Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 71

Morgunblaðið - 17.12.1986, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1986 71 Knattspyrna: Souness kaupir Frá Bob Hennessy, frðttsritere Morgun- blaAsins ð Englandi. GRAEME Souness stjóri Glasgow Rangers er ekki hœttur aft kaupa leikmenn. Hann keypti um helg- ina tvrtugan sóknarmann frá Doncaster, Neil Woods aft nafni, fyrir 150.000 sterlingspund og hefur kappinn nú keypt leikmenn fyrír 1,7 milljónir punda á þessu keppnistímabili Tommy Coyne skipti um félag á sunnudaginn er hann flutti sig frá Dundee United yfir til Dundee. Kappinn var keyptur á 75.000 pund en á milli félaganna eru aðeins um 100 metrar þannig að ekki hefur verið mikill kostnaður við að flytja hann á milli. Staðan STAÐAN í leiksmótinu er þessi: Finnland ísland U-21 árs Bandarfkin alþjóða handknatt- eftir tvœr umferðir 2 2 0 0 60:52 4 2 1 0 1 56:55 2 2 0 1 1 43:46 1 2 0 1 1 42:48 1 Markahæstir eru þessir: Roennberg, Finnlandi 21/3 Kaelmann, Finnland 17/3 SigurAur Gunnarsson, íslandi 11/1 Steinar Birgisson, Íslandi 11/2 Þorgils Óttar, Íslandi 11 Joe Story, Bandarflcjunum 10/1 Konráð Ólafsson, U-21 9/4 Goman, Finnlandi 9 Moravax, Bandaríkjunum 9 Leikið á Selfossi í kvöld ÍSLAND og Bandaríkin og U-21 árs liðift og Finnland leika í kvöld í íþróttahúsinu á Selfossi. Fyrst leika Island og Bandaríkin kl. 19.30 og síðan piltalandsliðið og Finnland kl. 21.00. Morgunblaöið/Bjami • Lfnumaðurínn snjalli úr FH, Gunnar Beinteinsson, átti góðan leik með piltalandsliðinu í gærkvöldi. Hann rennir sér hér framhjá Steinari Birgissyni, sem kom engum vörnum við, og skorar annaft af tveimur mörkum sínum í leiknum. A-liðið var þó sterkara á endasprettinum og sigraði í jöfnum og leik. Piltarnir stóðu í A-landsliðinu - i jöfnum og skemmtilegum leik að Varmá ÍSLENSKA A-landsliðið í hand- knattieik sigraði piltaliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri, 27:24, f jöfnum og spennandi leik í íþróttahúsinu að Varmá í gær- kvöldi. A-liðið hafði eins marks forystu f hálfleik 14:13. U-21 árs Lélegt hjá Finnum og Bandaríkjamönnum FINNAR unnu Bandaríkjamenn, 29:23, í lélegum handboitaleik að Varmá í gærkvöldi. Finnar höfðu yfirhöndina alh frá fyrstu mínútu og teiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12:8. Það er óhætt að fullyrða að leik- ur Finna og Bandaríkjamanna í gærkvöldi hafi verið sá lakasti í mótinu til þessa. Sigur Finna var aldrei í hættu og gátu þeir leyft sér allskonar vittleysur. Það eina sem gladdi augað var einstaklings framtak þeirra Roennbergs og Kaellmans, sem léku vel og skor- uðu samtals 18 mörk fyrir Finna. Markvörður Bandaríkjamanna, Rod Oshita, var besti leikmaður þeirra og varði alls 20 skot í leikn- um, þar af fjögur vítaköst. Steve Goss stóð einnig vel fyrir sínu. Aðrir voru slakir. Finnland er nú eina liðið sem ekki hefur tapað stigi í mótinu til þessa. Það er þó of snemmt að spá þeim sigri þar sem leikin er tvöföld umferð og ætti íslenska A-landsliðið að eiga jafna mögu- leika á sigri. Mörk FINNLANDS: Kaellman 10/3, Roennberg 8, Kihlstedt 4, Gornan 4, Maekinen 2 og Nyberg 1. Mörk BANDARfKJANA: Goss 5, Morava 5, Story 4/1, Janny 3, Driggers 3 og Oleksyk 2. SUS/Vajo liðið átti í fullu tré við A-liðið nær allan leikinn. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með og höfðu piltarnir frum- kvæðið allt fram á 5 mín. er staðan var 2:3. Þá tók Steinar Birgisson til sinna ráða og skoraði næstu þrjú mörk og Sigurður og Óttar fylgdu á eftir með einu marki hvor og breyttu stöðunni í 7:3. Mestur var munurinn fimm mörk er staðan var 12:7 og 13:8. Piltarnir áttu svo mjög góðan endasprett og náðu að minnka muninn í eitt mark fyrir leikhlé. Piltalandsliðið skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik og jöfnuðu, 14:14. Síðan skiptust liðin á um að hafa forystu. Þegar átta mínút- ur voru liðnar af hálfleiknum var staðan 18:16 fyrir A-liðið. Þá kom mjög góður kafli hjá piltunum sem skoruðu næstu fjögur mörk og breyttu stöðunni í 18:20. Á þess- um kafla fór allt í handaskolum hjá A-liðinu, einnig varði Guðmundur, markvörður, vel á þessum kalfa. A-liðið jafnar 20:20 þegar 12 mínútur voru eftir. Héðinn kemur piltaliðinu aftur yfir en varð sfðan að fara af leikvelli um tíma vegna meiðsla. Við það riðlaðist sóknar- leikurinn og A-liðið færði sér það í nyt og náði vinna leikinn á lokamínútunum. Leikurinn í heild var nokkuð góður, bæði liðin léku léttann og skemmtilegann bolta. Varnarleik- urinn var þó höfuðverkur A-liðsins eins og gegn Finnum kvöldið áður. A-liðið A-liðið á að geta leikið mun betur en í gærkvöldi og ætti ekki að eiga í erfiðleikum með U-21 árs liðið á góðum degi. Það vantaði alla baráttu og kraft í liðið. Sigurð- ur Gunnarsson kom best frá leiknum. Hann stjórnaði vel sókn- arleiknum og skoraði á mikilvæg- um augnablikum. Þorgils Óttar, Steinar og Jakob stóðu vel fyrir sínu. Bjarni fékk lítið að spreyta sig en skilaði sínu vel. Júlíus var mistækur í fyrri hálfleik en náði sér ágætlega á strik í seinni. Einar Þorvarðarson stóð lengst af í markinu og varði þokkalega, alls 12 skot. Aðrir voru slakir. Piltaliðið Piltalandsliðið lofar svo sannar- lega góðu. Það vantar enn ögun í leik liðsins og ætti ekki að vera erfitt fyrir Viggó, þjálfara, að laga það. í liðinu eru sterkir strákar sem eiga framtíð fyrir sér. Hornamenn- irnir, Konráð Olavson og Bjarki Sigurðsson voru bestu leikmenn liðsins. Geysileg efni þar á ferð. Héðinn var einnig mjög sterkur. Gunnar Beinteinsson og Skúli Gunnsteinsson stóðu sig vel á* línunni og Stefán, Sigurjón, Árni og Jón Kristjánsson voru góðir fyr- ir utan, en mættu ógna meira. Markvarsfan.-hjá þeim Bergsveini og Guðmundi var þokkalega. Dómarar voru þeir Gunnar Kjart- ansson og Rögnvaldur Erlingsson og hafa þeir dæmt betur. Þeir báru of mikla virðingu fyrir A-lið- inu. U-21 árs liðið var utanvallar i 6 mínútur en A-liðið í 10 mínútur. Mörk ÍSLANDS: Siguröur Gunnarsson 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Steinar Birg- isson 5, Jakob Sigurðsson 4, Bjarni Guðmundsson 3, Július Jonasson 3 og Björn Jónsson eitt. Mörk U-21 ARS: Konróð Olavson 7/4, Hóðinn Gilsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurjón Sigurösson 3, Gunnar Beinteins- son 2, Stefán Kristjánsson 2 og Árni Friðleifsson, Jón Kristjánsson og Skúli Gunnsteinsson eitt mark hver. Vajo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.