Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28, JANÚAR 1987 TTTT-:-*-1-t-- 1 ' 1 ' T ---fth-—----. • " Lifandi dauð Af mörgu er að taka í dagskrá lið- innar helgi en ég held að ég verði að heQa máls á þætti Jóns Óttars Ragnarssonar Eldlínunni er var á dag- skrá stöðvar 2 í fyrrakveld. Þar fjallaði Jón Óttar um kynferðislegt ofbeldi gegn bömum og unglingum og tók málið slíkum tökum að þátturinn jafn- ast á við „stjörnuþætti" á borð við þátt Helga H. Jónssonar um eyðni er var fyrir skömmu læstur á myndband af Landlæknisembættinu. Lét Jón Ótt- ar ekki nægja að kveðja til hina færustu menn í sjónvarpssal, að ekki sé talað um myndatökur af fangelsum og fórnarlömbum kynferðisafbrota- mannanna, heldur opnaði hann fyrir símann á stöð tvö og gat fólk hringt þangað og tjáð sig um málið. Man ég ekki eftir því að þessi háttur hafi fyrr verið viðhafður hjá íslenska sjónvarp- inu. Eg vil nú freista þess að rökstyðja nánar þá fullyrðingu mína að fyrr- greindur þáttur Jóns Óttars skipist í hóp „stjörnuþátta" íslensks sjónvarps og gæti þess vegna átt erindi í mynd- bandahillur framhaldsskólanna, lög- regluskólans, íþróttakennaraskólans, Lögbergs og Læknadeildar, Kennara- háskólans, Fóstruskólans, og á námskeið fyrir sundlaugaverði svo dæmi sé tekið. Jón tók málið sum sé mjög föstum tökum, opnaði fyrir símann á stöð 2 , ræddi við vegfarend- ur, skoðaði fangelsi, þaulspurði fangavörð og einnig föður lítils drengs er hafði verið nauðgað af síbrotamanni og ekki gleymdust konurnar er höfðu lent í höndum nauðgaranna en ein hafði bæklast fyrir lífstíð er faðirinn nauðgaði henni barnungri á kamri sveitabæjarins . . .Eg man þetta einsog það hefði gerst í gær . . .í fjörutíu ár hef ég verið einsog utan við lífið lifandi dauð . . .kannski hefði ég betur dáið þarna i snjónum á kam- arsgólfinu. Eg orka varla að hafa þessa tölu lengri en svo sannarlega kom Jón Ótt- ar víðar við og varpaði ljósi á þetta hrikalega vandamál er virðist því mið- ur fremur vera vandamál fómarlamb- anna en kynferðisafbrotamannanna, sem ég fæ ekki betur séð en hafi sum- ir notið skilnings dómsvaldsins á landi voru. Virtust mér viðmælendur Jóns Óttars sammála um að ekki væri fag- mannlega tekið á kynferðisglæpa- mönnunum og vegfarendur sem rætt var við voru nánast á einu máli um að refsingar væru ekki nógu strangar. Faðir unga drengsins er fyrr var getið gat vart hugsað þá hugsun til enda að síbrotamaðurinn yrði fljótlega látinn laus, en dómskerfið hefir þann undar- lega hátt á að milda dóma ef brotin eru „uppsöfnuð“. Og svo var það yfir- fangavörðurinn á Litla-Hrauni er kvartaði yfir því að hér á landi væri afbrotamönnum öllum safnað á einn stað og ekki nokkur möguleiki að veita mönnum mismunandi meðferð eftir eðli brots. Æskilegt væri að fyrir væg- ari brot fengju menn betri aðbúnað og rýmra frelsi en síðan yrði þrengt að mönnum vildu þeir ekki bæta ráð sitt. Hér ríkir enn hið framsóknarlega viðhorf til brotamanna. Allir í einn al- jnenning. Fangelsisvist bætir ekki nokkurn mann nema þar sé veitt sálfræðileg- og menntunarleg langtímameðferð, en hitt er Ijóst að samfélagið verður að vera tryggt gegn því að kynferðisaf- brotamenn gangi ekki lausir nema undir ströngu eftirliti. Og þá er komið að Skilorðseftirliti ríkisins er einn lög- maðurinn gagnrýndi harkaléga og kvað ekki fært um að veita afbrota- mönnum nægilegt aðhala. Vissulega er það mikill ábyrgðarhluti að leysa glæpamann er hefir meira en 20 barna- nauðganir á samviskunnni. En ef þessum manni verður sleppt lausum, sem allt virðist benda til, þá verður hinn almenni borgari að hafa vissu fyrir því að síbrotamaðurinn sé undir stöðugu eftirliti tuttuguogfjóra tíma á sólarhring. Og lögmaðurinn gagnrýndi einnig hin svonefndu geðheilbrigðis- próf sem brotamenn verða stundum að sæta. Upplýsti lögmaðurinn alþjóð um að hér áðurfyrr hefðu liðið allt að 58 dagar þar til læknirinn mætti í fangaklefann. Já svo sannarlega er mörg brotalömin í réttarkerfi voru og dómskerfi. Og vonandi verður í næstu ríkisstjórn valinn í stól dómsmálaráð- herra ekki þægur kerfiskall heldur víðsýnn harðjaxl, máski kona? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Stöð tvö: Breytingar á dagskrá Ýmsar nýjungar eru á döf- inni í dagskrá Stöðvar 2, meðal annars barnasjón- varp, kvikmyndaklúbbur og nýir innlendir þættir. Barnasjónvarp hófst nú á laugardaginn og verður framvegis á laugardögum og sunnudöjgum frá kl. 9.00 til 12.00. Um aðra helgi er síðan ákveðið að bæta við sérstökum barna- fréttum og sömuleiðis fréttaskýringum fyrir börn. Barnasjónvarpið um helg- ina verður ólæst en síðan verður það í læstri dagskrá. í febrúar tekur kvik- myndaklúbbur Stöðvar 2 til starfa, áskrifendum að kostnaðarlausu. Verða vikulegar sýningar síðdegis á sunnudögum á ýmsum kvikmyndaverkum, meðal annars eftir Bertolucci, Ingmar Bergman, Tarkov- ski, Orson Wells, Charlie Chaplin, Antonioni og fleiri. Klúbburinn verður með svipuðu sniði og Fjala- kötturinn, Mánudags- myndir Háskólabíós og kvikmyndahátíðir Regn- bogans. Sýningar á nýjum myndaflokki eru að hefjast hjá Stöð 2. Það eru þættir um íslendjnga erlendis, sem Hans Kristján Áma- son stýrir. Fyrsti þátturinn verður sýndir þann 1. feb- rúar nk. Sá þáttur er um líf og störf Helga Tómas- sonar ballettdansara. Síðar verða þættir um Pétur Guðmundsson körfubolta- mann og Höliu Linker. Sýningar á Snillingun- um hefjast í apríl nk. undir stjórn Helga Péturssonar. Hafin er leit að hæfu fólki til að taka þátt í leiknum. Aliir sem hafa séráhuga- Charlie Chaplin er meðal þeirra sem sjást munu á Stöð tvö á næstunni. mál á sviði sögu, menning- | tækni eru beðnir um að ar, stjórnmála, vísinda og | láta vita af sér. UTVARP J MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund • barn- anna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Áður fyrr á árunum Umsjón: Ágústa Björnsdótt- ir. 11.00 Fréttir 11.03 islenskt mál Endurtekinn þáttur frá laug- ardegi sem Ásgeir Blöndal Magnússon flytur. 11.18 Morguntónleikar: Tón- list eftir Joachim Raff. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Móðir Theresa" eftir Desmond Doig. Gylfi Pálsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 14.30 Ségðu mér að sunnan. Ellý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóðum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Austurlandi. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið 17.00 Fréttir 17.03 Siðdegistónleikar a. Klarinettusónata nr. 2 i Es-dúrop. 102 eftirJohann- es Brahms. George Pieter- sen og Hephzibah Menuhin leika. b. Ernst Haeflinger syngur Fimm Ijóðalög eftir Theodór Fröhlich. Karl Grenacher leikur á píanó. 17.40 Torgið — Samfélags- mál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Pagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðla- rabb. Gunnar Karlsson flytur. 19.40 Táp og fjör. Þriöji og síðasti þáttur í tilefni af 75 ára afmæli íþróttasam- bands Islands. Umsjón: Sigurður Helgason. 20.10 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Siguröur Blöndal sjá um þátt fyrir. SJÓNVARP sjúkrahúsi í fögru héraði. Aðalhlutverk: Klausjurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, llona Grúbel, Angelika Reissner og Karin Hardt. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 22.15 Maður er nefndur Gylfi Þ. Gíslason — Endursýning. Sr. Emil Björnsson ræðir við hann. Dr. Gylfi lýsir afskipt- um sínum af íslenskum stjórnmálum, samskiptum við samherja og andstæð- inga og kynnum af lista- mönnum. Áður í sjónvarp- inu haustið 1985. 23.20 Fréttir í dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 18.00 0 myndabókinni — 39. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Sólveig Hjaltadóttir. 18.55 Sæoturinn . (Return of the Sea Otter) Kanadisk náttúrulífsmynd. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Prúöuleikararnir Vdiair þættir 17. Með Bernadette Peters. Brúðumyndasyrpa með bestu þáttunum frá gullöld prúðuleikara Jim Hensons og samstarfsmanna hans. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingarogdagskrá 20.40 í takt við tímann Bein útsending frá Verslun- arskóla islands. Blandaður þáttur um fólk og fréttnæmt efní. Umsjónarmenn: Ásdís Loftsdóttir, Ásthildur E. Bernharðsdóttir og Ólafur Hauksson. Útsendingu stjórnar Marianna Friðjóns- dóttir. 21.30 Sjúkrahúsið í Svarta- skógi (Die Schwarzwaldklinik) Nítjándi þáttur. Þýskur myndaflokkur sem gerist meðal lækna og sjúklinga í STÖÐ2 MIÐVIKUDAGUR 28. janúar § 17.00 Óréttlæti (Blind Justice). Bandarisk kvik- mynd frá CBS sjónvarps- stöðinni. Talið er að 500.000 sak- lausir Bandaríkjamenn dvelji í fangelsum. Mynd þessi fjallar um feril eins manns sem reynt var að dæma saklausan og þeirri martröð sem sigldi í kjölfarið. § 18.30 Myndrokk. 19.00 Teiknimynd. Gúmmí- birnirnir (Gummi Bears), . 19.30 Fréttir. 20.00 Bjargvætturin (Equalizer). Bandarískur sakamálaþáttur. § 20.45 Húsið okkar (Our House). Nýr banda- rískur framhaldsmynda- flokkur. Gus Witherspon er elskulegur miðaldra og sér- vitur karl sem veröur fyrir þvi áfalli að missa son sinn, en tengdadóttir hans, Jessica og þrjú börn hennar flytja inn til hans. § 21.35 Los Angeles Jazz 3. þáttur. Þættir þessir eru fjórir og teknir upp í elsta jazzklúbbi Bandaríkjanna (Lighthouse Cafe í Kali- forníu). í þáttunum koma fram helstu stórstjörnur jazzheimsins. § 22.05 Carny. Bandarisk kvikmynd með Jodie Foster, Gary Busey og Robbie Ro- bertsson i aðalhlutverkum. Myndin gerist í verk- smiöjubæ i Pennsylvaníu. Donna er 18 ára þjónustu- stúlka sem lifir innantómu lífi. Árlega kemur fjölleika- flokkur farandleikara sem lífgar upp á bæjarlifið. En í augum Donnu er. þetta meira en nokkurra daga skemmtun. Hún tekur ást- fóstri við hópinn, einkum trúð sem starfar með hon- um. En ekki eru allir jafn- hrifnir af félagsskap hennar, einkum umboðsmaöur leik- flokksins. Leikstjóri er Robert Kaylor. § 23.45 Martröðin (Picking Up the Pieces). Bandarísk kvikmynd frá CBS sjón- varpsstöðinni. Hinnar þægilegu tilveru konu einnar er splundrað á stórbrotinn hátt þegar af- brýðissamur og reiður eiginmaður hennar fjarlægir öll húsgögn úr húsi þeirra og lokar bankareikningi þeirra. Mynd þessi fjallar um upplausn hjónabands og uppbyggingu fjölskyldu á nýjan leik. Aðalhlutverk eru leikin af Margot Kidder og James Farentino. 01.15 Dagskrárlok. ungt fólk. I undagsins. Orð kvöldsins. 20.40 Að tafli. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 22.35 Hljóð-varp 21.00 Létt tónlist. Ævar Kjartansson sér um 21.20 Á fjölunum. Þáttur um þátt í samvinnu við hlust- starf áhugaleikfélaga. Um- endur. sjón: Haukur Ágústsson. 23.10 Djassþáttur (Frá Akureyri.) I Tómas R. Einarsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- | 24.00 Fréttir. Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efms: „Plötupóker", gestaplötusnúður og get- raun um islenskt efni. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist i umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliður. Þáttur i umsjá Ólafs Más Björnssonar. 15.00 Nú er'fag. Gunnar Salv- arssonar kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jóhannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnar- dóttir sér um tónlistarþátt blandaðan spjalli við gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Tónlistarkvöld Ríkisútvarps- ins (útvarpað um dreifi- kerfi rásar tvö). 20.30 Berlínarútvarpið kynnir ungt tónlistarfólk á tónleikum sínum í Fílharm- oníuhöllinni í Berlín 13. febrúar í fyrra. Sinfóniu- hljómsveit Berlinarútvarps- ins leikur. Stjórnandi: Stefan Anton Reck. Einsöngvari: Stefan Bevier. Einleikari: Tabea Zimmermarin. Um- sjón: Guðmundur Gilsson. 22.05 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 22.50 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 AKUREYRI 18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Héðan og þaðan. Frétta- menn' svæöisútvarpsins fjalla um sveitarstjórnarmál og önnur stjórnmál. 28. janúar 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðm og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leíkur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, mataruppskrift og sitthvað fleira, Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 A hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar siödegispoppið og spjall- ar við hlustendur. og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík siðdegis. Hallgrimur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. 19.00—21.00 Þorsteinn J'. Vil- hjálmsson leikur tónlist og lítur á helstu atburði í íþróttalífinu. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á miövikudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktón.list úr ýmsum áttum. 23.00—24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá i umsjá Arnars Páls Haukssonar frétta- manns. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. AIFA Krlstileg útvarpsstöð. FH 102,9 MIÐVIKUDAGUR 28. janúar 13.00—16.00 Tónlistarþáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.