Morgunblaðið - 15.01.1987, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1987
Þijú stórhneyksli
eftirJens
íKaldalóni
Það gaf heldur á að líta eða hitt
þó heldur á fyrsta kvöldi nýja árs-
ins 1987 er maður í miklum fögnuði
opnaði sjónvarpið til uppörvunar og
sálubótar eftir allar kveðjur gamla
ársins með flugeldaskotum og fagn-
aði kvöldinu áður. Þulurinn varar
mann við að bömunum blessuðum
sé ekki aetluð sú munaðarkvöld-
stund að horfa á það, sem útdeila
ætti til sálarheilla og skemmtunar
þetta fyrsta kvöld ársins 1987 og
á skjánum blasa við manni tvær
allsberar manneskjur í öllum þeim
svæsnustu klámstellingum, sem út
kunna einir að færa okkar háþróuðu
listskapendur, þar sem með opin
ginin, svo sem soltnir gauksungar
í hreiðri sínu gapa á móti maðki
sér til saðningar í gráðugum hama-
gangi, sleikja hvert annað. Slíkur
óþverri gat ekki nokkrum siðuðum
manni orðið til annars en sárinda
og kvalar á helgri kvöldstund ný-
byrjaðs árs og enda alla daga haft
á því skömm, fyrirlitningu og ama,
og í framhaldi af því mikla fári, sem
loksins hafði um sig gripið meðal
siðgæðispostula þessarar þjóðar, að
nýbúið var að hirða hundruð eða
þúsundir klámmynda hjá hinum
ýmsu myndbandaleigum, að fæst-
um datt í hug að slíkum óþverra
sem þessum yrði sjónvarpað til ynd-
isauka út um allar byggðir þessa
lands og mikið að ekki var sent út
á sjálfa jólanóttina.
En hvað á svo að gera við bless-
uð bömin og unglinga á meðan allur
djöfulskapurinn blasir við á skján-
um ef ekki mega þau horfa á það
sem í boði er? Á að binda fyrir
augu þeirra eða setja þau í ein-
hvem gapastokk sér til afþreyingar
um sjálfa nýárshelgina eða hvað?
Jens i Kaldalóni
I
x.
Opið aila virka daga fra kl. 8:00 - 18:00
Laugardaga fra kl. 9:00 - 12:00
Inniaðstaða fyrir alla bíla
'u inii.iU'HiALhU.
NÝOG BETRIINNIAPSTAÐA FYRIR
RAFGEYMA- ÞJONUSTUNA
PÓLAR HF. CHLOR1DE
Einholti 6, s. 18401,105 Reykjavík. TREYSTU CHLORIDE • OKKAR REYNSLA ER ÞÍN TRYGGING
Áratuga reynsla
Pólar hf. hefur 35 ára reynslu í sölu rafgeyma og þjónustu við
bifreiðaeigendur. Okkar reynsla er þín trygging.
Ókeypis þjónusta
Við yfirförum rafgeymi bifreiðarinnar þér að kostnaðarlausu og
bendum á hvað betur má fara.
Chloride rafgeymar
Chloride verksmiðjurnar hafa löngum verið í fararbroddi
framleiðenda á rafgeymum. Chloride rafgeymar hafa sérstakt
kaldræsiþol og þola ótrúlega vel mikið álag.
Chloride Ultra Start rafgeymar
Vökvalausu rafgeymarnir frá Chloride heita Ultra Start. Þeir
hafa reynst sérstaklega vel við íslenskar aðstæður og eru
sannkallaðir þrumuræsar á köldum vetrardögum.
Inniaðstaða fyrir alla bíla
Nú getum við tekið stóra jafnt sem litla bíla í hús,
til viðhalds og endurnýjunar á rafgeymum þeirra.
Og auðvitað kitlar það forvitni
þeirra og spennu, að mega ekki sjá
það sem sjónvarpið á að gleðja
landslýðinn með og ekki síst á þeim
dögum og stundum, sem ástæða
væri til að ætla, að ekki bæri þetta
háþróaða menningartæki okkar á
borð fyrir landslýð allan, það sem
allir mættu ekki sjá. Það er ekki
svo mikið um skemmtiatriði víðast
út um landsbyggð alla, að hægt sé
að skipta íjölskyldunni með góðu
móti í margar einingar eða stía
henni í sundur, þar sem forboðnar
klám- og kjaftamyndir eiga að
prýða huga manns og heimili, en
jafnvel þótt fullorðnir séu býður
þeim við að horfa á og vita í ná-
lægð sinni jafnógeðfelldan ófögnuð
og þarna var á borð borinn. Ég vil
svo sannarlega segja eins og mað-
urinn, að nóg væri komið af
klámmyndum á árinu, sem var að
líða, þótt ekki væri fitjað uppá
slíkum óþverra á nýársdagskvöldi.
Nú veit ég ekkert hver hefur
staðið fyrir því að sjónvarpa þess-
ari ógeðslegu mynd — en hitt er
víst — að hafí sá er þar réð nokkra
mannlega siðgæðistilfínningu til að
bera — þá á hann að segja af sér
því starfi hið snarasta og biðja
landsfólkið fyrirgefningar á van-
hæfni sinni til að gera góða hluti,
því fleirum en mér bauð við óþverr-
anum.
Annað
Það þarf ekki að segja lands-
mönnum frá hinu svokallaða
okurmáli, svo kunnugt er það orðið
í tilveru líðandi árs og ekki skal ég
fara hér að kryija það mál til mergj-
ar, sem þó svo sannarlega væri
ástæða til að gera frá mörgum
raunhæfum sjónarhomum. En hér
og nú, þegar æðsti dómstóll lands-
ins dæmir þessa gerð alla á
lögmætan hátt vegna þess, að hann
hafí ekkert það í höndum sér sem
til sakar megi eftir dæma þá menn,
sem hlut eiga að máli, þá verður
manni á að hljóðna í einskonar
tómarúmi tilverunnar og þá horf-
andi á æðstu menn þjóðarinnar
klagandi hver annan í vanhæfni
gerða sinna, sem handhafar valds-
ins til að láta lög og reglur þessa
lands vera í gildi.
Það mætti langt mál um þetta
rita, sem þó hér verður látið hjá
líða nú. En ef að þeir menn, sem
nú og áður gapa mest um frelsi og
fijálsa vexti, gerðu sér nokkra
minnstu grein fyrir því hve stórt
mál hér er um að ræða og byggðu
á einhverri reynslu af þeim áhrifum
sem óheft vaxtaokur getur haft,
og hefur haft á afkomu einstakl-
inga og fyrirtækja, og hvað vaxta-
okur hefur lamað og kollvarpað allri
starfsemi til lífsins bjargar undan-
fama áratugi, sem svo liggja fyrir
um ótal dæmi, þá get ég ekki hald-
ið, að ekki hugsuðu sig tvisvar um,
áður en mæltu með óheftum og
fijálsum vöxtum.
Ég sagði einhvern tímann í blaða-
grein, að þótt þessi ríkisstjórn hefði
ekkert annað gert en að lækka þá
okurvexti, sem hér hafa ríkt undan-
fama áratugi, þá hefði það eitt og
sér orðið það heljarstökk til betri
vegar allri athafnastarfsemi þjóðar-
innar, að til straumhverfa mætti
kalla, enda hefur sú reynslan orðið.
En nú gapa okkar ágætustu for-
svarsmenn út í koldimma nóttina í
þenkingum sínum, hvað hafí eigin-