Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Skýrslan um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips:
Misskilningur, mótsagnir og
villandi og rangar ályktanir
segja bankastjórar Utvegsbankans
BANKASTJÓRAR Útvegsbank-
ans halda því fram, að skýrslan
um viðskipti bankans við Haf-
■skip, sem birt var í nóvember á
siðasta ári, sé á margan hátt
byggð á misskilningi og ályktan-
ir, sem þar eru dregnar, mót-
sagnakenndar, villandi og
sumpart rangar.
Þetta kemur fram í ýtarlegum
athugasemdum við skýrsluna, sem
bankastjórarnir Lárus Jónsson, Ól-
afur Helgason og Halldór Guðbjarn-
arson hafa sent viðskiptaráðherra
og bankaráði Útvegsbankans.
Skýrslan, sem bankastjórarnir
gagnrýna, var samin af þriggja
manna nefnd, sem Hæstiréttur til-
nefndi í samræmi við samþykkt
Alþingis í desember 1985. Skýrslan
var birt 10. nóvember s.l. og er í
henni að finna gagnrýna úttekt á
viðskiptum Hafskips og Útvegs-
bankans. Þar kemur m.a. fram það
mat, að hagsmunagæslu Útvegs-
bankans, hvað viðskiptin við
Hafskip varðaði, hafí verið mjög
ábótavant.
Bankastjórar Útvegsbankans
fínna að því, að enginn nefndar-
manna hafi sérþekkingu á banka-
málum eða reynslu á því sviði. Þeir
segja, að við tilnefningu í nefndina
hljóti Hæstiréttur að hafa tekið mið
af því, að nefndinni var ekki ætlað
að kveða upp dóma. Þar hafi hins
vegar orðið misbrestur á og nefndin
farið út fyrir verksvið sitt með bolla-
Ieggingum um ábyrgð og skyldu
bankastjóra og bankaráðs til að
segja af sér meðan á rannsókn við-
skipta bankans og Hafskips stóð.
Bankastjóramir draga fram ýmis
dæmi um mótsagnir í skýrslu
nefndarinnar. Þeir benda t.d. á, að
á einum stað í skýrslunni sé talið
að eina höfuðorsök gjaldþrots Haf-
skips megi rekja til Atlantshafssigl-
inga fyrirtækisins, sem hófust
1984. Aftur á móti segi á öðrum
stað í skýrslunni: „Hafskip hefði
væntanlega orðið gjaldþrota þótt
Atlantshafssiglingar hefðu ekki
komið til...“ Annað dæmi um mót-
sögn er tekið af umsögn nefndar-
innar um bankaeftirlitið. Bent er
á, að í skýrslu nefndarinnar sé
bankaeftirlitið gagnrýnt fyrir að
hætta afskiptum af Hafskip og
Útvegsbankanum í kjölfar alvar-
legra athugasemda á árinu 1979,
en það gerði ekki úttekt hjá bankan-
um á tímabilinu 1980-1985, einmitt
á þeim tíma sem skýrsluhöfundar
telji aðfinnsluverðastan í viðskipt-
um bankans og fyrirtækisins. Þrátt
fyrir þetta segi nefndin, að þegar
á heildina sé litið, hafí bankaeftirlit-
ið sýnt bæði skarpskyggni og
vandvirkni í þeim athugunum, sem
það hafi gert.
Að því er fundið í athugasemdum
bankastjóranna, að í skýrslu nefnd-
arinnar er hvergi minnst á ábyrgð
löggilts endurskoðanda, sem áriti
reikninga Hafskips á mjög afdrátt-
arlausan hátt. Bent er á, að
samkvæmt lögum séu löggiltir end-
urskoðendur opinberir sýslunar-
menn og beri ábyrgð sem slíkir.
„Bankastjórnin hlaut að taka mark
á áritun löggilts endurskoðanda á
reikninga félagsins," segir orðrétt.
Þá segja bankastjórarnir, að í
skýrslunni komi fram villandi upp-
lýsingar um þróun viðskipta
Hafskips við Útvegsbankann, sérs-
taklega á tímabilinu 1984 og fram
til gjaldþrots. Engin tilraun sé gerð
til að bijóta upphæðir til mergjar.
Tölum sé þannig stillt upp, að les-
andi skýrslunnar fái þann skilning
að bankastjórnin hafi ausið fé í
fýrirtækið síðustu árin. Þetta sé
ekki rétt. Fjögur meginatriði skýri
hækkun skulda Hafskips við Út-
vegsbankann. í fyrsta lagi hafí
gengisbreytingar haft í för með sér
miklar hækkanir útlána í krónutölu.
í öðru lagi hafi vextir af lánum
ekki verið greiddir og bæst við höf-
uðstólinn með skuldbreytingarlán-
um. í þriðja lagi hafi þurft að leggja
út fé vegna greiðslu á ábyrgðum
sem bankinn var í. í fjórða lagi
hafí verið veitt fyrirgreiðsla vegna
hlutafjársöfnunar, sem tryggð hafi
verið með skuldabréfum vegna
hennar. Skuldir Hafskips við Út-
vegsbankann hafi numið 269,9
milljónum króna í árslok 1983 og
653,3 milljónum kr. á gjaldþrots-
degi 6. desember 1985. I hækkun-
inni, sem er um 383,4 milljónir kr.,
vegi gengisbreytingar þyngst. Þær
nemi 186,4 milljónum króna, vextir
og kostnaður vegna skuldbreytinga
47,5 milljónum kr., ábyrgðir 52,3
milljónum kr., skuldbreyting inn-
lends láns 16 milljónum kr. og lán
vegna hlutafjáraukningar 78,9
milljónum kr.
Bankastjórarnir fjalla einnig um
veð bankans og verðmæti skipa
Hafskips og gagnrýna umfjöllun
nefndarinnar um þau atriði. Þeir
minna á, að alþjóðlegir stórbankar
hafi tapað gífurlegum fjárhæðum
vegna verðfalls á kaupskipum og
rekja dæmi þess. „Spyija má hvaða
ríkisbankakerfi eða óbankalegum
sjónarmiðum er hægt að kenna um
stórfelld útlánatöp þessara banka?“
segja þeir. Og bæta síðan við: „At-
hygli vekur að nefndin minnist ekki
á þessi „bankaslys“ í nágrannalönd-
unum, _sem eru af sama toga og
áfall Útvegsbankans vegna Haf-
skips.“
I niðurlagi athugasemda sinna
vísa bankastjórar Útvegsbankans á
bug þeim ummælum í skýrslunni,
að vísvitandi blekkingar af hálfu
Hafskipsmanna hafi aðeins að hluta
til getað valdið mistökum banka-
stjóra Útvegsbankans. Um þetta
segja þeir m.a. orðrétt: „Engum
blöðum er um það að fletta, að
nákvæmari upplýsingar af hálfu
stjómenda og endurskoðanda Haf-
skips, um ástand og horfur á tímum
algjörra umskipta í rekstri félags-
ins, hefðu skipt sköpum um ákvarð-
anir bankastjómarinnar um
fyrrgreind áramót [þ.e.
1984-1985]. í raun gátu engar að-
gerðir hagdeildar eða annarra
starfsmanna bankans afhjúpað
þessi umskipti, ef vísvitandi blekk-
ingum var í raun beitt af hálfu
Hafskipsmanna."
Friðrik Sophusson:
Víða hægt að treysta og
styrkja byggð úti á landi
- en annars staðar verður að láta undan "r,m “s l,nd °e "ekír Þá hing
„ÞETTA ER óheillavænleg þró-
un, sem við sjálfstæðismenn
höfum áhyggjur af og ræddum
m.a. ýtarlega á flokksráðsfundi
í haust. En það er hins vegar
spurningin, hvernig á að bregð-
ast við. Ég hygg, að viðbrögð,
sem eru í þeim dúr að ríkisstjórn-
in eigi í stórum stíl að fara að
senda fjármuni út um landið, séu
nú ekki besti kosturinn í stöð-
unni,“ sagði Friðrik Sophusson,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, þegar Morgunblaðið leitaði
álits hans á frétt hér í blaðinu á
laugardaginn, þar sem fram
kemur, að á árunum 1984-1986
hefur fólki á höfuðborgarsvæð-
inu fjölgað meira en sem nemur
heildarfjölgun landsmanna og
fækkun orðið úti á landsbyggð-
inni.
„Þetta á sér rætur fyrst og
fremst í því, að við eigum í vand-
ræðum í landbúnaði og sjávarútvegi
og höfum miðstýrt framleiðslutak-
mörkunum í báðum þessum grein-
um. Eg tel að það sé stórmál, að
breyta þeim reglum sem við notum
í þessum atvinnugreinum í almenn-
ari reglur og síðan að gera fyrirtæk-
in úti á landsbyggðinni betur í stakk
búin til þess að fara í nýja starf-
serni," sagði Friðrik.
„Ég kysi, að sjá það í framtí-
ðinni, að fjármunirnir sem verða til
úti á landsbyggðinni ættu meiri
möguleika á að verða þar eftir til
þess að fara í nýjar greinar. Ég
held, að það sé betri ráðagerð held-
ur en að hugsa þetta, eins og því
miður allt of margir gera í dag, í
gegnum ríkisvaldið. Þær hugmynd-
ir sem þaðan koma leiða ávallt til
þess, að fólk verður háð ríkinu og
finnur ekki það öryggi, sem það
þarf á að halda til að geta búið
að til Reykjavíkur, þar sem er
stærri atvinnumarkaður o.s.frv."
Friðrik sagði, að það væri ekki
ólíklegt að þau sjónarmið sem hann
talaði fyrir leiddu til þess að byggð-
in í landinu breyttist. „Ég sé hins
vegar enga ástæðu til að betjast
gegn því, en ég tel að hún geti vel
breyst í þá veru að víða úti á landi
verði hægt að treysta og styrkja
byggðina en annars staðar verður
eðli málsins samkvæmt að láta und-
an. Það er út í bláinn, að ætla sér
að viðhalda byggð á öllum þeim
stöðum þar sem byggð er nú.“
KKLttNl)
Við heimsækjum vöggu vestrænnar menningar og skoðum
m.a, Aþenu, Akropolis, Parþenon. Véfréttina í Delfí og eyna
Krít.
Farið verður í samráði við Grikklandsvinafélagið Hellas.
Frábær fararstjórn
Sigurðar A. Magnússonar.
Örfá sæti laus.
fr
Ferðaskrifstolan
aiandi
Vesturgötu 5, Reykjavík,
s. 17445.
Steingrímur Hermannsson:
Byggðastofnun
falið að fylgjast
með þróuninni
„ÁSTÆÐURNAR fyrir þessu eru
að mínu mati augljósar. Það hafa
verið atvinnuerfiðleikar í land-
búnaði og sjávarútvegi úti á
landsbyggðinni. Þar hafa ekki
skapast ný atvinnutækifæri,"
sagði Steingrímur Hermannsson,
forsætisráðherra, þegar Morg-
unblaðið leitaði álits hans á frétt
hér í blaðinu á laugardaginn, þar
sem fram kemur að fólksfækkun
hefur orðið úti á landi á árunum
1984-1986.
„Þetta er í rauninni það sama
og gerðist á eifiðleikaárunum
1967-68,“ sagði forsætisráðherra.
Hann minnti á, að sú þróun hefði
snúist við og í nokkur ár verið
meira um flutninga til dreifbýlisins
en í þéttbýli. „Ég hef hins vegar
meiri áhyggjur af þessu núna, því
þá kom útfærsla landhelginnar tvi-
svar sinnum til sögu og færði mikla
björg í bú. Það er ekki um neitt
slíkt að ræða nú.“
Steingrímur Hermannsson sagði,
að Byggðastofnun væri ætlað það
hlutverk að fyljast með þróun
byggðar í landinu og leita leiða til
að snúa núverandi framvindu við.
Eitt af þeim verkefnum, sem stofn-
unin ynni nú að, tengdist þessu
mjög, en þar væri um það að ræða,
að leita leiða til að hjálpa þeim
frystihúsum úti á landi, sem eiga í
erfiðleikum. Þá sagði forsætisráð-
herra, að Byggðastofnun hefði
einnig verið falið fyrir nokkru að
fylgjast með áhrifum samdráttarins
í landbúnaði á byggðaþróun. „Þessi
mál eru í stöðugri skoðun,“ sagði
Steingrímur Hermannsson.