Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 Er gott ao veroa í neðsta sæti? Eystrasaltskeppmn: Morgunblaðið/SUS O íslenska landsliðið fagnar hér áhorfendum eftir jafnteflið gegn Sovétríkjunum. Eins og sjá má hafa áhorfendur risið úr sætum til að fagna leikmönnum íslands. -- ÞAÐ kann ef til vill einhverjum að þykja það furðuleg staðhæfing þegar sagt er að íslenska lands- liðið i handknattleik hafi staðið sig frábærlega vel á Eystrasalts- mótinu sem lauk á sunnudaginn. Liðið hafnaði þar í sjötta og neðsta sæti og þá er ekki nema von að einhver efist um hversu frábær árangurinn hafi verið. Hvernig fer það saman að ná frá- bærum árangri og verða um leið í neðsta sæti? íslenska liðið lék mjög vel í þessu móti ef leikurinn gegn Vést- ur-Þjóðverjum er undanskilin. Mót þetta er eitt það sterkasta sem íslenska landsliðið hefur tekið þátt í en þar léku auk okkar lið Vestur- Þjóðverja, Austur-Þjóðverja, Pól- lands, Sovétríkjanna og Svía. Þrjár A-þjóðir og þrjár B-þjóðir. Fyrsti leikur íslands var gegn heimamönnum, Austur-Þjóðverj- um, og var það opnunarleikur mótsins. Þeirri viðureign lauk með jafntefli, 17:17, og verður það að skoðast sem mjög góður árangur. Austur-Þjóðverjar hafa um árabil verið með eitt sterkasta hand- knattleikslandslið í heiminum og það hefur ekkert breyst. Leikurinn var spennandi og jafn mestan tímann en þýskir náðu fjögurra marka forystu fyrir leikhlé. Með geysilegri baráttu og góð- um varnarleik tókst okkar mönnum að komast 17:16 yfir en Þjóðverjar jöfnuðu síðan þremur sekúndum fyrir leikslok. Fæstir höfðu búist við að ísland næði jafntefli gegn bronsliðinu frá HM í Sviss en sú varð engu að síöur rauninn. Rassskelling Það virðist sem íslenska liðið verði að leika einn slakan leik í hverju móti og sá leikur var að þessu sinni gegn Vestur-Þjóðverj- um en honum lauk með 25:16 sigri ' Þjóðverjanna. Það gekk ekkert upp í þessum leik og alla leikgieði vantaði í liðið. Leikgleðin er það sem íslenska landsliðið hefur verið hvað þekkt- ast fyrir og sagði Sovéski lands- liðsþjálfarinn til dæmis eftir stórsigur Sovétmanna yfir Austur- Þjóverjum í síðasta leik mótsins að Sovétmenn hefðu lært mikið af íslendingum daginn áður er þeir gerðu jafntefli við þá. Sovét- menn höfðu gaman af því sem þeir voru að gera í síðasta leiknum og það lærðu þeiraf íslendingum. Pólverjar voru næstir á dagskrá og í gífurlega spennandi leik tókst okkur að vinna 29:28 í Wismar þar sem áhorfendur kunnu svo sann- arlega að meta leikgleði íslenska liðsins. Strákarnir léku mikinn og hraðan sóknarleik að þessu sinni og kunnu áhorfendur vel að meta leikkerfi liðsins og skothörku leik- manna. Sigur fyrir Sovéskan handknattleik „Þetta jafntefli má skoða sem sigur fyrir Sovéskan handknatt- leik,“ sagði þjálfari Sovétmanna eftir að ísland og Sovétríkin höfðu gert jafntefli 23:23. Hann hafði orð á því að ísland væri án efa ein af bestu handknattleiksþjóðum i heimi og sá timi væri löngu liðinn að einhverjir gætu verið vissir um stig í leik gegn þeim. Já, þessi orð Jewtuschenko, þjálfara Sovétríkjanna, lýsa ef til vill betur en margt annað hversu virtir íslenskir handknattleiksmenn eru um þessar mundir. Tiedemann, þjálari Austur-Þjóð- varja, sagði eftir leik okkar við þá að ísland væri meðal bestu hand- knattleiksþjóöa heims og því væri það engin skömm að tapa, eða gera jafntefli, við þá. Þessir tveir heimsþekktu og virtu þjálfarar hafa greinilega mikið álit á íslenskum handknattleik. Síðasti leikur mótisns var gegn Svíum og þeim leik töpuðum við 21:23. Það hefði líklega verið hæg- ur vandi að leika upp á jafntefli í þessum leik en strákarnir höfðu ekki áhuga á því. Sigur eða ekk- ert! Með sigri hefðum við orðið í þriðja sæti en færst upp í það fjórða með jafntefli. Undir lok leiks- ins reyndu menn skot til þess að freista þess að jafna en það tókst ekki og Svíar skoruðu síðasta markið þannig að þeir unnu með tveggja marka mun. Neðsta sætið engin skömm Þó svo íslenska liðið hafi hafnað í neðsta sæti í þessari keppni þá var árangurinn góður. Sigur gegn Pólverjum og jafntefli við Sovét- menn og Austur-Þjóðverja er árangur sem allar handknattleiks- þjóðir geta verið ánægðar með. Tapið gegn Svíum er skiljanlegt þegar haft er í huga að hverju strákarnir stefnu. Hið stóra tap gegn Vestur-Þjóðverjum er hins vegar verra að skýra og raunar ekki hægt. Liðið lék illa og átti aldr- ei möguleika á að vinna þann leik. Tapið var ef til vill helst til stórt miðað við gang leiksins. Við skulum skoða hvernig ein- stakir leikmenn liðsins stóðu sig í þessari keppni. Einar Þorvarðarson Einar lék fyrstu þrjá leikina og stóð sig mjög vel í tveimur þeirra. Hann varði sértaklega vel í leiknum gegn Pólverjum og einnig í fyrsta leiknum gegn Austur-Þjóðvarjum. í leiknum gegn Vestur-Þjóðverjum náði hann sér hinsvegar ekki á strik frekar en aðrir leikmenn liðs- ins. Vörnin var þá slök og það helst oft í hendur að ef vörnin er slök er markvörðurinn slakur. Brynjar Kvaran Brynjar stóð í markinu síðustu tvo leikina og stóð sig vel. Hann var að vísu dálítið lengi í gang í fyrri leiknum, gegn Sovétmönnum, en varði síðan á mjög mikilvægum augnablikum. í leiknum gegn Svíum varði hann alveg ágætlega og sérstaklega frá Björn Jilsen sem er þeirra besta manður. Guðmundur Hrafnkelsson Guðmundur lék ekki mikið með í þessari ferð. Hann kom inná gegn Sovétmönnum í byrjun og náði ekki að verja frekar en Brynjar. Síðar í leiknum varði hann þó víta- kast og hann stóð einnig í markinu í tvígang er Sovétmenn misnotuðu vítaköst. Kristján Arason Kristján lék vel í öllum leikjunum nema gegn Vestur-Þjóðverjum og reyndar á það við alla leikmenn íslenska liðsins. Hann skoraði 28 mörk og varð í þriðja sæti í keppn- inni um markahæstu menn. Kristj- án leikur lykilhlutverk í liðinu og skilar því oftast vel. Hann var nokkrum sinnum settur inn á miðj- una sem leikstjórnandi í þessari keppni og það kæmi mér ekki á óvart þó það yrði reynt talsvert í komandi leikjum. Þorgils Óttar Mathiesen Þorgils Óttar er skemmtilegur línu- maður og hann virðist einnig tilvalinn fyrirliði. Hann náði sér verlulega vel á strik í þremur leikj- um af fimm en datt niður þess á milli. Hann skoraði 16 mörk í þess- ari keppni og þeir voru ekki margir línumennirnirsem skoruðu meira. Alfreð Gíslason Alfreð lék best allra í íslenska liðinu að þessu sinni. Hann skor- aði 12 mörk í fjórum leikjum og lék einnig einstaklega vel í vörninni. Hann er líkamlega mjög sterkur og nýtir sér það vel. Þau voru ófá fríköstin sem hann fékk dæmd á móterjana með því að láta þá riðj- ast á sig og einnig gekk honum vel að finna línumenn okkar í leikj- unum. Mikill styrkur að fá hann nú með af fullum krafti enda hefur hann sýnt það með Essen að hann er einn okkar besti handknattleik- maður. Sigurður Gunnarsson Sigurður lék þrjá leiki eins og félagi hans Einar Þorvarðarson. Hann stóð fyllilega fyrir sínu í þess- um leikjum, skoraði 11 mörk og átti nokkra línusendingar sem gáfu mörk. Sigðurður leikur ekki í vörn- inni en í sókninni sér hann um að stjórna leikkerfunum. í leiknum gegn Vestur-Þjóðverjum gengu kerfin illa upp og hefði því að ósekju mátt reyna eitthvað nýtt. Slíkt kemur með meiri samæfingu leikmanna og allir muna hve Ijómadi vel Sigurður lék á Olympíu- leikunum. Sigurður Sveinsson Sigurður lék með í fjórum leikj- um af fimm og stóð sig vel. Hann hefur ekkert æft með liðinu og var því ekki mikið með að þessu sinni en það er greinilegt að hann verð- ur ekki lengi að komast inn í leikkerfin hjá þeim og með skyttur sem hann og Kristján hægra meg- in erum við ekki á flæðiskeri stödd. Sigurður skoraði 7 mörk í keppn- inni og það er gott að hafa hann til að taka stöðu Krisstjáns þegar -eða réttara sagt- ef hann verður settur á miðjuna. Bjarni Guðmundsson Bjarni lék alla leiki liðsins og flesta þeirra lék hann alla, var að- eins skipt útaf í stuttan tíma ef leikurinn gegn Svíum er undanskil- in. Hann hefur oft leikið betur fyrir ísland en hann gerði í þessari ferð. Hraðaupphlaup hafa verið einn helsti aðall hans lengi en nú brá svo við að hann skoraði ekki úr mörgum slíkum, nema í tveimur leikjanna. Hinsvegar ógnar hann alltaf talsvert og er snöggur að skella sér inn úr horninu ef færi gefst á. Bjarni skoraði 9 mörk. Guðmundur Guðmundsson Hinn aðalhornamaður okkar átti einnig dálítið köflótta leiki að þessu sinni. Hann gerði 6 mörk í fjórum leikjum sem hann var með í en hann skoraði aðeins í tveimur þeirra. Mér fanst Guðmudnur ekki nærri eins ógnandi í þessum leikj- um og hann hefur verið með landsliðinu, sérstaklega í HM í Sviss, þar sem hann lék mjög vel. Páli Ólafsson Páll var með í öllum leikjum liðs- ins og stóð sig vel í öllum nema gegn Svíum. Þar átti hann afleitan dag en allir vita að Páll getur gert geysi skemmtilega hluti og því enginn ástæða að örvænta. Mér virtist Páll þó ekki vera í eins góðu líkamlegu formi og oft áður, en baráttuna vantar aldrei hjá honum. Hann skoraði sex mörk í keppn- inni. Júlíus Jónasson Júlíus fékk að reyna sig í síðasta leiknum gegn Svíum og hann greip það tækifæri fegins hendi og stóð sig vel, sérstaklega í fyrri hálfleik, og skoraði 4 mörk. Hann er mikið efni og verður ábyggilega búinn að bæta sig mjög mikið áður en næsta mikilvæga mót, Olympíu- leikarnir í Seoul, verður. Karl Þráinsson Karl lék ekki mikið með í þess- ari keppni. Hann lék vel í þann stutta tíma sem hann fékk tæki- færi gegn Svíum og skoraði þá tvö mörk úr jafnmörgum tilraunum úr horninu. Það á við um hann, svo og alla yngir leikmenn liðsins, sem lítið fá að reyna sig að svona ferð- ir eru mjög mikilvægar fyrir þá. Þeir sjá og kynnast hinum heims- frægu leikmönnum stórþjóðanna og skjálfa þá ekki á beinunum þeg- ar þeir standa auglitis til auglits við þá á leikvelli einhvern tíma í framtíðinni. Geir Sveinsson Geir Sveinsson lék mjög vel í þessu móti og er hann nú án efa einn okkar besti varnarmaður. Hann lék lítið í sókninni og skoraði aðeins eitt mark, en í vörninni var hann frábær. Það var reglulega gaman að sjá hann og Alfreð hlið við hlið og virtist sem þeir hefðu leikið saman frá upphafi en hið rétta er að þeir hafa aldrei leikið saman í landsliðinu áður. Jakob Sigurðsson Hann lék ekki mikið með að þessu sinni. Hann er annar maður í vinstra hornið, fyrir Guðmund Guðmundsson, og lék hann eina leikinn sem Guðmundr lék ekki, gegn Sovétmönnum, og stóð sig ágætlega. Hann hefði þó mátt reyna meira sjálfur á stundum er hann hikaði við að fara inn úr horn- inu. Jakob á framtíðina fyrir sér í vinstra horninu, það er ekki nokkur vafi. Héðinn Gilsson Héðinn var eini leikmaðurinn sem aðeins kom einu sinni inná í ferðinni. Það var í leiknum gegn Sovétríkjunum sem hann var sett- ur í varnarveggin eftir að leiktíman- um var lokið. Héðinn fékk boltann í sig og kom þar með í veg fyrir að Sovétmenn næðu skoti að marki. Héðinn er gríðarlega mikið efni í stórskyttu og margir áttu von á að hann fengi að spreyta sig í nokkar mínútur í þessari ferð. - sus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.