Morgunblaðið - 17.12.1986, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
r
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjórir þeirra sem viðurkenningu hlutu ásamt fulltrúa frá MENOR og útvarpinu. Frá vinstri: Bjarni
Einarsson fulltrúi Menningarsamtaka Norðlendinga, Hjalti Finnsson, Uggi Jónsson, Jón Erlends-
son, Snæfríður Ingadóttir og Finnur Magnús Gunnlaugsson.
Ljóðasamkeppni Ríkisútvarpsins á Akureyri og MENOR;
Signrður Ingólfsson sigraði
með ljóðinu Sonnetta
SIGURÐUR Ingólfsson bar sig-
ur úr býtum í ljóðasamkeppni
Rikisútvarpsins á Akureyri og
MENOR, Menningarsamtaka
Norðlendinga. Úrslit sam-
keppninnar voru kynnt i gær.
Verðlaunaljóð Sigurðar ber
nafnið Sonnetta og áskotnast
honum 5.000 krónur fyrir sig-
urinn.
104 ljóð og vísur bárust í sam-
keppni þessari frá 58 höfundum.
Dómnefnd skipuðu Einar Krist-
jánsson frá Hermundarfelli,
Hólmfríður Jónsdóttir, bókavörð-
ur og Jón Már Héðinsson,
menntaskólakennari. Finnur
Magnús Gunnlaugsson, starfs-
maður Ríkisútvarpsins á Akur-
eyri, hafði það eftir dómnefndar-
mönnum að sá kveðskapur sem
borist hefði í keppnina hefði verið
ótrúlega góður, en 5 ljóð hefðu
borið afgerandi af. Fyrst ber þar
að telja Sonnettu Sigurðar en fjór-
ir höfundar til viðbótar fengu
viðurkenningu. Aðra viðurkenn-
ingu hlaut Jón Erlendsson
Rauðumýri 8 á Akureyri fyrir ljóð-
ið Hringar, þriðju viðurkenningu
fékk Uggi Jónsson, menntaskóla-
nemi á Akureyri, fyrir nafnlaust
ljóð, Kristján Kristjánsson á
Siglufirði hlaut fjórðu viðurkenn-
ingu fyrir ljóðið Næturhafið og
fimmtu viðurkenningu fékk Hjalti
Finnsson, Ártúni Saurbæjar-
hreppi. Ljóð hans heitir Vor. Ein
viðurkenning var veitt að auki -
sérstök viðurkenning fyrir gott
ljóð frá þátttakendum yngri kjm-
slóðanna. Fyrir valinu varð ljóðið
Vetur eftir Snæfríði Ingadóttur,
13 ára, Byggðavegi 13a á Akur-
eyri. Snæfríður nemur í Gagn-
fraeðaskóla Akureyrar.
Á blaðamannafund sem haldinn
var vegna samkeppninnar í gær
voru mættir þeir sem hlutu viður-
kenningu að Sigurði Ingólfssyni
og Kristjáni Kristjánssyni undan-
skildum. Þar kom fram að ljóð
eftir þá tvo hafa birst á bók, svo
og ljóð eftir Ugga og Hjalta.
Kveðskapur Jóns Erlendssonar
hefur hins vegar ekki áður verið
birtur opinberlega. Hann sagðist
í gær hafa gert talsvert af því að
yrkja gegnum tíðina og Hringar,
sem hann fékk viðurkenningu fyr-
ir, væri frá því í fyrra.
Þrátt fyrir ungan aldur eru tvö
ár síðan Snæfríður Ingadóttir fór
að yrkja. Hún fékk verðlaun í vor
frá sjónvarpinu fyrir ljóð og las
það þá upp f Stundinni okkar.
Höfundamir sem mættir voru
í gær sögðust allir hafa ort ljóð
þessi áður en samkeppnin var
auglýst. Hjalti í nokkur ár, Jon
frá því í fyrra, Uggi orti sitt í
sumar og Snæfríður sagðist hafa
ort Vetur daginn áður en hún sá
ljóðasamkeppnina auglýsta. Ekk-
ert ljóðanna varð því til beinlínis
vegna samkeppninnar - en samt
var fólk á þeirri skoðun að sam-
keppni sem þessi gæti orðið til
þess að fá „skúffuskáld" upp úr
skúfunum. Dæmi um það er Jón
Erlendsson. Hann sagðist hafa ort
í talsvert mörg ár - en kveðskap-
ur hans var fram að þessu allur
„oní skúffu" eins og hann sagði.
Verðlaunaljóðið eftir Sigurð
Ingólfsson heitir Sonnetta sem
fyrr segir. Það er svohlóðandi:
Þá haustið er komið og hrollkald-
ur blær
þá hugsa ég með mér si sona -
Er himininn fagur? Er heiðríkjan
tær?
Er hjarta mitt ennþá að vona?
Er lífið enn fagurt og litríkt og
bjart,
sem leikurinn minn hér í æsku?
Er einskis að vænta? Er allt orðið
svart?
Á enginn neinn snefil af gæsku?
Þá lít ég í barm mér hvar hjarta
mitt hlær
að hugsunum mínum og segir:
- Á meðan á jörðunni manns-
hjartað fær
að muna og lífsglætu eygir -
Þá í brjósti hvers manns á ég
bróður sem slær.
Svo brosir það - tifar - og þegir.
Ljóðið Vetur eftir Snæfríði Inga-
dóttur, sem fékk sérstaka viður-
kenningu er svohljóðandi:
Þegar fyrstu snjókornin
falla af himni
er það fyrirboði vetrarins.
Hvítt lag af mjúkri mjöll
hylur jörðina.
Eins og hveiti á
bakarasvuntu mömmu.
Litlu, löngu fölnuðu laufi
er feykt á brott.
Líkt og orð er aldrei
verða tekin aftur.
Söngur Kára bergmálar
í klettunum:
vetur, vetur.
Dýralæknafélag Islands:
Veiting dýralæknisembættis í
Hreppaumdæmi harðlega fordæmd
Getur reynst erfitt að manna útkjálkahéruðin, segir formaður félagsins
DÝRALÆKNAFÉLAG íslands
hefur sent Jóni Helgasyni land-
búnaðarráðherra opið bréf þar
sem veiting embættis héraðs-
dýralæknis í Hreppaumdæmi er
hörmuð. Bréfið er birt í Morgun-
blaðinu í dag, en eins og fram
hefur komið í blaðinu veitti ráð-
herrann Katrínu Helgu Andrés-
dóttur dýralækni Hreppaum-
dæmi í trássi við tillögur
Dýralæknafélagsins.
„Við erum mjög reiðir vegna
ráðningarinnar," sagði Bimir
Bjamason á Höfh, formaður Dýra-
læknafélags íslands. „Það er tvennt
í þessu máli sem veldur reiði okk-
ar. Annars vegar að þeir sem eru
búnir að starfa í erfiðum útkjálka-
héruðum skuli ekki njóta forgangs
við embættisveitingar. Það verður
til þess að við getum ekki hvatt
menn til að fara í þessi héruð vegna
þess að þeir komast ekki þaðan
aftur og getur þetta orðið til þess
að erfitt verði að manna þessi hér-
uð. Hins vegar gagnrýnum við að
fólk skuli geta tryggt sér stöður
með því að setjast að á stöðum þar
sem vitað er að embætti losna. Það
hefur gerst tvisvar á þessu ári,“
sagði Bimir.
Bimir sagði að í framhaldi af
þessu mætti búast við að erfitt yrði
að manna útkjálkahéruðin, menn
settust frekar að í betri landbúnað-
arhéruðunum og í Reykjavík. Einn
dýralæknir hefði þtg.''.r sagt upp
störfum og fleiri hefðu það á orði,
þó ekki byggist hann við fjöldaupp-
sögnum.
Landbúnaðarráðherra fékk
áskoranir úr héraði um að ráða
Katrínu og sama var upp á teningn-
um þegar ráðið var í embætti
dýralæknis á Hellu í trássi við vilja
Dýralæknafélagsins. „Þá má spyrja
hvort við eigum ekki að taka upp
kosningar á dýralæknum líkt og
prestar era kosnir," sagði Bimir
aðspurður um hvort ekki væri eðli-
legt að taka tillit til óska heima-
manna. „Við vitum að það er enginn
vandi að fá fólk til að skrifa á nán-
ast hvaða undirskriftalista sem er.
Viðkomandi hefur starfað þama
sem dýralæknir og ekki nema eðli-
legt að menn vilji hafa hana áfram,
en menn verða að sitja við sama
borð í þessu efni. Fólkið getur ekki
dæmt menn sem ekki hafa fengið
tækifæri til að kynna sig með störf-
um sínum.“
Bimir sagði aðspurður að dýra-
læknar væra ekki að draga vald
ráðherra til embættisveitinga í efa.
„Við höfum aðeins áhuga á því
hvemig gengur að manna öll dýra-
læknahérað landsins. Og við viljum
sanngimi. í þessu máli hefur órétt-
lætið sigrað og brotinn réttur á
afbragðsmanni," sagði Bimir
Bjamason.
Katrín var með 4
punkta, Hákon með 14
Dýralæknafélagið hefur sérstaka
stöðuveitinganefnd sem fer yfir
umsóknir um dýralæknaembætti og
gefur ráðherra umsögn. Fá um-
sækjendur punkta eftir starfsaldri
samkvæmt kerfi sem félagið hefur
komið sér upp og mælir félagið með
ráðningu þess umsælqanda sem
flesta punkta hefur. Reglan er
þannig að fyrir hvert ár frá út-
skrift fær dýralæknir 1 punkt en
að auki '/3 úr punkti fyrir starf í
héraðsdýralæknisembætti í út-
kjálkahéraði. Embættin sem dýra-
læknar kalla útkjálka era á
Breiðdalsvík, Þórshöfn, Barða-
strönd, ísafirði og Hólmavík. Þetta
era stór hérað en tekjumöguleikar
litlir. Verða menn því að hafa mik-
ið fyrir því að afla lítilla tekna. Þá
fá menn sem lokið hafa námi en
starfa erlendis aðeins 2/a úr punkti
fyrir hvert ár umfram þijú sem
þeir starfa erlendis. Samkvæmt
þessum reglum fá menn hvatningu
til að koma heim til vinnu við sitt
fag og að byrja í afskekktari hérað-
unum til að safna punktum fyrir
framtíðarstörf í betri embættunum.
Stöðuveitinganefnd dýralækna
raðaði þeim sextán umsækjendum
sem sóttu um hið nýja dýralæknis-
embætti í Hreppaumdæmi, sem nær
yfír Hranamanna- og Gnúpveija-
hreppa í Ámessýslu, samkvæmt
þessu punktakerfi. Sjö efstu vora:
1. Hákon Hansson, Breiðdalsvík,
útskrifaður 1975, hefur starfað
í yfir 9 ár á Breiðdalsvík, 14
punktar.
2. Þorsteinn Ólafsson, Selfossi, út-
skrifaður 1973, 13 punktar.
3. -4. Guðbjörg Þorvarðardóttir,
Hólmavík, útskrifuð 1981, 6 Va
punktur.
3.-4. Aðalsteinn Sveinsson, Barða-
strönd, útskrifaður 1981, 6 Vs
punktur.
5. Sveinn Helgi Guðmundsson,
Þórshöfn, útskrifaður 1981, 6
punktar.
6. -7. Katrín Helga Andrésdóttir,
Miðfelli, útskrifuð 1982, 4
punktar.
6.-7. Þorvaldur H. Þórarinsson,
Reylqavík, útskrifaður 1982, 4
punktar.
Eins og sést á þessu era tveir
þeir efstu með mun meiri starfs-
reynslu en Katrín og með 3.-4.
sinnum fleiri punkta samkvæmt
matskerfi Dýralæknafélagsins.
Reyndar era fjórir af þeim dýra-
læknum sem era fyrir ofan hana
samkvæmt þessu punktakerfi,
starfandi í svokölluðum útkjálka-
héraðum. Hefur einn þeirra,
Aðalsteinn Sveinsson á Barða-
strönd, þegar sagt upp starfi sínu.
Bimir Bjamason formaður Dýra-
læknafélagsins telur að erfitt verði
að fá mann í hans stað eftir þessa
stöðuveitingu.
Fáar konur í dýralæknastétt
- segir Jón Helgason landbúnaðarráðherra
„ÞAÐ er ýmislegt sem kom til við þessa ákvörðun. Það sem fyrst
kemur upp í hugann er að mjög fáar konur eru i dýralæknastétt-
inni og ber manni að taka tillit til þess við stöðuveitingar," sagði
Jón Helgason landbúnaðarráðherra þegar hann var spurður um
forsendur fyrir ráðningu héraðsdýralæknis i Hreppaumdæmi sem
deilur hefur valdið.
Jón sagði einnig: „Það hafi
einnig áhrif að Katrín er búin að
starfa fyrir þessa bændur um tíma
og alitaf hefur verið viðkvæmt ef
ekki hefur verið tekið tillits til
slíks." Hann sagði að það hefðu
verið æði mörg atriði sem réðu
ákvörðun hans um val á umsækj-
endum í stöðuna. Áskoranir úr
héraði hefðu ekki ráðið neinum
úrslitum. „Menn mega ekki
gleyma því að þessar stöður era
ekki fyrir dýralækna heldur fyrst
og fremst fyrir þá sem þurfa á
þjónustu þeirra að halda," sagði
ráðherra.
Jón sagði að ekki fælist nein
stefnubreyting í ráðningunni.
Starfsreynsla væri að sjálfsögðu
mikilvæg en benti á að margir
af núverandi héraðsdýralæknum
hefðu verið ráðnir við svipaðar
aðstæður og Katrín Andrésdóttir.
Jón vildi að það kæmi fram að
ekki væri lögbundið að ráðherra
leitaði umsagnar Dýralæknafé-
lagsins, en hann hefði eigi að síður
gert það og væri sá dýralæknir
sem hann hefði skipað í stöðuna
ofarlega á lista Dýralæknafélags-
ins.