Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.01.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 LitiÖ inn í Reichenau- klaustríð á suðurgönguferð Grein: ANNA BJARNADÓTTIR Gömul, g’ulnuö en ótrúlega vel með farin bók, Reichenauer Verbruderungsbuch, er varðveitt í fornritadeild borgarbókasaf nsins í Ziirich. Hún hefur að geyma 38.000 nöfn sem munkar í Reichenauklaustri rituðu í bókina á árunum eftir 820 og fram á lok 13. aldar. Yfir 700 nafnanna eru norræn en 13 þeirra skera sig úr. Fyrir ofan nöfnin Kerloc (Geirlaug), Curmaker (Kormákur), Amur (Arnór), Wigedies (Vigdís), Mar (Már), Williburg (Vilborg), Wimuder (Vémundur), Zuririn (Þórarinn), Culzenna (Kolþerna), Gudemunder (Guðmundur), Zurrider (Þórríður), Zurder (Þórður) og Stenruder (Steinröður) stendur „hislanttra“ (ísland Terra) og er það á eina staðnum í allri bókinni þar sem uppruna nafnanna er getið. íslendingar þóttu, og þykja enn, sjaldséðir fuglar úti í hinum mannmarga heimi. ið. Þrettánmenningarnir tóku því á sig veruíegan krók til að koma við á Reichenau. St. Georg. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir St. Peter und Paul. Bræðralagsbókin er merkasta skráin yfir forn norræn nöfn sem til er fyrir utan Skand- inavíu. Hún vakti athygli fræðimanna strax á síðustu öld. Finnur Jónsson og Ellen Jörgensen fengu hana að láni til Kaupmannahafnar í upp- hafi þessarar aldar, rannsökuðu hana og birtu fræðigrein um nöfn- in í „Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie" árið 1923. Fátt var skrifað um bókina í langan tíma eftir það eða þang- að til hún var ljósprentuð og gefin út í stóru broti árið 1979. Mál- fræðingar eiga nú hægara um vik við að rannsaka hana. Hans-Peter Naumann, prófessor í norrænni málfræði við háskólann í Ziirich, stundar rannsóknir á norrænu nöfnunum. Hann skrifar greinar og flytur fyrirlestra um efnið. Ein slík grein vakti athygli AP-frétta- stofunnar í Sviss og íslensku þrettánmenningamir komust í blöðin. Reichenauklaustrið stendur á eyjunni Reichenau í Bodensee, skammt fyrir norðan iandamæri Sviss og Vestur-Þýskaiands. Eyj- an er nú kunn grænmetiseyja, þakin grænmetisökrum og gróð- urhúsum, en var þekkt til foma sem mikill trúar- og menningar- staður. St. Pirmin stofnaði klaustrið 724 og gullöld þess stóð fram á miðja 11. öld. Lærðir og dugmiklir ábótar stjómuðu Bene- diktarklaustrinu framan af. Það var þekkt fyrir bókaskreytingar og gullsmíði. Bækumar sem munkamir skrautrituðu þóttu standa öðrum bókum framar og Reichenauklaustrið var áhrifa- mesti listaskóli Evrópu á 10. og 11. öld. Það var auðugt og bjó yfir miklum gersemum. En því fór aftur á 12. öld eftir að þýskur aðall krafðist þess að ungir aðals- menn fengju inngöngu í klaustrið. Munkum á Reichenau fækkaði óðum og síðasti ábóti klaustursins lét af störfum árið 1540. Biskup-- inn í Konstanz var klausturstjóri eftir það þangað til Reichenau- klaustrið var að lokum lagt niður árið 1803. Bræðralagsbókin var eins kon- ar gestabók í klaustrinu. Nöfn þeirra sem dvöldust þar eða komu Dómkirkjan Marienmunster. Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir. þar við voru rituð í hana. Einnig er hugsanlegt að aðsendir nafna- listar hafi verið færðir í bókina. Það var beðið sérstaklega fyrir þeim sem voru í henni. Talið var að þeir sem voru ritaðir í bræðra- lagsbók, bók lífsins, yrðu einnig ritaðir í bók lífsins í himnaríki og þeir hlytu sálarheill. Ábótinn í Rheinauklaustri fékk Reichenau- bókina að láni árið 1787 og skilaði henni ekki aftur. Bókasafnið í Zúrich eignaðist allar bækur Rheinauklaustursins þegar það var lagt niður 1862 og þannig er bræðralagsbókin frá Reichenau komin til Zurich. Hún er 164 síður. Elstu nafna- skrámar em skrifaðar í snyrtileg- an dálk á miðri síðu en síðar var nafnalistum bætt inn á spássíur blaðsíðnanna. Norrænu nöfnin er að fínna á 18 síðum og þeim hef- ur verið bætt inn af munkum á misjafnlega læsilegan hátt. Otto von Ostia, kardínáli, sem síðar varð Urban páfí II, heimsótti klaustrið í kringum 1080 og er ritaður í bókina. Síðunni, sem hans nafn stendur á, var lengi haldið hreinni en nú er hún þakin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.