Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 31

Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 31 Ólafur Auðunsson verslunarstjóri að hengja upp myndimar. Ljósmyndarar Morgun- blaðsins með sýningu OPNUÐ hefur verið ljósmynda- unni og hafa fæstar þeirra birst áður. sýning ljósmyndara Morgunblaðs- Sýningin mun standa til loka des- ins í Gallerí F 1,2 en það er í ember og er opin á verslunartíma. Ljósmyndabúðinni, Laugavegi í framtíðinni er fyrirhugað að í 118, Rauðarárstigsmegin. galleríinu verði ávallt ljósmyndasýn- Alls eru 16 ljósmyndir á sýning- ingar. Morgunblaðið/Einar Falur Forsvarsmenn Stöðvar 2: Sighvatur Blöndahl, markaðsstjóri, Ragnar Guðmundsson, tæknistjóri, Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri og Hans Kristján Árnason, fjármálastjóri. Stöð 2: Meira innlent efni eftir áramótin MIKILLA breytinga er að vænta á sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 eftir áramótin. Að sögn Jóns Óttars Ragnarssonar, sjónvarpssstjóra, hefur mest af þvi efni sem stöðin hefur sýnt til þessa verið aðkeypt, en frá og með áramótum ætlar stöð- in að ráðast i gerð innlendra sjónvarpsþátta. „Við erum að fara af stað með þátt sem er svipaður í sniðunum og spum- ingaþáttur Magnúsar Magnússonar hjá BBC, Mastermind. Við leitum að einstaklingum sem eru sérfræðingar á vissu sviði, fyrir utan að hafa góða almenna þekkingu," sagði Jón Óttar. „Við erum ekki að leita að háskóla- fólki, heldur allavega grúskurum. Þeir verða þó að geta bent okkur á heimild- ir sem við getum unnið spurningar úr. Helgi Péturs mun sjá um þáttinn og nú þegar eru umsóknir um þátt- töku famar að berast til okkar." „Annar þáttur sem verður á dag- skrá hjá okkur er „Dómsdagur." Þar fáum við til liðs við okkur tvo lögfræð- inga í hverjum þætti og 12 manna kviðdóm. Við vörpum fram einni spumingu, t.d. „Er hægt að skylda flölmiðla til að gefa upp heimildar- menn.“ Lögfræðingamir, sækjandi og veijandi, munu fjalla um málið og í lok þáttarins kveður kviðdómur upp úrskurð sinn.“ sagði Jón Óttar enn- fremur. Af öðm innlendu efni kvað Jón Óttar Stöð 2 hafa í hyggju að auka bamadagskrá til muna. Bamafréttir yrðu sendar út einu sinni í viku. í þeim yrði reynt að skýra gang heims- málanna fyrir bömum og skilgreina ýmis hugtök, án þess að setja of mikl- ar áhyggjur á herðar þeirra. „Við munum leita eftir samvinnu við skóla- yfirvöld og kennarastéttina í þessu efni,“ sagði Jón Ottar. Aðspurður um innlent, leikið efni, sagði Jón: „Þetta er spuming um flár- magn. Enn er ekki til nein skilgreining á verkaskiptingu milli RÚV og Stöðv- ar 2. Ríkissjónvarpið hefur föst áskriftargjöld, auk þess að fá að valsa um auglýsingamarkaðinn eins og það sé eitt um hann. Þetta er löggjafar- valdinu að kenna, því nú hlýtur að þurfa að skilgreina hlutverk RÚV.upp á nýtt. Það er hlutverk ríkisfjölmiðils að sinna menningu landsins. Það er þó ekki að sjá að íslenska sjónvarpið hafí sinnt þessum þætti að neinu marki. Við teljum okkur geta gert mun betur, en til þess að það sé hægt þarf að koma á einhverri verkskipt- ingu í fjármálum." ATVINNUSOGU1100 AR JB ókin Landshagir er gefin út í tilefni 100 ára afmælis Landsbanka íslands. Ellefu höfundar rita jafnmargar greinar um ýmsa þætti íslenskrar atvinnusögu síðustu 100 ára. Viðfangsefnin ná til allra meginatvinnuvega, landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar og verslunar, auk banka- og peningamála. Til dæmis er fjallað um Landsbankadeiluna 1909, togaraútgerð í Reykjavík á þriðja áratugnum, rakin saga íslandsbanka 1914-1930 og umsvif Louis Zöllner, sem var atkvæðamikill fjárfestandi hér á landi um og eftir síðustu aldamót og gerði þá m.a. út sex togara. Landshagir kosta 1.450.- krónur og fást hjá öllum helstu bókaverslunum og hjá Sögufélaginu í Fishersundi, sem jafnframt annast dreifingu bókarinnar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna i 100 ár Íjl’ekkí _menota x \\b wnka n°KK. .^Afiind'nn stríðu •bók\n \)pr\99\a ’ 0ÍSU samW"* » t fcenm Vil una meö be»Jn'tta pab Eöa wrv- • ð? SPj-.'SÖáftSft. ■sW't'nen p/akktendL .7~raöast. ^TasVnnand' Ml hrö& ___, ,no á 1 sainan i PaKK ÞÆTTIR UR ISLE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.