, verður nær örugglega búið að skipta um eigendur í upphafi næsta árs. í versta falli gæti það dregist til 31. mars 1987, en þá lýkur fjár- hagsári félagsins. Núverandi eigandi er Rikissjóður Bretlands. Væntanlegir kaupendur: Al- menningur og fjárfestingasjóðir. Ríkisstjóm íhaldsmanna hefur lengi verið staðráðin í að selja breska ríkisflugfélagið, British Air- ways, til einkaaðila en ávallt hefur eitthvað staðið í veginum. Það var svo loksins í október sl. að ríkis- stjómin tilkynnti að fyrirtækið væri orðið hæft til sölu á almennum markaði og einmitt um þessar mundir stendur undirbúningur söl- unnar hvað hæst. Breski sam- gönguráðherrann, John Moore, hefur m.a. sagt af þessu tilefni, „að British Airways stefni að því að vera besta og best rekna flugfélag í heimi og að það geti einungis orð- ið ef fyrirtækið losnar undan þeim hömlum sem fylgja því að vera í Boeing 747-400 risaþota, en Brit- ish Airways hefur pantað 28 slikar vélar. Það er stærsta ein- staka pöntun sem Boeing-flug- vélasmiðjumar hafa móttekið ef miðað er við verðgildi, samtals 4,1 milljarður doUara, eða 164 miUjarðar ísl. kr. British Airways fær fyrstu véUna eftir tæp þijú ár. TU samanburðar má geta þess að British Airways er metið eigu opinberra aðila". Þó að ríkisstjómin hafí einsett sér að selja ríkisflugfélagið, sem og raunar önnur stór ríkisfyrir- tæki, hefur hún ávallt verið tvístígandi þegar til hefur átt að taka því ávallt hafa einhver ljón verið í veginum. í fyrsta lagi stóð það lengi í vegi fyrír sölunni að Bretum tókst ekki að losa British Airways undan málarekstri fyrir bandarískum dómstólum en þar í landi sætti félagið, ásamt nokkrum öðrum stórflugfélögum, ákæru um brot á bandarískum lögum um hringamjmdun og einokunarstarf- semi. Þessi kæra barst í kjölfar þess að Laker Airways-flugfélagið varð gjaldþrota, svo sem heims- frægt er orðið. En af hálfu British Airways náðust sættir á lægri dómsstigum fyrir nokkrum misser- um. En þá var komið til annað atriði sem varð að leysa áður en unnt yrði að selja fyrirtækið. Það varðaði endumýjun á gagnkvæm- um loftferðasamningum við Bandaríkin, sem féllu úr gildi í júlí sl. í september sl. náðust nýir þriggja ára loftferðasamningar milli rílqanna og náðu Bretar fram flest- um sínum kröfum og vildu ekki ganga eins langt í öjálsræðisátt og Bandaríkjamenn. Þar með fékk til- lagan um sölu British Airways byr undir báða vængi — ekkert var lengur í veginum. Þyrludeildin þegar seld í september sl. var gengið frá sölu þyrludeildar British Airways eftir margra mánaða samningaum- leitanir því það var í maí á þessu ári sem fyrst var tilkynnt að þyrlu- deildin yrði seld sérstaklega. Þyrludeildin, sein var með 31 þyrlu í rekstri, var sejd fyrir 13,5 milljón- ir punda (783 fnilljónir ísl. kr.) og var kaupandinrí skoskt fyrirtæki sem nefnist SDR Helicopters. Fyrir- tæki þetta er í eigu ekki óþeklrtari aðila en dagblaðanna Daily Record og Sunday Mail og fjölskyldu Ro- berts Maxwell, blaðakóngsins fræga. Færri en dýrari þyrlur fram- leiddar næsta áratuginn Næsta áratuginn er líklegt að jafnvægi riki í þyrlufram- leiðslu þó að framleiddar verði færri þyrlur til borgaralegra nota en undanfarin ár. Á móti er spáð hærra verðgildi her- þyrlna. Þetta kemur m.a. fram i nýrri bandariskri spá sem unnin var á vegum fyrirtækis- ins Forecast Associates. Að undangenginni yfírgrips- mikilli rannsókn á þyrluiðnaði heimsins, spáir fyrirtækið að 16.459 þyrlur verði framleiddar á tímabilinu 1986 til 1995 og áætl- ar andvirði þeirra 55 milljarða dollara, en það jafngildir um 2.200 milljörðum ísl kr. (verðlag 1986). Þessi áætlaða tíu ára heildarfram- leiðsla er tíu sinnum meiri en framleiðslan á síðasta ári og því draga spámennimir þá ályktun að ársframleiðslan verði hlutfalls- lega minni í gegnum tímabilið ’86—’95. Heildarverðmæti nýrra þyrlna mun samkvæmt spánni aukast um 40% á ári, úr 5,4 milljörðum doil- ara (216 milljörðum ísl. kr.) árið 1986 í 7,5 milljarða dollara (300 milljarða ísl. kr.) árið 1995. Þessa aukningu má fyrst og fremst rekja til hermarkaðarins, enda talið að þyrluiðnaðurinn muni á spártíma- bilinu sjá fram á nokkur ný verkefni á hemaðarlega sviðinu. í þessu sambandi er einkum rætt um endurbætur á núverandi her- þyrlukosti en sá annmarki er á að ennþá er eftir að útvega fjár- magn til þessara endurbóta. Þá segir í bandarísku spánni, að sívaxandi kostnaður við að þróa nýja tækni og aðrar nýjungar hafí seinkað þeim eða hreinlega orðið til þess að hætt hefur verið við sumar nýjungamar, a.m.k. í bili. Að sjálfsögðu mun áfram verða unnið að því að þróa ýmsar nýjungar, en talið er að engar þeirra sem nú em efstar á baugi muni komast í almenna fram- leiðslu á spártímabilinu. Vandamál og fleiri framleiðendur Forecast Associates telur að vandamálin sem hijá borgaralegt þyrluflug séu mun flóknari en þau sem varða herflugið. Lækkunin sem orðið hefur á heimsmarkaðs- verði olíuafurða hefur nánast slegið botninn úr þeim anga þyrlu- markaðarins sem lýtur að olíurannsóknarflugi og ýmsu þjónustuflugi fyrir olíuiðnaðinn. Á almennum fyrirtækjamarkaði eru nýtísku skrúfuþotur, sem eru hraðskreiðar, spameytnar og langfleygar, orðnir keppniautar þyrlnanna. Lög sem takmarka þyrlurekstur á fjölfömum flug- völlum ásamt því að hugsanlega verður felldur niður skattaafslátt- ur til bandarískra fyrirtækja vegna fjárfestinga í þyrlum og flugvélum eru nefndar sem ástæð- ur sem hafa verulega dregið úr áhuga fyrirtækja á að íjárfesta ‘ eigin þyrlum. Á undanfömum 20 árum hefur orðið sú gmndvallarbreyting í þyrluiðnaðinum að framleiðend- um hefur flölgað nokkuð. Um miðjan sjöunda áratuginn drottn- uðu fá stórfyrirtæki yfir þyrluiðn- aði heimsins en í dag er þessu þannig farið að 41 fyrirtæki í a. m.k. 22 löndum fást við þyrlu- framleiðslu, stórfyrirtæki, smíðaleyfíshafar og samtök tveggja eða fleiri þyrlusmiðja. Nokkrir fyrrum smíðaleyfíshafar hafa t.d. orðið sjálfstæðir fram- leiðendur og keppa nú orðið við fyrirtækin sem einu sinni seldu þeim smíðaleyfí. Miðað við fjölda þyrlna býst Forecast Associates við að Aéro- spartiale í Frakklandi verði, sem nú, stærsti þyrluframleiðandi heims með sjöunda hluta heims- markaðarins árið 1995. Á eftir koma Bell, McDonnell Douglas (Hughes), Sikorsky, Agusta og Boeing-Vertol. En sé hinsvegar miðað við verðmæti þyrlnanna er Sikorsky spáð fyrsta sætinu og haldi því núverandi stöðu sinni og ráði árið 1995 yfír næstum fjórðungi heimsmarkaðarins. Næst koma McDonnell Douglas, Bell/Boeing-Vertol, Aérospatiale, Bell og Agusta. Á næstu 10 árum er spáð að framleiddar verði 16.459 þyrlur fyrir 2.200 miRjarða ísl. kr. á nú- virði. Spáð er að Aerospatiale framleiði flestar þyrlurnar en að Sikorsky verði í fyrsta sætinu, sé miðað við verðmæti. Á myndinni má sjá Sikorsky UH-60A Black Hawk-þyrlur frá Bandaríkjaher, en síðan þær voru teknar í notkun, árið 1978, hefur Bandarfkjaher fest kaup á liðlega 700 slíkum þyrlum. á 58 milljarða ísl. kr. Nú eru 30 Boeing 747 þotur í flota British Airways. Hlutabréfín í British Airways verða boðin almenningi, fjárfest- ingasjóðum og starfsfólki félagsins, en ríkisstjómin á eftir að ákveða hið endanlega söluverð. Þó er ákveðið að gefa starfsfólkinu kost á ódýrari hlutabréfum en verða seld á almennum markaði og einnig má gera ráð fyrir því að starfsfólkið fái einhver bréf ókeypis. Hluti bréf- anna, líkast til um flórðungur, verður seldur á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum og á meginlandi Evópu. Einnig liggur alveg ljóst fyrir, að British Airways mun áfram verða að meirihluta í eigu breskra aðila og hyggst ríkisstjómin ábjnrgj- ast að svo verði um ófyrirsjáanlega framtíð. „Það verður ekki hvikað frá bresku eignarhaldi," segir Moore samgönguráðherra og hefur útskýrt að réttindi British Airways til að fljúga samkvæmt gagnkvæm- um loftferðasamningum Bretlands og annarra landa byggjast á því grundvallaratriði að um breskt fé- lag sé að ræða. í tengslum við söluna á ríkis- flugfélaginu verður efnt til gríðar- legrar auglýsinga- og kynningar- herferðar og er áætlað að veija 5 milljónum punda (290 milljónum ísl. kr.) í því skyni. Þar af er ráð- gert að veija 3,5 milljónum punda (203 milljónir ísl. kr.) í sjónvarps- auglýsingar undir stjóm einnar þekktustu auglýsingastofu heims, Saatchi & Saatchi. Sérstök áhersla verður lögð á að upplýsa um þá starfsemi British Airways sem ekki telst til hins eiginlega flugreksturs. T.d. verður kastljósinu beint að þeirri staðreynd, að ýmsar deildir fyrirtækisins velta árlega um 450 milljónum punda (26,1 milljarður ísl. kr.) án þess að fljúga með nokk- um einasta farþega. í þessu sambandi má nefna rekstur tölvu- miðstöðvar, viðhalds- og verkfræði- verkefni fyrir aðra aðila og ekki síst fraktflutninganetið sem þykir ákaflega vel skipulagt. British Airways metið á 58 milljarða ísl. kr. Heildarvelta British Airways á síðasta fjárhagsári, þ.e. til 31. mars 1986, var nálægt 3,2 milljarðar punda (185,6 milljarðar ísl. kr.) en það er rúmlega 200 milljóna punda (1,2 milljarðar ísl. kr.) tekjuafgang- ur af sjálfum flugrekstri fýrirtækis- ins. Fyrstu þijá mánuði yfirstand- andi flárhagsárs varð British Airways fyrir miklum skakkafollum vegna Lýbíudeilunnar, kjamorku- slyssins f Sovétríkjunum og vegna þess að sprenging varð í aðalsölu- skrifstofu félagsins í miðborð Lundúna. í kjölfar þessara válegu atburða rigndi afþöntunum inn frá bandarískum ferðamönnum og svo dæmi sé tekið, má nefria að á að- eins einum degi afpöntuðu 25 þúsund manns. Hinsvegar hefur tekist með miklu markaðsátaki f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.