Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.01.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐÍÐ, MÍÐVIKUDÁGÚR 28.1 JÁNÚAR' 1987 yyÞad er annadhvort að duga eða drepast“ - segir Tryggvi Helgason sundmaður sem er við nám og sundþjálf un í Bandaríkjunum S*tfomsl. „ÉG HVET alla til aft reyna þetta bandaríska kerfi, en menn þurfa aft kynna sér hvaða kröfur eru gerðar áður en þeir fara út f þetta. Ef menn vilja samræma nám og þjáifun er þetta gott en kröfumar eru gffurlegar og margir gefast upp. Þama er annaðhvort að duga eða drepast,u segir Tryggvi Helgason sundmaður um veru sína f háskólanum f Bakersfield f Kalifornfu f Bandarfkjunum og þjálfun með sundiiði skólans. Tryggvi er í fremstu röð sund- manna á íslandi en nám og þjálfun í USA gera að verkum að hann er ekki eins áberandi í íþróttalífinu og ella væri. Sundþjálfun í Banda- ríkjunum gerir mun meiri og öðruvísi kröfur til einstaklingsins en menn eru vanir á íslandi. Breiddin er mjög mikil, aðeins nokkrir hundraðshlutar skilja menn aö og samkeppnin því mikl að kom- ast í keppnisliðið og kröfur þjálfara miklar til einstaklinganna sem eins gott er að standa undir. Tryggvi dvaldi á íslandi yfir jólin og keppti þá á Bylgjumótinu og náði þar þokkalegum árangri, við- unandi að eigin sögn miðað við það að vera í þyngsta æfingatíma- bilinu bæði hvað snertir lyftingar og sund. Aðaláherslan í þjálfuninni í Bakersfield beinist að því að 20 manna aðallið skólans sé í topp- formi í mars á bandaríska meist- aramótinu. Þar keppir lið Tryggva í 2. deild og sigraöi á síðasta móti sem þykir mjög góður árangur því breiddin í hverri grein er gífurlega mikil. Einn bandarísku sundmann- anna á meistaram-ótinu jafnaði sigri þar við sigur á kínverska meistaramótinu í borðtennis. Fáeinir hundraðshlut- ar skilja menn að Tryggvi keppti fyrst með Bak- ersfield 1985 þegar liöið lenti í öðru sæti í 2. deild bandariska meistaramótsins. Þá hafði hann áöur verið í námi og þjálfun í Svíbjóð um 3ja ára skeið. A bandaríska meistaramótinu 1986 varð Tryggvi 5. í 100 yarda bringusundi, 7. í 200 yarda sund- inu og 12. í 200 yarda fjórsundi. Þá mátti hann þola tap fyrir félaga sínum með 1/100 úr sekúndu. Sá komst fyrir vikið í 4x100 yarda fjór- sundsveit Bakersfield skólans sem sigraði þá grein meistaramótsins á nýju meistaramótsmeti. „Til þess að komast í liöið þurf- um við að ná ákveðnum lágmörk- um og einnig að komast í hóp 20 bestu manna að mati þjálfarans. Hann getur þess vegna sent okkur 4 sem erum í bringusundinu, eða einhverja aðra í öðrum greinum sem ná betri afrekum, en á milli okkar í bringusundinu eru aðeins 6/100 úr sekúndu," segir Tryggvi. Hann á annan besta tímann í liðinu í 100 yarda bringusundi 58,06 sek- úndur. Að mati þjálfara Tryggva samsvarar sá tími 1:04,4 mín í 100 metra sundi. Fullkomin tækni við þjálfunina „Æfingarnar í Bakersfield fyrir hvert tímabil hefjast í september og það er æft mjög stíft fram yfir jól. Þetta eru lýftingar, langsund og við hlaupum og hjólum til að byggja upp. Það er æft tvisvar á dag og aðstaðan er mjög góð, ný 50 yarda sundlaug sem er 25 yard- ar þversum og svo er 25 yarda kennslulaug að auki. Þarna er tiltækur speglakassi og í gegnum hann eru teknar vídeómyndir af sundmönnum til að skoða síðar. Þarna eru mæli- tæki sem mæla út hraðann sem næst á hverju stigi sundtaksins. Þetta er gert með myndbandi og tölvu. Svo erum við með mjólkur- sýrumæli. Það eru teknar úr okkur blóðprufur og mjólkursýran mæld. Þetta er gert með svona þriggja vikna millibili. Þannig er fulgst með því hvernig æfingarnar ganga. Hvort maður er í framför eða hvort álagið er of mikið og viðkomandi þarf að slaka á. Við fáum línurit úr tölvunni um ástand líkamans og athugasemdir frá þjálfaranum um hvað þarf að gera. Við erum með einn aðalþjálfara sem er Ernie Maglischo. Hann er talinn einn af betri þjálfurum Bandaríkjanna. Hjá okkur eru einn- ig tveir aðstoðarþjálfarar, dýfinga- þjálfari og sex aðstoðarstúlkur sem aðstoða við blóðtökur, vélrit- un og fleira við tölvurnar“. Þetta byggist á liðsheildinni „Ég kann vel við mig þarna. Ég átti svolítið erfitt með að venjast • Tryggvi Helgason sundmaður í búningi Bakaersfield. „Það þýö- ir ekki að gefast upp þótt á móti blási." þessu kerfi þegar ég kom ut eftir að hafa verið 3 ár í Svíþjóð. Veran í liðinu byggist öll á liösheildinni og liðsandanum. Heima og í Svíþjóð er meira persónulegt samband við þjálfar- ann en er í Bakersfield. Þar er staðan þannig að ef einhver tekur ekki við álaginu sem er lagt á mannskapinn þá er þjálfarinn ekk- ert að púkka upp á hann. Hann tekur bara þann næsta sem er í boði og það er nóg af mönnum. Hann segir einfald lega: „Svona set ég þetta upp og ef þú getur ekki staðið þig þá hef ég ekkert með þig að gera“. Markmiðið hjá þjalfaranum er að liðið sigri á bandaríska meistaramótinu og það gengur fyrir öllu að vera með topplið þar.“ Sigurinn í höfn f 2. deild bandarfska meistaramótsins. Tryggvi er annar frá vinstri. Það er góður andi milli manna „í fyrstu var ég með ákveðnar hugmyndir um einstakar æfingar og fleira, eins og teygjuæfingarnar sem ég hafði alltaf gert og ætlaði að halda áfram þegar ég byrjaði þarna, séræfingar fyrir mig einan, en það þýddi auðvitað ekki og maður varð að fylgja því sem sagt var. Þjálfarinn vildi að aliir gerðu eins og hann sagði og leyfði engar undantekningar. Það tók mig svolítinn tíma að venjast þessu. Þegar þetta var komið í vana náði maður sambandi við féiagana og þeir styðja mann vel þegar maður er illa upplagður. Það er góður andi á milli manna þrátt fyr- ir harða samkeppni innbyrðis. Menn hjálpa hverjir öðrum og leggja sig fram. Kunni ég eitthvað betur en annar þá segi ég honum til og hann mér. Við erum allir að vinna að sama marki, að sigra á meistaramótinu sem liðsheild. Það eru 37 strákar þarna við skólann í sundliðinu, frá Perú, Indónesíu, Svíþjóð, Danmörku, ís- landi og USA. Þetta lið okkar er talið einstakt því það hefur engu liði tekist að vinna sig svo fljótt upp. Við byrjuðum í deildinni fýrir tveimur árum, urðum þá í 2. sæti, sigruðum í fyrra og ætlum okkur sigur í ár. Þetta byggist allt á Maglischo þjálfara sem er mjög góður og lað- ar að sér góða menn. Það er nefnilega álíka erfitt að koma upp liði í 2. deild og það er í þeirri fyrstu, þó svo þar séu meiri pen- ingar í spilinu og liðin kaupi sér menn. Maglischo hefur náð mjög góðum mönnum til sín gegnum gott orð á sér.“ Væri hættur hér heima Áður en Tryggvi fór til Svíþjóðar lauk hann námi í húsasmíði. Nú stundar hann nám í viðskiptafræði við háskólann í Bakersfield með markaðsmál sem sérgrein. „Það er alveg á hreinu að ef ég væri hér heima þá væri ég hættur Morgunblaöið/Sigurður Jónsson aö synda. Það er gífurlega þýðing- armikið að geta haft þessa að- stöðu eins og er úti. Það að vera kannski í fullri vinnu í húsasmíði gengi ekki ef maður ætlaði að keppa á fullu. Þetta er hægt á meðan maður er í námi og getur samræmt það æfingunum. Ég má keppa í fjögur ár með háskólaliðinu og á núna tvö ár eft- ir. Ég get lokið námi á einu og hálfu ári ef ég tek það mjög stíft. Það er ætlunin að útskrifast 1988, hvort sem það verður um vor eða haust og á meðan held ég áfram að synda.“ Erfitt að halda topp- þjálfuninni við „Þann tíma sem ég hef verið þarna úti hef ég slitnað úr sam- bandi við sundsambandið hér heima. Það þykir dýrt að eltast við okkur sem erum úti og maður fær ekki upplýsingar um ýmis lágmörk sem eru í gangi. Mór finnst erfiðast við þjálfunina þarna úti hvað allt miðast við þetta eina mót í mars, bandaríska meist- aramótið. Svo þegar ég er að koma hér heim 2-3 vikum eftir þetta mót er erfitt að halda sér í toppþjálfun lengi á eftir og ná sömu tímum . Það er að auki erfitt að missa mik- ið úr skólanum og tímafrekt aö koma heim til að keppa því það er 8 klukkustunda tímamunur og maður þarf einn dag fyrir hverja klukkustund í tímamun til að jafna sig fullkomlega. Það segir sig því sjálft að það er erfitt að koma hér heim og ná sama árangri og úti. Ég veit að margir furða sig á því að maður skuli ekki geta það. Besti tíminn fyrir mig að koma heim til keppni er i mars, efiir meistaramótið úti og hafa viku til tíu daga til undirbúnings. Þá verð- ur maður aftur að taka tillit til þess að kennslan þarna úti er stíf og ekki má missa mikið úr til að tapa ekki af lestinni. En það er i þessu eins og öðru að þetta nám og þjálf- unin krefst mikillar þolinmæði og ekki þýðir að gefast upp þótt á móti blási." Sig.Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.