Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 25.01.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 29 IÞað er oft mikið málaþras að fá aðeinfalda leikmynd, en það er þóoft mjög nauðsynlegt. Þegar búið er að stúdera módel eins og í þessu tilviki, kemur Una með teikningar og þá fyrst byrjum við að vinna hana. hafa á lager, hún geymist illa. Það segir sig sjálft að það er mjög dýrt að kaupa málningu fyrir að- eins eitt verkefni. En þetta á reyndar við um alla okkar vinnu. Við bjuggum til dæmis til dúkk- umar, Oskar og Emmu, fyrir Iðnaðarbankann og þá þurftum við að sérpanta pelsatau frá Aust- urríki til dæmis. Hinsvegar þurfum við ekki að leita mikið að því efni sem við þurfum, því í Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi eru fyrirtæki sem hafa allt efni fyrir leikhús.“ Gerið þið ekkert annað en að smíða leikmyndir fyrir leikhús? „Jú, mikil ósköp. Við gerðum leikmyndina í „Skyttunum“ sem Friðrik Þór er að gera. A 200 ára afmæli Reykjavíkur smíðuðum við allar skreytingar niðri í bæ, þar á meðal á sviðinu á Arnarhóli, auk þess sem við bjuggum til teppin sem féllu niður af Seðlabanka- byggingunni og Menntamálaráðu- neytinu. Það var Stígur sem teiknaði þau. Hann teiknar mikið fyrir okkurl. Hann er mjög snjall. Skreytingarnar á Arnarhólnum hannaði Gylfi Gíslason. Það er mikill kostur að hafa svo færan og reyndan mann með sér. Síðan unnum við hluta af Tæknisýningunni í Borgarleik- húsinu, til dæmis jarðgöngin og fleira, einnig hluta af Tölvusýn- ingunni. Við höfum líka unnið mikið við myndlistarsýningar. Við settum upp Reykjavíkursýning- una á Kjarvalsstöðum í sumar. Það var heljarmikið verk, mikil smíði og málun, því við smíðuðum 100 ára gamla krambúð inn í húsið. Það var Magnús Tómasson sem hannaði þá sýningu. Við höfum unnið mikið fyrir Stöð 2, meðal annars unnum við allt fréttasettið hjá þeim, bak- grunnin í fréttastúdíóinu. Auk þess unnum við stafina og merkið fyrir þá. Við smíðum og vinnum líka bakgrunni fyrir auglýsingar. Oft fáum við verkefni þannig að við erum beðnir um að gera eitt- hvað sem átti að gera í gær. Þessvegna þurfum við mikið á free—lance fólki að halda. Ef við fengjum verkefni með góðum fyr- irvara væri hægt að skipuleggja fyrirtækið betur. Svo erum við með mjög gott stúdíó, sem við vildum gjaman nýta betur til .dæmis við auglýsingagerð. Háskólabíó: Kynning á ís- lenskri náttúru í anddyri Háskólabíós er sýning á íslenskum stein- og bergtegundum og íslenskum mosa. Einnig er nýting jarðhitans kynnt. Á sýningunni eru 33 tegundir af lifandi mosum sem teknir voru í nágrenni Reykjavíkur. Bergþór Jóhannsson grasafræðingur og Jarðfræðifélagið sáu um uppsetningu sýningarinnar. Sýningin stendur fram í miðjan febrúar. Bergkrystall frá Snæfellsnesi. Holufylling í sjö milljón ára gömlu bergi. Lengd krystalsins er átta sm. Rannsóknastof nun uppeldismála: Fyrirlestur um sérkennslu í Reykjavík FYRIRLESTUR verður á veg- um Rannsóknastofnunar uppeldismála í Kennaraskóla- húsinu við Laufásveg þriðju- daginn 27. janúar nk. Guðjón Ólafsson, sérkennari, flytur fyrirlesturinn sem nefnist Sérkennsla í Reykjavík: niðurstöð- ur könnunar. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 og er öllum heimill að- gangur. Hún veitir þér ótakmarkaða yfirsýn til framhiíðar Þegar þú valdir IBM PC einmenningstölvuna treystir þú okkur til að sjá þér fyrir tæki sem eflir reksturinn... Vélbúnaðurinn, sem eykur síðan rekstrarumsvifin eins og þig lystir, er IBM SYSTEM/36. IBM SYSTEM/36 Óskatök á atvinnurekstrinum: Tæknilega fullkomin, hagkvæm í rekstri, auðveld í notkun. Einstakt hugbúnaðarval. Sami hugbúnaður gengur á allar 3 vélarstærðirnar. Sjálfvirkni á skrifstofunni (Ritvangur, Svari, Liðsinni). Fjöldi sérfræðinga sérhannar og þjónustar verkefni. Hagstæð kjör, viðráðanlegur stofnkostnaður. wmmmmm^ wmmm v ■■ VANDVIRKNI í HVÍVETNA Skaftahlíð 24 105 Reykjavik • Simi 27700 ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.