Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 50
Svar til Signrjóns Þórarinssonar: Vísitölubinding lána og launa Pjármálaráðherra hefur sent Velvakanda eftirfarandi bréf: í síðustu viku er flallað í Velvak- anda um málefni er snúa að vísitölu- bindingu lána og launa og beinir Siguijón Þórarinsson máli sínu til mín í því sambandi. Ég vil benda á nokkur atriði í þessu sambandi. Siguijón segir að Alþýðuflokkurinn hafi einn flokka látið þessi mál til sín taka. Það er rétt að því leyti til, að sá flokkur hafði á árinu 1979, þegar hann átti aðild að ríkisstjóm, frumkvæði að því að vísitölubinding á lánum var almennt tekin upp. Það var með svokölluðum Ólafslögum, sem sam- þykkt voru í apríl það ár. Sú misvísun milli þróunar lána og launa, sem Siguijón gerir að umtalsefni, var að verulegu leyti þegar komin fram, þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum í maí 1983. Kaupgjaldsvísitalan var heldur ekki tekin úr sambandi án nokkurra frekari ráðstafana, eins og Siguijón heldur fram. Ríkisstjómin beitti sér þá fyrir mjög umfangsmiklum mild- andi ráðstöfunum í þágu hinna verst stöddu. Markmiðið með að- gerðunum þá var að ná niður verðbólgunni og það hefur tekist. Allt frá árinu 1984 hefur greiðslu- byrði lána verið að léttast miðað við laun manna. Laun hafa hækkað umfram hækkun lánslq'aravisitölu og greiðslubyrði af lánum þannig lækkað. Lækkun verðbólgu hefur sennilega birst fáum hópum jafn- greinilega og þeim, sem þurft hafa að standa skil á vísitölutryggðum fjárskuldbindingum. Að auki var gripið til ýmissa sér- stakra ráðstafana til að létta undir með þeim húsbyggjendum, sem harðast höfðu orðið úti, þegar greiðslubyrði lána þyngdist hvað mest. Hins vegar gætir stundum nokk- urs misskilnings í umræðum um vísitölubindingu og fólki hættir til að rugla saman raungildi fjárhæða og krónutölupphæðum. Meginmálið er þó það að með minnkandi verð- bólgu eykst stöðugleikinn í efna- hagslífinu og auðveldara verður fyrir fólk að ná áttum í eigin fjár- málum. Ég vil að lokum þakka Siguijóni fyrir ábendingar hans, sem hafa gefíð tilefni til að koma á framfæri nokkrum staðreyndum þessu máli viðvíkjandi. Siguijóni er því óhætt hér eftir sem hingað til að fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Þorsteinn Pálsson Þakkir til Jóhönnu Kristjóns- dóttur Kæri Velvakandi. Ég vil færa Jóhönnu þakkir fyrir góðar greinar í Morgunblaðinu í gegnum árin, alveg sérstaklega vil ég þakka henni fyrir greinina 9. janúar sl. Það er því miður sorgleg staðreynd að það skuli teljast til algerra undantekninga að Pal- estínuþjóðin og málstaður hennar fái sanna umfjöllun í Morgunblað- inu. Á þeim bænum er um að ræða algeran einstefnuakstur í málflutn- ingi um atburðina fyrir botni Miðjarðarhafs, ísraelsmenn hafnir upp til skýjanna og ekkert við at- hæfi þeirra að athuga og það meira að segja réttlætt. Palestínumenn hafa orðið að þola svo ofboðslegar hörmungar af völdum ísraelsmanna að undrun sætir að ekkert skuli vera gert til að koma þessu fólki til hjálpar, það er eins og menn vilji bara gleyma þessu fólki og til- verurétti þess, ekkert lát er á hörmungunum, enda ætla ísraels- menn sér og hafa alltaf ætlað að flæma alla Palestínumenn burt og leggja allt þetta landsvæði undir sig. Það er mikið að vita sannleikann en meira að þora að segja hann. Kærar þakkir Jóhanna. Guðjón V. Guðmundsson Þessir refir voru að vísu ekki grýttir í hel en hræin, og raunar sjálf myndatakan, segja sína sögu um viðhorf íslendinga til þessara dýra sem hafa verið hundelt og réttdræp á íslandi frá því sögur hófust. Fræknir menn, eða hvað? Verðum að hefta útbreiðslu þessa vágests: Gerið allsherjarskoðun! í sunnudagsblaðinu 11. þ.m. gat að líta furðulega frétt um frækilega refaveiði. Tveir menn króuðu af tófuvesaling, grýttu hana og drápu. Ef þetta er rétt, og talið til fræki- legra verka, þá er mér öllum lokið. Að ráðast með gijótkasti á ref- inn, sem var með öllu hjálparvana í nauð, þar sem að var sótt með bílum og mönnum, er svo forkastan- legt og ómannúðlegt að engu tali tekur. Betra hefði verið að láta þetta ógert. Það vill svo til að refur- inn er einn af þeim fáu dýrategund- um, sem hafa þraukað í landinu með okkur, en hefír verið hundeltur og drepinn hvar sem til hans hefir náðst. Eðlilegt er að bændur reyni að halda refastofninum í skefjum og þá einkanlega dýrbítum, sem eru alls ekki á hveiju strái. Mannúðleg- ar refaveiðar eru allt annars eðlis en þegar ráðvillt dýr er króað af og grýtt í hel, það er skepnuskapur og ætti að fordæmast fremur en menn hæli sér af ódæðinu. Gamall sveitamaður Við hjónin erum tiltölulega nýverið flutt í bæinn utan af landi til þess að vera í nágrenni við náin skyld- menni o.fl. Á nýársdegi kom fjölskyldan sam- an til þss að spjalla og minnast hins liðna árs. Bömin, 6 ára stúlka, syst- ir hennar 11 ára og bróðir 13 ára, voru meðal þeirra sem sátu fyrir framan sjónvarpið, en við fullorðna fólkið sátum í eldhúsinu. Svo kom systir mín með tvö böm sín undir tíu ára aldri og settust þau í stofuna hjá hinum bömunum. Skyndilega kom eitt bamanna fram í eldhúsið og sagði að það væri víst verið að sýna eitthvað sem Ég hef verið að bíða eftir að sjá viðbrögð fólks í sambandi við tillögu borgarlæknis um að rannsaka alla út af alnæmissjúkdómnum, sem er víst orðinn töluvert útbreiddur hér. Mér sýnist, að það þurfí skjót við- brögð, ef á að hefta útbreiðslu þessa vágests. Ég sá í Morgunblaðinu til- mæli frá landlækni til lækna að taka blóðprufu af verðandi mæðmm og ef þær væru með veiruna, að eyða þá fóstrinu. En væri ekki betra að taka þetta strax föstum tökum og rannsaka alla, þó að það kosti 80 milljónir. Öðru eins höfum við nú eytt og það er miklu betra fyrir fólk að vita hvort það er veikt eða ekki. Þá gæti það viðhaft alla varúð gagnvart sjálfii sér og öðrum. Þetta er ekki meira átak en berklaskoðun- in var á sínum tíma og vomm við þó fátækari þá. Allir, sem komnir þau mættu ekki sjá. Er nú ekki að orðlengja, að við fómm inn í stofuna til þess að kanna þetta, en hvað blasti þá við okkur nema sú ógeðsleg- asta klámmynd, sem ég hefi nokkum tímann séð. Ég rak bömin út og kallaði á hitt fólkið til þess að verða nú vitni að því sem sjónvarpið byði bömum okkar upp á. Ekki ætla ég að lýsa þessari mynd, nema með því að segja, að þetta var til stórrar skammar fyrir sjónvarp allra landsmanna, svo stórrar, að erfitt verður fyrir sæmilega uppalið fólk að gleyma því. Nú var verið að spreða einum 70 milljónum af al- mannafé í kvikmyndagerð. Hvað em yfír miðjan aldur, muna þá tíma og sorg og tár, sem þeim fylgdu. Það er áríðandi að vemda unga fólkið okkar, sem því miður er far- ið að drekka og stunda kynlíf alltof ungt. Það langar engan til að sjá bömin sín og bamabömin tærast upp af þessum sjúkdómi. Því skor- um við öll á landlækni og borgar- lækni að taka höndum saman og insstöðum sknfar: Þegar ég var lítill drengur heima á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði var mitt hlutverk að reka kýmar í haga. Eitt sinn í einni slíkri ferð sá ég hvar blað lá í smáurð þar við göt- una. þetta var þá úr prentaðri bók. ætlast svo löggjafinn til að við fáum í staðinn? Á að afsiða þessa þjóð, ganga svo fram af öllum, að verstu óþverramyndir, sem farmenn gátu keypt sig inn á í hafnarborgum er- lendis, séu bomar á borð fyrir bömin okkar? „Ekki við hæfí bama“ er til- gangslaust, það vekur bara forvitni og ekkert annað. Nú verður hið háa Alþingi að skerast í leikinn. Hvað með ráðherrana? Vilja þeir innleiða klám inn í dagskrá ríkisfjölmiðilsins? Allt kjaftæði um list er skálkaskjól og ekki eyðandi orðum að. Þetta var óhæfa og ekkert annað en óhæfa. Ein utan af landi framkvæma allsheijarskoðun. Ég trúi ekki öðm en allir mæti, sem boðaðir verða, sjálfra sín vegna og annarra. Og við þá, sem em þegar orðnir veikir, vil ég segja þetta: Stofnið þið félag, þar sem þið getið hist og talað saman um ykkar mál. Það er betra en hver sé út af fyrir sig með sínar áhyggjur. Jónheiður Níelsdóttir Á blaði þessu vom vísur tvær. Lærði ég þær báðar, höfundamafn fylgdi ekki og ekki sást heldur bók- arheitið á blaðinu. Aldrei hef ég komist að því hver orti þessar þunglyndislegu vísur, báðar sama sinnis og fannst mér þær vekja mig til nokkurrar um- hugsunar um þá sem vom skugga megin í lífínu. Vísumar er svona ef ég man rétt eftir nær 70 ár. Skapa dómar dynja, daprast lífsins vinna. Yfír höfði hrynja hallir vona minna. Vonanna minna hmndu hallir hjartað stungu súlna brot. Vinimir hmkku undan allir, eins og að þyti byssuskot. Ef svo vill til að einhver kannast við þessar vísur þá vinsmalegast láti hann í sér heyra. „Einfættur“ Einfættur er aumingi öllum rúinn krafti. Veltur áfram vitleysan með virðisaukaskatti. Oddur Ég rak börnin út Fann blaðið við götuna Sigurður Magnússon frá Þórar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.