Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 22.tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÍJAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretar hafa miklar áhyggjur af örlög- um Terry Waite Beirút, London, AP. Reuter. BREZKA ríkisstjórnin hefur áhyggjur af því að ekkert skuli hafa heyrzt frá Terry Waite, sendimanni ensku biskupakirkj- unnar. Robert Runcie, erkibiskup, sagði hins vegar að ekkert hefði komið fram sem styddi fullyrðingar um að Waite væri fangi mannræningja, sem hann ætlaði að reyna fá til að sleppa tveimur Bandaríkjamönnum. Runcie hvatti brezku þjóðina til að biðja fyrir Waite. Waite er í fímmtu ferð sinni til að semja um frelsi vestrænna manna, sem haldið hefur verið í Líbanon. Var hann sagður í góðu sambandi við mannræningja og að þessu sinni ætlaði hann að freista þess að fá Terry Anderson, fréttamann AP-fréttastofunnar, og Thomas Sutherland, háskóla- kennara, leysta úr haldi. Þeim var rænt árið 1985. Samtök, sem njóta stuðnings írana, sögðust bera ábyrgð á ráni á Saudi-Arabanum Khaled Deeb Beirút í fyrrinótt. Hann er sonur háttsetts embættismanns í Riy- adh. Með ráninu á honum eru 26 útlendingar í haldi mannræningja i Líbanon. Samtökin kröfðust þess að Mohammed Ali Hamadi, meintur flugræningi, sem handtekinn var í Vestur-Þýzkalandi 13. janúar sl., yrði látinn laus. Handtökunnar var hefnt með ráni á tveimur Vestur-Þjóðveijum í Beirút. I gær var bróðir Hamadi, Ali Abbas Hamadi, handtekinn er hann kom til Frankfurt frá Líbanon. Reuter Námsmenn við háskólann í Beirút efndu til fundar í gær á skólalóðinni þar sem þeir mótmæltu ráni á fjórum kennurum, einum indverskum og þremur bandarískum, sl. laugardag. Gorbachev vill róttæk- ar þjóðfélagsbreytingar Moskvu, AP. Reuter Blaðabrenna íMadríd Spænskir námsmenn héldu áfram mótmælaaðgerðum í gær. Efndu þeir m.a. til blaðabrennu í höfuðborg landsins, Madrfd, til að mótmæla umfjöllun um aðgerðir þeirra. Námsmenn krefjast þess að takmarkanir á inngöngu í háskóla verði numdar úr gildi og að þeir fái ýmiss konar félagslegar bætur. Stjórn Aquino ekkií hættu Washington, Maníla, AP. Reuter. LARRY Speak- es, talsmaður Bandaríkjafor- seta, sagði í gærkvöldi að sljórn Corazon Aquino, for- seta, virtist áfk ekki í neinni ™ hættu eftir til- Corazon Aquino raun til valdaráns á Filipps- eyjum í fyrrinótt. Speakes sagði að 18 foringjar, þ.á m. hershöfðingi og ofurstar, sem staðið hefðu á bak við valda- ránstilraunina, hefðu gefíð sig fram. Áður tilkynnti Aquino að stjóm- arherinn hefði brotið á bak aftur valdaránstilraun stuðningsmanna Ferdinands E. Marcos, fyrrum for- seta. Enn höfðu þó um 200 uppreisnarmenn útvarps- og sjón- varpsstöð á valdi sínu í gærkvöldi, en staða þeirra var sögð vonlaus. Hótaði Atjuino í gær að láta herinn ráðast á stöðina ef þeir gæfust ekki upp. Sjá ennfremur fréttir af valdaránstilrauninni á bls. 24. MIKHAIL Gorbachev, aðalritari I skref í átt til lýðræðis með því I sovézka kommúnistaflokksins, að gefa þjóðinni kost á að velja lagði til á fundi miðstjórnar menn í áhrifastöður í leynilegum flokksins i gær að stigin yrðu | kosningum, þar sem frambjóð- | endur væru tveir eða fleiri. Gorbachev lagði til breytingar á reglum um kosningar í valdastöður í flokknum og til þings, en útilok- aði endurskoðun á reglum um val manna í miðstjóm flokksins eða stjómmálanefnd. Einnig gerði hann tillögur um lagabreytingar til að auðvelda framgang umbóta á sviði efnahags- og félagsmála, sem hann sagði marga „stirðbusa" í flokknum hafa lagzt gegn. Lagði hann m.a. til að sett yrðu lög sem heimiluðu óbreyttum borgurum að lögsækja stjómvöld og að dregið yrði úr mið- stýringu í iðnaði. Jafnframt lagði hann til að sett yrðu lög sem Bandaríkin: tryggðu fjölmiðlum aðgang að emb- ættismönnum. Talið er að Gorbachev vilji koma á leynilegum kosningum til að losna við aldraða harðlínumenn, stirð- busana, úr áhrifastöðum og rýma þar með fyrir mönnum, sem líklegri eru til að greiða fyrir framgangi stefnumála hans. Sagði Gorbachev að víða hefði náðst umtalsverður árangur á sviði efnahags- og félags- mála. Stöðnunin væri hins vegar viðloðandi á nokkrum stöðum en þar hefðu embættis- og áhrifamenn þverskallazt við að hrinda „áætlun sinni um umbætur" í framkvæmd. Sjá „Gorbachev hvetur til...“ á bls. 25. Mikilvægasta ræða Reagans Washington, New York. AP, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, hélt mikilvægustu ræðu, sem hann hefur flutt á ferli sínum, á sameiginlegum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings. Var ræðunnar beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem forsetinn hugðist reyna með henni að vinna aftur traust og tiltrú kjósenda. Nýjar skoðanakannanir sýna að hann hefur misst mikið af því trausti er hann naut. Reagan hélt ræðuna kl. 2 í nótt og hafði hún ekki verið afhent fjöl- miðlum áður en Morgunblaðið fór í prentun. Larry Speakes, talsmað- ur forsetans, sagði þó að forsetinn myndi viðurkenna að vopnasalan til írans hefði verið mistök og heita því að glappaskot af þessu tagi yrði ekki endurtekið. Speakes sagði að Reagan myndi lýsa yfír vilja sínum til að semja um afvopnun við Sovétmenn; hann myndi leggja áherslu á umbætur er orðið hefðu í efnahagsmálum og varpa fram hugmyndum um hvemig Bandaríkjamenn ættu að bregðast við vaxandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á fundi Utanríkismálanefndar öldunga- deildarinnar í gær, að héðan í frá yrði ekki um frekari vopnasending- ar til írans að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.