Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 41 Heilagra manna sögur Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Two Lives of Saint Cutbert. A Life by an Anonymous Monk of Lindisfame and Bede’s Prose Life. Texts, Translation and Notes by Bertram Colgrave. Cambridge Uni- versity Press 1985. The Life of Bishop Wilfrid by Eddius Stephanus. Text, Tran- slation and Notes by Bertram Colgrave. Cambridge University Press 1985. hvem tíma á tímabilinu 711—721. Höfundurinn var samtíðarmaður biskupsins, sem telst til merkustu leiðtoga engilsaxnesku kirkjunnar á sínum tíma. lýst er átökunum innan kirkjunnar og baráttu Wilfrids við andstæðinga sína og kristniboðs hans meðal heiðingja. Wilfrid hlaut menntun sína í Lindis- fame-klaustri og átti mikinn þátt í niðurstöðu kirkjuþingsins í Whitby, varðandi tímasetningu páskanna. Leiðir hans lágu vítt um hinn kristna heim, Frísland, Frakkland og Ítalíu, þar sem hann sótti páfa heim vegna deilna sinna við kirlq'u- leiðtoga og konunga meðal engil- saxa. Wilfrid stofnaði nokkur klaustur og var kunnur fyrir kirkjubygging- ar og söfnun listaverka, hann var kirkjuhöfðingi og átti mikinn þátt í „gullöld Norðimralands". Formálinn að ævi Wilfrids er svo til frá orði til orðs uppskrift af form- álanum að ævi Cuthberts, eftir ókunnan höfund. Wilfrid lést 709. Messa hans er 12. október. I þessum ævum greinir frá margvíslegum furðum og krafta- verkum eins og tíðkast í heilagra- manna sögum. Atburðimir vom þeirra tíðar mönnum algjörar stað- reyndir og hljóta að verða metnir samkvæmt forsendum þeirra tíma og allra tíma „Sub specie aetemitat- is“. Engilsaxneskar bókmenntir eru ásamt latneskum miðaldambók- menntum lykillinn að bókagerð hér á landi, bókfell, rita og stafróf voru tökuorð úr engilsaxnesku á tólftu öld, fomenska; bocofell, writan og stæfræw. Ahrif ensku kirkjunnar bámst til íslands um Noreg á 11. öld og í einu elsta handriti íslensku, sem er talið vera frá því um 1150, „Kirkjudagsmál“ eða „Im dedictati- one templii" em lýsingar og fyrir- mæli miðuð við timburkirkjur, en ekki steinkirkjur, en lengst af vom kirkjur engilsaxa timburkirlgur. Auk beinna tilvísana í engilsaxnesk fræði í íslenskum fombókmenntum hefur G. Turville-Petre bent á tengsl þessara fræða og mennt í bók sinni „Origins of Icelandic Lit- erature“. „Gullöld Norðimralands" stóð frá fyrri hluta 7. aldar fram undir miðja 8. öld. Þetta var tími Beda hins fróða og á þeim tíma var Lífssaga Sankti Cuthberts skráð af ókunnum höfundi, en Beda studdist mjög við hana í sinni samantekt um þann helga mann. Meðal fleiri rita, sem sett vom saman á latínu á þessum tíma var: Ævi Wilfrids biskups, sem síðar var helgaður, eftir Eddius Stephanus. Elsta legendan um Gregoríus páfa er frá þessum tíma. Af listaverkum í bókagerð má nefna Lindisfame-guðspjöllin, sem nú em varðveitt í British Museum, og telja má ömggt að fleiri slft verk hafi verið unnin, lengi vel von varðveitt.tvö guðspjöll í dómkirkj- unni í York, allt fram á 16. öld. Af listaverkum í stein er Acca- krossinn, sem nú er varðveittur í Hexham. Kista eða skrín heilags Cuthberts er í svipuðum stíl, varð- veitt í Durham. Kenningar hafa komið fram um það, að Bjólfskviða sé uppmnnin á þessari menningar- legu gullöld engilsaxneskrar menningar (R.W. Chambers: Beow- ulf___2. útg. Cambridge 1932.) Þessar þijár heilagramannasög- ur em allar skráðar eftir kirkjuþing- ið í Whitby 664 (663), en þar varð lagður gmndvöllurinn að framtíðar kirkju- og klaustraskipan meðal engilsaxa. Keltnesk kirkju- og klausturhefð varð að þoka fyrir þeirri rómversku og hl. Cuthbert og Wilfrid biskup vom fulltrúar keltneskrar og rómverskrar kirkju- skipunar. Lífssaga hl. Cutberts er talin hafa verið skrifuð ekki fyrr en 699 og ekki síðar en 705. Helg- ur dómur hl. Cuthberts var hafínn úr jörðu 698, svo sagan hefur ekki verið skráð fyrr, í textanum er get- ið um konung Norðimralands, „sem nú ríkir í friðsemd", þ.e. Aldfriths, sem lést 705. Gerð Beda styðst mjög við ævi hl. Cuthberts eftir þann ókunna höfund, hann bætir þó miklu efni við og breytir ýmsum frásögnum frá fyrri gerðinni. Beda ritar ævi hl. Cuthberts um 721, í bók hans „De temporum ratione", sem hann ritaði 725, segist hann hafa ritað ævi Cuthberts „fyrir nokkmm árum“ og svo helgar hann ævina Eadfrith biskupi, sem lést 721. Formálinn að fyrri gerðinni er í hinum hefðbundna stíl formála fyr- ir heilagramanna ævir, sem rekja má til ævi hl. Antoníusar eftir Ath- anasíus, sem þýdd var af Evagrius úr grísku á latínu á síðari hluta 4. aldar. Ævi Antoníusar og ævi hl. Martins eftir Sulpicius Sevems frá svipuðum tíma, ásamt ævi hl. Páls frá Þebu, sem Hieronymus setti saman eftir grískri frumgerð. Ævi Wilfrids biskups eftir Eddius Stephanus er merkasta ævisaga enskra ármiðalda. Ævin er rituð af aðdáanda hins sæla biskups ein- * gcngisskr. 14.1.87 BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 68-12-99 LANCIA THEMA: ÍBURÐUR, PÆGINDI 0G TÆKNHEG FULLKOMNUN Við hjá Lancia viðurkennum fúslega að við höfum gaman af því að vera fyrstir. Fyrir 25 árum síðan smíðuðum við fyrsta ítalska bílinn með framdrifi. Það var líka okkar hug- mynd að smíða bíl með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sjálfberandi yfirbyggingu. Og enn erum við í fararbroddi. Nú er það fólksbíll sem skipar sér á bekk með þeim bestu í Evrópu og sameinar kraft og aksturseiginleika sportbílsins og íburð og þægindi luxusbílsins. Þetta er LANCIA THEMA. Að innan er THEMA íburðarmikill og geysilega rúmgóður og undir húddinu leynist 165 hestafla TURBO vél með millikæli og ýmsum tæknilegum eiginleikum, sem hingað til hafa eingöngu verið notaðir í vélar kappakstursbíla. Þessi vél skilar THEMA TURBO úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða á aðeins 7.2 sekúndum og hámarkshraðinn er 218 km/klst! Vélin er næsta hljóðlaus og titringsdeyfar eyða öllum titringi, þannig að þú finnur raunverulega aldrei fyrir þessum ógnarkrafti. Hröðunin og mýktin er slík, að líkast er að setið sé í þotu í flugtaki! Ef þetta er ekki nóg fyrir þig, þá er hægt að fá THEMA með 32 ventla FERRARI V8 vél og þá er hröðunin í 100 km hraða aðeins 6.8 sekúndur! LANCIA THEMA TURBO kostar nú aðeins 895 þúsund krónur* með álfelgum og ríku- legum búnaði. Aðrar gerðir af LANCIA THEMA kosta frá 760 þúsund krónum*. Ef þú telur að þú eigir aðeins það besta skilið, hafðu þá samband við okkur og fáðu að reynsluaka LANCIA THEMA TURBO, ÞAÐ ER LÍFSREYNSLA ÚT AF FYRIR SIG! LANCIA THEMA ER FLUTTUR INN AF BÍLABORG H.F. ÞAÐ TRYGGIR ÖRUGGA ENDURSÖLU OG 1. FLOKKS ÞJÓNUSTU, SEM ER RÓMUÐ AF ÖLLUM SEM TIL ÞEKKJA! LANCIA THEMA FÆST í 5 MISMUNANDI GERÐUM: THEMA TURBO - 2000 cc, 165 hö, 0-100 km/klst = 7.2 sek. THEMA i.e - 2000 cc, 120 hö, 0-100 km/klst = 9.7 sek. THEMA 6V - 2850 cc, 150 hö, 0-100 km/klst = 8.2 sek. THEMA TURBO DIESEL - 2500 cc, 100 hö, 0-100 km/klst = 11.9 sek. THEMA 8.32 - 2927 ccc, 218 hö, 0-100 km/klst = 6.8 sek. LANCIATHEMA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.