Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1987 25 Gorbachev hvetur til leyni- legra kosninga og lýðræðis Moskvu, AP, Reuter. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hvatti í gær til að löguni um kosningar til áhrifamikilla embætta innan Kommúnista- flokksins yrði breytt á þann veg að kosið yrði milli margra frambjóð- enda. Gorbachev tilkynnti einnig að efnt yrði til allsheijarfundar flokksins á næsta ári en slíkur fundur var siðast haldinn árið 1941. Sovétleiðtoginn ávarpaði mið- stjórn Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna í gær og gerði stöðnunar- tímabil undanfarinna tveggja áratuga að umtalsefni. Gagnrýndi hann Leonid Breshnev, fyrrum leið- toga Sovétríkjanna , harðlega fyrir slælega stjórn og fór jafnframt hörðum orðum um Nikita Khruseh- ev. Gorbachev hvatti til þess að alls- hetjarfundur flokksins yrði haldinn á næsta ári og kvað það nauðsyn- legt til að „tryggja aukið lýðræði innan flokksins og í þjóðfélaginu". Samkvæmt lögum flokksins má boða til allshetjarfundar á fimm ára fresti milli flokksþinga en sovéskir ráðamenn sáu síð’ast ástæðu til þess árið 1941. Leiðtoginn kvartaði yfir því að hægt miðaði á sviði endurskipu- lagningar efnahagslífsins og gagnrýndi staðnaða embættismenn, sem hann sagði lifa í fortíðinni og vera dragbíta á efnalegar og pólití- skar framfarir. Hann sagði að svo virtist sem embættismenn hugsuðu margir hvetjir fyrst og fremst um stöðu sína og titla í stað þess að einbeita sér að því að bæta líf fólks- ins í landinu. Sagði Gorbachev að flokksforustan væri að ýmsu leyti ábyrg fyrir þessari stöðu mála og hvatti til aukinna áhrifa almennings þegar ákvarðanir um heill og ham- ingju væru teknar. Sagði hann að breyta þyrfti gildandi lögum á þann veg að flokksmenn gætu tilnefnt frambjóðendur til embætta að vild og kosið yrði um þá í leynilegum kosningum. Hingað til hafa flokks- menn samþykkt tilnefningar með því að rétta upp hendur.Gorbachev kvað einnig nauðsynlegt að ungt fólk og konur kæmust til aukinna áhrifa innan flokksins. Þá ræddi Gorbachev vaxandi þjóðernishyggju í ákveðnum hlutum Sovétríkjanna og kvað nauðsynlegt að uppræta hana m.a. með átaki í menntamálum. Sagði hann að víða hefði orðið vart óæskilegra þjóðern- istilhneiginga og minntist í því sambandi á óeirðir í Alma Ata í Kazakhstan í desember á nýliðnu ári. Sagði hann „ákveðna” flokks- leiðtoga hafa sýnt kæruleysi og gagnrýndi sérstaklega Dinmuk- hamed Kunayev, fyrrverandi flokksleiðtoga í Kazakhstan, sem vikið var úr embætti í kjölíar óeirð- anna. Almennt er talið að Kunayev verði vikið úr miðstjórninni á þess- um fundi. I tilkynningu frá Tass fréttastofunni sagði að Vladimir Shcherbitsky, flokksleiðtogi í Úkr- aínu, myndi ávarpa miðstjórnina. Þykir þetta benda til þess að hann muni halda sæti sínu í miðstjórn flokksins. Shcherbitsky hafði verið gagnrýndur fyrir dapurlega stjórn landbúnaðarmála í Úkraínu og voru uppi getgátur um að hann yrði lát- inn víkja. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðl- um heims. Síðidegis í gær kostaði brezka pundið 1,5310 dollara (1,5255), en annars var gengi doll- arans þannig, að fyrir hann fengust 1,8160 vest- ur-þýzk mörk (1,8265), 1,5248 svissneskir frank- ar (1,5295), 6,0600 fran- skir frankar (6,0775), 2,0465 hollenzk gyllini (2,0555), 1.290,50 ítalskar lírur (1.295,25), 1,34485 kanadískir dollarar (1,3525) og 151,95 jen (152,10). Verð á gulli hækkaði og var það 411,40 dollar- ar únsan (407,00). 34.000 bætast við í hóp verkfallsmanna London. Reuter. SÍMVIRKJADEILAN í Bretlandi harðnaði enn í gær, þegar 34.000 starfsmenn á skrifstofum Breska Simafélagsins bættust í.hóp 114.000 verkfallsmanna og símasamband við kjarnorkurannsóknarstofnun, er sinnir leynilegum verkefnum, var rofið. Talsmaður Símafélagsins sagði, að tveggja klukkustunda viðræður milli fulltrúa félagsins og stéttarfé- lags símvirkja í gær hefðu ekki borið neinn árangur og enn bæri mikið í milli samningsaðila. Pi'ekari sátta- fundir hafa ekki verið ákveðnir. Vinnustöðvun skrifstofufólksins stendur í þijá daga og er til komin vegna sérkrafna þess. Talsmaður símvirkjafélagsins sagði á mánudag, að þátttaka í verk- fallinu væri algjör og væri áhrifa þess þegar farið að gæta verulega í iðnaði og neyðarþjónustu. Talsmaður Símafélagsins sagði, að ólíklegt væri, að viðskiptavinir fyrirtækisins, sem eru um 21 milljón talsins, yrðu fyrir tilfinnanlegum óþægindum, þar sem deildarstjórar hefðu fallist á að sinna neyðarvið- gerðum, sem símvirkjar annast venjulega. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra, sagði í þingræðu í breska þinginu í gær, að hún óttaðist að verkfallið kæmi illa niður á öldruðu fólki og sjúku og einnig að það ylli vandræðum í viðskiptalífinu. Síma- sambandslaust var í gær við nokkrar lögreglustöðvar á afskekktum stöð- um í Thamesdal. Orðrómur um valda- rán á degi hverjum Manilu, Reutcr. FRÁ því Corazon Aquino, forseti Filippseyja, komst til valda í febr- úar á síðasta ári hefur þrisvar verið reynt að steypa henni af stóli. Á degi hverjum ganga sögur um að valdarán sé í uppsiglingu. Þann 6. júlí lýsti Arturo Tolent- ino, fyrrum þingmaður, yfir því að stjórn uppreisnarmanna hefði tekið við völdum. Fjórir hershöfðingjar og um 300 stuðningsmenn Ferdin- ands Marcos, fyrrum forseta, studdu Tolentino. Hann sór emb- ættiseið forseta og skipaði Juan Ponce Enrile varnarmálaráðherra. Uppreisninn rann út í sandinn þeg- ar Enrile og Fidel Ramos, yfirmaður stjórnarhersins, lýstu yfir stuðningi við Aquino og hvöttu uppreisnar- menn til að gefast upp. Tolentino og nokkrir stuðningsmenn hans voru ákærðir en síðar var fallið frá frekari málarekstri. I septembermánuði tók Enrile að fara hörðum orðum um stjórn Aqu- ino og valdamenn innan hersins, sem steyptu Marcos á sínum tíma, tóku undir þá gagnrýni. Sá orðróm- ur gekk fjöllum hærra að stuðnings- menn Enriles og Ferdinands Marcos innan hersins hygðust ræna völd- um. Ferdinand Ramos lýsti þá yfir stuðningi við Aquino og skipaði hermönnum að fylgja fyrirskipun- um sínum. 22. nóvember skipaði Ramos her- mönnum að vera í viðbragðsstöðu við þinghúsið og aðrar mikilvægar byggingar í Manila en þá gengu sögur um að andstæðingar forset- ans hygðust ráðast á þinghúsið og ræna völdum. Daginn eftir skipaði Ramos hermönnum að virða fyrir- mæli Enriles að vettugi. Aquino kallaði stjórn sína saman til neyðar- Reuter Vopnaður stuðningsmaður Ferd- inands Marcos á þaki sjónvarps- stöðvar, sem uppreisnarmenn tóku á sitt vald í gærmorgun. fundar og óskaði þess að allir ráðherrar hennar segðu af sér. Þann dag samþykkti hún þó aðeins lausnarbeiðni Enriles. Valdaránstilraunin í gær virðist hafa verið lokatilraun andstæðinga forsetans til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu 2. febrúar um nýja stjórnarskrá sem Aquino hefur látið semja. Hljóti hún sam- þykki landsmanna mun Aquino sitja sem forseti til 1992. Stjórnunarfélag íslands mun efna til 10 vikna endurmenntunarnámskeiðs sem hefst þann 5. febrúar n. k. og stendur fram til 15. apríl. Hér er um tilvalió tækifæri aó ræöa fyrir þá, sem hyggjast breyta um starf eöa eru aö hefja störf aö nýju eftir lengra eöa skemmra hlé. Námskeió þetta hefur veriö haldiö tvisvar áöur viö mjög góöar undirtektir enda hefur áhersla veriö lögó á fjölbreytt námsefni, og hæfa kennara meö mikla sérfræöilega reynslu og þekkingu hver á sínu sviöi. Námiö er tilvaliö fyrir þá, sem vilja afla sér hagnýtrar þekkingar á sviöi verslunar og viöskipta og eru reióubúnir aó sækja hálfsdags nám er hefst 5. febrúar og stendur fram aó páskum. Kennsia slcíptist» 4 svió: 1. Sölu- og markaóssviö 3. Tölvusvid a. Sölutækni a. Grunnnámskeiö á tölvur b. Markaössókn b. Ritvinnsla c. Skjalageró c. Gagnagrunnur d. íslensk haglýsing d. Áætlanageró e. Rekstrarhagfræói e. Tölvubókhald 2. Stjómunarsviö 4. Málasvið a. Stjórnun og samskipti viö starfsmenn a. Ensk verslunarbréf b. Viötalstækni b. Enska í viðskiptum og verslun c. Veröútreikningar og tilboösgerö d. Bókfærsla e. Skjalavistun f. Veröbréfamarkaöurinn Til að koma til móts við óskir fjölmargra um hálfsdagsnám verður kennt alla virka daga frá klukkan 13.00 til 17.00 i húsakynnum SFÍ aö Ánanaustum 15,101 Reykja- vik. Allar nánari upplýsingar veitir Anna Siguróardóttir hjá Stjórnunarfélagi íslands i síma (91) 62 10 66. Stjórnunarféldg íslands Ánanaustum 15 ■ Simi: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.