Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 35
-í
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
35
V estur-þýskir jafnaðarmenn:
Brandt hyggst láta
af formennsku 1988
Bonn, Reuter.
WILLY Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, sagði i viðtali
við Kölnarblaðið Express á mánudag að hann hygðist láta af for-
(SPD) árið 1988 og hleypa nýju
mennsku Jafnaðarmannaflokksins
blóði í forystu flokksins.
Brandt, sem nú er 72 ára, vildi
ekki leiða getum að því hver væri
líklegastur arftaki hans. Hann tók
þó fram að staða hófsamra afla og
vinstri vængjarins innan flokksins
myndi skýrast eftir þingkosning-
amar í janúar.
Litið er á Johannes Rau, kansl-
araefni flokksins, sem leiðtoga
hófsamra afla innan hans, en Oskar
Lafontaine, forsætisráðherra í Sa-
arlandi, er forystumaður á vinstri
vængnum. Lafontaine hefur lagt til
að Vestur-Þjóðveijar láti af þátt-
töku í hemaðarstarfí Atlantshags-
bandalagsins.
Brandt kvaðst vilja halda áfram
starfí sínu við að marka stefnu
flokksins og vildi hann glaður starfa
undir nýjum formanni.
„Eftir 25. janúar munu línur
fljótlega skýrast og þingmenn geta
þá tekið ákvörðun 1988,“ sagði
Brandt. Samkvæmt skoðanakönn-
unum munu jafnaðarmenn gjalda
mikið afhroð í þingkosningunum og
fari svo getur Rau ekki gert sér
miklar vonir um að hreppa for-
mannssætið þegar Brandt fer úr
því.
Brandt var fyrsti kanslari jafnað-
armanna eftir heimsstyijöldina
síðari. Hann var kanslari frá árinu
1969 til 1974.
Á flótta undan öldufaldi
Mark Richard brunar á brimbretti sínu niður ölduhrygginn og
bjargar sér frá því að öldufaldurinn falli yfir hann og færi hann
í kaf. Myndin var tekin í keppni atvinnumanna við Hawaii í
vikunni og eins og sjá má hangir hvítfextur öldufaldurinn rétt
yfir Richard. Aldan er rúmlega 8 metra há. Richard er Ástrali
og hefur fjórum sinnum hlotið heimsmeistaratitilinn í þessari
íþróttagrein.
Chernobyl:
Tólf sovéskir
hermenn líflátn-
ir vegna óhlýðni
Bonn, Moskva; AP, Reuter.
TÓLF sovéskir hermenn, er óttuðust geisalavirkni, voru teknir af
lífi er þeir neituðu að beijast við elda þá er kviknuðu eftir slysið
við kjarnorkuverið í Chernobyl í Sovétrílgunum sl. vor.
Vestur-þýska blaðið Die Welt am staflokksins, sagði á mánudag að
Sonntag birti frétt þessa sl. sunnu-
dag og hafði upplýsingamar eftir
ónafngreindum heimildarmönnum.
Einnig sagði Die Welt að blað so-
véska hersins, Rauða stjaman,
hefði birt frétt um að sjálfboðaliðar
hefðu barist við eldana í Chemo-
byl, en sagðist hafa það eftir
traustum heimildum að hinir svo-
kölluðu sjálfboðaliðar hefðu verið
fluttir nauðugir á staðinn.
Pravda, blað sovéska kommúni-
næsta vor fengju nokkrir þeirra
135.000 manna er fluttir hefðu
verið brott frá heimilum sínum eft-
ir slysið við Chemobyl, að flytja
aftur á heimaslóðir. Ekki var sagt
hversu margir fengju þessi leyfi né
hvaða þorp og bæi ætti að gæða
lífí á ný. Mikillar geislavirkni varð
vart víða um Evrópu eftir slysið,
sem er hið alvarlegasta er orðið
hefur í kjamorkuveri í heiminum
til þessa.
Hraust fólk -
Sterkt hjarta!
og reyndar meira en það — sterkan og hraustan líkama. Slíkt
næst aðeins með góðri þjálfun og með aðstoð réttra tækja.
Því bjóðum við yðurTUNTURI þjálfunarhjól og róðrabáta,
einmitt nú þegar líkami yðar þarfnast þess eftir sólarlaust
sumar og svartasta skammdegið framundan. Við lofum ekki
„ATLAS vöðvum", slíkt er undir yður komið, en minnum að-
eins á: „Sveltur sitjandi kráka — en fljúgandi fær“.
Lítið því við í Sætúni 8 — við erum
sveigjaniegir ísamningum.
Heimilistæki hf
Sætúni 8, sími 27500
BÓKHLAÐAN
CATHERINE
COOKSON
Vertu sæll Hainilton
llsennltregablandinlog
gamansömisagaleftiiEinniaf
vinsælli ríöf undum1 Bfetamm
|þes^^mindi^^^
úmlörlög;sem; látaféngari
osnortinn.
Skemmtileg saga!
vil, vil ekki A1ENN VMÖNNUM UNDÍfi 'AHfííFUM j
' ' I