Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Framtíðin
Ipistlinum í gær minntist ég á nýj-
an þátt á Stöð 2 er nefnist í
eldlínunni. Jón Óttar Ragnarsson
stýrir þættinum og tekur á beinið
„áhugaverða“ fólkið í samfélagi voru.
I pistlinum varpaði ég fram þeirri
getgátu að raáski væri alltaf verið
að ræða við sama fólkið í íjölmiðlun-
um er gæti bent til þess að fjölmiðla-
spyrlum þætti almenningur ekki
áhugaverður. Vitna ég beint í pist-
ilinn: Er endilega víst að þetta fræga
fólk sé „áhugaverðara" en maðurinn
á götunni? Hvernig stendur til dæmis
á því að ekki voru kvaddir til í sjón-
varpssal verkamenn við höfnina að
ræða Dagsbrúnarsamningana?
Nú vill svo til að í hádegisfrétta-
þætti Bylgjunnar í fyrradag er rætt
ítarlega við Dagsbrúnarmann Pál
Valdimarsson, starfsmann Raf-
magnsveitu Reykjavíkur, en Páll hefir
gagnrýnt samningana og greiddi
þeim ekki atkvæði. Fannst mér mjög
áhugaverð lýsing Páls á verkalýðs-
forystunni og skipulaginu hjá
Dagsbrún er hann líkti við skipulagið
í N-Kóreu. Eitthvað er vist skipulag-
ið að breytast en Páll sagði frá því að
í fyrra hefði stjómarmaður í Dags-
brún valið sér eftirmann (svona eins
og hinn ástkæri leiðtogi Kim II-
Sung). Fréttamönnum er sum sé ekki
alls vamað og eru fyrrgreind vinnu-
brögð fréttamanna Bylgjunnar til
mikillar fyrirmyndar í anda slagorðs-
ins: Færum valdið til fólksins!
Annars hafði ég víst lofað því í
gærdagspistlinum að ræða á næst-
unni um viðfangsefni þessa fyrsta
Návígis Stöðvar 2 sem var fyjlmiðla-
byltingin á íslandi. Mættu þrír
sómamenn í gestastofu Jóns Óttars
að ræða það mál, þeir Einar Sigurðs-
son útvarpsstjóri Bylgjunnar, Ingvi
Hrafn fréttastjóri ríkissjónvarpsins
og Kjartan Gunnarsson formaður
útvarpsréttamefndar.
ViðhorfEinars
Einar Sigurðsson lagði áherslu á
gildi afþreyingarefnis ljósvakamiðl-
anna. Er ég honum innilega sammála
um að þegar fólk kemur heim þreytt
að kveldi að afloknum löngum og
ströngum vinnudegi er ekki bara
pláss í miðtaugakerfinu fyrir há-
menningarlegt efni. Einhvemtíman
verða menn jú að slaka á. Hér hvarfl-
ar hugurinn til Stöðvar 2 sem mér
fínnst persónulega oft hafa boðið
uppá prýðis afþreyingu og ósköp er
nú notalegt að skipta yfír á bíómynd-
imar á Stöð 2 og suma framhalds-
þættina þegar endursýnda efnið
streymir fram á ríkissjónvarpsskerm-
inn. Ég vildi gjaman geta horft fram
hjá þessum endursýningum en því
miður, myndimar tala sínu máli.
ViðhorfKjartans
Kjartan Gunnarsson kom víða við
á eldlínunni og hreyfði við heilasellun-
um með frumlegum athugasemdum
til dæmis varðandi fréttastofu ríkis-
Qölmiðlanna er ég minntist á í
gærdagspistlinum. Og ekki gleymdi
Kjartan að minnast á Ijósleiðaranetið
er Póstur og sími er nú af stórhug
að leggja heim á hvem bæ á landi
voru. Undirritaður hefir kannað
möguleika þessa nets og sambæri-
legra boðveita og er ekki í nokkrum
vafa um að samtenging boðveitukerf-
is Pósts og síma muni valda hér
stórkostlegri byltingu í flölmiðlun.
Því til sönnunar birti ég hér bút úr
auglýsingu frá risafyrirtækinu AT &
T er lýsir svolítið inn í framtíð ljós-
vakamiðlunarinnar en þessi auglýs-
ing birtist í The Economist 14.-20.
júní 1986: í framtfðinni ætti að
verða mögulegt að senda 10 miljón
samtöl eða — 10.000 stafræn sjón-
varpsboð — á sama andartaki í
gegnum einn ljósleiðara. Ef af-
kastageta eins ljósleiðara yrði
fullnýtt ætti að verða mögulegt
að flytja til minnishólfs heimilisins
á einni sekúndu kvikmyndina Á
hverfanda hveli.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Rás 1:
Sólrún Bragadóttir
Einsöngnr í útvarpssal
■H í kvöld verður
50 einsöngur í út-
varpssal á
dagskrá Skúlagötuút-
varpsins.
Það er sópransöngkonan
Sólrún Bragadóttir sem
syngur fyrir útvarpshlust-
endur í kvöld, en undirleik-
ari hennar er Jónas
Ingimundarson.
Sólrún mun syngja eitt
lag frá hverju Norðurland-
anna, en auk þess lög eftir
Chausson.
Sólrún stundaði nám
Tónlistarskóla Kópavogs
og Tónlistarskólann í
Reykjavík, en árið 1982
hélt hún til Bandaríkjanna,
þar sem hún stundar nám
við tónlistardeild Indiana-
háskóla. Þaðan lýkur hún
magistersprófí á þessu ári.
í fyrra vakti Sólrún
mikla athygli í Indiana,
þegar húnfór með hlutverk
Donnu Önnu í óperunni
Don Giovanni aftir Mozart.
Þá hefur hún haldið fjöl-
marga tónleika, bæði hér
heima og í Bandaríkjunum,
auk þess sem hún hefur
sungið inn á hljómplötu.
Síðar í vetur mun Sólrún
syngja aðalhlutverkið í
óperu eftir Rimsky-Korsa-
koff, þega hún verður
frumflutt í Indiana. Frá
haustinu 1987 er hún svo
ráðin til tveggja ára sem
fyrsti sópran við óperuna í
Kaiserslautem í Vestur-
Sólrún Bragadóttir, sópransöngkona.
Þýskalandi. Þar mun hún Mímíar í La Bohéme eftir
m.a. syngja hlutverk Puccini.
z
UTVARP
1
FIMMTUDAGUR
15. janúar
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin. — Jón
Baldvin Halldórsson, Sturla
Sigurjónsson og Lára Mart-
einsdóttir. Fréttir eru sagöar
kl. 7.30 og 8.00 og veöur-
fregnirkl. 8.15. Tilkynningar
eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og
8.25.
Guðmundur Sæmundsson
talar um daglegt mál kl.
7.20.
0.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barn-
anna: „Hanna Dóra" eftir
Stefán Jónsson. Ragnheiöur
Gyöa Jónsdóttir les (9).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesiöúrforustugreinum
dagblaöanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Morguntónleikar.
a. Tríó í Es-dúr K. 498 eftir
Wolfgang Amadeus Moz-
art. Jack Brynner, Patrick
Ireland og Stephen Bishop
leika á klarinettu, víólu og
píanó.
b. Julian Lloyd Webber og
Clifford Benson leika á selló
og píanó Rondó í C-dúr op.
37 nr. 7 eftir Luigi Boccher-
ini, fyrsta þátt úr Sellósón-
ötu op. 102 nr. 1 eftir
Ludwig van Beethoven og
Gavotte nr. 2 í D-dúr op.
23 eftir David Popper.
c. „Auf dem Strom" eftir
Franz Schubert. Robert
Tear syngur. Neill Sanders
og Lamar Crowson leika
með á horn og píanó.
d. Allegro og Adagio í As-
dúr op. 70 eftir Robert
Schumann. Neill Sanders
og Lamar Crowson leika á
horn og píanó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn — Efri
árin. Umsjón Anna G.
Magnúsdóttir og Guöjón S.
Brjánsson.
14.00 Miðdegissagan:
„Menningarvitarnir" eftir
Fritz Leiter. Þorsteinn Ant-
onsson les þýðingu sína
(10).
14.30 Textasmiðjan. Lög við
texta Iðunnar Steinsdóttur.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
16.20 Landpósturinn. Frá
svæðisútvarpi Reykjavíkur
og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Sigurlaug M. Jónas-
dóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónskáldatími. Leifur
Þórarinsson kynnir.
17.40 Torgiö — Menningar-
mál. Umsjón: Óðinn Jóns-
son. Tilkynningar.
18.46 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
19.45 Að utan. Fréttaþáttur
um erlend málefni.
20.00 Leikrit: „Mikið er gott
að vera kominn heim" eftir
Ólaf Ormsson. Leikstjóri:
Hallmar Sigurösson. Leik-
endur: Sigurður Karlsson,
Margrét Ákadóttir, Jóel
Finnsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir, Róbert Arn-
finnsson, Helga Bernhard,
Helgi Björnsson og Kári
Halldór.
20.45 Einsöngur í útvarpssal.
Sólrún Bragadóttir syngur
íslensk og erlend lög. Jónas
Ingimundarson leikur með á
píanó.
21.16 Samtal náttúrunnar og
(slendings. Halldór Þor-
steinsson segir frá ítalska
Ijóðskáldinu Giacomo Leo-
pardi og les þýðingu á þætti
eftir hann í óbundnu máli.
Lesari með Halldóri: Andrea
Oddsteinsdóttir.
21.45 Skólakór Seltjarnarness
syngur íslensk og erlend lög
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
16. janúar
18.00 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies) — 25. þátt-
ur. Teiknimyndaflokkur eftir
Jim Henson. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Stundin okkar — Endur-
sýning
Endursýndur þáttur frá 11.
janúar.
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Spítalalíf (M*A*S*H)
Fimmtándi þáttur. Banda-
rískur gamanmyndaflokkur
sem gerist á neyðarsjúkra-
stöð bandarlska hersins í
Kóreustríðinu. Aðalhlutverk:
Alan Alda. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingarogdagskrá
20.35 Unglingarnir í frumskóg-
inum
21.05 Sá gamli
(Der Alte) — Lokaþáttur.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Aöahlutverk Siegfri-
ed Lowitz. Þýðandi
Þórhallur Eyþórsson.
22.05 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Gunnar E.
Kvaran.
22.35 Seinni fréttir
22.40 Landnemalíf
(Shane) — Bandarískur
vestri frá árinu 1963. Leik-
stjóri George Stevens.
Aðalhlutverk Alan Ladd,
Jean Arthur, Van Heflin og
Jack Palance. Aðkomumað-
ur skerst I leikinn þegar
stórbokki einn reynir að
hrekja landnema af jörðum
þeirra með yfirgangi. Þýð-
andi Trausti Júlíusson.
00.45 Dagskrárlok
fM STÖD7VÖ
FIMMTUDAGUR
15. janúar
17.00 Myndrokk. Sýnt er úr
nýjustu kvikmyndunum, og
myndrokki við myndirnar.
Stjórnandi er Súní.
18.00 Teiknimynd. Glæfra-
músin (Dangermouse).
18.30 (þróttir. Umsjónarmað-
ur er Heimir Karlsson.
19.30 Fréttir.
19.55 Ljósbrot. Kynntir eru
ýmsir dagskrárliöir á Stöð 2
ásamt því að stiklaö er á
því sem er að gerast í menn-
ingarlífinu hverju sinni.
Umsjón annast Valgerður
Matthíasdóttir.
20.15 Bjargvætturin (Equaliz-
er). Bandarískur sakamála-
þáttur.
21.05 Gúlagið. Bandarisk kvik-
mynd með David Keith og
Malcolm McDowell í aðal-
hlutverkum. (þróttafréttarit-
ari og fyrrum ólympíumet-
hafi er ásamt konu sinni í
Moskvu og er beöinn fyrir
skjalaflutning til Banda-
ríkjanna. KGB kemst í spiliö
og hann er dæmdur til
Síberíuvistar. Fréttaritarinn
ungi hefur þó ekki í hyggju
að eyöa ellinni þar og tekur
að gera ráðstafanir.
22.40 Öryggisvöröurinn (The
Guardian). Bandarísk kvik-
mynd með Martin Sheen
og Louis Gosset jr. í aöal-
hlutverkum. (búar fjölbýlis-
húss í New York ráða
öryggisvörð til þess að reisa
rönd við glæpamennsku í
húsinu. Hann ávinnur sér
traust íbúanna þrátt fyrir
harðneskjulegar aðferðir.
Einn íbúanna grunar þó að
ekki sé allt með felldu og
grennslast fyrir um fortíð
kauða. Leikstjóri er David
Greene.
00.15 Dagskrárlok.
undir stjórn Margrétar , son 0g Kristínar Ástgeirs-
Pálmadóttur. dóttur.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg- 23.00 Túlkun í tónlist. Rögn-
undagsins. Orð kvöldsins. valdur Sigurjónsson sér um
“•15 Veðurfregnir. þáttinn
22.20 Onnur saga — Chaplin 24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
i sviðsljósinu. Þáttur í umsjá |
Önnu Ólafsdóttur Björns-
FIMMTUDAGUR
15. janúar
9.00 Morgunþáttur í umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Sigurðar Þórs Salvarssonar.
Meöal efnis: Tónleikar helg-
arinnar, Matarhorniö,
tvennir tímar á vinsældalist-
um og fjölmiölarabb.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist i
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Hingaö og þangað um
dægurheima með Inger
Önnu Aikman.
15.00 Sólarmegin. Tómas
Gunnarsson kynnir soul og
fönktónlist. (Frá Akureyri.)
16.00 Tilbrigöi. Þáttur í umsjá
Hönnu G. Sigurðardóttur.
17.00 Hitt og þetta. Stjórn-
andi: Andrea Guðmunds-
dóttir.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti rásar tvö.
Gunnlaugur Helgason kynn-
ir tíu vinsælustu lög vikunn-
ar.
21.00 Gestagangur hjá Ragn-
heiði Davíðsdóttur.
22.00 Rökkurtónar. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
23.00 Svifflugur. Hákon Sigur-
jónsson kynnir Ijúfa tónlist
úr ýmsum áttum.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1
18.00-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni -
FM 96,5
Má ég spyrja? Umsjón:
Finnur Magnús Gunnlaugs-
son.
15. janúar
07.00—09.00 Á fætur með
Siguröi G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapað fundiö,
opin lína, mataruppskrift og
sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Harðar-
dóttur. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því
sem helst er í fréttum, segja
frá og spjalla við fólk.
Flóamarkaðurinn er á dag-
skrá eftir kl. 13.00.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétur spil-
ar síðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Tónlistar-
gagnrýnendur segja álit sitt
á nýútkomnum plötum.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00—19.00 Hallgrímur
Thorsteinsson I Reykjavík
síðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrími, hann lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk-
ið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—20.00 Tónlist með
léttum takti.
20.00—21.30 Jónína Leós-
dóttir á fimmtudegi. Jónína
tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist að þeirra
smekk.
21.30—23.00 Spurningaleikur
Bylgjunnar. Bjarni 0. Guð-
mundsson stýrir verölauna-
getraun um popptónlist.
23.00—24.00 Vökulok. Frétta-
tengt efni og þægileg tónlist
í umsjá fréttamanna Bylgj-
unnar.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veöur.
ALFA
Krlstileg ítnrpwtM.
FM 102,9
FIMMTUDAGUR
15. janúar
13.00—16.00 Hitt og þetta i
umsjón John Hansen.
20.00-24.00 Blandaður þátt-
ur í umsjón Magnúsar
Gunnarssonar og Óla Jóns
Ásgeirssonar.
Alfa FM 102,9 er kristileg
útvarpsstöð og er styrkt af
kristnu fólki á íslandi og
færum við öllum stuðnings-
aðilum okkar bestu þakkir
og óskir um gæfuríkt ár.