Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 31 Tækniskóli Islands: 56 luku náms- stigum á haustönn Á HAUSTÖNN 1986 voru á fimmta hundrað nemenda í skól- anum. Ýmsum námsstigum luku 56 manns en þar af er helmingur í áframhaldandi námi við skól- ann á vorönn ’87. Við brautskráningu 20. des. flutti Steinar _ Steinsson skólanefndar- maður TI hátíðarávarp og Þorsteinn Björnsson mælti fyrir munn 10 ára árgangs byggingatæknifræðinga, sem færðu skólanum að gjöf mynd- verk eftir Lisbet Sveinsdóttur. í heilbrigðisdeild var 3. október ’86 minnst 20 ára kennslu í meina- tækni við TÍ. Af því tilefni gáfu Meinatæknafélag íslands og 10 og 15 ára árgangar meinatækna verð- mætt kennslutæki og peninga til tækjakaupa. Um svipað leyti sýndi fyrirtækið Kerfí hf. skólanum mikinn sóma með því að leyfa endurgjaldsiaust kennsluafnot af hugbúnaðarsafninu Alvís, en það mun metið á nálægt 900 þús. kr. og er mikilvægt við kennslu í rekstrardeild. í maí 1987 er að vænta fyrstu iðnrekstrarfræðinga af sérsviðun- um framleiðslusviði og markaðs- sviði. í október 1988 er áætluð braut- skráning fyrstu röntgentækna frá TÍ. Byggingatæknifræðingar, brautskráðir 20. desember sl., talið frá vinstri. Fremri röð: Birgir Guðmunds- son, Jón Viðar Matthiasson, Eyjólfur Valgarðsson, Guðbrandur Steinþórsson deildarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, Kristinn Magnússon, Bjarni Arnason. Aftari röð: Árni G. fKristjánsson, Guðmundur K. Marinósson, Þorsteinn Sigvaldason, Brynjar Jónsson, Hjalti Sigmundsson, Eiríkur Amarson, Ármann Ó. Sigurðsson. Fj árhagsáætlun Bolungarvíkur lögð fram: Tekjurnar hækka um 23 prósent Skuldir bæjarins fara lækkandi Bolungarvík. FJÁRHAGSÁÆTLUN Bolung- arvíkurkaupstaðar var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjóm Bol- ungarvíkur i síðustu viku. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að tekjur bæjarfélags- ins verði 64,3 miHjónir sem er 23% hækkun frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir að skuldir fari lækk- andi eins og þær hafa gert undanfarin ár. Álagningarhlutfall útsvars verð- ur 10,4% og áfram verður haldið þeirri stefnu að útsvar gjaldenda 67 ára og eldri er lækkað um 25% og íbúðareigendur 67 ára og eldri eru undanþegnir fasteignagjöldum. En fasteignagjöld á hvem íbúa hafa verið lægst í Bolungarvík undanfar- in ár ef einungis eru teknir kaup- staðir landsins. Helstu gjaldaliðir eru íþrótta- og æskulýðsmál og fræðslumál en í þessa liði fara um 40 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir 10 millj- ónum til framkvæmda við stækkun grunnskólans sem hafíst var handa við á síðasta ári. Þar af koma um 3 milljónir króna frá ríkissjóði. Hér á að vera jöfn skipting milli bæjar og ríkis en ekki fékkst meira fé á fjárlögum ríkisins og til að halda áætlun með bygginguna bætir bæj- arsjóður við að þessu sinni. Til gatnagerðar er áætlað að veija 6,7 milljónum og þar með gert ráð fyrir að ljúka við að leggja slitlag á allar götur bæjarins, en á næstu tveimur árum er hinsvegar gert ráð fyrir að ljúka frágangi á öllum götum bæjarins. Við gerð þessarar fjárhagsáætl- unar sat áheymarfulltrúi H-listans alla þá fundi sem fóm í vinnu við hana og er því fjárhagsáætlun lögð fram með samþykki allra flokka. Síðari umræða um fjárhagsáætlun- ina verður 5. febrúar en næstkom- andi fimmtudag verður opinn fundur í ráðhússalnum þar sem íbú- um gefst kostur á að ræða þessa fjárhagsáætlun og koma með fyrir- spumir. Gunnar Fræðsluráð Hafnarfjarðar: Fulltrúi Alþýðu- bandalags segir sig úr ráðinu RAGNAR Gislason, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hefur tilkynnt Magnúsi Jóni Ámasyni, efsta manni & lista flokksins i bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, að hann hafi sagt sig úr ráðinu. Um leið tilgreindi hann ástæður sinar i trúnaðarbréfi til Magnúsar og setti honum það f sjálfsvald hve- nær hann tilkynnti bæjarráði um úrsögnina. í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins á fundi bæjarráðs 8. janúar síðastliðinn er gefíð í skyn að afsögn Ragnars tengist því að Ellert Borgar Þorvaldsson fræðslu- stjóri Hafnarfjarðar fékk ekki stuðning meirihluta bæjarstjómar í starf skólastjóra Lækjarskóla í Hafnarfírði, sem síðan leiddi til uppsagnar hans úr starfí fræðslu- stjóra, eins og áður hefur verið rakið í Morgunblaðinu. í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag sagði Guð- mundur Ámi Stefánsson bæjar- stjóri Hafnarfjarðar að það væri rangt að Ragnar hefði sagt sig úr fræðsluráði. Ragnar staðfesti það hinsvegar við blaðið að hann hefði sagt sig úr ráðinu, þótt það hefði ef til vill ekki verið formlega til- kynnt í bæjarráði enn. Ragnar sagði að sú úrsögn tengdist vissulega að nokkm leyti ofangreindu máli en einnig hefði hann komist að raun um að fræðsluráðið starfaði á öðr- um gmndvelli en hann hafði haldið þegar hann tók þar sæti síðastliðið sumar og væri úrsögnin því einnig tilkomin vegna þess. ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA ... SPÆNSKU! VAKA{ ijel0afdl Síóumúla 29, 108 Reykjavík, sími 688300 Meó útsendingum Sjónvarpsins á spænskukennsluefninu HABLAMOS ESPANOL gefst þeim fjölmörgu ís- lendingum sem hafa ætlaö sér að læra spænsku tækifæri til þess á ein- faldan og þægilegan hátt. Kennslubókin sem þiö þurfió er kom- in út hjá Vöku-helgafelli og fæst í bókaverslunum um allt land. Þetta er nútimaleg kennslubók sem hentar fólki á öllum aldri. HABLAMOS ESPANOL hefur hvarvetna hlotiö miklar vinsældir og er eitt kunn- asta sjónvarpskennsluefni i spænsku sem fram hefur komió. Tengja menn vin- sældirnar því aö kennslan er snióin vió hæfi feróamanna sem koma til Spánar og annarra spænskumælandi landa. LÆRIÐ SPÆNSKU Á EINEALDAN OG ÞÆGILEGAN HÁTT! Orkin/sIa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.