Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 62

Morgunblaðið - 25.01.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1987 Albert Steinþórsson • Fallæfing í fullum gangi. Tveir strákar leggjast á gólfið og hinir fleygja sér yfir þá, snúa sér í loftinu og falla svo með stfl. Sé þetta rétt gert meiða þeir sig ekki neitt og tilgangur æfingarinnar er einmitt að strákarnir læri að gera þetta rétt. Albert Steinþórsson: Hlutirnirteknir af mikilli alvöru - hjá byrjendaflokk Gerplu íjúdó MIKLIR dynkir og hljóð bárust blaðamanni til eyrna þegar hann nálgað- ist íþróttasal Gerplu í Kópavogi eitt kvöldið í vi- kunni sem leið. Þegar inní salinn kom voru strákar í byrjendaflokk félagsins í júdó að kasta sér í gólfið svo undir tók í húsinu. Þegar blaðamaður fór að for- vitnast hvað þetta ætti að fyrirstilla var hann fræddur á því að verið væri að æfa fall sem er eitt af undirstöðuatrið- um júdóíþróttarinnar. Kunni júdómaður að falla rétt er lítil sem engin hætta á að hann meiðist þó honum sé skellt óþyrmilega í gólfið af andstæð- ingi. En fleira er gert á æfingunum en að láta sig falla. í upphafi hverrar æfingar setjast þátttak- endurnir á hné sér og hneigja sig að austurlenskum sið og er þetta gert til að votta íþrótt- inni virðingu sína. Þegar strák- arnir í Gerplu höfðu lokið þessari athöfn og fallæfingun- um tóku við hinar ýmsu æfing- ar. Fyrst voru æfð standandi brögð, því næst liggjandi glíma, þá standandi glíma og þá var komið að skemmtilegasta hlut- anum þ.e.a.s. keppni innbyrðis milli þátttakenda. í lokin voru síðan gerðar þrek- og teygjuæf- ingar. Greinilegt var að strákarnir í Gerplu tóku hlutunum af mikilli alvöru á æfingunni enda að miklu að stefna. Innan júdósins eru iðkendur flokkaðir niður í getugráður, svokallaðar kyu- gráður, eftir því hversu lengi þeir eru búnir að stunda íþrótt- ina og hvort þeir hafa staðist prófin sem hver gráða krefst. Fyrsta prófið hjá Gerplustrák- unum er á næsta leiti og eins gott að vera vel undirbúinn. Einnig eru haldin ýmis mót í íþróttinni sem betra er að koma vel undirbúin á. Tóká hann „o-soto-garí11 „HANN Helgi vinur minn sagði mér frá júdótímunum og ég fór með honum á fyrstu æfinguna. Svo hætti hann en ég hélt áfram því mér finnst frábærlega gaman í þessu og núna er ég búinn að æfa í 5 mánuði," sagði Albert Steinþórsson aðspurður um hvers vegna hann hefði byrjað að æfa júdó. Albert er eins og aðrir í byrj- endahópnum ennþá með hvíta beltið sem þýðir að hann er byrj- andi í íþróttinni. „Ég tek gulabeltis- prófið um mánaðamótin. Þá þarf ég að vita heiti á brögðum og taka brögð á mönnum. Við fengum blaö með okkur heim um reglurnar og hvað bendingar dómarans þýða. Ef dómarinn gerir t.d. svona (Al- bert veifaði höndunum) þá merkir það að maður glími of hægt," sagði hann. Eins og flestir vita er júdó sjálfs- varnaríþrótt og hefur Albert þegar kynnst því að það getur verið gott að hafa hana á valdi sínu. „Ég hef einu sinni notað júdóbragð fyrir utan júdótímana. Þá réðst á mig tólf ára strákur í skólanum og ég tók á hann „o-soto-garí“. Þá stígur maður framhjá honum og sveiflar hinni löppinni í hnésbótina á hon- um og ýtir mikið með hökunni. Hann lyppaðist niður og datt úr jafnvægi. Þá réðst hann á vin minn en hann er líka í júdó og gat alveg lagt hann. Þá hljóp hann skælandi í burtu. Þetta var ágætt á hann því hann er alltaf að uppnefna og með allskyns stæla," sagði hann um það atvik. Albert fræddi blaðamann um margt sem tilheyrir júdóinu t.d. sagði hann: „Alltaf þegar maður fer út úr salnum á klósettið eða eitthvað á maður að hneigja sig áður en maður gengur út. En ég • Albert Steinþórsson veit nú ekki alveg af hverju," bætti hann síðan við. „Ég er sko alveg ákveðinn í að halda áfram að æfa júdó því það styrkir svo mikið vöðvana. Við ger- um t.d. miklu erfiðari armbeygjur en í leikfimi því við erum með hend- urnar niður með síðunum þegar við lyftum okkur," sagði kappinn að lokum. Karate: Mikilláhugi íVogunum ^ í HAUST hófust karate-æfingar í Vogum á vegum námsflokka Stóru-Voga. Karate nýtur mikilla vinsælda, sem kemur fram i þvf að rúmlega fimmti'u manns stunda æfingar, sem fara fram tvisvar i' viku í félagsheimilinu Glaðheimum. Það eru tveir þjálfarar, þau Ævar Þorsteinsson 2 kyu úr Breiðablik og Kristín Einarsdóttir 3 kyu úr Gerplu. Þau kenna shotok- an-karate. Fréttaritari Morgunblaðsins fylgdist með æfingu nýlega og ræddi stuttlega við Ævar, sem var mjög ánægður með þessa miklu þátttöku, sem væri sérstaklega mikil með tilliti til íbúafjölda. Þá er áhugi mikill og æfingarnar hafa gengiö vel. EG • Karate-æfing í Vogunum, hjá Ævari. Morgunblaðið/Eyjólfur Gólf- glíman er erfiðari EINAR Ingi Einarsson er einn þeirra sem æfir júdó hjá byrj- endaflokki Gerplu. Hann byrjaði, eins og flestir i' hópnum, að æfa fyrir u.þ.b. fimm mánuðum. Til- drög þess voru þau að hann fékk dreifibréf um að júdónámskeið væri að hefjast og ákvað að drífa sig á það. Eftir þeirri ákvörðun hefur hann ekki séð því honum líkar mjög vel við júdó. Þegar hann hafði ákveðið að halda áfram að æfa varð hann að verða sér úti um júdógalla til • Einar Ingi Einarsson að geta talist fullgildur júdómaður. Til að leysa það vandamál samdi hann við mömmu sína að hún gæfi honum afmælisgjöfina fyrir- fram en hann á afmæli í mars. Einar Ingi var spurður að því hvað honum þætti skemmtilegasti þáttur júdósins. „Mér finnst skemmtilegast að keppa við strák- ana í gólfglímu og standandi glímu. Gólfglíman er erfiðari en samt al- veg jafn skemmtileg. Eftir að hafa verið að keppa fer ég stundum í gufubað en það getur verið gott til að maður fái ekki harðsperrur," svaraði hann þeirri spurningu. Að lokum sagðist Einar ákveð- inn í að halda áfram að æfa júdó því þetta væri alveg ágæt íþrótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.