Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Rekstur bæjarsjóðs
Sauðarkróks í járnum:
Sýnist að árið
1987 muni verða
7
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
ENDURSKOÐUNAR-
SKRIFSTOFA
Hef flutt skrifstofu mína á Grandagarð 9.
Síminn er 622940.
Dýri Guðmundsson,
löggiltur endurskoðandi.
okkur erf itt
- segir Snorri Björn Sigurðsson
REKSTUR bæjarsjóðs Sauðár-
króks verður fyrirsjáanlega
erfiður á þessu ári þar sem sjóð-
urinn er að greiða upp skuldir
sem stofnað hefur verið til á
undanförnum árum, fyrirtæki
sem bæjarsjóður er stór hluthafi
í hafa verið rekin með stórtapi,
og útsvarstekjur sveitarfélagins
munu sennilega lækka að raun-
gildi vegna þess að tveir af
þremur togurum Útgerðarfélags
Skagfirðinga voru frá hálft árið
vegna bilana og því þurfti að
loka frystihúsum. Bæjarstjóri
Sauðárkróks er samt bjartsýnn á
að bærinn nái að vinna sig út úr
erfiðleikunum.
„Mér sýnist að árið 1987 verði
okkur býsna erfitt,“ sagði Snorri
Sigurður Björnsson, óperusöngvari
og framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar.
Sinfóníuhljóm-
sveit Islands
Björn Sigurðsson bæjarstjori á
Sauðárkróki í samtali við Morgun-
blaðið. „Vegna togarastoppsins, og
í framhaldi af því stoppsins í frysti-
húsunum, sýnist mér að launa-
greiðslur fiskvinnsluhúsanna verði
óbreyttar á milli ára og lækki hjá
Útgerðarfélagi Skagfirðinga og
þetta hefur auðvitað bein áhrif á
útsvarstekjur bæjarins. Síðan er
bærinn stór hluthafi í Steinullar-
verksmiðjunni, sem og útgerarfé-
laginu og þegar kallað er eftir
hlutabréfaaukningu er auðvitað
leitað til bæjarins.
Bærinn hefur síðan haft mjög
erfiða rekstrarstöðu. Hann skuldaði
allt of mikið og stór hluti skuldanna
var skammtímaskuldir og vanskil.
En við erum að vonast til að kom-
ast út úr þessum erfiðleikum með
aðhaldsaðgerðum,“ sagði Snorri
Björn.
Snorri sagði að þótt Sauðarkrók-
ur hefði verið eini staðurinn á
Norðurlandi vestra þar sem örlítil
fólksfjölgun varð á milli ára, væri
Ijóst að mjög væri þrengt að lands-
byggðinni yfir höfuð og þegar við
bættist að á Norðurlandi vestra
væri mesta lágiaunasvæði landsins
segði það sig sjálft að ástandið
væri ekki nógu gott.
„En ef einhver staður á landinu
á að dafna hefur Sauðárkrókur
mjög góða aðstöðu,“ sagði Snorri.
„Við búum við góðar samgöngur í
sjó, lofti og á landi; það er ljóst að
við höfum eina ódýrustu hitveitu á
landinu; hér er fjölbrautarskóli,
önnur þjónustustarfsemi er nanast
öll til reiðu, og því gerir margt það
fýsilegt að búa hér ef launin gætu
hækkað. Svo mér finnst við ekki
þurfa að kvíða framtíðinni ef þessi
þróun á landsbyggðinni gengur ekki
allt of langt," sagði Snorri Björn
Sigurðsson.
Námskeiðaáætiun
S/36 skjánotkun 19. jan. OPUS fjárhagsbókhald 23. feb.
Frum fjárhagsbókhald 20. jan. ÓPUS viðskiptamannabókhald 24. feb.
WordPerfect 22-23. jan. ÓPUS birgðabókhald (1/2 dagur) 25. feb.
Frum viðskiptamannabókhald 26.jan. ÓPUS sölukerfi (1 /2 dagur) 25. feb.
Frum sölukerfi 27.jan. ÓPUS innflutningskerfi 26. feb.
Grunnnámskeið 29. jan. WordPerfect 2.-3. mars
Stýrikerfi 1 (DOS) 30. jan. Word 4.-5. mars
Multiplan 3.-4. feb. Grunnnámskeið 11. mars
S/36 stýrikerfi 10. feb. Stýrikerfi 1 (DOS) 12. mars
WordPerfect frh. 12.-13. feb. Stýrikerfi 2 (DOS) 13. mars
Grunnnámskeið 18.feb. Lotus 123 17.-19. mars
Stýrikerfi 1 (DOS) 19.feb. dBase III+ 25.-27. mars
Námskeiðin eru haldin í húsnæði okkar á Nýbýlavegi 16, Kópavogi.
Kennt er 6 klst. á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum
er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar.
Allar nánari upplýsingar eru veittar
í síma 641222
GÍSLI J. JOHNSEN
Sigurður
Björnsson
endurráð-
inn fram-
kvæmdastjóri
SIGURÐUR Björnsson hefur ve-
rið endurráðinn framkvæmda-
sjóri Sinfóníuhljómsveitar
Islands til næstu fjögurra ára.
Sigurður hefur verið fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar
frá árinu 1977.
Að sögn Ólafs B Thors, stjórnar-
formanns Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar tóku ný lög um hljómsveitina
gildi árið 1982. I þeim er kveðið á
um að framkvæmdastjóri skuli ráð-
inn til fjögurra ára í senn. Fyrri
stjórn réð Sigurð í framkvæmda-
stjórastarfið 1. janúar 1983. Sú
ráðning rann út í lok desember
1986. Hann var síðan endurráðinn
með einróma samþykki núverandi
stjórnar í ársbyrjun 1987.
I lögunum frá 1982 er ekki kveð-
ið á um að starfið skuli auglýst.
Hinsvegar er kveðið á um að endur-
ráðning framkvæmdastjóra sé
heimil og eru engin takmörk fyrir
því hversu oft. Að sögn Ólafs B.
Thors lá beinast við að ráða Sigurð
og þótti ekki ástæða til að auglýsa
starfið að þessu sinni.
Ef svo er, þá eigum við einn sl
MAZDA 323 Station er framdrifinn
nægu rými fyrir fjölskylduna og
Verð frá aðeins 377 þúsund
krónum með 1300 cc vél
og 430 þúsund krónum
með 1500.cc vél
í GLX útgáfu.