Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 2

Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 15. JANÚAR 1987 V estmannaeyjar: Isfélagið fer út úr Samtogi Tekur með sér skipin Halkíon og Gídeon SAMKOMULAG hefur nú náðst um það, að ísfélag Vestmannaeyja gangi út úr útgerðarfyrirtækinu Samtogi. ísfélagið fær með sér litlu togarana Halkíon og Gídeon, en Samtog mun áfram gera út togar- ana Breka, Klakk og Sindra. Eftir þetta mun ísfélagið eiga þátt i útgerð skipanna Smáeyjar, Bergeyjar og Vestmannaeyjar auk Halkions og Gídeons. Fyrir breytinguna átti Samtog og rak, sem sameignarfélag ísfé- lagsins, Vinnslustöðvarinnar, Fisk- iðjunnar og Fiskimjölsverksmiðj- unnar, fímm skip og var eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum lands- ins. Afla var þá miðlað á milli fyrirtækjanna í samræmi við eign- arhlut þeirra. Skipting fyrirtækisins er einnig byggð á eignarhlut en Halkíon og Gídeon eru metnir sem um það bil einn fjórði hlutur af eign- um. Afla skipanna þriggja verður áfram miðlað milli eftirstandandi eigenda. Eyjólfur Martinsson, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, sagði ( samtali við Morgunblaðið, að ástæða þessa væri meðal annars hnökrar, sem verið hefðu á sam- starfínu, en þeir hefði meðal annars stafað af íjárhagsörðugleikum fyr- irtækjanna og deilum um hve mikið skyldi setja í gáma hveiju sinni. Með þessum hætti hefði málið verið leyst með samkomulagi allra aðila. Hann sagði helzta kost breytingar- innar fyrir ísfélagið vera þann, að með því að stjóma útgerðinni sjálft gæti það betur ráðstafað aflanum með tilliti til vinnslunnar og hve mikið hveiju sinni yrði sett í gáma. Hann sagði, að líklega myndi út- gerðin Bergur—Huginn sjá um útgerð Halkíons og Gídeons, en hún geiði nú út skipin Bergey, Smáey og Vestmannaey í samvinnu við ísfélagið. Sjúkrahúsið í Keflavík: Forstöðumaðurinn sagði upp vegna ágreinings Keflavík. FORSTÖÐUMAÐUR sjúkrahúss- ins í Keflavík, Eyjólfur Eysteins- son, hefur óskað eftir að verða leystur frá störfum þegar í stað vegna verulegs ágreinings við stjórn sjúkrahússins varðandi rekstur og stjórnun. Fallist hefur verið á uppsögn hans og ákveðið að auglýsa þegar i stað eftir nýjum manni í starfið. Að undanfömu hefur forstöðu- maðurinn að ósk stjómar unnið að greinargerð vegna ýmissa spum- inga sem upp komu við endurskoð- un á ársreikningum 1985. Hann lagði greinargerð sína ffarn sl. mánudag. Ólafur Bjömsson, for- maður sjúkrahússtjómar, sagði í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins að greinargerðin hefði verið tekið gild i samráði við endur- skoðendur. Rætt hefur verið um hleranir á stjómarfundum og hafa tveir fund- ir verið færðir í annað húsnæði vegna þessa. Tveir fundir hafa síðan verið haldnir í skrifstofu sjúkra- Keflavíkurbær: Forstöðumað- ur SBK uppvís að misferli Keflavfk. FORSTÖÐUMAÐUR Sérleyfis- bifreiðastöðvar Keflavíkur hefur orðið uppvís að meintu misferli í bókhaldi og fjárreiðum bæjar- ins. Hann hefur sagt upp störfum og hefur bæjarráð fallist á upp- sögn hans. Við endurskoðun reikninga fyrir árið 1986 kom hið meinta misferli í ljós í fjárreiðum SBK og er talið að um vemlegar upphæðir sé að ræða. í ljósi þessa hefur verið ákveðið að endurskoða reikninga fyrirtækisins nokkur ár aftur í tímann. Forstöðumaðurinn hefur í um árabil staðið að rekstri sérleyfís- bifreiðastöðvarinnar. Forstöðumaðurinn vill endur- greiða þá Qármuni, sem hann á að hafa dregið sér og leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni því til staðfestingar. Keflavíkurbær hefur ekki kært til lögreglu, en ráðið sér lögmann til að gæta hagsmuna sinna í þessu máli. BB hússins, þar sem að gmnur lék á að hleranimar hefðu átt sér stað og sagði Ólafur Bjömsson að ekk- ert hefði verið ályktað í málinu. BB Úrvalið skoðað á vetrarútsölunum í gær. Morgunblaðið/Þorkcll Útsala, útsala, útsala... ÚTSÖLUR eru nú á hveiju strái í verslunum eftir jólavertiðina og keppist nú hver sem betur getur við að gera sem best kaupin enda afsláttur verulegur alivíða. í lögum um útsölur segir að teljast villandi. þær megi aðeins auglýsa eða til- kynna sé um raunvemlega verð- lækkun að ræða. Þess skal gætt að greinilegt sé með verðmerking- um hvert hið uppmnalega verð vömnnar var. Því þurfa tveir verð- miðar að vera á vömnni, hið uppmnalega verð og útsöluverðið til þess að viðskiptavinimir geti áttað sig á því hvetju sinni um hvað mikinn afslátt er að ræða. Hafí verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan auglýst verðlækkun, myndi slík auglýsing Jóhannes Gunnarsson starfs- maður Verðlagsstofnunar sagði að starfsmenn stofnunarinnar fylgdust sérstaklega með verð- merkingum enda algengt að í gluggum verslana sé auglýst 50% verðlækkun á vöram þó raunin sé önnur. „Það kemur einnig fyrir að starfsfólk verslana neiti viðskipta- vinum sínum um vömskipti á gölluðum vömm á þeim forsend- um að um útsöluvöm hafí verið að ræða. Þetta stenst alls ekki samkvæmt lögum. Ef um er að ræða gallaða vöm, skiptir engu máli hvort hún var keypt á útsölu eða ekki." Jóhannes sagði að verslanir væm ekki skyldugar til að taka við vömm í skiptum fyrir aðrar, en þó gerðu flestar verslanir það eða veittu innleggsnótu. „Ef inn- leggsnóta er hinsvegar veitt, þá fymist hún á íjóram ámm en ekki á nokkmm mánuðum eins og sumar verslanir vilja vera láta. Það hefur þó tæpast borgað sig að geyma innleggsnótu eins og verðbólgan hefur verið á undan- fomum ámm,“ sagði Jóhannes. Deilan um kostnaðarhiutdeildina: Lækkun í 24% færir sjómönnum 70.000 kr. TILBOÐ útgerðarmanna í kjaradeilu þeirra við sjómenn um að 73% afla komi til skipta, þýðir i raun að hlutur sjómanna úr aflanum hækkar um nálægt 2,8%. Krafa sjómanna er að 79% komi til skipta og felur hún f sér um 12,6% hækkun. Hvert eitt prósent, sem skiptahlutfall hækkar um eykur út- gjöld útgerðar um nálægt 50 miiyónum króna á ári. Þannig þýðir hækkun úr 71% í 79% um 400 milljóna króna útgjalda- aukningu. Sé miðað við að meðallaun sjómanna séu um ein milljón króna á ári færir tilboð þeirra hveijum sjómanni 126.000 króna launahækkun á ári en tilboð útgerðarmanna 28.000 krón- ur. í þessu dæmi er ekki tekið tillit til hækkunar á launum sjómanna vegna hækkunar á fiskverði um áramót, en Þjóð- hagsstofnun telur hana um 6%. Skiptum afla milli útgerðar og 27%. Þá lítur dæmið þannig út, að krónur og útgjaldaaukning útgerð- ar verður 250 milljónir. Miðað við að 79% komi til skipta hækka laun sjómanna um 126.000 krónur og útgjöld útgerðar aukast um 400 milljónir króna. sjómanna við löndun hér á landi er þannig háttað nú, að til útgerðar koma utan skipta 29% aflans og kallast sá hluti kostnaðarhlutdeild. Hún var sett á með Iögum árið 1983 vegna þess hve olíukostnaður var orðinn hátt hlutfall af útgjöldum útgerðarinnar. Á þeim tíma var olíukostnaður metinn um og yfír 20% af útgjöldum en er nú talinn minni en 10%. Þegar kostnaðarhlut- deild hefur verið dregin frá kemur 71% til skipta milli útgerðar og sjó- manna. Með orlofi og ýmsum öðmm greiðslum koma um 40% af því, sem er til skipta, til sjómanna en 60% til útgerðar. Þannig fá sjómenn nú 28,4% aflans en útgerð 71,6%. Til nánari skýringar má segja að um 100 lestir af físki sé að ræða. Útgerðin fær þá fyrst 29 lest- ir, en 71 er skipt milli útgerðar og sjómanna miðað við stöðuna fyrir áramót. Af 71 lest fær útgerðin 42,6, en sjómenn 28,4 og útgerðin fær því alls 71,6 lestir. Útgerðar- menn hafa boðið sjómönnum að kostnaðarhlutdeild lækki niður í af 100 lestum fær útgerð fyrst 27, 73 lestir skiptast í sömu hlutföllum og áður og þá koma í hlut sjó- manna 29,2 lestir en útgerðar 43,8 auk 27 eða samtals 70,8. Þetta hækkar hlut sjómanna um 2,8%. Sjómenn hafa farið fram á að kostn- aðarhlutdeild lækki í 21%. Það þýðir að útgerðin fær fyrir skipti 21 lest af 100 og 79 lestir koma til skipta. Þá fá sjómenn 31,6 lestir en útgerð 68,4. Þetta þýðir 12,6% hækkun á hlut sjómanna. Deiluaðila skilja nú að 6% í kostnaðarhlutdeildinni. Sé meðalvegurinn farinn og miðað við að kostnaðarhlutdeild verði 24%, það er að 76% afíans komi til skipta, fær útgerð fyrst 24 lestir, og síðan 45,6 eða alls 69,6 en sjómenn fá 30,4 eða 7% hækkun. Miðað við að meðaltekjur sjó- manna séu ein milljón á ári, fá þeir 28.000 króna launahækkun miðað við að 73% komi til skipta og út- gjöld útgerðar aukast um 100 milljónir, miðað við 76% til skipta verður hækkun sjómanna 76.000 Breytingar í bændaforystunni á árinu; Ingi, Gunnar o g Asgeir hætta MIKLAR breytingar verða í forystusveit bænda á þessu ári. Af störf- um láta Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs og Ásgeir Bjamason formaður Búnaðarfélags íslands. formaður Stéttarsambandsins í hátt í tvo áratugi og síðan sem fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs. Ásgeir Bjamason í Ásgarði, formaður Búnaðarfélags íslands’ lýsti því yfír í lok síðasta búnaðar- þings að hann gæfí ekki kost á sér áfram. Hann hefur verið fulltrúi á búnaðarþingi í 36 ár og formaður Búnaðarfélagsins frá því árið 1971. Ný stjóm verður kosin í lok næsta búnaðarþings sem hefst síðari hluta febrúarmánaðar. Þá má geta þess að einnig má búast við breytingum á æðstu stjóm landbúnaðarmála á árinu. Kjörtíma- bil núverandi ríkisstjómar rennur út í vor og þar með Jóns Helgason- ar landbúnaðarráðherra. Sjá Viðskipti/atvinnulíf, blaðsíðu B6. Ingi Tryggvason frá Kárhóli hef- ur lýst því yfír að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs á næsta Stéttarsambandsþingi, en það verður væntanlega í haust. Hann hefur starfað innan Stéttar- sambandsins í yfír 30 ár og verið formaður þess frá 1981. Yfirleitt er litið á embætti hans sem það valdamesta í bændasamtökunum. Einhveijar umræður hafa verið um eftirmann Inga, og ýmsir tilnefndir, en þær munu vera skammt á veg komnar. Gunnar Guðbjartsson frá Hjarð- arfelli verður 70 ára í júní og mun láta af störfum á árinu. Hann tók þátt í stofnun Stéttarsambands bænda og hefur verið áhrifamesti eða með áhrifamestu mönnum sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.