Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987
Ung kona á gjörgæslu
Morgunblaðið/Ingvar
UNG kona slasaðist alvarlega er hún varð fyrir
bíl á Suðurlandsbraut um klukkan átta á föstu-
dagsmorgun. Konan var á leið yfir götuna er
hún varð fyrir bílnum sem ók í austur. Hún hlaut
alvarlega höfuðáverka og beinbrot og var flutt
á gjörgæsludeild Borgarspítlans. Að sögn lækna
er hún ekki í lifshættu og var á batavegi þegar
síðast spurðist í gær. Bifreiðin sem hér um ræð-
ir er notuð til að flytja járn og eins og sjá má
á meðfylgjandi mynd er hún útbúin sérstökum
grindum til þeirra flutninga. Ekki er talið að
sá útbúnaður hafi byrgt ökumanni sýn né átt
þátt í slysinu oggerði bifreiðaeftirlitsmaður, sem
kom á slysstað, enga athugasemd við þennan
útbúnað að sögn lögreglu.
Áfengisneyslan jókst
um 4,16% árið 1986
Neysla sterkra vína jókst á
kostnað léttra vína
Útgerðarfélag
Akureyringa:
Harðbakur
aflaði
5.230 lest-
ir 1986
Hrímbakur var með
hæst meðalverð á kíló
Akureyri
TOGARAR Útgerðarfélags
Akureyringa öfluðu á síðasta
ári alls 19.816 lesta, sem er
119 lestum meira en árið áð-
ur. Brúttóaflaverðmæti var
377,7 milljónir króna. Aflan-
um var öllum landað innan
lands. Fyrirtækið flutti alls
út eða seldi 6.225 lestir á ár-
inu ojg voru birgðir þá 201
lest. A árinu áður voru fluttar
utan 5.525 lestir og birgðir í
árslok þá voru 1.040 lestir.
Útgerðarfélagaið gerir úr 5
togara og var útgerð þeirra með
svipuðum hætti og árið áður, þó
með þeim breytingum að
Hrímbakur var nú að veiðum
allt árið, en aðeins haustmánuð-
ina árið áður. Svalbak var hins
vegar haldið minna úti á síðasta
ári en árið áður og við það breyt-
ist hlutfall þessara skipa veru-
lega í heildaraflanum. Afli
annarra skipa var svipaður milli
áranna.
Kaldbakur aflaði alls 4.435
lesta á árinu 1986 (4.791) að
verðmæti 85,1 milljón króna á
288 veiðidögum. Meðalverð á
kíló var 19,18 krónur. Svalbakur
aflaði alls 3.481 lestar (5.045)
að verðmæti 66,5 milljónir króna
á 223 veiðidögum. Meðalverð á
kíló var 19,11. Harðbakur var
með 5.230 lestir (4.965) að verð-
mæti 96,6 milljónir króna á 291
veiðidegi. Meðalverð á kíló
18,48. Sléttbakur var með 3.524
lestir (3.909) að verðmæti 63,7
milljónir króna á 282 veiðidög-
um. Hrímbakur var með 3.146
lestir (988) að verðmæti 65,8
milljónir á 263 veiðidögum. Með-
alverð 20,92 krónur. Öllum
aflanum var landað á Akureyri.
Útgerðarfélagið seldi eða
flutti utan 6.225 lestir af freð-
fiski, 7 lestir af skreið, 826 lestir
af saltfiski og 41 af hertum fisk-
hausum. í öllum tilfellum var
um aukningu að ræða frá fyrra
ári, en birgðir af frystum físki
í árslok voru minni nú en árið
áður.
ÁFENGISNEYSLA íslendinga
jókst um 4,16% á siðasta ári og
er nú rúmlega það sem hún var
á árinu 1984, samkvæmt tölum
yfir sölu Áfengisverslunar rikis-
ins. Meðaltalsneysla sérhvers
íslendings 15 ára og eldri var
4,50 alkóhóllítrar, en var á árinu
1985 4,32 alkóhóllítrar. Það var
3,14% minnkun frá árinu 1984,
þegar neyslan var 4,46 lítrar
alkóhóls. Neyslan hefur ekki á
þessum áratug verið meiri en var
á síðasta ári.
Athygli vekur að að neyslan á
sterkum vínum eykst um 7,95%,
úr 7,92 lítrum í 8,55 lítra, á sama
tíma og neyslan á léttum vínum
minnkar um 5,69%. Hún er árið
1986 9,28 lítrar, en var á árinu
1985 9,84 lítrar.
í þessum tölum er ekki tekið til-
lit til þess áfengis, sem ferðamenn
og áhafnir skipa og flugvéla taka
með sér inn í landið, né messuvíns,
en notkun þess nam 817,6 ltrum á
síðasta ári eða 130,82 lítrum alkó-
um 1,67% á árinu 1986 frá árinu
áður samkvæmt sölutölum frá
Áfengisverslun ríkisins og sama
gildir um vindlareykingar.
Pípureykingar minnkuðu um
18,41%.
hols. Sterk vín eru öll vín með
meiri áfengisstyrkleika en 22%.
Af rauðvíni seldist mest af Val-
policella, 131.372 lítrar, og Piat de
Beaujolais, tæpir 50 þúsund lítrar,
og af hvítvíni, Liebfraumilch Anh.,
rúmir 150 þúsund lítrar. 230.914
flöskur seldust af Brennivíni, rúm-
lega 115 þúsund af kláravíni, 258
þúsund af Smimoff vodka og og
tæplega 152 þúsund af Icy vodka.
Sala á vindlingum nam 430.494
mille, en einingin mille jafngildir
50 pökkum af sígarettum. Sala
vindlinga allt árið 1985 var 434.867
mille. 14.445 mille seldust af vindl-
um, en 14.420 árið 1985. Eitt mille
jafngildir eitt þúsund vindlum.
23.183 kíló seldust af reyktóbaki,
en 28.193 árið 1985.
Half and Half og Prince Albert
eru vinsælust reyktóbaksins, en
Winston selst mest af vindlingun-
um. London Docks og Fauna seljast
mest af vindlum.
Tveir eiiis
bflar lentu
í árekstri
- áeinastaðnum
þar sem ekki var
hægt að mætast
TVEIR bílar sömu gerðar, ná-
kvæmlega eins á litinn, jafn
gamlir og jafn mikið eknir, rák-
ust saman á hringveginum á
móts við Leifsstaði í Landeyjum
í Rangárvallarsýslu í fyrra mán-
uði, á eina staðnum á þessum
slóðum þar sem ræsi gegnum
veginn þrengir hann svo ekki er
hægt að mætast.
Bílamir tveir voru af gerðinni
Mitsubishi Pajero. Þeir voru báðir
silfurgráir á Iitinn með röndum sem
voru á sömu stöðum á báðum bílun- :
um, og bflamir vom skráðir á '
svipuðum tíma og báðum hafði verið
ekið svipaðan kílómetrafjölda, eða um
3000. Eini munurinn var sá að annar
bfllinn var með bensínvél en hinn með
díselvél, og annar bfllinn var með
X—númeri og hinn með U—númeri.
Þegar bflamir mættust þama á
hringveginum var orðið skuggsýnt
og hvorugur bflstjóranna sá stikur I
með endurskinsmerkjum sem merktu
breidd ræsisbrúarinnar, enda lækk-
uðu báðir ljósin í þann mund sem
þeir voru að mætast. Bílamir komu
að brúnni á sama andartaki og lentu
beint framan á hvomm öðmm.
Ökumenn og farþegar í bílunum
sluppu án teljandi skaða, en bílamir
skemmdust mikið.
„Það er óhætt að segja að þetta
hafi verið einstök tilviljun allt sam-
an,“ sagði Sveinn ísleifsson lögreglu-
varðstjóri á Hvolsvelli í samtali við
Morgunblaðið. Sveinn bætti því við
að síðan þetta gerðist hefðu verið
sett upp umferðarmerki sitt hvom
megin við ræsið til að vara við því
að vegurinn þrengist á þessum stað.
Kvosin orð-
in að Miðbæ
UM NOKKURT SKEIÐ hefur það
tíðkast að nota orðið „Kvos“ um
hluta af miðbæ Reykjavíkur.
„Kvosarskipulagið" eða „deili-
skipulag að Kvosinni" hafa t.d.
verið mikið í umræðunni undan-
farin misseri. En nú blasir við að
þeir, sem eru vanir að nota orðið
Kvos, þurfi að temja sér notkun
orðsins „Miðbær" i stað þess.
Forsaga þessa máls er sú, að á
fundi borgarstjómar í síðustu viku,
þegar verið var að afgreiða reglugerð
um bílastæðagjöld í Reykjavík, var
samþykkt, með atkvæðum allra borg-
arfulltrúa, tillaga frá Haraldi Blöndal,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
þess efnis að orðið „Kvos" yrði fellt
úr reglugerðinni og í stað þess kæmi
orðið „Miðbær". Það væri eldra og
uppmnalegra.
Morgunblaðið hafði samband við
Davið Oddsson, borgarstjóra, út af
þessu máli og spurði hann hvort að
þetta þýddi að héðan í frá yrði alfar-
ið stuðst við orðið Miðbæ i stað
Kvosar. Davíð sagði svo vera. Hann
liti svo á að þama hefði verið um
stefnumarkandi ákvörðun að ræða
af hálfu borgarstjómar.
Samtök um kvennaathvarf
senda blað inn á hvert heimili
Vindlingareyking-
ar minnka lítillega
Vindlingareykingar minnkuðu
RANNSÓKNIR Siguijóns Ólafssonar tannlæknis á kjálkabrotum
kvennsjúklinga leiddu í ljós að 90% þeirra voru eftir ofbeldisverk
karlmanns. Þetta er eínn af fróðleiksmolum sem nýútkomið kynn-
ingarblað Samtaka um kvennaathvarf hefur að geyma. í blaðinu
er sérstaklega fjallað um ofbeldi gegn börnum, sifjaspell og
nauðganir. Þar er einnig að finna viðtöl við konur og börn sem
dvalið hafa í Kvennaathvarfinu, starfsfólk og upplýsingar um
skipulag samtakanna.
Blaðinu verður dreift í 80.000
eintökum og það borið inn á hvert
heimili á landinu. Efni þess var
unnið af félögum í samtökunum
undir ritstjóm Önnu Ólafsdóttur
Bjömsson. Fyrirhugað er að gefa
út upplýsingabæklinga um nauðg-
anir og bamaofbeldi en ágóða af
blaðinu „Kvennaathvarf" verður
varið til að auka útgáfustarfsemi
á vegum samtakanna.
Rannsókn Siguijóns Ólafssonar
náði yfir tíu ára tímabil og tók
til 238 sjúklinga. f blaðinu er þess
getið að 42% þeirra kvenna sem
leituðu til kvennaathvarfsins á
árinu 1985 voru með líkamlega
áverka við komuna. Átta af hveij-
um tíu konum sem leituðu
athvarfs voru að flýja líkamlegt
ofbeldi, en 85% þeirra andlegt
ofbeldi. Við eftirgrennslan kom
fram að ekki færri en 13% kvenn-
anna hafði verið hótað lífláti.
Rúmur þriðjungur þeirra sem
dvelja í kvennaathvarfinu eru á
aldrinum 36-50 ára og lítið eitt
færri á aldrinum 26-35 ára.
KVENNAATHVARF
21205
Harpa getur snú-
ið til fyrri starfa
HARPA Högnadóttir, starfsmaður íslensks markaðar í Chicago, er
hvergi á sakaskrá og verður þar af leiðandi ekki sakfelld, að sögn
Ingva S. Ingvarssonar, ráðuneytissljóra í utanríkisráðuneytinu.
Harpa var, sem kunnugt er, handtekin daginn fyrir gamlaársdag í
Chicago við vinnu sína, handjárnuð, fangelsuð og siðan send tills-
lands vegna ófullnægjandi vegabréfsáritunar.
„Við höfum leitað svara í sendi-
ráði Bandaríkjanna hér á landi við
þeim spumingum er Harpa bar
fram og vildi fá skýringar á. Á
fundi mínum með henni á föstudag
í ráðuneytinu, taldi hún skýringam-
ar fullnægjandi," sagði Ingvi.
Hann sagði að ekkert væri því
til fyrirstöðu að Harpa héldi aftur
til Bandaríkjanna og starfaði þar
áfram hjá íslenskum markaði. Hún
þyrfti þó að gæta að því að fá rétta
vegabréfsáritun næst. Vegabréfs-
deild bandaríska sendiráðsins hér á
landi hafði veitt Hörpu áritun til
að starfa við stjómunarstörf, en
ekki sem afgreiðslumaður, eins og
hún reyndar varð.
»»»■>' ‘Mir*