Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 34

Morgunblaðið - 15.01.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 Lítum áfram á Sturlu sem fræðslustjóra á Norðurlandi eystra Ályktun fundar skólastjórn- enda og stjórnar Bandalags kennara í Norðurlandi eystra, haldinn á Akureyri 14. janúar 1987, en fundurinn samþykkti ^eftirfarandi: Við sendum forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, mótmæli við framferði menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar, og ein- dregnar óskir um að hann létti af okkur rangindum þeim sem hér hefitr verið beitt. Ennfremur samþykkir fundur- inn: 1. Við lýsum fullum stuðningi við ákvörðun fræðsluráðs Nl-eystra um að ákveða formlega um skip- an og rekstur fræðsluskrifstofu - þrátt fyrir bréf menntamála- ráðuneytisins dags. 10. og 13. janúar 1987. 2. Við skorum á starfsfólk skól- ^ anna í umdæminu að sýna samstöðu með störfum Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra — og fulltrúum okkar — með því að fella niður kennslu nk. fostu- dag 16. janúar og halda fundi um það ástand sem nú hefur skapast. 3. Við lítum svo á að okkur sem höfum staðið að þeirri skóla- stefnu sem nú er tekist á um sé með bréfi ráðherra tilkynnt um að henni sé hafnað. .4. Við heitum á stjóm Fjórðungs- sambands Norðlendinga að snúast af fullri hörku gegn rangsleitni Sverris Hermanns- sonar, þar sem Sturla Kristjáns- son fræðslustjóri er látinn gjalda samþykktar skólamanna — sem þingmönnum Ni-e/stra var falin í hendur með fullum trúnaði og aldrei hefur af okkar hálfu verið „gefin út“ né „opinberuð". 5. Við mótmælum brottvikningu Sturlu Kristjánssonar úr starfi fræðslustjóra og gerum kröfu til þess að uppsagnarbréf dags. 10, jan. 1987 verði dregið til baka þegar í stað — enda ávirðingar þess tilhæfulausar. Við gerum einnig kröfu til þess að raka- laust áminningarbréf dags. 21. ágúst 1986 verði afturkallað. 6. Við lýsum yfir fullum stuðningi við Sturlu Kristjánsson fræðslu- stjóra og fullyrðum að störf hans og málsvöm fyrir skólahald í umdæminu hafa verið í sam- ræmi við þann skilning sem við leggjum í grunnskólalögin. Við munum áfram líta á Sturlu Kristjánsson sem fræðslustjóra á Norðurlandi eystra. Sent forsætisráðherra Steingrími Hermannssyni, Fjórðungssambandi Norðlendinga og FYæðsluráði Norð- uriands-eystra. Sturla Kristjánsson á skrifstofu fræðslustjórans á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Fríða Proppé. Fræðslustjórinn talinn hafa ítrekað brotið trúnaðarskyldu „Áætlanir úr okkar umdæmi hafa verið skornar óeðlilega mikið niður,“ segja norðlenskir skólamenn í UPPSAGNARBRÉFI menntamálaráðherra, Sverrris Hermamisson- ar, til Sturlu Kristjánssonar eru færð þau rök fyrir brottvikningunni, að hann hafi „sniðgengið fyrirmæli ráðuneytisins, varðandi fjármála- lega umsýslu í fræðsluumdæminu og ítrekað brotið trúnaðarskyldu þá er á yður hvílir sem starfsmanni ráðuneytisins, m.a. með fram- ferði yðar i sambandi við útgáfu greinargerðar um málefni fræðslu- umdæmisins, dagsettrar í nóvember 1986, sem gerð var opinber áður en ráðuneytinu hafði verið veitt tækifæri til að kynna sér efni hennar og koma á framfæri leiðréttingum og athugasemdum.“ Greinargerð sú sem nefnd er í menntamálaráðherra, var inntur og uppsagnarbréfínu var stfluð á al- þingismenn Norðurlandskjördæmis eystra og dagsett í nóvember 1986. Hún var samin af nefnd manna sem kjörin var á fundi skólastjóra og yfirkennara á Norðurlandi eystra ásamt formönnum skólanefnda og fræðsluráði. í nefnd þeirri sem samdi skýrsluna voru ásamt Sturlu Kristjánssyni þeir Benedikt Sig- urðsson, skólastjóri á Akureyri, Sverrir Thorsteinsson, skólastjóri Stórutjamarskóla, Trausti Þor- steinsson, forseti bæjarstjómar á Dalvík og skólastjóri þar í bæ og Þráinn Þórisson, formaður fræðs- luráðs umdæmisins. „Rógsplagg um menntamálaráðherra“ Þegar Sverrir Hermannsson, var eftir þessari greinargerð, sagði hann hana fyrst og fremst vera „rógsplagg um menntamálaráð- herra". Greinargerðin er samin vegna þess að lagt hafði verið fram fjár- lagafmmvarp á Alþingi og „virðist ljóst að áætlaðar fjárveitingar til skólahalds í umdæminu koma ekki til með að hrökkva svo að skóla- starf geti gengið ótruflað og með eðlilegum hætti allt þetta skólaár. Ef að vanda lætur mun það bitna á skólum í dreifbýli sem hafa heima- vist eða eru með daglegan akstur - eins og þegar hefur átt sér stað.“ Einnig er bent á í þessari greinar- gerð, að menntamálaráðuneytið hafí „ekki samþykkt sérkennslu í almennum grunnskólum hér í um- dæminu í svipuðu hlutfalli Reykjavík". Fræðslustjórum er ætlað að áætla skiptingu nemenda i deildir og nemendafjölda í einstök- um árgöngum og önnur þau atriði sem hafa áhrif á kennsluþörfina. í greinargerðinni er kvartað undan því að „ráðuneyti menntamála vé- fengi þetta úrskurðarvald og viðurkenni ekki þörf fyrir viðbótar- kennslukvóta. . .“ Starfsfólk fræðsluskrifstofunnar: Af ellisdómur um skóla- stefnu Norðlendinga STARFSFÓLK Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun vegna brottvikningar Sturlu Kristjáns- sonar fræðslustjóra frá störfum: „Á undanfömum 10 árum hefur mikil uppbygging átt sér stað á Fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra. Uppbygging þessi hefur ein- göngu miðað að því að þjóna skólum umdæmisins á þann hátt, sem lög- gjafinn ætlaðist til með setningu laga um grunnskóla árið 1974. Ötul- asti forgöngumaður þessa starfs hefur verið Sturla Kristjánsson, í nánu samráði við fræðsluráð um- dæmisins og starfsfólks skrifstof- unnar. Starfsfólk Fræðsluskrifstofunnar kom saman til fundar í morgun vegna þeirrar stöðu, sem upp er komin þegar menntamálaráðherra hefur vikið Sturlu fyrirvaralaust úr starfi. Við höfum í bréfi til ráðherra mótmælt þessari aðgerð hans, og lýst þeirri skoðun okkar, að þau vinnubrögð, sem hann hefur viðhaft í máli þessu og alþjóð hefur orðið vitni að, séu á engan hátt réttlætan- leg. Þær ástæður, sem ráðherra hefur tilgreint fyrir þessu gerræði, sýnast léttvægar og of almennar til að geta staðist sem málefnaleg rök fyrir jafnalvarlegri aðgerð og brottvikn- ing háttsetts embættismanns er. Það er skoðun starfsfólks, að ákvörðun ráðherra um brottvikningu Sturlu, sé áfellisdómur á þá skóla- stefnu, sem allir aðilar, er málið varðar hér í umdæminu, hafa verið sammála um. Þannig varði þetta mál ekki einungis Sturlu Kristjáns- son og Sverri Hermannsson, heldur sé hér um að ræða ýmsar grundvall- arspumingar varðandi skólahald í landinu öilu. Þetta varðar því alla skólamenn, foreldra og nemendur. Starfsemi Fræðsluskrifstofunnar hefur grundvallast á samvinnu starfsfólksins með Sturlu Kristjáns- son sem oddamann, og ábyrgðarað- ila fyrir rekstrarlegri framkvæmd þeirrar stefnu, sem lög gera ráð fyrir. Með brottvikningu Sturlu hef- ur starfsemin því lamast og óvissa ríkir um, hvað við tekur. Við höfum í bréfí okkar til ráðherra lýst, hvað við teljum nauðsynlegt að gerist næst. Þangað til eru aðstæður slíkar, að okkur er gert ókleift að sinna störfum okkar af þeirri ábyrgð og fagmennsku sem við öll teljum nauð- synlegt. Ábyrgðinni á þessari stöðu mála lýsum við á hendur ráðherra." Kennarar í Menntaskólanum á Akureyri hafa einnig ályktað um málið: „Fundur haldinn í Kennarafélagi Menntaskólans á Akureyri miðviku- daginn 14. janúar 1987, lýsirundrun sinni og vanþóknun á þeirri harka- legu ákvörðun menntamálaráðherra að víkja Sturlu Kristjánssyni, fræðslustjóra, úr starfi. Jafnframt krefst fundurinn þess að ráðherra gerir ítarlega grein fyrir ástæðum brottrekstrarins á opinberum vett- vangi." Sérkennsluþörf fjórfalt meiri í umdæminu en ráðuneytið viðurkennir Það atriði greinargerðarinnar sem menntamálaráðherra hefur gramist hvað mest fjallar um sér- kennslu þroskaheftra báma. Þar segir: „Við leyfum okkur að mót- mæla þeirri hugsun sem býr að baki skerðingu á framlögum til þeirra bama sem eiga litla mögu- leika án aðstoðar. en em ekki fær um að kreijast réttar síns.“ Seinna í greinargerðinni telja nefndarmenn að greind þörf fyrir sérkennslu í umdæminu sé nær fjórfalt meiri en ráðuneytið hefur samþykkt. Einnig sjá nefndarmenn ástæðu til að taka það fram, að „heimiluð stuðnings- og sérkennsla er ekki framkvæmd í sumum öðmm umdæmum - a) vegna skorts á kennurum - b) vegna skorts á sérfræðiþjón- ustu.“ Menntamálaráðherra hefur látið í ljós undmn sína á því að skóla- hald á Norðurlandi eystra fari ítrekað fram úr fjárhagsáætlunum og er vikið nokkmm orðum að þessu atriði í greinargerðinni. Bent er á að meðalkennari á Norðurlandi eystra sé nokkm dýrari en gerist í öðrum deifbýlisumdæmum og er í því sambandi vísað til þess að starfsréttindi og starfsaldur hafi mikil áhrif á launakostnað. í um- dæminu em samkvæmt því fleiri kennarar með starfsréttindi en al- mennt gerist í dreifbýli. Nefndarmenn kvarta undan með- ferð menntamálaráðuneytisins og segja: „Ekki má líta fram hjá því að til margra ára hafa áætlanir um kennslukostnað hlotið misjafna meðferð hjá menntamálaráðuneyt- inu - að því er virðist - eftir því hvaðan þær hafa komið (sbr. beiðn- ir um sérkennslu). Aætlanir úr okkar umdæmi hafa verið skomar óeðlilega mikið niður og er því und- arlegt að sjá því haidið fram að ástæðan fyrir því að ráðuneytið samþykkti ekki viðbót miðað við eldri áætlanir sé sú að farið hafi verið fram úr áætlunum undanfar- inna ára.“ Síðar í greinargerðinni spyija nefndarmenn „hvort það sé á vald- sviði einstakra starfsmanna innan ráðuneytis að trufla skólahald eins og endurtekur sig ár eftir ár og koma í veg fyrir að veitt sé þjón- usta sem forsendur eru fyrir og fræðslustjóri hefur áætlað - ekki síst ef vinnubrögð af þessu tagi virðast aðeins snúa að einu um- dæmi.“ Áminning' vegna trúnaðarbrots í uppsagnarbréfí ráðherra til Sturlu Kristjánssonar er vísað til bréfs Menntamálaráðuneytisins frá 21. ágúst s.l. „þar sem yður er veitt áminning vegna trúnaðarbrots í starfi. . .“ Áminning þessi er veitt vegna blaðamannafundar sem boð- að var til á Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra 14. ágúst „þar sem komið var á fram- færi við fjölmiðla upplýsingum er fram koma í gögnum, sem yður voru send sem starfsmanni Mennta- málaráðuneytisins vegna fjárlaga- gerðar næsta árs.“ Niðurlagsorð áminningarbréfsins eru: „Ráðuneytið telur þá framkomu yðar að veita fjölmiðlum framan- greindar upplýsingar óhæfa og ósamrýmanlega stöðu yðar sem fræðslustjóra Norðurlandsumdæm- is eystra. Með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 38 er yður vegna þessa hér með veitt alvarleg áminning." Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þessari áminningu hafi verið formlega mótmælt af Félagi fræðslustjóra og það talið á mis- skilningi byggt að upplýsingar þær sem minnst er á í bréfinu hafí verið trúnaðarmál. Það hefur áður gerst að opin- berum starfsmanni sé vísað frá störfum með líkum hætti og Sturlu núna. Það er nær algild regla að slíkum málum sé vísað til dómstóla. Aldrei hefur það þó gerst, eftir því sem heimildir Morgunblaðsins herma, að maður hafí verið dæmdur aftur inn í fyrra starf sitt. Hins vegar hefur það borið við að mönn- um hafa verið dæmdar skaðabætur vegna slíkra uppsagna. Félag fræðslustjóra hefur óskað eftir fundi með menntamálaráð- herra um brottvikningu Sturlu Kristjánssonar frá störfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.