Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 47 Stj órnun eða stj óraun ekki eftír Skarphéðin Össurarson Það orkar alltaf tvímælis að ræða um stjómun. Það kemur tii af því að einn færir sér til skerðingar, það sem annar telur sér til hagsbóta. Svo má heldur enginn vera þversum í þjóðarsálinni og henni þannig til óþurftar. Það hefír einhvemveginn hljóm- að þannig í fjölmiðlakerfinu síðustu dægur, að alifugla-framleiðendur í landinu væm nú orðnir sú óværa á þjóðarlíkamanum, sem ekki væri við ráðið. Þeir fæm um með svipuð- um afleiðingum og grasmaðkur og engisprettur eiga til með að gera, svo að sjálf þjóðarsálin — Alþingi — væri í mikilli hættu. í þessa átt hefir málflutningur Qölmiðlanna hnigið um þessi efni. Flestir eða margir hafa þó látið það óátalið, þótt því væri hreyft að líklega væri þama þörf á einhverri stjómun. Aðrir hafa tútnað út. Skynsamir menn virðast flestir gera sér grein fyrir því, að þar ríkir aðeins glundroði, upplausn og vand- ræði, þar sem engin stjómun er á hlutunum. í framhaldi af því væri e.t.v. ekki úr vegi að reyna að gera sér grein fyrir þvi, hvemig af- greiðsla mála færi fram á sjálfu alþingi, ef engin stjórnun væri þar. Já. — Því ekki að láta samkeppnina ráða líka þar eins og í hænsna- rækt? Enginn efast um framboðið á gasprinu, hvað sem segja má um eftirspumina. Varla yrði annað sagt en að þar fengi þá einstaklingurinn að njóta sín. Sá einn kæmi þá sínum málum fram, sem sterkasta hefði röddina og hrausta lúku til þess að þagga niður í þeim, sem væri uppi með tilburði til þess að trafla hann. Konur ættu þá sennilega lítið erindi inná alþingi eða mjóróma menn og málhaltir. Karl Steinar vill kannski svara því, hversvegna hann er að rembast við að stjóma launþega- málunum. Hann er svo sem ekki einn um það. Það verður ekki betur séð en að þar sé hvert silkipottlokið upp af öðra upptekið af því að stjóma verkalýðsmálum, þótt þau hafí þingmennsku í hjáverkum. Já, Karl Steinar. Því ekki að láta einstaklinginn njóta sín og siga honum út í samkeppnina á vinnu- markaðnum. — Tvímælalaust myndu sumir hafa eða ná hærri launum heldur en þeir hafa undir þínum væng, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt. Þetta vilt þú koma í veg fyrir og þar er ég þér sam- mála. En það lýsir kaldriQuðu innræti þínu, Karl Steinar, úr hófí fram, að þú skulir ætla þér að drýgja þá dáð, að færa „þínum" launþegum kjarabót af framfæri snauðra alifuglaframleiðenda, með því að krefjast þess að þeir fái ekki kostnaðarverð fyrir framleiðslu sína. Við skulum láta laun þeirra liggja milli hluta. Fyrst er að fá fyrir til- kostnaðinum. Það hafa þeir ekki um þessar mundir. Það er víst ekki þitt mál, að íslenskir bændur era launþegar þinna launþega, enda skammtar þú þeim skít úr hnefa. Reynir að troða því inní kjarasamn- inga að laun bóndans hækki ekki. Ég held að það sé óumdeilanlegt: „Að þar heggur sá er hlífa skyldi." Allir vita þó, að íslenskir bændur era lægst launaða stétt þjóðarinn- ar. Hvað varðar baráttumanninn fyrir kjöram „hinna lægst laun- uðu“, Karl Steinar, um það. Það er leitt til þess að vita að íslenskur landbúnaður skuli endi- lega hafa þurft að vera pólitískt bitbein stjómmálamanna, allt frá því að hin svokallaða framfærslu- vísitala varð til, þar sem þeir að tröllahætti hafa hent þessu fjöreggi þjóðarinnar á milli sín og glott út ( annað og stundum bæði gúlvik, uns þeir núna hafa gloprað því al- gjörlega niður, svo að liggur við landauðn, eins og nú horfir. Afleið- ingin er, að alltof margir bændur era nú aðeins lögfræðingafóður. Að landbúnaðarfólk hefir einhvem- veginn haft í sig og á, er vinna þess og aftur vinna. Ekki bara 36 eða 40 stundir á viku, heldur nær 90 stundir á viku, eða 12 til 14 stundir af hverjum sólarhring allt árið um kring. Ýmist við bústörf eða út í frá. Þetta er fólkið, sem Karl Steinar Guðnason réttir nú hælinn, sem lítilfjörlegan jólaglaðn- ing, tilbúinn til þess að traðka á því, geri það tilraun til þess að rétta sinn hlut. Að sjálfsögðu á landbúnaðar- framleiðslan ekki að vera meiri heldur en þjóðin hefír þörf fyrir. en hver eða hvemig á að stjóma því? Samkeppnin á að stjóma því, segir verkalýðsforinginn, Karl Steinar, allt í einu eins og hann hafí fengið óvænt höfuðhögg, þar sem sá þjóðflokkur hefír ekki hing- að til komið auga á annað en ríkisforsjá og miðstýringu. Við skulum ekki gera lítið úr samkeppninni. Hún þarf að vera og á að vera fyrir hendi. Hún er bara ekki einhlít nema að vissu marki. Reynslan sannar það í gegn- um tíðina að henni era einnig takmörk sett eins og öllu öðra í mannlegu samfélagi. Allt sem heit- ir frelsi, er t.d. löngu farið fyrir róða í mannlegum samskiptum. En þegar svo er komið, að land- búnaður þjóðarinnar riðar til falls, með allri þeirri fjárfestingu, sem honum fylgir, þá hlýtur að vera farið að nálgast það, að einhver raunhæf stjómun komi þar til. Þá stefnir í einokun, segir verkalýðs- forastan. Og þótt hún búi í því glerhúsi að starfrækja þaðan þá mestu einokun, sem nútfma íslend- ingar hafa einhver kynni af, þá lætur hún sig hafa það að kasta þaðan steinum, sem hingað til hefír verið talið varasamt úr slíku hús- næði, og aðeins heimskra manna háttur að gera það. Verkalýðs- forastan sem og aðrir ætti að geta skilið það, að upp gæti komið sú staða, að nauðsyn krefði að einoka þyrfti fleira heldur en launþegana í landinu. Ef endilega er nauðsjm- legt að nota það orð EINOKUN. Til þeirra er a.m.k. hægt að sækja fyrirmynd í þeim efnum, ef mikið liggur við. Spumingin er ekkert um einokun í þessu máli. Spumingin er um það f eggjaframleiðslunni t.d. hvort stjómvöld ætli að afhenda hana tveimur til Qóram einstaklingum, eða hvort hún ætli að dreifa henni fleiram til framfæris í landinu og þá fyrst og fremst þeim, sem þegar hafa fjárfest með það í huga. Um þetta snýst málið, sem að mínu viti fjarlægist með þeim hætti þann ein- okunargeming, sem virðist hafa dáleitt alltof marga af þeim, sem málið skiptir. En það verður þjóðin að skilja, að hér sem annarsstaðar, verður framleiðslan að skila vinnu- launum á borð við það, sem „hinir lægstlaunuðu" hafa annarsstaðar í þjóðfélaginu, a.m.k. En Karl Steinar Guðnason er ekkert einn um það að sparka þama í þann, sem halloka hefír farið. Flokksmennimir mínir þeir Bjöm Dagbjartsson og Friðrik Sophusson studdu dyggilega við bakið á honum á Alþingi um daginn. Ég verð að segja það alveg eins og það er, að það er enginn geislabaugur yfír því að þurfa að ganga til kosninga með slíkum gauram. Átakanlegast fannst mér það þó að hlusta á Eið Guðnason að þessu sinni í þinginu. Hann sagði af mikl- um þunga og með svo miklum áherslum að manni gat dottið f hug að honum væri alvara. Orðrétt sagði hann: „Ég krefst þess af núverandi ríkisstjóm, að hún geri allt, sem í hennar valdi stendur til þess að koma f veg fyrir að stjómun verði komið á í kjúklinga- og eggjafram- leiðslu, sem stefnir í hreina einokun og verðhækkun á þessum vöram til neytenda." Svo mörg vora þau orð og þó miklu fleiri. Ég átti ekki von á þessu frá Eiði Guðnasyni. Mér Skarphéðinn Össurarson „Það hefir einhvern- veginn hljómað þannig í fjölmiðlakerfinu síðustu dægur, að ali- fugla-framleiðendur í landinu væru nú orðnir sú óværa á þjóðarlík- amanum, sem ekki væri við ráðið.“ hefír alltaf fundist hann skilnings- ríkur og drenglundaður maður, sem hæfði betur hóflegra hjal. En þetta hendir svo alltof oft: „Að heggur sá er hlífa skyldi". Þessi afstaða og þetta orðfæri þessa manns eykur ekki hvað síst undran mína fyrir það, að hann sækir í framboð í miklu landbúnað- arhéraði, þar sem vel flest snýst um landbúnað, sem kjósendur hans hafa velferð sína af. Ef til vill er honum kunnugt um að í kjördæmi hans er verið að fást við það mesta átak, sem gert hefír verið í eggja- framleiðslunni til hagræðis og hagsbóta. Átak, sem ætlast er til að sé liður í því að draga úr fram- leiðslukostnaði og neytendur fái þannig ódýrari egg en ella. Hér er átt við útungunarstöðina, sem verið er að koma á fót á Hvanneyri. Henni er ætlað það hlutverk að fá fram hraustari fugla, afurðameiri fugla, og neyslugrennri fugla held- ur en við höfum nú um þessar mundir. Ef að það tekst má að mínu viti nokkra til kosta. Ég hef heyrt því fleygt, að það sé hag- kvæmara að fá 15 kg af eggjum eftir hveija innsetta hænu, eins og þeir hafa í Noregi, sem selja okkur stofninn, heldur en 11—12 kg eins og við höfum. Ég hefí líka hlerað það, að það sé útgjaldaminna f framleiðslunni, að hænan noti ekki meira en 2,3 kg af fóðri til þess að skjóta frá sér einu kg af eggj- um, eins og þeir segja að hún geri í Noregi, heldur en þegar hún notar 4 kg til þer:' ama, eins og sagt er að hún geri, þegar hún er komin til íslands. Ég hefí líka orðið var við, af eigin rejmslu, að það er hag- stæðara að hænan haldi lífi til þess að skila afurðum. Þessu er útungunarstöðinni á Hvanneyri ætlað að bæta úr. Það er hreint klúður af minni hendi eða annarra, ef það ekki tekst. Allir landsmenn, sem telja sig þurfa þess, eiga aðgang að henni, eftir því seni við verður komið, á meðan ég hefí þar eitthvað til mála að leggja. Þess utan er útungunarstöðinni á Hvanneyri ætlað það hlutverk að gefa nemendum bændaskólans þar kost á því að kjmnast þessari bú- grein. Að þeir, sem vilja, fái inngrip í það: Hvemig útungun fer fram, uppeldi, umhirða og búnaður allur sem þessari starfsemi tilhejrir. Með það fyrir augum er þessi stöð stað- sett á Hvanneyri, að öll þjóðin fái notið hennar eftir því sem kostur er á. Ef til vill er það þessi útungunar- stöð, sem þingmaður kjördæmisins, Eiður Guðnason, vill kæfa í fæðing- unni, svo að ekki verði annað sagt en að hann hafí lagt sitt af mörkum til þess að útrýma óværanni, sem sest er á þjóðarlíkamann, að bestu manna yfírsýn skyldi maður ætla. Að órejmdu hefði ég ekki trúað því, að Eiður Guðnason væri tilbú- inn með hælinn, til þess að traðka á þeim, sem í bágindum standa, þótt Karl Steinar Guðnason léti sig hafa það. Höfundur er stjómarformaður ísunga Sv/f og veitir forstöðu út- ungunarstöðinni á Hvanneyri. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjain. — S. 19637. □ Glitnir 698612177 - Jólaf. I.O.O.F. 9= 16812178’/2=Jv. I.O.O.F. 7 = 18612178’/2=J.V. HörgshlíA 12 Samkoma f kvöld, miövikudags- kvöld, kl. 20.00. REGLA MIISTERISRIDDARA RMHekla 17.12. VS.MT.BM. KL.19. A LITGREINING MED CROSFIELD 64SIE LASER LYKILLINN AO VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF raðauglýsingar raðauglýsingar Akranes — Borgarfjörður Jólaglögg f jólaönnum er gott aö hvíla sig smástund. Fimmtudaginn 18. des- ember kl. 20.00 ætlum viö aö koma saman i góöu yfirlæti I Sjálfstæö- ishúsinu við Heiöargerði. Góðir gestlr koma f heimsókn. Nýja stjóm fulltrúaráðsins kemur á óvart. SJáumst. Jólaknall Hið árlega jólaknall félaga ungra sjálf- stæöismanna á Suövesturhomlnu verður haldiö f neöri deild Valhallar laugardaglnn 20. desember nk. og hefst kl. 21.30. Fjölbreytt skemmtiatriöi og lóttar veitingar veröa á boöstólum. Heiöursgestur kvölds- ins veröur Þorsteinn Pólsson formaöur Sjálfstæðisflokksins og mætir hann ésamt nokkrum valinkunnum þingmönnum. HeimdallurF.U.S., TýrF.U.S., Huginn F.U.S., Stefnir F.U.S., Baldur F.U.S. Pelsar Úrval pelsa af ýmsum gerðum. Skinnasalan, Laufásvegi 19, sími 15644.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.