Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 13

Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 13 V estmannaeyjar: Vinnslustöð- in hf. 40 ára Vestmannaeyjum. VINN SLU STÖÐIN í Vestmanna- eyjum varð 40 ára þann 30. desember síðastliðinn. Vinnslu- stöðin hefur um árabil verið eitt framleiðsluhæsta frystihús landsins og einnig verið afkasta- mikil i saltfiskverkun og síldar- vinnslu. Á afmælisdaginn bauð fyrirtækið öllu starfsfólki sinu til veislu sem haldin var í hinu vistlega mötuneyti Vinnslustöðv- arinnar. Við þetta tækifæri var fjölda fólks veitt viðurkenningar fyrir langt og farsælt starf hjá fyrirtækinu. 30. desember árið 1946 bar uppá mánudag, en þann dag var stofn- fundur Vinnslustöðvarinnar hald- inn. Undirbúningur hafði þá staðið yfir í rúmt ár frá því hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði á aðalfundi hjá Lifrarsamlagi Vest- mannaeyja. Stofnendur voru 105 útgerðarmenn í Vestmannaeyjum og var Jóhann Sigfússon kosinn fyrsti stjómarformaður félagsins. Upphaflega hét fyrirtækið Vinnslu- og sölumiðstöð fískfram- leiðenda en á aðalfundi í desember 1959 var ákveðið að breyta fyrir- tækinu úr samlagsfélagi í hlutafé- iag og að það skildi heita Vinnslustöðin hf. Stefán Runólfsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í ræðustól á afmælisfagnaðinum. V ínnslustöðin veitti fjölmörgum starfsmönnum viðurkenningar fyrir langt og vel unnið starf. Stefán Rúnólfsson afhendir hér þeim Jónu Þorsteinsdóttur og Ingunni Júlíusdóttur ágrafinn silfurskjöld. Hyg’g’st segja af sér þing- mennsku eftir tvö ár Stangast á viö lög, segir Siguröur Líndal prófessor KVENNALISTINN í Reykjanesi hefur ákveðið að Kristín Hall- dórsdóttir, fyrsti maður á framboðslista flokksins til AI- þingis, silji aðeins tvö fyrstu ár næsta kjörtímabils nái hún kosn- ingu. Kristín sagði að meginregla Kvennalistans væri að þingmenn sifji í mesta lagi tvö kjörtimabil á þingi. Hefði verið talið æskilegt að nýta reynslu hennar áfram um skeið en varamaður tæki sæti eftir tvö ár. Sigurður Líndal, prófessor við lagadeild Háskóla Islands, telur að þessi fyrirætlan stangist á við ákvæði stjórnar- skrárinnar. „Mér finnst gagnrýni á þessa ákvörðun okkar undarleg. Ég tel það heiðarlega framkomu við kjós- endur að tilkynna þeim um fyrirætl- un mína og get ómögulega skilið hvað sé ólöglegt við að frambjóð- andi lýsi því yfir að hann muni segja af sér þingmennsku þegar kjörtíma- bilið er hálfnað," sagði Kristín. Hún taldi mörg fordæmi fyrir því að menn settust inn á þing þótt vitað væri að þeir myndu hverfa til ann- arra starfa áður en kjörtímabilinu lyki. Þannig hefðu tveir stjórnar- liðar sagt af sér á þessu þingi og gerst bankastjórar. Sigurður sagði að í stjórnarskrá og kosningalögum væri skýrt kveð- ið á um að kjörtímabilið væri fjögur ár. Það væri að sínu mati óeðlilegt að frambjóðendur lýstu því yfir að þeir hygðust hundsa þessi lög, þótt í fljotu bragði virtist ekkert geta komið í veg fyrir að þingmaður segði af sér hvenær sem er. „Menn hafa sett sér ákveðið kjörtímabil, sennilega til þess að auka festu í starfi þingsins og einnig vegna þess að þingmenn þurfa að ávinna sér nokkra reynslu í störfum þess. Ef frambjóðendur ætla að fara að stytta kjörtímabilið um helming gætu þeir eins ákveðið að það yrði eitt ár eða styttra og ég sé ekki hvar það myndi enda,“ sagði Sig- urður Líndal. Morgunblaðið/Sigurgeir. Vinnslustöðinni hefur löngum haldist vel á starfsfólki. Mennirnir í miöið, Stefán Guðmundsson og Sig- urður Auðunsson hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun þess, eða í 40 ár. Þeir Guðmundur Ásbjömsson (t.v.) og Jóhann Vilmundarson (t.h.) hófu báðir störf á árinu 1952. Sigurbjörg Guðnadóttir sknfstofu- stjóri hefur einnig starfað hjá fyrirtækinu frá 1952. i í tilefni 40 ára afmælisins ákvað stjórn Vinnslustöðvarinnar og færa Björgunarfélagi Vestmannaeyja, Hjálparsveit skáta í Eyjum og Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að gjöf 40 þús. krónur hveiju um sig. Fulltrú- ar frá þessum aðilum veittu gjöfunum móttöku á skrifstofu fyrirtækisins. Vinnslustöðin er með athafna- pláss sitt í Friðarhöfn, svo til á bryggjukantinum. Fyrirtækið hefur í gegnum árin vaxið og siglt farsæl- lega í gegnum þann ólgusjó sem fiskvinnslufyrirtæki á íslandi hafa oft þurft að beita uppí. í dag er fyrirtækið stærsta og afkastamesta fiskvinnslufyrirtækið í Eyjum, hef- ur mörg undanfarin ár tekið til vinnslu 12-17 þúsund lestir af fiski. Síðustu árin hefur Vinnslustöðin verið annað eða þriðja framleiðslu- mesta frystihúsið innan SH og í hópi mestu saltfiskframleiðenda. Þá hefur fyrirtækið ávallt fylgst vel með allri þeirri öru framþróun sem átt hefur sér stað í þessari atvinnu- grein og verið fljótt að tileinka sér allar nýjungar á því sviði. Frá stofnun hafa sex menn gegnt stjómarformennsku í íélaginu: Jó- hann Sigfússon 1946-1959, Sig- hvatur Bjarnason 1959-1975, Guðlaugur Stefánsson 1975-1976, Sigurður Óskarsson 1976-1986 og Bjarni Sighvatsson sem tók við for- mennsku á aðalfundi skömmu fyrir afmælið. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar er Stefán Run- ólfsson. — hkj. DULUÐ AUSTURLANDA. Kynnist Filippseyjum af eigin raun. PARADÍS Á JÖRÐU. NÝR HEIMUR. Ótrúlega fjölbreytt mannlíf. 3 VIKUR. Brottför 6. febrúar. Heimkoma 25. febrúar. Á heimleiðinni verður dvalið í anddyri Asíu HONG ftONG dagana19-23 febrúar- Vesturgötu 5. Reykjavík. s. 17445.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.