Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Kazakhstan:
Eitur ly fj aneyt-
endur handteknir
Moskva, Reuter.
SOVÉSKA lögreglan hefur
handtekið 43 meðlimi eiturlyfja-
hrings, sem aðsetur hafði í
Kazakhstan-lýðveldinu í Asíu, að
sögn opinberra yfirvalda.
Blaðið Sotsialisticheskaya Ind-
ustria hafði frétt þessa á þriðjudag
eftir háttsettum lögregluforingja í
Kazakhstan. Sagði hann að hinir
handteknu hefðu haft skotvopn
undir höndum og um 50 kg af hassi
hefðu fundist í fórum þeirra. Vildi
hann halda því fram, að þessi hópur
hefði tekið þátt í mótmælaaðgerð-
um gegn nýsettum leiðtoga
kommúnistaflokksins í Kazakhstan
í höfuðborg lýðveldisins, Alma Ata,
um miðjan desember og hefði fólkið
æst aðra upp á móti valdhöfunum.
Að undanfömu hefur mikið verið
rætt um vandamál er stafa af eitur-
lyfjanotkun í Sovétríkjunum og
vakti það töluverða athygli er Alex-
ander Vlasov, innanríkisráðherra,
upplýsti fyrir skömmu, að skráðir
eiturlyfjaneytendur í landinu væru
46.000.
Skipbrotsmanna
leitað við Portúgal
100 ár ífangelsi hver
AP/Símamynd
Þrír mafíuforingjamir voru dæmdir í hundrað ára fangelsi hver fyrir margslungna glæpastarf-
semi. Dómar voru kveðnir upp yfir þremenningunum í New York á þriðjudag. Foringjarnir eru
(f.v.) Carmine „Junior“ Persico, Antliony „Tony Ducks“ Corallo og Anthony „Fat Tony“ Salerno.
Lissaboti. Reuter.
PORTÚGALSKT herskip fann :
gær þijá mannlausa gúmmí
Gengi
gjaldmiðla
Dalurinn
snarlækkar
London, AP.
BANDARÍKJADALUR snarféll í
verði á evrópskum gjaldeyris-
mörkuðum í gær. Fregnir um
aukningu í smásöluverzlun í
Bandaríkjunum breytti þar engu
um. Gullúnsan hækkaði í verði
um 9 dollara.
Vestur-þýzkir spákaupmenn
voru sammála um það að eina von
dalsins væri samræmd íhlutun
seðlabanka margra ríkja með
bandaríska seðlabankann í broddi
fylkingar. íhlutun af því tagi er
hins vegar talin ólíkleg.
Larry Speakes, talsmaður Hvíta
hússins, sagði að Bandaríkjastjóm
byggist við því að dalurinn lækkaði
frekar í verði. Stjórnin hefði hins
vegar ekki ákveðið neinar aðgerðir
til að snúa þróuninni við.
Sérfræðingar segja helztu ástæð-
una fyrir falli dalsins þá að hvergi
sæust nein batamerki í bandarísku
efnahagslífí. Breytti engu þótt skýrt
hefði verið frá því í gær að 4,4%
aukning hefði orðið í smásöluverzl-
un í Bandaríkjunum í desember.
Dalurinn féll um þrjá pfenninga
gagnvart vestur-þýzka markinu og
kostaði 1,84 mörk miðað við rúm-
lega tvö mörk fyrir mánuði. Brezka
pundið kostaði 1,4985 dali í gær
miðað við 1,4910 dali í fyrradag.
Gengi annarra gjaldmiðla var á þá
ieið að fyrir dalinn fengust:
1,8400 vestur-þýzk mörk
(1,8730)
1,5562 svissn. frankar (6,2725)
2,0775 holl. gyllini (2,1170)
1.316,75 ítalskar lírur (1.334,00)
1.3663 kanad. dalir (1.3673)
í Tókýó fengust 153,80 jen fyrir
dalinn miðað við 156,00 í fyrradag.
í London féll dalurinn frekar gagn-
vart jeninu þar sem hann var
skráður á 153,95 jen.
björgunarbáta og skipsbát, sem
tilheyrðu flutningaskipi frá
Filippseyjum, Testarosa, er sökk
undan strönd Portúgal í fyrra-
dag. Talsmaður hersins sagði, að
ekki hefði fundist neinn skip-
veiji á lífi.
Talsmaður portúgalska hersins
sagði að herflugvél hefði vísað her-
skipinu að gúmmíbjörgunarbátun-
um og hefðu flugmennimir einnig
komið auga á tvo aðra báta er virt-
ust vera mannlausir. Testarosa, er
var á leið til Ántwerpen með jám-
grýti, lenti í slæmu veðri í fyrradag
undan ströndum Portúgal og lét
vita af því að skipið ætti í erfíðleik-
um. 30 manna áhöfn var um borð.
Fjöldi skipa tekur þátt í leitinni að
skipbrotsmönnunum og var í gær
spáð batnandi veðri á leitarsvæðinu.
Svíar auka fjárveit-
ingar til vamarmála
Stokkhólmi, AP.
SAMKOMULAG hefur orðið á
milli sænsku stjórnarinnar og
Fijálslynda flokksins um 6,2
milljarða sænskra króna auka-
Filippseyjar:
Laurel gagnrýn-
ir lokun dagblaðs
Manila Filinnspvium AP
Manila, Filippseyjum. AP.
V ARAFORSETI Filippseyja,
Salvador Laurel, er andvígur
Júgóslavía:
Rekinn fyrir að
berja söngvara
Belgrað. Reuter.
JÚGÓSLAVNESKUR lögreglu-
maður hefur verið rekinn úr
starfi fyrir að beija óperusöngv-
ara af þeirri ástæðu, að honum
þætti svo gaman að lúskra á
söngvurum, að því er dagblaðið
Politika sagði frá í frétt í gær.
Blaðið sagði, að lögreglumaður-
inn, Dragan Jevtic að nafni, hefði
dregið óperusöngvarann Goran
Gligoric, sem starfar við Belgrað-
óperuna, út úr bíl hins síðamefnda
hinn 21. desember síðastliðinn og
barið hann, svo að stórsá á söngvar-
anum.
Gilcoric sárbændi lögreglumann-
inn um að beija sig ekki í höfuðið,
þar sem hann væri söngvari. Jevtic
svaraði þá: „Ég nýt þess að lúskra
á söngvurum."
Politica vitnaði í lögregluskýrslu
vegna þessa atviks og sagði, að
Jevtic hefði verið rekinn fyrir „al-
varlegt brot á starfsskyldu og aga“.
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar að loka dagblaðinu Express,
sem verið hefur gagnrýnið í garð
Corazon Aquino forseta.
Laurel sagði á fundi með starfs-
mönnum Express á þriðjudag, að
hann ætlaði að mótmæla þessari
ákvörðun á ríkisstjómarfundi dag-
inn eftir. Hann sagði, að lokun
dagblaðs mundi „ónýta ávinning
febrúarbyltingarinnar, . þegar
fréttaflutningur var gefinn fijáls".
Stjómamefnd á vegum forsetans
yfirtók rekstur blaðsins snemma í
þessum mánuði, þar sem eigandi
þess sætir nú rannsókn vegna
meintra auðgunarbrota í tíð Ferdin-
ands Marcosar, fyrrverandi forseta.
fjárveitingu til vamaramála á
árunum 1987-1992.
Tilgangurinn með aukafjárveit-
ingunni er meðal annars að styrkja
kafbátavamir við strendur Svíþjóð-
ar til þess að koma megi í veg fyrir
siglingar útlendra kafbáta í sænskri
lögsögu.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra og formaður Jafnaðarmanna-
flokksins, fagnaði samkomulaginu
við Fijálslynda flokkinn, sem er í
stjómarandstöðu.
Talsmenn hinna stjómarand-
stöðuflokkanna, Hægri flokksins og
Miðflokksins, sögðu aukafjárveit-
inguna ekki nógu mikla. Hún mun
hins vegar verða til þess að stofnað-
ar verða tvær nýjar loftvamadeildir
í hemum, JAS- og Viggen-orrustu-
þotur verða búnar betri vopnum og
hægt verður að auka heræfíngar.
Jafnframt leyfír aukafjárveitingin
fjölgun neðansjávarhljóðnema til að
fylgjast með ferðum kafbáta,
stækkun viðvömnarkerfís gegn
kafbátum og meiri og betri þjálfun
sérstakra kafbátaleitarsveita.
Hótelbruninn á Puerto Rico:
Brennumaðurinn var
ekki einn að verki
Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig d
85 ára afmœlinu 9. janúar sl. meö heimsókn-
um, skeytum, kortum, gjöfum og símtölum.
GuÖ blessi ykkur öll.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Skálanesi.
San Juan, Puerto Rico. AP.
GÆSLUMAÐUR, sem hand-
tekinn hefur verið og sakaður
um að vera valdur að brunan-
um mikla á Dupont Plaza-
hótelinu í San Juan á
gamlárskvöld, hefur að öllum
líkindum ekki verið einn að
verki. Einu útgöngudyrnar í
spilasalnum á annarri hæð
voru aðeins opnanlegar inn á
við og komu þvi að engu gagni,
þegar mannþröngin í salnum
þusti að þeim.
Hector Escudero Aponte, 35
ára gamall gæslumaður á hótel-
inu, var handtekinn á þriðjudag
og ákærður fyrir morð, íkveikju
og skemmdarverk. Hann er hinn
fyrsti, sem handtekinn er vegna
þessa máls. Samkvæmt ákær-
unni, sem lögð var fram fyrir
rétti í San Juan, kveikti Escudero
Aponte í hótelinu „í samráði við
aðra og með samþykki þeirra".
Embættismenn Bandaríkja-
stjómar kváðust ekki trúa því,
að brennumaðurinn hefði verið
einn að verki, og Jerry Rudden,
aðaltalsmaður bandarískra
stjómvalda í málinu, sagði, að
„í samráði við aðra“ merkti, að
talið væri, að um samsæri hefði
verið að ræða.
Komið hefur í ljós, að einu
útgöngudymar á spilasalnum á
annarri hæð hótelsins, þar sem
mannflest var, þegar kviknaði í,
voru aðeins opnanlegar inn á við
og komu því að engu gagni, þeg-
ar mannfjöldinn flykktist að
dyragættinni. Lík langflestra
þeirra 96, sem fórust í brunanum,
fundust inni í spilasalnum.
Austur-Þýskaland:
Njósnaramir
út í kuldann
Berlín, London, AP, Reuter.
FORINGJAR í austur-þýsku
öryggislögreglunni, sem vana-
lega hafa það verk með
höndum að njósna um landa
sína og koma í veg fyrir „und-
irróður", hafa nú verið kallað-
ir út í kuldann og settir í
snjómokstur.
Neues Deutschland, málgagn
kommúnistaflokksins, sagði frá
því í gær, að foringjar í öryggis-
lögreglunni ásamt hermönnum,
lögreglu og öðrum ynnu nú að
því að halda samgönguleiðum
opnum og greiða fyrir flutningi
matvæla og eldsneytis. Fljótin
Havel og Saxelfur eru miklar
flutningaleiðir en nú eru þau
undir ísi og leggur jafnharðan
og hann er brotinn af.
í Vestur-Þýskalandi eru sömu
vandræðin og sagði talsmaður
vestur-þýsku jámbrautanna í
gær, að víða um landið stæðu
lestir fullar af kolum og ekki
hægt að losa þær. Væru kolin
frosin í einn kökk, sem ekkert
ynni á.