Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 15.01.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANUAR 1987 39 GJALDSKRÁ FYRIR SÍMA- ÞJÓNUSTU eftir Guðmund Björnsson í tengslum við nýgerða kjara- samninga og afgreiðslu fjárlaga hafa nú undanfarið farið fram mikl- ar umræður um gjaldskrár opin- berra þjónustufyrirtækja og þá stefnu stjórnvalda að hækkanir á opinberri þjónustu í heild verði ekki umfram almenna verðlagsþróun í landinu. Meðal þeirra þjónustufyrirtækja sem ekki hafa fengið umbeðnar gjaldskrárhækkanir nú nýverið er Póst- og símamálastofnunin og ætla ég af þeim ástæðum í fáeinum orðum að víkja að þeim breytingum á gjaldskrá fyrir símaþjónustu sem átt hafa sér stað undanfarin ár. Gjaldskrá fyrir símaþjónustu inn- anlands hafði ekki hækkað frá 1. ágúst 1983 til 1. jan. 1987. Þann 1. júlí 1985 varð hins vegar veruleg lækkun á nokkrum helstu þjónustu- liðum hennar. Má nefna að þá lækkaði afnotagjald fyrir síma úr 575 kr. í 530 kr. eða um 7,8%, verð fyrir umframskref lækkaði úr 1,35 kr. í 1,20 kr. eða um 11,1% og afnotagjald fyrir telexþjónustu, þ.e. númer í stöð og bæjarlínu, úr 6.668 kr. í 1.725 kr. eða um 74,1%. Að meðaltali var þessi lækkun um 9%. 1. jan. sl. hækkaði gjaldskrá fyr- ir símaþjónustu að meðaltali um 10%. Þannig hækkaði afnotagjald fyrir síma í 585 kr. og gjaldið fyrir umframskref í 1,32 kr. Hækkunin er þó ekki meiri en svo að gjaldskrá- in er nú nokkurn veginn sú sama og 1. ágúst 1983 eða fyrir 41 mán- uði og er því um mikla raunlækkun að ræða. Gjaldskrárbreytingar fyrir síma- þjónustu milli landa eru nær Guðmundur Björnsson „Ég tel hins vegar stór- varasamt að leg-gja út á þá braut að fjármagua dagiegan rekstur opin- berra þjónustufyrir- tækja, eins og Pósts og síma, með erlendum lántökum enda rekstri þessara fyrirtækja og uppbyggingu þá stefnt í bráða hættu.“ eingöngu háðar breytingum á gengi og samningum milli símastjórna um breytingar á gjöldum, ýmist til hækkunar eða lækkunar. Aðrar for- sendur eru því fyrir verðlagningu símaþjónustu milli landa heldur en innanlands. Talsímaþjónusta til útlanda hækkaði 10. jan. sl. um 11% að meðaltali þrátt fyrir um 20% hækk- un á gengi SDR frá síðustu gjald- skrárbreytingu. Var hækkunin þannig verulega lægri en breyting á gengi SDR, vegna samkomulags flestra símastjóma um lækkun á ákveðnum liðum í kostnaðargrund- velli. Hækkanir hafa því orðið á símtölum til útlanda á þessu tíma- bili, þótt ekki séu þær stórvægileg- ar. Sem dæmi má nefna að sjálfvirkt símtal í 1 mínútu til Norð- urlandanna, sem kostaði í sept. 1983 29 kr., kostaði í lok síðasta árs 34 kr. og hækkaði 10. jan. sl. í 38 kr. Það hefur því aðeins hækk- að um 31% á 40 mánuðum. 1 mín. símtal til Englands sem kostaði í sept. 1983 35 kr. kostar nú 43 kr. og hefur því aðeins hækkað um 23% á tímabilinu og 1 mín. símtal til Bandaríkjanna, sem kostaði 65 kr. í sept. 1983, kostar nú eftir hækk- unina 85 kr. og hefur því hækkað um 31% á tímabilinu. Söluskattur er innifalinn í fyrrnefndum milli- landagjöldum. A þessu tímabili hefur gengi uppgjörsgjaldmiðilsins hækkað um 68%, en af því má sjá að um allveru- lega raunlækkun á símtölum til útlanda er að ræða. Ef gerður er samanburður á breytingum afnotagjalds síma og verði fyrir umframskref annarsveg- ar, en það eru þau símagjöld sem vega þyngst hjá öllum almenningi, og nokkrum þjónustugjöldum og vísitölum hinsvegar, kemur í Ijós að hækkanir á símagjöldum eru verulega lægri en á þessum gjöld- um. Ef tekin eru sl. 5 ár, sjá mynd 1, þá hefur lánskjaravísitala, sem er samsett úr framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu, hækkað um 415%, launavísitala um 338%, gengi SDR um 421%, áskrift dagblaðs um 400%, húshitun í Reykjavík um 675% og afnotagjald sjónvarps um 377% meðan skrefagjaldið hefur hækkað um 193% og afnotagjaldið um 204%. Ef aðeins eru teknar verðbreyt- ingar sl. 3 ár þá er munurinn enn meiri, sjá mynd 2, en þar kemur fram m.a. að meðan lánskjaravísi- talan hefur hækkað um 85%, launavísitalan um 110%, afnota- gjald sjónvarps um 84% og húshitun í Reykjavík um 78% hefur afnota- gjald fýrir síma aðeins hækkað um 2% og verð á umframskrefi lækkað um 2%. Geri aðrir betur. Eg valdi einnig að taka til saman- burðar í báðum tilvikum áskriftar- verð dagblaða, en í þeirri miklu samkeppni sem er á fjölmiðlamark- aðinum lifa ekki nema vel rekin fyrirtæki sem halda rekstrarkostn- aði og þjónustugjöldum sínum í lágmarki. Það er ljóst á þessum saman- burði að framlag Pósts og síma til baráttunnar gegn verðbólgunni er óumdeilanlegt og mættu ýmsir aðil- ar líta sér nær í því sambandi. Þar sem t.d. lánskjaravísitalan er sam- sett úr mörgum þáttum er ljóst að ef einstakir liðir hækka minna en vísitalan hafa aðrir liðir hækkað meira, þar sem vísitalan sýnir vegið meðaltal þessara hækkana í heild. Nú kann einhver að spyrja hvern- ig það sé hægt að hækka gjaldskrá fyrir símaþjónustu á þessu tímabili ekki meira en raun ber vitni? Eins og kunnugt er hefur verð- bólgan gengið allverulega niður, vextir hafa lækkað, gengjð hefur verið stöðugra en áður, arðsemi fjárfestinga hjá stofnuninni undan- farin ár er að koma í ljós ásamt aukningu viðskipta í flestum þjón- ustugreinum. Auk þess hefur hagræðingu verið beitt í rekstri. Þá hafa aðflutningsgjöld af íjárfest- ingaefni verið felld niður og munar um minna. Allt á þetta sinn þátt í því að unnt hefur verið að halda gjaldskrárhækkunum hjá stofnun- inni niðri undanfarin ár. Margt af þessu á auðvitað einnig að koma til góða í öðrum rekstri og endur- speglast í gjaldtöku einkafýrirtækja á sama hátt og hjá opinberum fyrir- tækjum. Um síðustu áramót var þó svo komið að nauðsynlegt var að hækka gjaldskrá fyrir simaþjónustu nokk- uð. Við lokaafgreiðslu fjárlaga hafði verið metið, að til að endar næðu saman hjá stofnuninni greiðslulega, vegna áætlaðs greiðsluhalla 1986 upp á 170 millj. kr., og vegna árs- ins 1987, að gjaldskrá fyrir síma- þjónustu þyrfti að hækka um 16% l.jan. 1987 oggjaldskrá fýrirpóst- þjónustu um 26% frá 1. febr. Þetta var eftir að biýnar fjárfestingar hjá stofnuninni höfðu verið skornar nið- ur í 462 millj. úr rúmum 600 millj. kr. Við það var m.a. gengið svo hart fram að búast má við númera- skorti á vissum stöðum á landinu síðari hluta þessa árs. Þá er rétt að hafa í huga að gjaldforsendur fjárlaga eru að venju í veikara lagi. Má búast við að tekjuþörfin hafí verið vanmetin þannig að þær áætl- anir sem gerðar voru um gjald- skrárhækkanir eru í lágTnarki. Eftir að fjárlög höfðu.verið sam-' þykkt á þessum grundvelli gerðist það, að ríkisstjómin lét því miður undan þrýstingi aðila vinnumarkað- arins varðandi opinberar gjaldskrár og var nú ákveðið, að gjaldskrá fyrir símaþjónustu skyldi aðeins hækka um 10% að meðaltali þann 1. jan. sl. Það í reynd gerir lítið betur en að vinna upp áætlaðan greiðsluhalla ársins 1986. Hvemig er svo ætlunin að afla viðbótartekna fyrir árið 1987? Jú, enn einu sinni á að brúa þörfina fyrir gjaldskrár- hækkanir með lántökum og mí? ætla að nauðsynlegt verði að taka a.m.k. 150 millj. kr. að láni í þessum tilgangi. Þá hefur verið tekið tillit til væntanlegra hækkana á póst- burðargjöldum. I sjálfu sér er ekki óeðlilegt að hluti af íjárfestingum sé fjármagn- aður með lánsfé sérstaklega ef fjárfestingar eru umfram eðlilegar afskriftir. Ég tel hins vegar stór- varasamt að leggja út á þá braut að fjármagna daglegan rekstur op- inberra þjónustufyrirtækja, eins og Pósts og síma, með erlendum lán- tökum enda rekstri þessara fyrir- tækja og uppbyggingu þá stefnt í bráða hættu. Hér býr sjálfsagt að baki velvilji ríkisstjórnarinnar og jákvæð af- staða til nýgerðra kjarasamninga, en er tæplega hugsað til enda. Stað- reyndin er sú að lántökur í fyrr- neftidum tilgangi koma símnotend- um í koll síðar í hækkuðum þjónustugjöldum, því af lánum þarf að greiða bæði vexti og lántöku- kostnað. Auk þess er það ekki gæfulegt fyrir efnahagslífið í landinu að opinber fyrirtæki og reyndar ríkissjóður líka séu rekip með halla og allra síst á þenslutím- um og spuming hvort það er ekki of dýru verði keypt ef það á að vera grundvöllur vinnufríðs í landinu. Höfundur er aðstoðarpóst- og símamálastjóri. AQ PŒ 8IgfflSp Aðalfundur Félags ísl. stórkaupmanna verður haldlnn flmmtudaglnn 29. janúar nk. á Hótel Sögu, ráðstefnusal A, og hefst kl. 10.30. DAGSKRÁ SKV. FÉLAGSLÖGUM: 1. Fundarsetning. 2. Ræða formanns, Torfa Tómassonar. 3. Skýrsla stjórnar. 4. Lagöir fram endurskoöaöir reikningar félagsins. HADEGISVERÐUR: Dr. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings hf., flytur erindi um þróun fjármagnsmarkaðar og erlend áhrif og svarar fyrirspurnum. 5. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár og ákvörðun árgjalda. 6. Greint frá starfsemi Lifeyrissjóðs verslunarmanna og Fjár- festingarsjóös stórkaupmanna. 7. Kosning formanns. 8. Kosning þriggja stjórnarmanna. 9. Kosning tveggja endurskoöenda og tveggja til vara. 10. Kosið í fastanefndir. 11. Ályktanir. 12. Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til aÖ fjölmenna og skrá þátttöku sina áskrifstofu F.Í.S. isima 10650eöa 27066fyrirld. 12.00miö- vikudaginn 28.janúarnk. FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.