Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 35

Morgunblaðið - 15.01.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987 35 Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra: Sturla er ekki fær um að stjóma skólahaldinu Skólastjórar við upphaf fundarins i Lundaskóla á Akureyri síðdegis í gær. Morgunblaðið/Fríða Proppé. Einhugur á fundi skólastjórnenda og stjórnar Banda- lags kennara í Norðurlandskjördæmi eystra í gær: Skora á starfsmenn sína að leggja niður kennslu á morgun Fræðsluráðið tók yfir stjórn fræsluskrifstofunnar og hundsar beiðni ráðuneytisins um breytta stjórnun „ÞAÐ HEFUR verið stöðugur stríðsrekstur gegn mér að norð- an og því haldið fram að ég hefði horn í siðu þessa fræðsluumdæm- is og mér hefur verið núið þvi um nasir hvað eftir annað að ég vilji ekki veita peningum i sér- kennslu barna sem eiga við ýmis vandamál að etja,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráð- herra í gær þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á atburðarásinni eftir að Sturlu Kristjánssyni var vikið frá störfum. „Ég endurtek, að það er fádæma ósvífni að halda því fram að ég vilji ekki láta kenna bömum sem eiga bágt, þetta mál snýst ekki um það fyrst og fremst og ég reyndi að láta þessar blóðugu yfirlýsingar um mig ekki hafa áhrif á ákvörðun mína. Ég kannaði allar hliðar þessa máls vandlega og þetta er niður- staðan: Sturla Kristjánsson er ekki fær um að stjóma skólahaldinu. Ég viðurkenni að þetta var mér hið versta verk, að víkja manni frá störfum, en skyldan bauð mér að framkvæmda þetta svona. Ég var orðinn sannfærður um að við næð- um engum tökum á skólamálum umdæmisins með þessari stjóm hans.“ Steingrímur Sigfússon, einn al- Sjónvarp Akureyri DAGSKRÁ Sjónvarps Akureyri I kvöld, fimmtudagskvöld, er svo- felld: Kl. 20.30 Teiknimyndir.Glæfra- músin og Villi Spæta. Kl. 21.10 íþróttir.íþróttaþáttur í umsjón Heimis Karlssonar. Þáttur- inn kemur frá Stöð 2. Kl. 22.30 Bjargvætturinn (The Equlizer) Robert McCall er bjarg- vætturinn, og tekur að sér ýmis verkefni til hjálpar náunganum. Kl. 23.15 Hitchcock. Hér hafa stuttar sögur meistarans gamla verið færðar I kvikmyndabúning. Kl. 00.00 Dagskrárlok. „ÉG HEF lltið kynnt mér þetta mál og býð eftir að ráðherra geri betur grein fyrir því og þeim ástæðum sem hann hefur fyrir brottvikningu Sturlu,“ sagði Ingv- ar Gíslason, alþingismaður og fyrrverandi menntamálaráðherra. „Ég finn hins vegar á viðtölum við ýmsa norðanmenn, að Sturla Krist- jánsson hefur víðtækan stuðning og þeim norðanmönnum finnst að verið sé að ráðast á ákveðna skólastefnu Norðlendinga. Ég hef grun um að ráðherra hafi lagt til atlögu við fleiri en Sturlu með þessum aðgerðum sínum," sagði Ingvar Gíslason. Kolbrún Jónsdóttir: Sverrir ætti að líta sér nær „MÉR FINNST þetta óskiljanleg ákvörðun hjá menntamálaráðherra. Ein ástæðan fyrir uppsögninni er Bögð 8Ú, að fræðslustjóri hafi farið fram úr fjárhagsáætlunum, en það er nú ekkert einsdæmi að menn fari fram úr slíkum áætlunum. Sverrir ætti að þingismanna kjördæmisins, hefur hótað að leggja fram vantrausttil- lögu á Sverri Hermannsson, menntamálaráðherra, á Alþingi. Hvemig lýst Sverri á það? „Það eru nú kosningar framund- an og ýmsar bumbur barðar sem annars lægju utan garðs. Steingrímur sagðist reyndar, í við- tali í útvarpinu held ég, aðeins vera að íhuga að leggja fram vantraust. Ég skora hins vegar á alþýðubanda- lagsmanninn Steingrím Sigfússon, að hysja upp um sig og láta verða alvöru úr þessari hótun sinni. Já, ég mana hann,“ sagði menntamála- ráðherra. Sverrir Hermannsson telur frá- leitt að það sé sök Menntamálaráðu- neytisins að skólum hefur verið lokað á Norðurlandi eystra vegna fjárskorts. Hann segir allt stefna í það, að rekstur skóla í umdæminu árið 1986 komi til með að fara 12 milljónir fram úr áætlunum. „Ástæðan er sú, að fræðslustjórinn hefur gefið út miklu fleiri stöðugildi en gert er ráð fyrir í áætlunum." Norðanmenn hafa bent á að grunnskólalögin segi fyrir um ákveðna starfsemi í skólum sem kosti einfaldlega meira en síðan er veitt til reksturs skóla. „Já, það eru ótal lög í landinu," segir Sverrir Hermannsson. „Ég get t.d. bent á lög um Kvikmyndasjóð, en allt frá setningu þeirra laga hefur ekki ve- rið hægt að veita fé í þann sjóð eins og til stóð og skýr lagaákvæði eru um. Það dettur samt engum í hug að veita meira fé til kvikmynda- gerðar en fjárveitingar leyfa. Menn verða að taka mið af staðreyndum og stjóma eftir því.“ Flestir þeir skólar sem stöðvast hafa vegna fjárskorts, eða þar sem það hefur legið við, eru í strjálbýli og yfirleitt í fámennum og illa staeð- um sveitarfélögum. Tólf milljóna reksturshalli gæti orðið þessum sveitarfélögum þungur baggi ef þau þyrftu að borga hann. „Nei, auðvit- að endar með því að ríkið borgar þessar skammarskuldir, fátæk sveitarfélög geta ekki risið undir þessu, það er alveg ljós. Og Sturla Kristjánsson ætlar sér sjálfsagt að verða einhver frelsishetja í byggða- pólitíkinni fyrir norðan út á þetta,“ sagði menntamálaráðherra. líta sér nær í þeim málum, því 30. september var aðalskrifstofa hans ráðuneytis búin að fá 7,9 milljónir í aukafjárveitingar vegna greiðsluerf- iðleika. Ég get því ekki séð að þessi rök hans fyrir brottvikningunni stand- ist,“ sagði Kolbrún Jónsdóttir, al- þingismaður Alþýðuflokks á Norðurlandi eystra. „Ég er einnig mjög hissa á því að greinargerð um skólamál á Norður- landi eystra, sem stfluð var sem trúnaðarmál til okkar alþingismanna kjördæmisins, sé notuð sem átylla fyrir brottrekstri. Ekkert I þessari greinargerð gefur tilefni til slíkra aðgerða. Þetta er mjög alvarlegt mál og ég l(t á það sem aðför að landsbyggð- inni.“ Koibrún' bætti því við að ef skoðuð væru fjárlög næsta árs kæmi í ljós að hækkun til grunnskóla næmi 22,2%, en hins vegar hækkuðu fram- lög til aðalskrifstofu Menntamála- ráðuneytis um 38,4%. „Þetta sýnir kannski hug ráðherrans til mennta- mála í landinu," sagði Kolbrún. SAMSTAÐA virðist fullkomin meðal skólamanna I Norður- landskjördæmi eystra gegn brottvisun menntamálaráðherra á fræðslustjóra umdæmisins, Sturlu Kristjánssonar. Þá er mik- il ólga meðal almennings hér á Akureyri vegna máls þessa. Á fjölmennum fundi skólastjóra, yfirkennara og stjórnar Banda- lags kennara í kjördæminu sídegis í gær var samþykkt sam- hljóða harðorð ályktun með beiðni til forsætisráðherra um að hann aflétti uppsögninni. Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi við ákvarðanir fræðsluráðs umdæm- isins frá því fyrr í gær þess efnis, að hundsa bréf ráðuneytis um nýja skipan á stjórn fræðslu- skrifstofunnar og auk þess skorar fundurinn á skólamenn að sýna samstöðu og fella niður kennslu á morgun föstudag, en nota tímann til að ræða málin. Niðurlag ályktunarinnar er svo- hljóðandi: „Við munum áfram líta á Sturlu Kristjánsson sem SteingTÍmur J. Sigfússon: Rannsóknarnefnd Al- þingis ætti að rannsaka málið „ÞETTA ER yfirgengileg valdníðsla af hálfu ráðherra og öll vinnubrögð í þessu mali eru alveg forkastanleg," sagði Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður Alþýðubandalagsins. „Það er verið að hengja Sturlu Krist- jánsson fyrir það eitt að hafa staðið framarlega í breiðfylkingu norð- lenskra skólamanna. Stefna skóla- manna á Norðurlandi virðist fara svona í taugar menntamálaráðherr- ans. Það sem verra er, er að þessi brottvikning Sturlu er ekki eina málið af þessu tagi í ráðherratíð Sverris Hermannssonar, skemmst er að minnast brottreksturs Siguijóns Valdimarssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna.“ Steingrímur vildi minna á að það væri mjög alvarlegt mál þegar opin- ber starfsmaður væri rekinn og til fræðslustjóra á Norðurlandi eystra." Fundahöld hér á Akureyri hófust þegar snemma í gærmorgun með fundi starfsfólks fræðsluskrifstofu umdæmisins, en skrifstofunum var lokað vegna fundahalda í gær. Fræðsluráð kom síðan saman til fundar kl. 14 og stóð sá fundur yfir þar til á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Formaður frasðsluráðs- ins, Þráinn Þórisson, setti fundinn með þeim orðum, að efni fundarins væri aðeins eitt, þ.e. rangsleitnin sem þeir hefðu verið beittir með uppsögn fræðslustjórans. Hann sagði ennffemur, að honum liði eins og hann væri viðstaddur jarðarför en ekki að setja fund. Fulltrúar í fræðsluráði ræddu við starfsmenn fræðsluskrifstofunnar og m.a. var rætt við Úlfar Björns- son skrifstofustjóra en Úlfari var afhent í fyrradag bréf frá deildar- stjóra menntamálaráðuneytis þar sem þess var farið á leit við hann að hann gegndi starfi fræðslustjóra þar til nýr fræðslustjóri tæki við þess þyrftu að liggja æmar ástæður, afglöp eða afbrot, og hann kæmi ekki auga á slíkt í þessu tilviki. „Skólamenn á Norðurlandi hafa verið ákveðnir í því að láta það ekki viðgangast að skólastarf þar sé ekki metið til jafns við aðra landshluta og mér finnst að í framhaldi af þessum ásökunum ráðherra um óráðdeild í fjármálum þyrfti að rannsaka að- stöðumun landshluta til skólahalds." Steingrímur var spurður hvort hann ætlaði að flytja vantrausttillögu á menntamálaráðherra á Alþingi, eins og hann gaf í skyn í viðtali við frétta- mann Rikisútvarpsins. „Ég sagðist myndu íhuga að flytja vantrausttil- lögu eða gera aðrar svipaðar aðgerðir. Ég er nú þegar búinn að óska eftir utandagskrárumræðu um þetta mál um leið og þing kemur saman. Eftir að hafa kynnt mér ýmsa möguleika til aðgerða hallast ég að því að flytja tillögu um að þingið setji á fót rann- sóknamefnd sem kanni þessi málsat- vik öll. Þetta mál sýnir okkur vel hversu staða einstaklinga er veik gagnvart misbeitingu valds af þessu tagi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. eftir u.þ.b. fimm vikur. Fræðsluráð- ið ogÚlfar sendu menntamálaráðu- neytinu sitt hvort símskeytið í lok fundarins í gær. Fræðsluráðið til- kynnir í sínu skeyti að þeir mótmæli harðlega bréfi ráðuneytis varðandr skipan verkefna fræðslustjóra og tilkynnir að það telji ráðuneytið ekki geta mælt fyrir um verkefni skrifstofunnar án atbeina fræðslu- ráðsins. Úlfar tilkynnir ráðuneytinu í sinu skeyti, að hann líti svo á að það sé mál fræðsluráðs að ráðstafa starfí sínu og því hafiii hann bréfi ráðuneytis þar sem hann sé beðinn að taka að sér störf fræðslustjóra tímabundið. Fræðsluráð sendi menntamála- ráðherra bréf í lok fundarins þar sem það lýsir m.a. yfir fullri ábyrgð á störfum fræðslustjóra og tilkynn- ir að það muni veita fræðsluskrif- stofunni forstöðu á meðan það ástand vari sem nú hafi skapast. í fréttatilkynningu sem gefin varút í lok fundarins segir m.a. að fræðslu- ráð óttist, að þessi geðþóttaákvörð- un ráðherra, eins og uppsögnin er kölluð, kunni að stefna í tvísýnu þeirri skólastefnu sem markvisst hafí verið unnið að og mótuð er í grunnskólalögum. Mikill hiti var í mönnum á fundi skólastjóra, yfirkennara og forustu- manna kennara, en fundurinn hófst kl. 16 í Lundaskóla hér á Akur- eyri. Menn voru þar stóryrtir og auk framantalinna atriða úr ályktun fundarins heita þeir á stjóm Fjórð- ungssambands Norðlendinga, „að snúast af fullri hörku gegn rang- sleitni Sverris Hermannssonar, þar* sem Sturla Kristjánsson fræðslu- stjóri er látinn gjalda samþykktar skólamanna, sem þingmönnum Norðurlands eystra var falin í hend- ur með fullum trúnaði og aldrei hefur af okkar hálfu verið „opin- beruð". Þá gera þeir einnig kröfu til þess að „rakalaust áminningar- bréf verði afturkallað." Ályktunin var í gærkvöldi send forsætisráð- herra, Fjórðungssambandi Norð- lendinga og fræðsluráði Norður- lands eystra. Menn ræða hér nokkuð um áhrií þessa á stjómmálalífið hér í kjör- dæminu. I viðtölum við formenn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins og fulltrúaráðs flokksins hér á Ak- ureyri í gær kom fram, að mál þetta verður tekið fyrir á fundum með þingmönnum kjördæmsins strax á næstu dögum. Ingvar Gíslason: Sturla hefur víðtækan stuðning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.