Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 60

Morgunblaðið - 17.12.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 Magnús B. Björns son — Minning Fæddur 22. nóvember 1904 Dáinn 10. desember 1986 Hann afi Magnús er dáinn. Þrátt fyrir langvarandi veikindi og háan aldur kom fregnin eins og reiðar- slag. Ef til vill vorum við farnar að trúa því að afi myndi spjara sig lengi enn, sérstaklega eftir þann ótrúlega kraft og viljastyrk sem hann sýndi í sumar þegar hann lá næstum fjóra mánuði á spítulum í Bandaríkjunum og fæstir trúðu að hann kæmist þaðan. En afi komst heim til íslands aftur eins og hann vildi og það huggar okkur núna. Afí fæddist í Reykjavík en ólst að mestu leyti upp að Klöpp á Mið- nesi. Hann var elsti sonur Bjöms Hallgrímssonar skipstjóra og síðar hreppstjóra og konu hans, Stefaníu Magnúsdóttur. Móður sína missti afí þegar hann var 11 ára en hún dó af bamsfararsótt þegar hún eignaðist fímmta soninn. Nú em aðeins tveir bræðranna á lífi, þeir Ragnar fv. hafnarstjóri í Keflavík og Bjöm skrifstofustjóri í Reykjavík. Yngsti bróðirinn, Stef- án, lést ungur, en Hallgrímur, læknir á Akranesi, lést 1978. Við höfum alltaf fundið hvað t Faðir okkar, GUÐMUNDUR ÁRNASON frá ísafirði, lóst á Hrafnistu í Reykjavík 13. desember. Hulda Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Margrót Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Guðrfður Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, systir og dótturdóttir, BERGLIND BJARNADÓTTIR, söngkona, sem lést þann 10. desember, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni i Hafnarfirði föstudaginn 19. desember kl. 13.30. Rúnar Matthfasson, Bjarni Ólafsson, Frfða Ása Guðmundsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason, Birna Bjarnadóttir, Guðmundur R. Bjarnason, Fanney Magnúsdóttir, Guðrún Ásbjörnsdóttir. t Móðir okkar, JÓHANNA MALMQUIST JÓHANNSDÓTTIR, Brávallagötu 12, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 18. desember, kl. 15.00. Hjalti Gunnarsson, Hilmar Þ. Eysteinsson. t Hjartkær eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, KARLCHR. BENDER, fyrrv. verslunarmaður, sem lést 9. desember sl., veröur jarösunginn fimmtudaginn 18. desember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Elfn Valdimarsdóttir Bender, Sigrún Haraldsdóttir, Elfn K. Grótarsdóttir, Haraldur Þ. Grétarsson. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU ÁSMUNDSDÓTTUR frá Grindavfk. Ásta Magnúsdóttir, Júlfus Sigurðsson, Þórhallur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og vinsemd allra vegna fráfalls og jarðar- fara, ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Fagranesi. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móöur oy rengdamóður okkar, GUÐMUNDU BJARNADÓTTUR. Grétar Sigurðsson, Kristfn Sigurpálsdóttir. þeim bræðrunum þótti vænt hverj- um um annan. Það var þessi væntumþylcja og hlýleiki sem ein- kenndi hann afa. Hann giftist ömmu okkar, Lilju Sighvatsdóttur, þann 2. október 1930 og var sam- búð þeirra einstaklega góð. Þau eignuðust fímm böm, Bjöm, Stefán Unnar, Stefaníu, Magnús Brynjólf og Sjöfn. Bamabömin þeirra era orðin fjórtán, en eitt þeirra, Torfí Geir, bróðir okkar, lést fyrir rúm- lega níu áram. Bamabamabömin era orðin sex. Afí og amma áttu lengst af heima á Hagamel 17 eða í rúmlega 40 ár, og þaðan eigum við yndislegar minningar. Þar vora haldin skemmtilegustu jólaboðin og þang- að var alltaf gott að koma. Ifyrir tæpum tveimur mánuðum fluttu þau í nýja íbúð í VR-húsinu við Hvassaleiti og þrátt fyrir mikla eftirsjá í „Hagamelnum" verðum við að viðurkenna að nýja heimilið þeirra er líka yndislegt. En auðvitað er það fólkið sem býr á hverjum stað sem skiptir máli. Afí var vélstjóri, hann var til sjós á toguram, en hann þoldi illa að vera langdvölum frá íjölskyldu sinni, því hann var mikill fjölskyldu- maður. Hann fór því að vinna hjá H. Benediktsson hf. 1943 og vann þar meðan aldur og heilsa lejrfðu. Hann var af gamla skólanum, eins og sagt er, og mátti ekki vamm sitt vita, var maður sem stóð við orð sín. Nú viljum við þakka afa allt það sem hann var okkur. Við fínnum sárt til með ömmu og öðram ástvin- um hans. Guð gefí okkur öllum styrk í sorg okkar. Anna Lilja, Bryndís Lára og Vilborg Edda. Minning: Hermann Georgsson bifreiðaeftirlitsmaður Fæddur 6. október 1938 Dáinn 9. desember 1986 „Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir. Engill sá er vonin blíð. (K. Halfd.) Mér fínnst ég gæti helst hvíslað þessum fallegu ljóðlínum bæði að sjálfum mér og ættingjum vinar míns, Hermanns Georgssonar, bif- reiðaeftirlitsmanns, sem við eram og verðum að kveðja þessa daga, einmitt þegar æðsta ljósahátíð landsins breiðir ljóma gleðinnar yfir alla borgina, flóann og fjöllin. Era það ekki einmitt dísimar þijár: Trú, von og ást, í okkar eigin barmi, sem hvísla í þögn skammdegisnæturinn- ar æðstu spekinni á landamærum hins sýnilega og ósýnilega heims inn í vitund okkar? Þessi draumkenndu ævintýri, sem í fyrstu virðast svo bamaleg, verða þá dýrmætasta gullið og ein- asti auðurinn, sem gildir á vegum heilagra harma. Trúin gefur traust- ið á hinn mikla framkraft tilver- unnar, sem við köllum Guð og föður lífs og sólar og segir: Höndin, sem þig hingað leiddi himins til þig aftur hér Vonin segin Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. . Og ástin er björt, sem bamsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, fjarlægð og nálægð, fyrr og nú oss finnst þar í eining streymi Frá heli til lífs hún byggir trú og bindur oss öðrum heimi. (E. Ben.) Ég veit að þrátt fyrir allt, era þetta framþættir í ljóstrú og lífstrú íslensku þjóðarinnar ofar öllum bók- staf og helgisiðum. Þetta er mér svo heitt í huga nú, þegar við spyij- um að svo óvæntum leiðarlokum í blóma lífs hans. Getur það verið að hann Hermann sé dáinn og verði aldrei framar á vegi með okkur samstarfsfólki sínu. Skyndilega og óvænt var hann kallaður héðan úr heimi hins sýnilega. Samt hlaut hann að vera viðbúinn hinsta kallinu svo sem best mátti verða. Slíkt var rólyndi hans og slík trúmennskan í heimi hversdagsins. Og vinnan Blómabúðin Hótel Sögu sími12013 Blóm og skreytihgar gjafavörur heimsendingar- þjónusta virtist veita honum gleði og heill hvem dag. Naumast var unnt að hugsa sér mann sem betur upp- fyllti kjama ræðunnar sígildu í Pjallræðu Meistarans frá Nasaret, sem við lærðum í æsku: Sælir eru hógværir, því að þeir munu erfa landið. Sælir eru hjartahreinir þvi að þeir verða nefiidir Guðs böm. Ég minnist þess vart í áraraða samstarfí, að Hermann skipti skapi eða missti vald á persónuleika sínum og jafnvægi. Hann er því kvaddur með þakklæti og virðingu af samferðafólki öllu sem hann umvafði ljúflyndi sínu og tillitssemi í smáu og stóra hvem dag. Samt er hægt að fullyrða, að honum varð langsótt að ávinna sér stigahækkun í stöðu sinni, sem flestum fannst hann eiga fyllilega skilið fyrir löngu. En ekki lét hann það vekja hjá sér andúð né upp- gjöf, svo ljúf var skapgerð hans. Yfír öllu á starfsvegum Hermanns reyndist sama jrfírskrift, sem um aldir hefur verið lýsing á sönnum dreng, orðin eilífu og fögra: í rósemi og trausti skal yðar styrkur vera. Samt gladdist hann heilshugar jrfir stigahækkun þeirri i starfi sem veittist fyrir tæpum tveim áram. En það var ekki minni gleði hjá okkur starfsbræðram hans. Hann átti það sannarlega skilið. Hér verð- ur ekki rakin ævisaga Hermanns Georgssonar bifreiðaeftirlitsmanns. Til þess skortir mig þekkingu á bemsku hans og æsku. En samt vil ég geta þess að hann fæddist á Akureyri 6. október 1938 og ólst þar upp hjá foreldram. Ung- ur kvæntist hann og stofnaði heimili sitt í Þorlákshöfn. Hermann átti tvö böm sem bæði eru uppkomin, þeim og svo móður hans sem á heima á Akureyri, færi ég hlýjar samúðar- kveðjur. Við söknum hans sem eins besta starfsmanns, sem unnt er að óska. Enda var starfíð hans æðsta og eina áhugamál, þar sem hann var jafnan boðinn og búinn til hins besta. Hann vantaði aldrei til vinnu einn einasta dag. Prúður, traustur og heill, gekk að starfí hugljúfur og hjálpsamur að gera öllum til hæfís. Mér fannst hann sérstaklega góður vinur sem tók innilega þátt í meðlæti og mótlæti, gleði og harmi. Við kveðjum þennan góða dreng og starfsbróður í söknuði. Ég vil einnig tjá þakkir og eilífðarvonir okkar allra og þó sérstaklega frá mér persónulega og konu minni, með orðum skáldsins: Flýt þér vinur í fegri heim kijúptu að fótum fríðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. Minning þín lifir ljúf á versins vegum. (J. Hallgr.) Við þökkum samfylgd Her- manns. Gunnar Jónasson, bifreiðaeftirlitsmaður í Reykjavík. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.