Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 4

Morgunblaðið - 11.01.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1987 Páfinn kemur ekki til Norður- landa í ár - segir Torfi Ól- afsson, formaður kaþólskra leik- manna á Islandi „ÉG HEF heyrt um þessa hug- mynd, sem raunar er ekki ný af nálinni," sagði Torfi Ólafsson, formaður félags kaþólskra leik- manna á íslandi, er hann var spurður um þær getgátur finnska blaðsins „Huvudstats- bladet“ að Jóhannes Páll páfi II hyggi á ferð til Norðurlanda í náinni framtíð. Torfi sagði að undirbúningur slíkrar ferðar, ef af yrði, tæki lang- an tíma og fyrirsjáanlegt að af henni myndi ekki verða á þessu ári. „Norðurlöndin eru einu löndin í Vestur-Evrópu sem páfi hefur ekki heimsótt og því hefur þessi hugmynd oft komið upp. Ég minnist þess að hafa fyrst heyrt talað um þetta árið 1958. Þessar hugmyndir nú tengjast þeirri ósk Dana að fá einn sinna manna tekinn í dýrlinga- tölu, sem þeir hafa unnið að alllengi. Ef af því yrði myndi páfí líklega koma í heimsókn til Danmerkur og þá um leið til hinna Norðurland- anna. En svona mál taka langan tíma og því fyrirsjánlegt að af þess- ari heimsókn verður ekki á þessu ári og ólíklegt að svo verði á hinu næsta,“ sagði Torfi Ólafsson. Morgunblaðið/Rax Krístleifur Meldal, fundarstjóri frá Grenivík, brýnir menn til að taka þátt í umræðum. Sölumiðstðð hraðfrystihúsanna: Verksíjórar funda um nútíð og framtíð Á ANNAÐ hundrað manns frá öllu landinu sátu verkstjóra- og fræðslufund Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á Hótel Loftleið- um á fimmtudag og föstudag. Fjallað var um flesta þætti frysting- ar og sölu sjávarafurða. Má þar nefna markaðsmál, einstök markaðssvæði, gæðastýringu, blokkarvinnslu, vélvæðingu og fijálst fiskverð. I tengslum við fundinn var kynningarfundur með verkstjórum frystihúsa SH á námsefni starfsfræðslunámskeiða fiskvinnslunnar. Sá fundur var á laugardag. Fundir sem þessi hafa undan- fama áratugi verið haldnir annað hvert ár og aðallega ætlaðir fyrir verkstjóra í frystihúsum SH, en hann sækja einnig framleiðslu- stjórar, framkvæmdastjórar söluskrifstofa og fyrirtækja er- lendis og starfsmenn og stjóm- endur SH. Fundurinn hófst á fimmtudag með yfirlitserindum framkvæmdastjóra SH en Friðrik Pálsson, forstjóri, setti fundinn. Þá var fjallað um viðskiptin við Japan og sölu á sjófrystum fiski. Rætt var um sölustarfíð erlendis, litið yfír farinn veg og spáð í framtíðina. Víðast hvar varð aukning á sölu fyrirtækjanna á síðasta ári, talið í magni og töldu fulltrúar fyrirtækjanna erlendis möguleika á nokkurri aukningu á þessu ári frá því síðasta. Meðal umræðuefnis síðari daginn var „fiskvinnsla framtíðarinnar". Þar var fjallað um verðlagningu á fiski, þróun fískrétta og fisk- framleiðslu, vélvæðingu og sjálf- virkni, gæðastýringu, nýjar pakkningar og vömtegundir og ný launakerfi. \á w K Már Lárusson, Neskaupstað, ræðir málin. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyj- um, ræddi um uppboðsmarkaði og frjálst fiskverð Islenska óperan: Fimmárasýn- ingarafmæli íslenska óperan átti fimm ára afmæli 9. janúar sl. Aðdragandinn að stofnun hennar var haustið 1978, þegar nokkrir söngvarar, undir forystu Garðars Cortes, stofnuðu með sér samtök — íslensku óperuna — og var markmiðið að halda uppi reglulegri óperustarfsemi. Fyrsta verkefni óperunnar var flutt í Háskólabíói í mars 1979, en íslenska óperan var formlega stofnuð 3. október 1980. í lok október sama ár var tilkynnt að íslenska óperan væri gjafþegi að einum fjórða meginhluta dánargjafar Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Krist- jánssonar og næmi gjafahlutur hennar tæpum 10 milljónum króna. í framhaldi af formlegri stofnun ís- lensku óperunnar var farið að huga að húsnæði fyrir starfsemina og beindist áhuginn mjög að Gamla bíói sem æskilegu húsnæði. Var gengið til samninga við eigendur Gamla bíós hf og lauk þeim með því að óperan keypti húsið. Megintilgangur Islensku óperunn- ar er að halda uppi reglulegum óperusýningum á íslandi. byggja upp atvinnugrundvöll fyrir íslenska söngvara svo þeir megi nota mennt- un sína og hæfíleika sér til lífsviður- væris. Meðal verkefna sem íslenska óp- eran hefur tekið fyrir eru, Sígauna- baróninn eftir Jóhann Strauss, Töfraflautan eftir Mozart, La Tra- viata eftir Verdi, Carmen eftir Bizet og II Trovatore eftir Verdi. AUs hafa 48 einsöngvarar komið fram með íslensku óperun ni. Þar af hafa þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Halldór Vilhelmsson sungið flest hlutverk, eða 10 hvort. í kór íslensku óperunn- ar hafa um 120 einsöngvarar sungið. Einnig hefur fjöldi bama tekið þátt í nokkrum verkefnum. Sex leikstjórar hafa unnið með íslensku óperunni og þar af hefur Þórhildur Þorleifsdóttir átt þátt í flestum uppfærslum. Hljómsveitar- stjórar hafa verið 10 talsins ftá upphafí og hefur Marc Tardue haldið hvað oftast um sprotann þar. í tilefni af 5 ára afmælinu frum- sýnir íslenska óperan Aidu eftir Verdi, föstudaginn 16 janúar. Aida er viðamesta sýning óperunnar til þessa. í sýningunni taka um 170 söngvarar, dansarar og tónlistar- menn þátt. Þar af er 99 manna kór og 7 einsöngvarar. í tilefni fímm ára sýningarafmælisins verður einnig efnt til sérstakrar afmælisviku hjá íslensku óperunni. Þá verður boðið upp á sérstakar afmælissýningar sem verða viðhafnarmeiri en hefð- bundnar sýningar. Meðal annars verður þá sérstök kynning á óper- unni Aidu, þar sem óperuunnendum gefst kostur á að skyggnast inn í forsögu óperunnar, fræðast um up- byggingu hennar og kynnast því hvemig hún varð til. Úr sýningu íslensku óperunnar á Carmen veturinn 1984-1985 Bensínverð: Ríkið tekur nær 7 0% Innkaupsverð 4 krónur lítrinn— útsöluverð 26,30 krónur RÍKIÐ tekur 18,11 krónur af hveijum bensinlítra sem seldur er í landinu, eða 68,9% af útsöluverðinu. Er hlutur ríkisins í bensín- verðinu stærri en áður hefur verið. Innkaupsverðið er innan við 4 krónur með flutningi hingað til lands og tekur ríkið 4,5 falda þá fjárhæð til sín í ýmsum gjöldum. Útsöluverð á bensfni er nú 26,30 krónur, hækkaði um 1,30 kr. um áramótin vegna hækkunar á bensín- gjaldi og öðmm opinberum gjöldum sem leiða af því. Útsöluverð á bensfni skiptist þannig miðað við síðustu verðlagningu sem breyst gæti á næstunni: Innkaupsverðið (cif) 3,92 kr. (14,9%), opinber gjöld 18,11 kr. (68,9%), dreifingarkostnaður 3,75 kr. (14,3%), verðjöftiunargjald 0,60 kr. (2,3%) og útstreymi úr innkaupa- jöfnunarreikningi (frádráttarliður) 0,08 krónur. Ríkiskassinn fær sitt eftir ýmsum leiðum. Mest munar um bensíngjaldið sem er 10,49 krónur af hverjum lftra, söluskatturinn skil- ar 5,26 kr., tollurinn 2,01 kr. og landsútsvar 28 aurum af hveijum lítra, svo hæstu gjöldin séu nefnd. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að hlutur ríkisins í bensín- verðinu hefði yfírleitt verið innan við 60% og væri hlutfallið nú það hæsta frá því hann hóf störf. Hann sagði að fyrir dyrum stæði ný verðlagning á bensíni vegna hækkaðs innkaups- verðs og gætu þessi hlutfoll þá raskast. í byijun siðasta árs kostaði bensín- lítrinn 35 krónur og hefur hann því lækkað um 8,70 kr. eða tæplega 25% á einu ári. Bundið slit- lag lagt á279km ífyrra Ný vegaáætlun í undirbúningi BUNDIÐ slitlag var lagt á tæpa 279 km af vegum landsins á síðasta ári. Bundið slitlag er nú komið á 1.422 km af vegakerfi landsins. Fyrir 10 árum voru 177 km komnir með bundið slitlag og fyrir 5 árum voru 507 km komnir með bundið slitlag. Vegaáætlun fyrir árin 1987-90 er nú í undirbúningi hjá Vega- gerð ríkisins. Áður hefur ekki verið lagt jafn mikið bundið slitlag á einu ári. Árið 1985 var lagt slitlag á 224 km, 168 km árið 194, 104 km árið 1983 og árin 1981 og 1982 var lagt á um 144 km. Slitlagið í fyrra skiptist þannig að klæðing var lögð á 275 km og malbik á tæpa 4 km. I árslok síðasta árs voru 1.422 km af vegum landsins komnir með bundið slitlag. Mikill meirihluti var með klæðingu, eða 1.094 km (77%), 198 km voru með olíumöl (14%), malbik var á 82 km (6%) og steypa á 48 km (3%). Þessar upplýsingar koma fram í nýút- komnum Vegamálum, fréttabréfí Vegagerðar ríkisins. Hjá Vegagerð ríkisins er unnið að undirbúningi vegaáætlunar fyr- ir árin 1987-90 og endurskoðun langtímaáætlunar í vegagerð. Snæbjöm Jónasson vegamálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að vegaáætlunin færi fyrir alþingi og fyrr en hún hefði hlotið af- greiðslu þar væri ekki vitað hvað mikið yrði lagt af bundnu slitlagi í sumar. . . . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.