Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986
45
Guðmundur Stefánsson
en fullvirðisrétturinn var reiknaður
út. Svona eru aðstæður hefðbundins
landbúnaðar í dag og með fullvirðis-
réttinum og skiptingu hans er verið
að taka afleiðingunum þessa.
Fækkun bænda?
Ég held að flestir geri sér Ijóst,
að við óbreyttar aðstæður er ekki
unnt að halda sama fjölda bænda
við hefðbundinn búskap og verið
hefur undanfarin ár. Það fram-
leiðslumagn, sem unnt er að greiða
bændum verð fyrir, er ekki meira
én svo, að ef allur þessi fjöldi ætlar
að lifa á því verða kjör sveitafólks
þannig, að það verður eftirsóknar-
vert að fara UR sveitinni en ekki
að vera í henni. Það væri sannköll-
uð eyðibýlastefna.
Þetta þýðir auðvitað að bændum
við hefðbundinn búskap verður að
fækka, en jafnframt verður að
vinna áfram að því að menn geti
tekið upp aðrar búgreinar, ýmist
eingöngu eða með hinum hefð-
bundnu. Þetta er mikilvægt verk-
efni og menn verða að átta sig á
því að þó fullvirðisréttur jarða sé
seldur jafngildir það ekki því að
jörðin sé einskis virði. Þvert á móti
getur jörð einmitt orðið meira virði
ef byggt er á henni með nýja bú-
grein í huga. Að minnsta kosti verða
allar þær jarðir sem nú eru í byggð
ekki byggðar upp með hefðbundna
framleiðslu í huga. Til þess að svo
geti orðið skortir pólitískar forsend-
ur eins og vikið er að hér að framan.
Pólitísk umræða
Kosningar til Alþingis verða í
vor. Það er því titringur í ýmsum
frambjóðendum og ekki laust við
að ýmsir stjómarandstæðingar
reyni að slá sér upp á þeim erfiðleik-
um sem bændur eru í. Það verður
víst að teljast „eðlilegt" á hér-
landsvísu, en það ér lakara að
frammámenn í stjómarsamstarfinu
hlaupi út undan sér. Mér þykir t.d.
hart að horfa upp á Pál Pétursson,
þingmann Húnvetninga, láta hafa
eftir sér að réttast væri að fresta
gildistöku fullvirðisréttarins. Hann
virðist halda að skipfing fullvirðis-
réttarins og kaup Framleiðslusjóðs
á honum séu eitthvert sérstakt
kappsmál bændaforystunnar.
Það er líklega nauðsynlegt að
segja það enn einu sinni að fullvirð-
isrétturinn er ekki skammtaður í
Bændahöllinni — heldur í sölum
Alþingis. Bændaforystan fékk hins
vegar það hlutverk að skipta því,
sem er til skiptanna, og þó því yrði
frestað þá eykur það ekki það magn
sem framleiða má.
Því miður er Páll Pétursson ekki
einn um slíkan málflutning þó hann
sé tekinn hér sem dæmi. Þeir þing-
menn sem em óánægðir ættu nú
að taka sig saman um að auka full-
virðisréttinn. Það er nefnilega bara
hægt að gera það á Alþingi. En ef
menn ekki treysta sér til þess, á
að viðurkenna það, en ekki senda
getuleysisreikninginn uppí Bænda-
höll. Þar er mönnum nefnilega
fullljóst að það er verið að skipta
alltof litlu á milli of margra.
Og það er bara flótti frá raun-
vemleikanum að segja að sumir séu
svo stórir að hjá þeim sé af nógu
að taka. Það er afstætt hvað sé
stórt bú og hvað sé lítið. Margir
yngri bændur og sumir hinna eldri
þurfa að hafa stór bú til að standa
undir dýmm, verðtryggðum ijár-
festingum. Þar að auki krefst fólk
í sveitum sambærilegra lífskjara og
annað fólk. Það verður ekki komið
til móts við þær kröfur með einni
allsheijar útjöfnun.
Eyðibýlastefna —
f ramtí ðarstefna
Ymsir hafa haft á orði að fram-
leiðslustjómunin sé eyðibýlastefna.
Mér sýnist reyndar, þegar ekið er
um hringveginn, að ekki sé talað
um fáfamari vegi, þá hafí „eyði-
býlastefnan" hafíst fyrir daga
framleiðslustjómunar. Það er stað-
reynd að bændum og bújörðum
hefur fækkað alla þessa öld og mun
sjálfsagt fækka nokkuð enn. Ýmis-
legt bendir til að svo verði.
Það em sífellt að verða breyting-
ar, bæði á þjóðfélagslega vísu, en
einnig í landbúnaðinum sem slíkum.
Tæknin gerir það að verkum, að
sífellt er unnt að komast af með
færra fólk og byggðir eiga meiri
möguleika til félagslegrar tilvem
með bættum samgöngum. Hver
hefði t.d. trúað því fyrir 10—15
ámm að farið yrði í þriðju leit á
þyrlu eins og sumstaðar er gert?
Ég fæ ekki séð að nein endalok
séu framundan í landbúnaðinum
þrátt fyrir að veralegir erfiðleikar
steðji að. Það em að verða miklar
breytingar og ég held að land-
búnaðurinn verði öðmvísi, en í
sjálfu sér er það ekkert til að ótt-
ast. Breytingamar verða og það er
undir landbúnaðinum sjálfum komið
að miklu leyti hvort þær verða hon-
um til góðs og hann verði sterk
atvinnugrein sem eftirsóknarvert
sé að stunda. Hlutverk stjómmála-
mannanna hlýtur að vera að stuðla
að slíkri þróun — ekki teija eða
koma í veg fyrir hana.
Höfundur er framkvæmdastjóri
ístess & Akureyri og fyrrverandi
hagfræðingur Stéttarsambands
bænda.
Því ekki
PHIUPS
að ákveða
í eitt skipti
Tir öll
ver
áað
vaska upp
íkvöld!
orum aðfá sendingu
af 3 gerðum frábærra
uppþvottavéla frá Philips
á einu lægsta verði sem
heyrst hefur á markaðn-
eða frá
.900
I
7.500
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTUNI 8- S: 27500
Jólamarkaður
Bergiðjunnar við Kleppsspítala, sími 38160—37.
Jólatré, normannsþinur, hurðahringir, jólahús,
gluggagrindur, skreytingar o.fl.
Opið alla daga frá 9.00-18.00.