Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 281/JANÚAR 1987 Alþíngishúsið og danska skjaldarmerkið eftir Þorstein Halldórsson Grein þessa rita ég í tilefni DV- kjallaragreinar Guðmundar H. Guðjónssonar, skólastjóra í Vest- mannaeyjum, hinn 16. janúar sl. Slík skrif getur maður ekki látið fram hjá sér fara án þess að leið- rétta þær meinlegu villur sem í þeim eru. Skjaldarmerkin á Alþingishúsinu Það mun víst ekki vekja furðu nokkurs manns sem leið á framhjá Alþingishúsinu að sjá þar danska skjaldarmerkið, því þar er það hvergi að fínna. Hitt er annað mál að þar er á þaki hússins fangamark Kristjáns konungs níunda, sem telja verður eðlilegt, þar sem húsið var byggt á valdaárum hans. Á Al- þingishúsinu hengu þó frá upphafí (1881) tvö skjaldarmerki, þ.e. hið islenska: silfraður, krýndur, flattur þorskur á rauðum grunni og hið danska: þijú kiýnd, blá ljón á gulum feldi með rauðum hjörtum. Voru merkin staðsett á framhlið hússins sitt hvoru megin fyrir ofan svala- gluggann. Krýndi þorskurinn var tekinn niður 1904 og nýtt skjaldarmerki sett í hans stað; silfraður fálki á íslenska skjaldarmerkið 1904-1919. bláum grunni. 1911 voru bæði merkin tekin niður og hefur ekkert skjaldarmerki hangið utan á Al- þingishúsinu siðan. Landvættirnar Næst er til að taka að landvætt er kvenkyns orð en ekki karlkyns eins og svo margir flaska á. Alþingi íslendinga hefur nú þing- að síðan 1881 undir myndum úr hinni bráðsmellnu Ólafs sögu Tryggvasonar f Heimskringlu, þ.e.: griðungi, bergrisa, gammi ogdreka, íslenska skjaldarmerkið frá mið- öldum til 1904. sem þar að auki eru skv. forsetaúr- skurði nr. 35 frá 17. júní 1944 hinir flórir skjaldberar íslenska skjaldar- merkisins. Slqaldarmerki íslands er skv. fyrmefndum úrskurði ákveðið: „ ... silfurlitur kross í heiðbláum feldi með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum". Þannig er það að landvættimar bera slgaldar- merki íslensku þjóðarinnar en ekki fána eins og GHG segir. Þjóð- fáninn, svo sem algengt er með fána, er nokkurs konar „myndvarp" skjaldarmerkisins. Danska skjaldarmerkið. Það á uppruna sinn að rekja til um 1100. Landvættimar hafa prýtt fram- hiið Alþingishússins frá upphafí í ágætum lágmyndum yfír gluggun- um á annarri hæð hússins. Erlend yfirráð íslendingum er vafalaust hollt að minnast þess að þeir vom undir erlendum yfírráðum í hartnær átta- hundruð ár. Á það minna t.d. hin ýmsu merkustu mannvirki á ís- landi, s.s. stjómarráðshúsið og Bessastaðastofa, hvorttveggja nýtt íslenska skjaldarmerkið frá því 1944 ásamt skjaldberum þess: griðungi, bergrisa, gammi og dreka. Láréttu og lóðréttu strik- in í skildinum tákna litina skv. hinni fornu alþjóðlegu reglu i skjaldarmerkjafræði, þ.e. lárétt: blátt, lóðrétt: rautt. íslenska skjaldarmerkið 1919-1944. af forseta lýðveldisins og Alþingis- húsið, svo dæmi séu nefnd. Munu þau standa sem ævarandi áminning til okkar um hið erlenda vald, svo ekki sé nú minnst á fangamark Slysavarnafélagið - Landhelgisgæslan eftir Guðmund Guðmundsson Nokkuð hefir verið rætt um það á síðum þessa blaðs hvort Slysa- vamafélagi íslands eða Landhelgis- gæslunni beri að hafa yfírstjóm með leit og björgun ef slys beri að höndum á sjó. Þessar stofnanir eru hver á sínu sviði ómissandi ef þeir atburðir ger- ast er höfða til þeirra verkefna er undir þær heyra. Slysavamafélag íslands er flöldahreyfíng sem ótví- rætt hefir sannað gildi sitt um áratugi. Þar hafa verið starfandi áhugamannahópar af báðum kynj- um, sem lagt hafa dag við nótt til þess að vinna að ætlunarverki Slysavamafélagsins. Uppbyggingin á starfsemi félagsins hefír að veru- legu leyti byggst á sjálfboðaliða- starfí hinna fjölmörgu einstaklinga er lagt hafa málefninu lið og hefir þessi þáttur í félagsmálastarfí hins daglega lífs óefað orðið mörgum hvatning til frekari dáða á öðrum sviðum. Ég held að það fari ekkert á milli mála að þeir sem unnið hafa að málefnum Slysavamafélagsins og gjörst þekkja til þess starfs sem þar er unnið, em einhuga um það að enginn aðili annar er hæfari til þess að hafa forystu um þær að- gerðir sem kalla að ef sjóslys eiga sér stað. Á£ þijátíu ára reynslu sem virkur þátttakandi að málefnum Slysavamafélagsins er undirritaður sannfærður um að þessum málum er best skipað á þann hátt sem að ofan hefír verið vikið að. Landhelgisgæslan er ríkisrekið fyrirtæki sem háð er því hve fjár- málavaldið er örlátt á fjármuni til rekstui'sins hveiju sinni. Raunar ætti það að vera metnaður okkar og hrein skylda ríkisvaldsins að svo sé um hnútana búið að Landhelgis- gælsunni sé ávallt ætlað það Guðmundur Guðmundsson „Því aðeins getur Land- helgisgæslan gegnt sínu mikilvæga hlut- verki að í engu sé til sparað að búa skipin þeim bestu tækjum, sem völ er á.“ fjármagn til rekstursins að hún geti gegnt sínu hlutverki svo sem þörf er á hveiju sinni. Það sást best á árum þorskastríðsins hvers virði Landhelgisgæslan var þjóðinni þegar barist var við breska heims- veldið um jrfírráðarétt landhelginn- ar. Þeir sem þá störfuðu á skipum gæslunnar vom stolt þjóðarinnar og sýndu mikla þolinmæði og festu í störfum sínum þótt við ofurefli væri að etja. Með fullri virðingu fyrir þessari mikilvægu stofnun held ég að hún geti best gegnt hlutverki sínu í sam- bandi við aðgerðir ef sjóslys ber að höndum með því að hafa sjálfdæmi um bráðar ákvarðanir í einstökum tilfellum en jafnframt góða sam- vinnu við Slysavamafélagið, er hefði yfírstjómina með höndum. Hafa verður í huga að varðskipin séu ávallt búin þeim fullkomnustu tækjum, sem völ er á til siglinga og staðarákvarðana. Þeir sem standa best að útgerð stærri fiski- skipa kappkosta að hafa þau vel útbúin með fiskileitar- og siglinga- tækjum og em í mörgum tilfellum að minnsta kosti tvö og fleiri tæki um borð af hverri gerð, radar, dýpt- armæla, lóran-staðsetningarkerfí o.fl. þannig að séð er fyrir því að þó eitt tæki bili þá er annað til stað- ar til að taka við. Ég dreg í efa og veit raunar að varðskipin séu eins vel búin tækjum og best gerist í togumnum og er það óafsakanlegt og skipstjómar- menn þar um borð eiga sannarlega skilið að hafa þennan búnað sem fullkomnastan. Það var hörmulegt að heyra frá því sagt í útvarpinu eftir flugslysið, sem varð í ísafjarðardjúpi fyrir skömmu, að varðskip sem var í næsta nágrenni hafði ekki um borð miðunartæki , til þess að staðsetja neyðarsendi er var í flugvélinni og heyrðist í og jafnframt var sagt frá því að tækið sem átti að vera um borð í skipinu hefði bilað og væri í landi í viðgerð. Hvað veldur, hefír yfirstjóm gæslunnar ekki skilning á því eða réttara sagt ekki fram- takssemi til þess að hafa til vara svo mikilvægt tæki sem setja mætti um borð í skipin ef það bilar sem um borð hefír verið, eða er fjár- hagurinn svo slæmur að ekki er unnt að kaupa varatæki sem kosta mun innan við tvö hundruð þúsund krónur. Slíkt má undir engum kringumstæðum eiga sér stað og er hreint óafsakanlegt, því aðeins getur Landhelgisgæslan gegnt sínu mikilvæga hlutverki að í engu sé til sparað að búa skipin þeim bestu tækjum, sem völ er á. Höfundur er útgerðarmaður & ísafirði ogformaður Útvegs- mannafélags Vestfjarða. Á myndbönd eru komnar topp myndir frá Midnight video Myndbandaleigur: Mjög hagstætt verd. PANTANIR Í SÍMA 671613.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.