Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 17.12.1986, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 1 ' LV „ViU einhoerannar fti kökur>" Reyndar er það sjaldan notað ... Með . morgunkaffimi Aular þessir blaðamenn, geta aldrei haft nafnið mitt rétt í fréttunum. HÖGNI HREKKVÍSI /,VILTU SJÁ EINkUNNABÖlCJNIA /VHNA^An ?" I tilefni umræðna um fækkun banka Umræður í blöðum og manna á milli upp á síðkastið hafa mikið snú- ist um bankana og málefni þeirra, einkum um fækkun og sameiningu banka og peningastofnana. Virðist sem ráðamenn t.d. ráðherrar og þingmenn séu einkum því fylgjandi að þessum stofnunum sé fækkað, og þess krafist að meira flármagn sé á bak við hvem bankastarfsmann en nú er. Efalaust er þetta rétt og á þessu þarf að ráða bót. En hér kemur fleira til. Við sem eldri erum munum vel þá tíma þegar bankar og peninga- stofnanir voru öllum almenningi algerlega lokaðar, nema eftir króka- leiðum, sem oft voru mannskemm- andi og virtust hafa þann tilgang einan að bijóta niður virðingu fyrir sjálfum sér og þeim sem aðgang áttu að peningastofnunum eða bönk- um. Skal sögð hér stutt frásögn sem gerðist í einu bæjarfélagi hér á suð- vesturhominu. Opinber starfsmaður utan af landi hafði flust til bæjarins og tekið þar við starfí. Eitt það fyrsta sem þessi nýkomni starfsmað- ur þurfti að leysa var að komast yfir íbúð. Hús gat hann fengið keypt á sanngjömu verði og sem hentaði honum vel. Handbært fé kaupandans var um þrír fjórðu kaupverðsins; einn §órða þurfti kaupandinn að fá lán- að. Kaupandinn bjóst ekki við að hér þyrfti að verða nein vandræði, hann átti völ á góðum ábyrgðar- mönnum og um var að ræða sex mánaða víxil, meðan beðið var eftir láni úr lífyrirssjóði kaupandans. Þeg- ar komið var út í lánastofnunina var svarið þvert nei, engir peningar til. Þegar ábyrgðarmennimir heyrðu þessi svör létu þeir kaupanda fá sparisjóðsbækur sem þeir áttu sjálfír og buðu honum að taka út þá upp- hæð sem hann þyrfti. Kaupandinn fór aftur í lánastofnunina og bað enn um að víxillinn yrði keyptur, pening- ar hlytu að vera til því hann hefði undir höndum sparisjóðsbækur sem í væri mun hærri upphæð en sú sem um var beðið. Þessi upphæð yrði tekin út af bókunum ef víxillinn yrði ekki keyptur. Svarið var neitandi eftir sem áður og maðurinn neyddist til að taka upphæðina út úr bókun- um. Fleiri höfðfu sömu sögu að segja, ekki aðeins af þessari einu peningastofnun heldur virtist þetta vera almennt. Svo liðu árin. Nýir menn settust í sæti peningastofnananna og þeim Qölgaði. Þetta hefur valdið mikilli breytingu fyrir hinn almenna borg- ara, þó enn verði maður þeirrar hugsunar var að peningastofnanir séu aðeins fyrir hina útvöldu. Það skal tekið fram að sú frásögn sem hér var á minnst á aðeins við um skilamenn. Þetta þurfa ráðamenn að hafa í huga þegar málefnum bankanna verður komið í betra horf. Bankar eru til í þágu almennings og þeir hafa ekki leyfi til að gera upp á milli manna, verði ekki sönnuð á þá vanskil. Vald íslenskra peninga- stofnana hefur verið allt of geð- þóttabundið til þessa og forsvars- menn þeirra virðast oft vera undir huldum þrýstingi dulinna afla, þar sem aðeins útvaldir eru taldir verð- ugir. Það er mikið mannréttindamál að hafa sem jafnastan aðgang að peningastofnunum. Þeir sem mest tala um mannréttindi ættu að taka þessi mál til athugunar ekki -síður en önnur mannréttindabrot. Eyjólfur Víkverji skrifar Líklega hefur bókaútgáfa batnað að gæðum seinni árin. Bókaútgefendur ráðast nú í stórvirki í bókaútgáfu, sem markaður sýnist vera fyrir. Þar má nefna handritaútgáfu Sverris Kristinssonar, sem er náttúrlega einstætt afrek hjá einstaklingi í útgáfustarfsemi. íslandseldar Vöku-Helgafells eru einnig dæmi um mikinn metnað í bóka- útgáfu og raunar mætti nefna margt fleira. Ein þeirra bóka, sem vafa- laust eiga eftir að vekja mikla athygli um þessi jól er bókin Líf mitt og gleði, sem fjallar um ævi Þuríðar Pálsdóttur, söng- konu. Þetta er mjög vönduð bók að allri gerð, skrifuð af Jónínu Michaelsdóttur. Hún lýsir ótrú- lega fjölbreyttum lífsferli og margbrotinni lífsreynslu þessar- ar dáðu söngkonu. Eitt af því, sem kemur einkar skýrt fram í bókinni er togstreitan milli íjöl- skyldulífs og starfsferils. Þuríði Pálsdóttur eru í raun allir vegir færir og á góða möguleika á frama á erlendum vettvangi. Hún velur fjölskyldulíf og ísland. Nú á tímum standa margar ung- ar hæfíleikakonur frammi fyrir þessum kostum. Víkveija hefur lengi þótt Maríuvers Páls ísólfssonar ein fegursta tónsmíð, sem samin hefur verið af íslenzku tón- skáldi. Frásögn Þuríðar Páls- dóttur af því við hvaða aðstæður það verk varð til er verðmæt fyrir unnendur þess. xxx Júlíus Sólnes, verkfræðingur, varpar fram hugmynd um „nýja breiðfylkingu borgaralegs afls, sem veitir Sjálfstæðis- flokknum aðhald frá hægri“, í grein í Morgunblaðinu í gær. Nú er hart sótt að Sjálfstæðis- flokknum! Alþýðuflokkurinn sækir að honum vinstra megin frá og nú liggur á borðinu hótun um sókn frá hægri líka. Raunar eru sumir þeirrar skoðunar, að Alþýðuflokkurinn sæki að Sjálf- stæðisflokknum úr báðum þessum áttum! Ef svo er byggist það á pólitískum loftfímleikum, sem eru á fárra færi. En þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem hugmynd er sett fram um flokk til hægri við Sjálfstæðisflokkinn. Slíkur flokkur var stofnaður og bauð fram við þingkosningamar 1953. Hann hét Lýðveldisflokk- urinn og gaf út ágætt vikublað, sem nefndist Varðberg. Lýðveld- isflokkurinn fékk engan mann kjörinn í þeim kosningum og starfsemi hans lagðist niður. xxx að er mikill hönnunargalli á Kringlumýrarbraut á móts við Nesti í Fossvogi. í miklum rigningum að vetrarlagi bregst það ekki £ið á þessu svæði mynd- ast nánast stöðuvatn, sem trufl- ar bílaumferð og veldur sérstaklega minni bflum veruleg- um erfíðleikum. Er ekki hægt að bæta úr þessu?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.