Morgunblaðið - 25.01.1987, Side 28

Morgunblaðið - 25.01.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 BIRGIR SVEINBERGSSON HJÁ SVIÐSMYNDUM H/F: Leikmynd þarf að vera létt, en um leið sterk ÍSLENSKA óperan hefur nýverið frumsýnt óperuna Aidu eftir Verdi, eins og kunnugt er. Er þetta ein fjölmennasta sýning sem sett hefur verið upp, í íslensku leikhúsi, til þessa. Það sem vekur þó einkum forvitni er hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki, 170 manns, fyrir í svo litlu húsnæði sem Gamla bíó er. Það fer ekki hjá því að leikmynd hljóti að vera mjög mikilvægt atriði í uppsetningu svo viðamikils verks. Eins og víða hefur komið fram, er það Una Collins sem hefur teiknað leikmyndina í Aidu, en ekki er verkinu þarmeð lokið, því öll smíðin og uppsetningin er eftir. Fyrirtækið „Sviðsmyndir h/f“ hefur haft veg og vanda að þessum þætti sýningarinnar á Aidu og reyndar tveimur undangengnum verkefnum Islensku óperunnar, II Trovatore og Leðurblökunni. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Birgi Sveinbergsson, einn af fors varsmönnum Sviðsmynda h/f, til að forvitnast um fyrirtækið. Þetta fyrirtæki var formlega stofnað fyrir um tveimur árum,“ sagði Brigir. „Ég var búinn að hugsa um svona fyrirtæki í nokkur ár. Ég var smiður uppi í Þjóðleikhúsi, svo ég er svo þetta var vinna sem ég þekkti Fyrir nokkrum árum fór ég svo til Bandaríkjana og skoð- aði svipuð fyrirtæki. Síðan fékk ég tvo félaga mína, þá Sigurð Finnsson og Snorra Bjömsson, til að koma út í þetta fyrirtæki. Þeir unnu líka hjá Þjóðleikhúsinu en við hættum allir þar þegar við stofnuðum fyrirtækið. Við vorum mjög heppnir því við fengum mjög rúmgott húsnæði við Smiðjuveginn í Kópavogi þar sem meðal annars er mjög gott 100 fermetra stúdíó. Núna erum við fímm sem vinnum þama fast, en við byggjum mikið á „free— lanee“ vinnuafli og höfum verið allt að 20. Við sjáum um alla smíðavinnu og erum bæði með málara og mann í jámavinnu. Leikmyndimar gerum við fullklárar í Kópavogin- um og setjum þær síðan upp á staðnum. Leikmyndina í Aidu unnum við þannig, að Una kom með módel sem var teiknað inn á sviðið í Gamla bíó. Við höfum unnið áður í ópemnni og þekkjum það svið. Síðan gerðum við kostn- aðaráætlun og þá kom að því að einfalda verkið eins og mögulegt var, því leikmyndin verður að vera létt í vigt og þannig að auðvelt sé að taka hana niður. Það er ekki hægt að fastsetja leikmynd á sviðinu, því margt annað þarf að komast þar að. Birgir Sveinbergsson, einn af eigendum Sviðsmyndar h/f við vinnu sína á verkstæðinu. Það er oft mikið málaþras að fá að einfalda leikmynd, en það er þó oft mjög nauðsynlegt. Þegar búið er að stúdera módel eins og í þessu tilviki, kemur Una með teikningar og þá fyrst byijum við að vinna hana. Því fylgja oft mik- il heilabrot, eins og til dæmis í Aidu þar sem leikmyndin varð að vera mjög létt, en um leið sterk. Þegar við vorum búnir að smíða leikmyndina var hún eldvarin og grunnuð, síðan var hún sett upp á sviðinu. Uppsetningin tók heila viku í þetta sinn, því það voru svo margir lausir endar. Það er nú líka svo að þegar leikmyndin er komin upp og leikstjórinn sér hana er ýmislegt sem ekki gengur upp og þá þarf að breyta og í það fer oft mikill tími. Þegar þetta var svo allt klappað og klárt, tóku Una Collins og Stígur Steinþórs- son, leikmyndateiknari sem hefur unnið mikið fyrir okkur, við og máluðu leikmyndina með aðstoð- armönnum sínum.“ Hvernig er efíii valið í leik- myndir? „Við það eru notaðar hefð- bundnar aðferðir, sem byggjast fyrst og fremst á því að hlutir séu léttir. Við komum inn í fyrirtækið með töluverða reynslu. í Þjóðleik- húsinu var þetta, til dæmis, algert skilyrði því þar þarf að vera hægt að skipta út leikmyndum eftir því hvaða sýning er. Efnisval getur þó oft verið er- fítt, því það er mikið til, þó ekki sé hér á landi. Við flytjum til dæmis sjálfír inn leikhúsmáln- ingu, en hana er ekki hægt að Unnið að leikmynd á Smiðjuveginum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.