Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 29
a«er '.VAP.wwm rr fTunAaTivivrtm ffiaA TffVfTTnflrowr
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
«<?
29
Með Wagner í Bayreuth
annars undan lánardrottnum og
tollheimtumönnum, undan refsi-
nomum örlaga sinna og demónum
ástarinnar, þar til hann loks fann
athvarf og skjól undir vemdarvæng
hins vitskerta Bæjarakonungs,
Lúðvíks II, sem dýrkaði Lohengrin
og tók hann sér til fyrirmyndar;
sagt er, að hann hafi siglt um næt-
ur, íklæddur silfurbrynju með hjálm
á höfði á vötnum lands síns og reist
sér ævintýralega kastala í skógum
þes_s.
Ég beindi þó athygli minni eink-
um að þeirri deild safnsins, er sýnir
gestinum sögu „Niflungahrings-
ins“, sem er öndvegisverk Wagners
eða „magnum opus", og tók 28 ár
af ævi hans að semja. Hér má í
myndasögu og handrita fylgjast
með tilurð þess frá frumdrögum til
fullkomnunar. Fyrsta hugmynd
Wagners var að semja aðeins einn
leik, „Dauða Siegfrieds", úr efni,
er hann sótti í þýzka miðaldakvæð-
ið „Das Nibelungenlied". En brátt
varð honum ljóst að verkið krafðist
miklu víðtækari útlistunar og for-
sendu en hægt væri að koma fyrir
í einum leikþætti eða söngleik, og
óx verkið þannig í höndum hans
og huga að úr varð að lokum sú
heimssköpunar-saga, er við nú
þekkjum. Hann leitaði víða til
fanga, í frumheimildum norrænnar
goðafræði, er skráðar eru í Eddum
Islendinga, völsungasögu og öðrum
fomsögum, svo sem áður er sagt.
Hann fékk hugmyndir úr þýzkum
ævintýrum svo sem sögunni af
ófælna drengnum, sem kunni ekki
að hræðast, úr sögunni af Völundi
smið og víðar að, en breytti öllu sér
í vil eins og skáldum er títt. Hann
hóf að semja leiktextann árið 1848,
er hann var hálfþrítugur að aldri,
samdi síðan leikina „Rínargullið",
„Valkyijuna," „Siegfried" og
„Ragnarök“ eða „Ragnarökkur"
(sbr. „Götterdámmerung") á árun-
um 1853—74, en inn á milli „Tristan
og ísold". Hann var kominn á sjö-
tugsaldur, þegar þessu mikla verki
lauk. Það var einkar hrífandi og
fróðlegt að skoða öll handritin að
verkinu, sem í safninu eru geymd.
Meðan við stöndum þama við,
era leiknir þættir úr söngleikum
Wagners á grammófón — gamlar
plötur með röddum heimsfrægra,
nú löngu liðinna Wagner-söngvara.
Isoldes Liebestod hljómar um sal-
inn. Enginn — hugsa ég — hefir
sungið ástinni annan eins söng —
hinni jarðnesku ást, sem ber dauða-
þrána í bijósti sér. Og mér koma
orð í hug: „Gleymdu samt ekki
Mozart," sagði Sigfús Einarsson
eitt sinn við ungan Wagnerdýrk-
anda. Nú heyrist mér þessum orðum
hvíslað í eyra mér. Mozart, sem bar
himneska ást í jarðnesku hjarta.
Það er mál að hverfa héðan og
gott að koma út í sumargoluna og
sólskinið og heyra hinn lausnar-
þreyjandi skilnaðarsöng ísoldar
deyja inn í þögnina að baki sér.
Ég sezt á bekk í hallargarðinum
og læt tónasveiminn líða mér úr
huga.
Ástin, sem Wagner kallar Minne,
þ.e. munúð í víðtækum skilningi,
var örlagaþráður lífs hans og listar.
Lohengrin, Gralsriddarinn, stígur
niður af helgu fjalli til að njóta
faðmlagsins Elsu; Tannháuser dufl-
ar við frú Venus, en dreymir um
ást Elísabetar, hinnar hreinu og
björtu meyjar; Tristan þráir brúð-
kaupsnótt dauðans með Isold, hina
eilífu ástarsælu, — en Parsifal vinn-
ur kórónu kærleikans með skírlífi
sínu. Einnig í „Hringnum" erástin
kveikur atburðarásarinnar; and-
stæða hennar er valdafíknin, hin
kærleiksvana eigingimi, gullæðið,
en af víxláhrifum beggja skauta
mótast framvinda sögunnar, mót-
spil manna og guða, sjálfstæðis og
örlaga, einstaklings og heildar.
/Hringurinn er ímynd máttarins,
sem allt bindur og umlykur, sem
breytir auðn í veröld; hann er tákn
hins hverfanda hvels í tímans rás
og hins eilífa endurhvarfs alls til
upphafs síns. Gullhringurinn, sem
valdræninginn Alberich smíðar úr
ósnortnu gulli fljótsins eftir að hafa
hafnað og formælt kærleikanum,
er tákn veraldarvaldsins, gimdar-
innar — hann er bölvaldurinn, sem
spillir og tortímir þeim, sem eignast
hann. Fyrst þegar Briinhilde (þ.e.
Brynhildur) hefír gengið undir
skírslu þjáningarinnar, fylgir hetj-
unni Siegfried (þ.e. Sigurði) hinum
goðumborða, „ftjálsa" og saklausa
manni á bálið og varpar hringnum
aftur í fljótið, leysist veröldin undan
bölvun valdsins.
Vatn og eldur umlykja heims-
mynd goðsögunnar. Veröldin rís af
öldum Rínar, en ferst í rangarökkri
eldsins. En af öskunni rís hin nýja,
æðri veröld. Ragnarökkur „Hrings-
ins“ era heimsslitin í huga Wotans,
— Óðins, alföðurins, sem vill sín
eigin endalok. Að baki hans og alls,
sem gerist á sviðinu, er tónskáldið.
Tónskáldið veit allt fyrir og opin-
berar okkur það með tónlistinni,
sem, eins og hann sagði, er fram-
vaki verksins. Tónlist Wagners er
ein óslitin tónarás, síhvikult hreyfi-
afl þess, er fram fer í sjónarspili
sviðsins. Hver persóna, guð, vætt-
ur, vera, — hvert náttúrafyrirbrigði,
hver kennd og hugsun samsvarar
ákveðnum tónamyndum, táknstef-
um eða kennistefum, — „leit-
motiv“-um, sem tónlistin tjáir
okkur, og verða þeir er sjá og heyra
að kunna skil á þeim til þess að
geta notið leiksins til fulls. En sá
sem skilur, veit sem völvan allt, sem
var og er og verður — sér hið óorðna
fyrir og hið orðna í því, sem í upp-
hafi var. Þríhljómurinn, sem verkið
hefst á, er um leið upphaf tónlist-
ar, eða sá mystíski hljómur, sem
skáldið E.T.A. Hoffmann sagði að
„allir aðrir hljómar væra aðeins
glitur af eða stjömur, er spynnu
um oss geislaham og byrgðu oss í
þeim hjúpi, þar til sál vor fljúgi til
sólar." Þykir mér líklegt, að Wagn-
er hafi haft þessa lýsingu skáldsins
í huga, þegar hann valdi sér Es-dúr
þríhljóminn að upphafstónum, enda
vel kunnugur kenningum og skáld-
skap Hoffmanns. „Hljóðfærin" —
segir Wagner — „tákna framöfl
sköpunarmáttarins og náttúrannar.
Það, sem þau tjá“ — segir hann „er
raunar ósegjanlegt og verður ekki
skilgreint, af því að þau gefa fram-
kenndina sjálfa til kynna, er brýzt
fram úr djúpi upphafsins, þess er
var, jafnvel áður en maðurinn varð
til og gat skynjað hana. Mannsrödd-
in er annars eðlis. Hún tjáir innstu
kenndir hjartans, sem. allar eiga
eitthvert takmark. Hún er þess-
vegna túlkandi í eðli sfnu, hún er
sérstæð og ákveðin. Það, sem gera
þarf, er að fella þessa tvo miðla
hvom að öðram og saman í eina
heild, tefla tilfinningum hjartans,
sem söngröddin tjáir, gegn blindri
framkenndinni, takmarkalausri og
óstöðvandi, sem hljóðfærin lúta, en
það lægir ofsa hennar og býr þver-
streymi beggja beinan farveg. En
hjartað víkkar og vex um leið og
það fyllist framkenndinni og getur
þá, með guðlegum andvara, greint
hið æðsta, sem áður var því hulið
og meinað að skynja nema í óljósri
mynd.“
Framkenndin, sem Wagner talar
um, þ.e. lífshvötin sjálf, hinn síkviki,
blindi vilji náttúrannar í okkur, hið
innsta og dýpsta eðli mannsins, sem
siðferðisvitundin agar og bindur,
en tónlistin leysir og göfgar. Tón-
listin er táknmál þeirrar vitundar,
sem við vitum ekki af, æðri sem
lægri. „ Orð og tónar" — segir Nietz-
sche — „eru draumabrýr og friðar-
bogar milli þess, sem eilíflega er
að skilið. “
Það fer enginn samur af fundi
sínum við Wagner. Ef ég spyr end-
urminninguna um það, hvaða atriði
mér hafi þótt mest til um í „Hringn-
um“, svarar hún mén Ástafundur
þeirra Sigmundar og Siglindu,
systkinanna, í „Valkyijunni", og
„Dauði Siegfrieds" í „Ragna-
rökkri". í báðum þessum atriðum,
sem úrslitum valda um gang sög-
unnar, slær tónskáldið gígju sína
af þvílíkum guðmóði að ómögulegt
er að sitja algáður undir flutningi
þeirra. Hugljómun elskendanna og
algleymisást, sem tónlistin lyftir í
æðsta veldi, orkar á mann með
slíkum mætti að engin hugsun um
synd eða sifjaspell kemst þar að.
Fegurðin ein, kærleikurinn, guð-
dómsviljinn er allsráðandi og
gagntekur þann, er þetta sér, heyr-
ir og lifír. Eins fékk „Dauði Sieg-
frieds" í leiknum, sem sorgarslagur-
inn umvefur dýrðarljóma helgrar
sorgar, svo mjög á mig, að mér
verður aftur þungt og þó hlýtt um
hjartarætur, er ég hugsa til þessa
atriðis. Andagift Wagners er hér
svo máttug að einnig við, sem nem-
um, þykjumst „sjáandi sjá og
heyrandi heyra", skynja og skilja.
Að lokinni framsýningu íjórleiks-
ins í Bayreuth árið 1876 gekk
Wagner fram fyrir tjaldið, stillti
með einni handbendingu fagnaðar-
Iæti áheyrenda og sagði: „Vér
höfum nú fengið sannanir fyrir því
að listin getur lifað. Það er undir
yður sjálfum komið, hvort hún á
að lifa áfrarn."
Ef til vill á „peningamúgurinn"
einhvem þátt í því að hægt er að
halda uppi jafnstórbrotnum sýning-
um og þeim, er fara fram í Bayreuth
á hveiju sumri, en hvað um það:
Listin, — tónlist Richards Wagners
— lifir enn og öll hin mikla þýzka
tónlist með henni. Hamingjunni sé
lof fyrir það að hún býr enn yfir
þeim særingarmætti að geta bundið
tómið — auðnina í okkur. Hvar
væram við annars stödd í okkar
dreifða, demóníska heimi, ef listar-
innar nyti ekki við? Listin, hin mikla
list, er vissulega sú Bifröst, sem
brúar bilið milli okkar og hins
óræða. Eins og letrað stendur gyllt-
um stöfum í hátíðarsal borgarinnar
Bayreuth: Sine arte, sine amore non
est vita. Líf án listar, án ástar, er
ekkert lífi.
mmmmmmmam
NÝ VERÐBRÉF Á MARKAÐNUM:
Vérötryggð skuldabréf Glitnis hf.
með einum gjalddaga
Glitnir hf. er fjármálafyrirtæki sem stofnað var í
október 1985 og er nú stærsta fjármögnunar-
leigufyrirtæki á innlendum markaði. Stærstu
hluthafar í Glitni hf. eru norska fjármálafyrirtæk-
ið A/S Nevi í Bergen, Iðnaðarbanki (slands hf.
og Sleipner Ltd. í London. Eigið fé og áhættufé
Glitnis hf. er nú um 110 milljónir króna.
Fyrirtækið er til húsa að Ármúla 7 og síminn er
68 10 40.
Skuldabréfin eru fullverðtryggð miðað við láns-
kjaravisitölu og bera vexti frá 5. desember
1986.
- mjög góð ávöxtun, höfuðstóll hækkar um
71,6% umfram verðbólgu á 5 árum
- sveigjanlegt form, einn gjalddagi eftir 1, 2, 3,
4 eða 5 ár
- fé lagt inn á bankareikning á gjalddaga sé
þess óskað.
Ársávöxtun á skuldabréfum Glitnis hf.:
ártilgjalddaga ársávöxtun
10,8%
11,0%
11,2%
11,3%
11,4%
Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg
Verðbréfamarkaður
Iðnaðarbankans hf.
ARMÚLA 7, 108 REYKJAVlK, SlMI - 681040
I
ARGUS/SiA