Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
41
Grafarvogur: Nýjasta íbúðarhverfið í Reykjavík. Þar búa væntanlega margir, sem eiga einhveijar upphæðir inni hjá Húsnæðisstofnun rikisins.
12,2 millj. kr. í endurgreiðslur til lánþega Húsnæðisstofnunar;
Félag'smálaráðherra átelur
Húsnæðisstofnun harðlega
„Algjört hneyksli“ og „ódrengskapur“ sögðu þingmenn um svör ráðherra
ALEXANDER Stefánsson, fé-
lagsmálaráðherra, hefur fyrir-
skipað Húsnæðisstofnun ríkisins,
að endurgreiða tæplega átta þús-
und láijþegum stofnunarinnar
upphæð sem samtals nemur 12,2
milljónum króna á núgildandi
verðlagi. Hér er um að ræða
bætur fyrir ofreiknaða vísitölu á
húsnæðislán frá þvi í september
1983. Samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar i ágúst 1983 átti
lánskjaravisitala á lán veitt úr
Byggingarsj óði ríkisins að
hækka um 5,1% i september það
ár, en ekki 8,1% eins og reyndin
varð.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari ráðherra við fyrirspum Kol-
brúnar Jónsdóttur (A.-Ne.) á
Alþingi í gær. Ráðherra sagði, að
Húsnæðisstofnun hefði ekki farið
að fyrirmælum ríkisstjómarinnar
og félagsmálaráðuneytisins og túlk-
un og leiðbeiningu Seðlabankans.
Álexander Stefánsson rifjaði
upp, að ríkisstjómin hefði í ágúst
1983 samþykkt að koma til móts
við húsbyggjendur með þeim hætti
að verðtrygging á lánum úr Bygg-
ingarsjóðnum skyldi í september-
mánuði 1983 vera 5,1% í stað 8,1%.
í samþykkt þessari hefði falist að
gildistöku nýrrar lánskjaravísitölu
var flýtt um einn mánuð gagnvart
þessum aðilum. Ráðherra sagði, að
samþykktinni hefði verið komið á
framfæri við Húsnæðisstofnun með
bréfi 2. september 1983. Fimm
dögum síðar hefði stofnunin óskað
eftir upplýsingum um, hvemig ætti
að framkvæma samþykktina. Þá
hefði ráðherra kvatt stjómendur
Húsnæðisstofnunar á sinn fund og
falið þeim að gera það í samráði
við Seðlabanka íslands. í greinar-
gerð frá hagfræðideild Seðlabank-
ans hinn 5. september komi fram
leiðbeiningar um framkvæmdina.
Síðan sagði ráðherra, að í mars
1985 hafi ráðuneytinu orðið ljóst
að Húsnæðisstofnunin hafði enn
ekki komið samþykkt ríkisstjómar-
innar í framkvæmd. Af því tilefni
hefði ráðuneytið ritað stofnuninni
bréf og ítrekað fyrirmæli sín.
Þá kvaðst ráðherra hafa ritað
stjóm Húsnæðisstofnunar bréf hinn
12. desember s.l., þar sem forsaga
málsins var riíjuð upp og síðan sagt:
„Með vísun til framanritaðs vill
ráðuneytið átelja aðgerðarleysi
Húsnæðisstofnunar ríkisins í máli
þessu. Jafnframt leggur ráðuneytið
fyrir stofnunina að framkvæma taf-
arlaust margnefnda samþykkt
ríkisstjómarinnar frá 26. ágúst
1983 í samráði við Seðlabanka ís-
lands og samkvæmt leiðbeiningum
hans."
Alexander Stefánsson sagði, að
breytingin á lánskjaravísitölunni úr
8,1% í 5,1% hefði haft áhrif á um
5.100 lán til nýbygginga og um
2.800 til kaupa á eldri íbúðum.
Stofn lána með lánskjaravísitölu hjá
Byggingarsjóðnum hefði verið
1.160 milljónir króna í september
1983 og afsláttur vegna umræddra
breytinga á vísitölunni numið 32,5
millj. króna á verðlagi þess árs. Á
núgildandi verðlagi næmi þessi af-
sláttur 63,8 millj. kr. Áhrif lækkun-
ar vísitölunnar myndu koma fram
í lækkuðum inngreiðslum í sjóðinn
á löngu_ árabili eða fram að árinu
2010. Árleg lækkun á núverandi
verðlagi næmi um 4 milljónum kr.
Afslátturinn árin 1983-1986 væri
sem hér segir á núgildandi verð-
lagi: 1983: 1,0 millj. kr.; 1984: 3,0
millj. kr.; 1985: 4,1 millj. kr. og
1986: 4,1 millj. kr. Samtals væri
þama því um 12,2 millj. kr. að
ræða, sem endurgreiddar yrðu.
Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.)
kvað svar ráðherra algjört hneyksli.
Fyrir fáum vikum hefði hann svarað
því til um þetta mál í fjölmiðlum,
að Húsnæðisstofnun hefði á sínum
tíma farið að tilmælum ríkisstjóm-
arinnar. Nú hefði hann gerbreytt
um skoðun.
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
sagði að saga þessa máls væri með
endemum og ekki síst sinnaskipti
ráðherra. Þá átaldi hann ráðherra
fyrir að varpa ábyrgð málsins á
herðar embættismanna.
Karl Steinar Guðnason (A.-
Rn.) sagði, að hér væri um að ræða
slíkan ódrengskap að hálfu ráð-
herra að ræða að lengi yrði í
minnum haft. Sannleikurinn væri
sá, að öll fyrri svör embættismanna
um málið væm í samráði við ráð-
herrann sjálfan. Hjörleifur Gutt-
ormsson (Abl.-Al.) tók undir þetta
gagnrýnisatriði og sagði, að þetta
væri ekki í fyrsta sinn sem félags-
málaráðherra hengdi bakara fyrir
smið.
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, vísaði gagnrýni
þingmanna á bug. Kvaðst hann
hafa þurft að glíma við það eins
og margir fyrirrennarar sínir að
ýmsir embættismenn vildu halda
öðru fram en ráðherra. Þeir hefðu
talið, að hér væri um svo litlar upp-
hæðir að ræða sem kæmu í hlut
hvers og éins að ekki tæki þvi að
framkvæma endurgreiðsluna. í fjöl-
miðlum hefði einnig verið farið með
staðlausa stafi um þetta mál og
m.a. fullyrt, að endurgreiðslur
þyrftu að nema 230-240 milljónum
króna, en ekki 12,2 eins og reyndin
væri og alltaf hefði legið fyrir.
Fjölmargir aðrir þingmenn
kvöddu sér hljóðs um málið og
deildu allir á félagsmálaráðherra
og ríkisstjómina fyrir að hafa ekki
leyst vanda húsbyggjenda. Ráð-
herra taldi, að gagnrýnin væri
byggð á vanþekkingu og minnti á
að þegar væri búið að veita 2 mill-
jörðum króna í húsnæðiskerfið til
að létta byrðar þeirra sem í erfið-
leikum ættu.
Innlendar skuldir og
komandi kynslóðir:
Hver tekur
við millj-
örðunum?
- spyr Eyjólfur Konráð
VIÐ UMRÆÐUR um frum-
varp ríkisstjórnarinnar til
lánsfjárlaga í efri deild Al-
þingis á mánudaginn var á það
minnst, að komandi kynslóðir
myndu þurfa að greiða þau
lán, sem rikissjóður stofnar
til. Eyjólfur Konráð Jónsson
(S.-Nv.) kvaddi sér hljóðs og
gerði athugasemd við þessi
ummæli.
Þingmaðurinn sagði m.a. „Ef
þessar skuldir eru innlendar, þá
hygg ég að menn geti í það ráðið,
hvort þessar byrðar verði þung-
bærar eða ekki. Ef komandi kynslóð
Eyjólfur Konráð Jónsson
á að borga þessa peninga, þá hljóta
einhveijir að taka við þeim. Það
hljóta einhverjir, að vera eigendur,
einhveijir að vera kröfuhafar, ef
skuldarar eru fyrir hendi. Þess
vegna væri gaman að hugleiða það
til næsta fundar, hvort einhver vildi
segja mér frá því, hver það væri
sem fengi þessa peninga í hendur,
þessa miklu fjármuni í hendur, ef
það eru komandi kynslóðir sem eiga
að greiða féð.“
„Spumingin er,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson, „hver tekur við
milljörðunum sem komandi kynslóð
á að greiða vegna innlendra skulda
ríkissjóðs?"
Þess má geta, að umræðum um
lánsljárlög verður haldið áfram í
efri deild í dag.
Geföu
myndaalbúm
i jolagjof!
Veiö frá kr. 415.-
Æ
HfíNS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI4 GLÆSIBÆ AUSTUKVERI
S: 20313 S: 8 2590 S:36161